Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 42
%2 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Bækur og
metsöluhyggja
„Það er heldur ekki gott að íslendingar
blekki sjálfa sig að því leyti, að þótt
vel hafi gengið á sumum málsvæðum
hafa þeir ekki eignast alþjóðlega met-
söluhöjunda. Og raunar má segja að
verði ekki settur enn meiri kraftur í
kynningu íslenskra verka sé hætta
á að þau missi aflestinni. “
- Halldór Guömundsson _
Kynning íslenskra
bókmennta erlendis
er sífellt umræðu-
efni og sýnist sitt
hverjum. Á Bóka-
stefnunni í Frankfurt sem er ný-
lokið lagði Halidór Guðmundsson
útgáfustjóri Máls og menningar
áherslu á að Islendingar blekktu
ekki sjálfa sig þrátt fýrir gott
gengi. Hann taldi að meiri kraft
þyrfti að setja í kynningu ís-
lenskra verka til þess að þau
ættu ekki á hættu að missa af
lestinni. Meðal ástæðna voru að
hans mati „tilhneigingar til met-
söluhyggju“. Halldór bætti við:
„Það er því
VIÐHORF
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
ekki seinna
vænna að
stofna Bók-
menntakynn-
ingarstofu og
styrkja okkar kynningarstarf-
semi, því þama höfum við mjög
dregist aftur úr öðrum Norður-
löndum. Margt er vel gert, og
ánægjulegur árangur hefur
náðst, en betur má ef duga skal.“
Eins og áður hefur verið drepið
á er Bókmenntakynningarstofa
að norrænum hætti vist ólíkleg
því að hún mun þykja of stofn-
analeg. Til er Bókmenntakynn-
ingarsjóður sem af veikum mætti
(takmörkuð fjárráð) hefur komið
mörgu góðu til leiðar í höndum
Jónínu Miehaelsdóttur og ann-
arra nefndarmanna sjóðsins.
Stofnun Sigurðar Nordal, sem
Ulfar Bragason veitir forstöðu,
hefur líka margt vel gert og
gekkst m. a. í sumar fyrir þýð-
endaþingi í Skálholti í samvinnu
við Bókmenntakynningarsjóð.
Metsöluhyggjan sem Halldór
kallar svo er hvimleið og einkennir
ekki síst Norðurlandaþjóðimar
(líka ísland) í Frankfurt. Verð-
mætasti höfundur Norðurlanda nú
er Marianne Fredriksson, sænsk
kona sem selst i milljónaeintökum
út um allt fyrir skáldsögur sem
höfða til almennra lesenda. Höf-
undar eins og Peter Hoeg (Smilla)
og Jostein Gaarder (Veröld Soffíu)
veita henni að vísu samkeppni en
það verður varla lengi.
Það er þó bót í máli í Frankfurt
að alvörugefnari höfundar sem
fást við skáldskap án drauma um
milljónir í vasann vekja líka at-
hygli. Til dæmis er það þægileg
tilbreyting að reika um þýsku
skálana þar sem fínna má hug-
sjónaforlög (jafnvel einyrkja) sem
stuðla að því að koma mikilvæg-
um bókmenntum á framfæri,
gömlum og nýjum. Á þessum
sýningarsvæðum er enginn asi en
áhugi gesta leynir sér ekki.
Verði milljónahyggjan ofan á í
bókaútgáfu blasir ekkert annað
við en leikur markaðsmanna, „at-
vinnumont" eins og til dæmis
tíðkast á bílasýningum. Bíla-
stefna er líka haldin í Frankfurt
hvert ár og mætti huga að því að
sýna nýjustu og „flottustu“ bílana
með helstu metsölubókunum.
Með því móti mætti hugsa sér
aðra bókastefnu þar sem áhersla
væri fyrst og fremst lögð á
bókmmenntir og höfunda sem
eru að gera eitthvað varanlegt án
þess að setja hagnaðar- og frægð-
arvon efst á blað. Litlu básamir
með raunverulegum bókmennt-
um gætu þá rúmast í einum vönd-
uðum skála í Frankfurt, hinir
færu á bílasýningamar.
Það líður varla það ár á Bóka-
stefnunni í Frankfurt að ekki sé
minnst á James Joyce. Hann var
fremstur í flokki þegar Irland var
í svokölluðum brennidepli fyrir
nokkrum árum og alls staðar
virðist hann koma við sögu.
I skála Svisslendinga, sem nú
vora í brennidepli, mátti sjá stórt
spjald með baksvipnum á Joyce
þar sem hann hafði numið staðar í
miðborg Zurich og virti fyrir sér
útsýni og mannlíf. Hann var með
stafinn sinn að vanda og sjálfur
stafurinn var til sýnis bak við
gler. Það var frekar látlaus stafur.
Annar höfundur sem oft skýtur
upp kollinum og hefur orðið með-
al hinna kunnain evrópsku höf-
unda er Portúgalinn Femando
Pessoa sem var ekki eitt skáld
heldur mörg því að hann skrifaði
undir mörgum höfundamöfnum
og hver og einn þessara höfunda
orti með sínum hætti, sumir
fremur hefðbundið, til dæmis
sonnettur, aðrir í frjálslegri stfl.
