Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/PPJ EIGENDUR TF-VOT eru þrír. Frá vinstri: Kári Guðbjörnsson, Tryggvi Baldursson og Amar Jónsson. Jómfrúarferð á vatnaflugvél TF-VOT, sem er vatnaflugvél af gerðinni Aventura og smíðuð í Argentínu, fór fyrsta flug sitt yf- ir Reykjavík í gær. Tilraunaflugi verður haldið áfram næstu daga og verða þá prófaðar lendingar á vatni. Vatnaflugvél hefur ekki verið hérlendis í áraraðir að sögn Kára Guðbjömssonar, eins eigendanna. Kári Guðbjörnsson, flugum- ferðarstjóri og flugmaður, á vél- ina ásamt tveimur öðmm, og segir hann þetta eins konar smækkaða eftirmynd af Kata- iínu-flugbát en hún er eins hreyf- ils, tveggja manna og getur flog- ið í þrjá og hálfan tíma eða lið- lega 320 km vegalengd. Kári flaug vélinni í jómfrúarferðinni frá Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær, en hann hefur áður flogið þessum vélum f Flórída. Hann sagði hafa komið fram gangtrufl- anir og því ekki hægt að fara neitt út frá Reykjavík, hann hefði farið hring og lent aftur. Stilla á ganginn í dag og þegar hann er orðinn góður verður vélin reynd aftur við Reykjavík og siðan prófuð á vatni, ef til vill um næstu helgi. „Ég hef oft furðað mig á því af hveiju svona vél hefur ekki verið fengin hingað til lands fyrir löngu,“ sagði Kári í samtali við Morgunblaðið í gær, „því hér era mörg vötn utan vegasambands sem veiði er f og upplagt að nota slíka vél til að ferðast um. Við munum sinna því stíft næsta sum- ar,“ sagði Kári og kvaðst vona að tilraunalendingar gætu farið fram á Þingvallavatni á næst- unni. Vélin þolir allt að eins fets ölduhæð og segir Kári ekkert því til fyrirstöðu að lenda vélinni á sjó. Hún sé ekki sérstaklega salt- varin en úr áli og trefjaplasti og því nægilegt að skola hana vel eftir að hún hefur lent á sjó. TF-VOT er vatnaflugvél af gerðinni Aventura og smíðuð í Argentínu. Bónuskeðjan sýknuð af skaðabótakröfu VE RSLANAKEÐJAN Bónus hef- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið sýknuð af tæplega 2,7 milljóna króna skaðabótakröfu 67 ára gam- als manns sem fyrir sex árum datt um tappa sem gegndi hlutverki hurðastoppara í verslun Bónuss við EddufeU, slasaðist og hlaut af var- anlega örorku sem metin er 10%. Það var í júlí 1992 sem maðurinn var staddur fyrir fram verslunina og gætti ungrar dótturdóttur sinn- ar. Fyrirvaralaust hljóp stúlkan inn í verslunina í sama mund og sjálfvirkar dyr á henni voru að lok- ast. Hann óttaðist að hún myndi klemmast milli stafs og hurðar, hljóp til og reyndi að grípa í hurð- ina. Við það segist hann hafa rekið fótinn í hurðarstopparann og dottið í gangstéttina. Maðurinn taldi að hætta hefði stafað af hurðastopparanum, hann hefði verið samlitur stéttinni og ekki gerðar neinar ráðstafanir til að hægt væri að vara sig á honum. Meginregla að menn eigi að kunna fótum sfnum forráð Bónus sf. taldi ekki sannað að maðurinn hefði fallið um hurða- stopparann og því er mótmælt að útbúnaðurinn sé óforsvaranlegur. Einnig segir í rökum stefnda að hafa beri í huga „þá meginreglu að menn eigi almennt að kunna fótum sínum forráð og geti þeir ekki, ef illa tekst til í þeim efnum, sett ábyrgðina yfir á aðra.