Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR gi-annt er skoðað er það engin tilviljun að borgarastéttin sækist eftir minjum klassísku fornald- arinnar um fyrirmyndir. Fomlistin byggðist á borgaralegum skipu- lagsmætti en oft er innra sam- hengi milli skynsemishyggju borg- aralegs lýðræðis og hinnar fornu klassísku listar. Líkt og með bylt- ingarhugsjónir borgaranna átti hún fyrstu talsmenn sína um svip- að leyti og íyrstu húsgögn með ný- klassísku sniði voru smíðuð fyrir fylgikonu Lúðvíks 15, frú Pompa- dour. Eflaust hefur menn ekki órað fyrir því að stíll Lúðvíks 16. hafí verið óveðursmerki þeirra at- burða sem komu honum undir öx- ina. Allt skraut í stíl Lúðvíks var frekar fíngert og flestar línur bein- ar. Stólar fá beina fætur sem oft eru formaðar eins og súlur, bakið verður beinna, skreytt hörpu- eða kerformum. Skreytingamar vora inngreyptar ýmsum viðartegund- um eða steyptar úr bronsi og það fest utan á tréð. Einfaldleiki hús- gagna hentaði vel eftir allt flúr rókókótímans. Frönsk húsgögn í stfl Lúðvíks 16. hafa verið afar eftirsótt í gegn- um tíðina og hafa oft verið verð- mætari en önnur húsgögn. Hvað er það sem gerir þessi húsgögn eftirsóknarverð? Fyrst og fremst er það stfllinn sem er fallegur, lín- umar skapa fíngerða hefld sem einkennist af einfaldleika og fágun. Það er tiltölulega auðvelt að raða þessum húsgögnum upp með nú- tímalegum húsgögnum. Glæsilegasta og þekktasta hús- gagn sem varðveist hefur frá 1760 er skatthol sem smíðað var á hús- gagnaverkstæði Jean-Francois Oeben (1720-63). Hann var kon- unglegur húsgagnasmiður sem sérhæfði sig í íbenvið. Áhersla var lögð á glæsileikann, síðan fór að bera á beinni og léttari línum. Eftirlætis húsgagnahönnuður Maríu Antoinette drottningar Frakklands var Jean-Henri Ries- ener (1734-1806). Hann starfaði á konunglegu húsgagnaverkstæði Oeben sem vora honum hin mestu lærdómsár og veitti honum mikla innsýn í húsgagnalist. Síðar kvæntist hann ekkju meistara síns og tók við stjóm húsgagnavinnu- stofunnar. Árið 1774 var Jean- Henri Riesener gerður að konung- legum húsgagnasmiði Lúðvíks 16. Glæsilegustu húsgögnin vora hönnuð fyrir drottninguna Maríu Antoinette en hún hafði ósvikinn áhuga á hýbýlaskreytingum og húsbúnaði. Hann átti heiðurinn af því að hanna íbúðir hennar í Ver- sölum og Fontainebleau sem voru búnar húsgögnum og innanhús- skauti af bestu gerð í stfl Lúðvíks 16. Húsgögn Riesener vora inn- greypt ávaxta og blómaskreyting- um með ýmsum viðartegundum og fágaðri bronsumgjörð. Frá 1780 verða húsgögn Rieseners einfald- ari og léttari án þess að glata glæsileika sínum. Hann byrjaði þá að inngreypa viðinn „geometrísk- um“ línum í stað blómaskreytinga. Adam Weisweiler (1750-1810) var annar meginsnillingur þessa tímabils. Hann var fyrstur til að skreyta skápa og skatthol með postulíni frá postulínsverksmiðj- unum Sévres og Wedgwood. Hann notaði talsvert af fjarlægum viðar- tegundum í húsgagnasmíði og skreytti viðinn með lakki og postu- líni. Þá skreytti hann skápa og skatthol með landslagsmyndum. Fágað handbragð leynir sér ekki. Húsgagnasmíði Davids Roentgen vora einnig meðal feg- urstu húsgagna á tímabili nýklass- 35 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 GYLLTUR stóll í stíl Lúðvíks 16. með Aubusson áklæði. - VASI í stfl Lúðvíks 16. GYLLTUR vegglampi í stfl Lúðvíks 16. BORÐ í stfl Lúðvíks 16. hannað fyrir Mar- íu Antoinette um 1778. Smiðin var eftir Jean-Henri Riesner. Borðið var notað í margs konar tilgangi, hægd: var að borða við það og nota það sem skatthol. ísmans. Húsgögn hans vora eftir- sótt hjá allri hirðinni í Evrópu. Hann bjó í París frá 1775-1980 og húsgögn hans voru yfirleitt gerð úr ljósum við með bronsskreyting- um. Húsgögn húsgagnasmiðsins Ge- orges Jacob (1739-1814) voru einnig efth’sótt. Hann smíðaði hús- gögn fyrir drottninguna Maríu Antoinette í kastala konungs í Rambouillet. Stólbökin hölluðust örlítið aftur og vora útskorin frem- ur en bólstrað. Hann var fyrstur í Frakklandi til að smíða húsgögn úr mahóníi, það vora bein áhrif frá Bretlandi. I lok 18. aldarinnar var nýklass- íski stfllinn orðinn alþjóðlegur. Margir handverksmenn í hús- gagnalist frá öðram þjóðum blönd- uðu oft því besta úr frönskum og enskum nýklassisma. Má þar nefna sænska húsgagnalista- smiðinn Georg Haups (1741-84) sem starf- aði við sænsku hirðina og Guiseppe Maggiolini (1738-1814) sem starfaði í Mflanó og var frægur fyrir kommóður sínar og fágæta inn- lögn. Húsgögn í stíl Lúðvíks 16. voru orðin fyrir- mynd í Evrópu sök- um glæsileika og fá- gætrar smíði. Eftir byltinguna var mikið af húsgögnum, sem höfðu verið í eigu hirðarinnar, flutt úr landi og selt einkaaðilum í Englandi. Enskra áhrifa gætir í franskri húsgagnagerð frá 1870-1790 og frá 1815-1825. Velkomin um borð! Boðið verður upp áfræðslu, skemmtiatriði og veitingar. Fáskrúösf jörður mánudaginn 26. októberfrá kl. 17 til 19. Móttakaá nýja fiskiskipi Loðnuvinnslunnar, Hoffelli SU 80. Fiskimjölsverksmiðja Loðnuvinnslunnar verður opin. www.liu.is Reykjavík í dag f rá kl. 13 til 17 á miðbakka Reykjavíkurhafnar. Til sýnis eru skipin Pétur Jónsson RE 69 og Þerney RE 101. Hafrannsóknastofnunin, Stýrimannaskólinn ogVélskólinn veita innsýn í starfsemi sína. Tæknival, Hampiðjan, Skeljungur og Snakkfiskur kynna vörur sínar. Þorlákshöfn í dag frá kl. 14 til 17. Til sýnis verða togararnir Arnar ÁR 55, Friðrik Sigurðsson ÁR 17, Sæberg ÁR 20 og lóðsbáturinn Ölver, frystihús Árness, fiskverkunin Ver hf., ísstöð Þorlákshafnar og hafnarvogin. Keflavík á morgun 25. október frá kl. 14 til 17 í Helguvíkurhöfn. Til sýnis verða togararnir Happasæll KE 94 og Þuríður Halldórsdóttir GK 94. SR-mjöl sýnir mjölverksmiðjuna. ÍS LENSKfR^grpTVEGSM EN N Fræðsluátak á ári hafsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.