Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 15

Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 15
■ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 15 aður Greiðsla á af lahlut, launum og tengdum gjöldum 37,8% Stærsti einstaki liðurinn í kostnaðaruppgjöri útgerðar er yfírleitt aflahlutur sjómanna og síðan laun annarra við útgerðina. Olíukostnaður 9,0% Verð á olíu hefur ávallt verið einn af viðkvæmustu þáttum útgerðar. Breytingar á gengi eða heimsmarkaðsverði á olíu geta haft mikil áhrif á reksturinn. Stærri útgerðir geta þó gert sérstaka samninga við olíufélög og eins færist í vöxt að þau geri framvirka - samninga til að draga úr sveiflum. Af borganir lána og vextir 17,5% Skuldir sjávarútvegsins eru miklar. Auknar álögur yrðu síst til þess að auðvelda fyrirtækjum að greiða þær niður. Sjávarútvegurinn í heild skilar ekki alltaf hagnaði. Þeim útgerðarfyrirtækjum sem það gera fer þó fjölgandi enda hefur rekstrarumhverfið breyst mikið á síðustu árum og möguleikum til hagræðingar fjölgað. Með áframhaldandi stöðugleika má búast við auknum hagnaði sem má þó ekki hverfa úr greininni ef einhver uppbygging á að eiga sér stað. hagnaður! Útvegsfyrirtæki á landsbyggðinni hafa til umráða yfir 80% af veiðiheimildum í íslensku lögsögunni. Það er því ljóst að gjaldtaka, í hvaða formi sem væri, yrði í raun byggðaskattur. Víða um land halda útvegsfyrirtæki uppi atvinnulífinu og eru forsenda byggðar. Auknar álögur myndu þýða gífurlegan tilflutning á fjármagni til stjómsýslunnar í Reykjavík og leiða til stórfelldrar röskunar á landsbyggðinni. Það er ljóst að hvorki sveitarfélög á landsbyggðinni, sjómenn né aðrir sem starfa við sjávarútveg gætu tekið að sér að greiða veiðileyfagjald eða auðlindaskatt. Enn síður má búast við því að neytendur erlendis séu reiðubúnir til þess að greiða skattinn með hækkuðu vömverði. Auknar álögur yrði að greiða með hagnaði útvegsfyrirtækja, hagnaði sem þarf að nota til áframhaldandi uppbyggingar innan fyrirtækjanna. Umræða um auknar álögur á útvegsfyrirtækin og hugmyndir um að færa fjármagn út úr greininni þjóna því hvorki hagsmunum sjávarútvegsins né þjóðarinnar í heild. Þessi auglýsing er liður í fræðsluátaki íslenskra útvegsmanna. Ótímabært auðlindagjald stefnir árangri útvegsins og afkomu á landsbyggðinni í voða. www.liu.is í S L E N S K I VEGSMEN N Fræðsluátak á ári hafsins iL I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.