“ Niðurstaða dómsins var sú að hurðarstopparinn hefði verið hluti af eðlilegum búnaði og að ástæðu- laust hefði verið fyrir þá sem áttu leið um að ganga á svæðinu bak við sjálfvirku hurðina. Búnaðurinn hefði verið hættulaus öllum þeim sem sýndu eðlilega aðgæslu við þær aðstæður sem þama voru. Þróun í umhverfis- málum 26 sveitar- félög sækja um þátttöku VERKEFNISSTJÓRN Stað- ardagskrár 21 ákvað á fundi sínum í gær að gefa öllum sveitarfélögunum sem sótt hafa um þátttöku kost á að vera með. 26 sveitarfélög lögðu fram umsókn. Ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi og þróun sem haldin var í Ríó á árinu 1992 samþykkti ályktun um þróun í heiminum fram á 21. öldina. í samþykktinni er einnig kveðið á um að stað- bundin yfirvöld gerðu á sama hátt áætlanir um þróun sam- félagsins fram á næstu öld. Stefán Gíslason verkefnis- stjóri segir að þróunaráætlun- in sé tengd umhverfismálum, en það verði að vera umhverf- ismál í víðum skilningi. Verkefninu lýkur endan- lega í lok mars árið 2000 Verkefnishópurinn mun kynna hugmyndimar og ræða við sveitarfélögin í nóvember og síðan er ætlunin að þau gefi sér nokkra mánuði til að setja sér markmið og finna leiðir til að framkvæma þau. Síðan verði verkefninu lokið með samantekt á plaggi þar sem lýst er markmiðum um þróun í sveitarfélaginu. Verk- efninu lýkur endanlega í lok mars árið 2000. Andlát INGÓLFUR DAVÍÐSSON INGÓLFUR Davíðs- son grasafræðingur lést í gærmorgun, 95 ára að aldri. Ingólfur fæddist að Ytri-Reistarávið Eyja- fjörð hinn 14. janúar 1903. Foreldrar hans voru Davíð Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri á Stóru-Hámundarstöð- um, og María Jóns- dóttir, húsfreyja og kennari. Ingólfiir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1929 og magisters- prófi í grasafræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla sumarið 1936. Ingólfur starfaði sem sérfræð- ingur í plöntusjúkdómum og grasa- fræði við búnaðardeild atvinnu- deildar Háskólans, síðar Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins, frá 1937-1973. Samhliða starfinu sinnti Ingólfur kennslu í náttúru- fræði við ýmsa skóla, allt til ársins 1983. Sem sérfræðingur í plöntu- sjúkdómum hafði hann eftirlit með innflutningi plantna og grænmetis um árabil og með stofnrækt útsæð- is hjá Grænmetisverslun ríkisins. Ingólfur skrifaði fjölda vísinda- og fræðigreina um grasafræði og skipta blaða- og tímaritsgreinar eftir hann hundruðum. Einnig skrifaði hann um 400 greinar í dag- blaðið Tímann um búskaparhætti og byggðasögu fyrri tíma. Meðal helstu rita og bóka Ingólfs eru: Plöntusjúkdómar og vamir gegn þeim, 1938; Garðablóm og plöntu- kvillar, 1939; Jurtasjúkdómai' og meindýr, 1947; Rann- sóknir á jurtasjúkdóm- um, 1947 og 1951; Gróðursjúkdómar og varnir gegn þeim, 1955 og 1962; Kartöfluhnúð- ormurinn og útrýming hans, 1956; Fóðurjurt- ir, 1956; Stofublóm, 1957; Matjurtabókin, 1958; Illgresi og ill- gresiseyðing, 1961; og loks Garðagróður, sem hann skrifaði ásamt Ingimar Óskarssyni og kom út 1956, 1968 og 1981. Ingólfur var ritari Garðyrkjufé- lags íslands í 25 ár og ritstjóri Garðyrkjuritsins í fjölda ára. Hann var í stjóm Skógræktarfélags Reykjavíkur í 20 ár, Hins íslenska náttúrufræðifélags í 14 ár og sat í Náttúmvemdarráði árið 1957- 1958. Ingólfur var sæmdur ridd- arakrossi Fálkaorðunnar 1978, hlaut silfurmerki Garðyrkjufélags íslands og var heiðursfélagi þess, auk þess sem hann var heiðursfé- lagi Hins íslenska náttúrafræðifé- lags, Félags íslenskra náttúru- fræðinga og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hann var útnefndur heiðursdoktor við Háskóla íslands árið 1991. Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er Agnes Marie Ingeborg vefnaðar- kennari, en þau eignuðust þrjú böm, Agnar sem er prófessor í vistfræði við Háskóla íslands, Eddu sem er fóstra og búsett í Danmörku, og Helgu sem er semb- alleikari. 20-25 flóttamenn til landsins Landsbankinn dæmdur til höfundarréttargreiðslna LANDSBANKI íslands hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur til að greiða Hlín Gunn- arsdóttur leikmyndateiknara 950 þúsund krónur, auk dráttarvaxta og málskostnaðar, vegna notkunar hans á álfinum Mókolli í auglýsing- um og í öðra samhengi. Mókollur varð til sem persóna í leikriti Péturs Eggerz, „Umferðar- álfurinn Mókollur", sem Möguleik- húsið tók til æfinga í byrjun árs 1994. í dóminum kemur hins vegar fram að sköpun „hins eiginlega og endanlega álfs, Mókolls, [sé] alfarið hugarfóstur og gerð stefnanda.“ Möguleikhúsið seldi Landsbank- anum rétt til notkunar álfsins, meðal annars til að gera sparibauk „Mókollur alfarið hugarfóstur og gerð stefnanda“ í mynd hans og til nota í tengslum við bamaklúbb bankans. Dómur- inn kemst að þeirri niðurstöðu að framsal Möguleikhússins á höfund- arréttinum að Mókolli hafi verið ólögmæt og hann hafi því ekki fært Landsbankanum neinn rétt. Fljótlega eftir að Hlín öðlaðist vitneskju um samninginn hafði hún uppi kröfur á hendur bankanum vegna höfundarréttarins. Starfs- maður markaðssviðs bankans samdi þá við hana um samtals 950 þúsund króna greiðslu fyrir ýmis- konar notkun hans. Yfirmaður markaðssviðsins hafði þó ekld vit- neskju um samninginn og taldi hann óskuidbindandi fyrir sig. Dómurinn telur að Hlín hafi verið í góðri trú um að starfsmaðurinn hafi haft fulla heimild til samnings- gerðarinnar og því beri bankanum að bera hallann af honum, enda teljist upphæðin sem þar kemur fram ekki óeðlileg greiðsla. Bæði Landsbankinn og Mögu- leikhúsið vora sýknuð af kröfum Hlínar um skaðabætur vegna fjár- tjóns af völdum samnings þeirra, enda hafi hún haft veralegur tekj- ur frá bankanum vegna álfsins, og einnig nokkrar frá leikhúsinu. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær að ísland tæki á móti 20-25 flóttamönnum á næsta ári. Stefnt er að því að þeir komi til landsins næsta vor eða sumar. Ekki er ákveðið hvaðan flótta- mennimir koma, að sögn Elínar Blöndal, deildarstjóra í félagsmála- ráðuneytinu. Hún segir að haft verði samband við Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna sem meti hvar mesta þörfin er. Þetta er fjórða árið í röð sem flóttamenn koma til landsins. Árið 1996 komu 30 flóttamenn til ísa- fjarðar, í fyrra komu 17 flóttamenn til Hafnar í Homafjarðar og í ár komu 23 flóttamenn til Blönduóss. Elín segir ekki ákveðið hvert flóttamennimir fari, en á næstunni verði auglýst eftir sveitarfélögum sem tilbúin era til að veita flótta- mönnunum viðtöku. Hún segir að við val á sveitarfélögum sé m.a. tekið mið af íbúafjölda, atvinnuá- standi, heilbrigðisþjónustu, skóla- málum og félagsþjónustu. Allir flóttamenn sem komið hafa síðustu þrjú ár hafa komið frá ríkj- um fyirverandi Júgóslavíu. Ehn segir að þó engin ákvörðun hafí ver- ið tekin um hvaðan hópurinn sem kemur á næsta ári komi þá kunni að vera horft til þess að við höfum afl- að okkur talsverðrar reynslu af því að taka á móti flóttamönnum frá Júgóslavíu sem var. Búið sé að út- búa kennsluefni og fleira sem miðað sé við þai-fir fólks frá þessu svæði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.