Eitt þessara skálda nefndi
Pessoa Alfonso Reyes. Um það
skáld hefur Nóbelsverðlaunahaf-
inn nýi José Saramago samið
skáldsögu sem nefnist Dánardag-
ur Alfonso Reyes. Pessoa er í
rauninni ekki ósvipaður Joyce í
útliti, báðir klæddu sig eins og
miðstéttarmenn. Það var kannski
nauðsynlegt fyrir þá. Joyce hafði
ofan af fyrir sér og fjölskyldunni
með því að kenna í málaskóla í
Zurich og víðar. Pessoa þýddi og
skrifaði verslunarbréf á skrifstofu
í Lissabon.
Báðir voru þeir afar vínhneigð-
ir, Pessoa fór kannski verr með
sig, einmana og dapur eins og
hann var. Fáir gerðu sér grein
fyrir hve mikið skáld gekk um
götur Lissabon og fór alltaf inn á
sömu krá eftir vinnu. Það átti eft-
ir að koma í ljós seinna. Sama
gilti vissulega um Joyce sem átti
það til að dveljast of lengi við
drykkju á sínum krám. Þegar
hann loksins drattaðist heim var
það árátta hans að taka lagið og
syngja ítalskar aríur. Kona hans
var þá vön að segja: „Eg skil ekk-
ert í bókunum hans en hann er
afbragðs söngvari." Hún vonaði
að hann legði skáldskapinn á hill-
una og gerðist söngvari. Sem bet-
ur fór gerði hann það ekki.
Nú era þessir tveir dæmigerðu
Evrópubúar og byltingamenn í
skáldskap eins konar táknmyndir
skáldskaparins og öll lönd vilja
eiga ítök í þeim, að minnsta kosti
heimsborgaranum Joyce. Þeir
vora ekki metsöluhöfundar í lif-
anda lífí og gerðu sér eflaust ekki
von um slíka „upphefð". Aftur á
móti hefur Ódysseifur orðið met-
sölubók, ekki síst út á frægðina
sjálfa, orðstír höfundarins.
Pessoa er viðfansefni bókmennta-
fræðinga og söguefni, ekki aðeins
Saramago hefur skrifað um hann
skáldsögu heldur líka ítalinn Ant-
onio Tabucchi. Yerk hins síðar-
nefnda hefur meira að segja
ratað inn á bókastefnur þótt þar
sé ekki um neina venjulega met-
sölubók að ræða.
Islenskt táknmál -
móðurmál heyrnarlausra
Á Alþingi hefur ver-
ið lögð fram tillaga til
þingsályktunar um að
íslenska táknmálið
verði viðurkennt móð-
urmál heyrnarlausra.
Flutningsmaður er
Svavar Gestsson en
hann lagði fram þessa
tillögu í fyrsta sinn fyr-
ir tveimur áram.
Nokkrar umræður
sköpuðust um tillöguna
á Álþingi og var að
heyra á þeim sem tóku
til máls að þeir væru
allir hlynntir því að ís-
lenska táknmálið yrði
viðurkennt móðurmál
heymarlausra, enda
væri hér um mannréttindamál að
ræða. Félag heyrnarlausra fagnar
slíkum stuðningi og vonar að hann
sé ekki einungis í orði heldur
einnig í framkvæmd. Helsta bar-
áttumál Félags heymarlausra hef-
ur lengi verið að íslenska táknmál-
ið verði viðurkennt í lögum sem
móðurmál heyrnarlausra og lítur
félagið svo á að á meðan slík viður-
kenning er ekki til í lögum sé
heymarlausum Islendingum stór-
lega mismunað.
Islenska táknmálið er sjálfstætt
mál og fylgir sínum eigin reglum,
bæði í uppbyggingu tákna og í mál-
fræði. Þróun og nýsköpun í íslensku
táknmáli fylgir sömu reglum og hjá
öðram tungumálum, þ.e. að málið
og þróun þess á sér stað í því menn-
ingaramhverfí sem það er notað í.
Mikið ber á misskilningi hjá al-
menningi um íslenska táknmálið.
Einn algengasti misskilningurinn er
að halda því fram að táknmál sé al-
þjóðlegt, eða það ætti að minnsta
kosti að vera mjög auðvelt að gera
það alþjóðlegt. Þetta er rangt, því
hvert land á sitt eigið táknmál og í
löndum þar sem era töluð tvö mál,
t.d. í Belgíu, era jafnmörg táknmál.
Táknmál er ekki háð talmáli við-
komandi lands og sést þetta best á
því að enska er þjóðtunga í Bret-
landi og Bandaríkjunum en BSL,
breskt táknmál, og ASL, amerískt
táknmál, era mjög ólík. Ameríska
táknmálið og franska táknmálið era
mun líkari hvort örðu en þau áður-
nefndu. Þetta á sér einfalda skýr-
ingu, því rætur ameríska táknmáls-
ins liggja í Frakklandi
en ekki í Bretlandi. Is-
lenska táknmálið er
því engin einfölduð út-
gáfa á íslensku heldur
eru þessi mál bæði
sjálfstæð, hvert fyrir
sig.
Táknmál á sér langa
sögu og hafa heyrnar-
lausir alltaf notað
táknmál. Fyrsti skóli
heymarlausra var
stofnaður í Frakklandi
1770 af frönskum
presti, l’Epée, en hann
notaði táknmál í
kennslu heymarlausra
bama. Kennsluaðferð-
ir l’Epée bárast um
Evrópu til Bandaríkjanna, Norður-
landa og víðar og hlutu heymar;
lausir almennt góða menntun. í
Þýskalandi og á Italíu vora viðhafð-
Viðurkenning á ís-
lenska táknmálinu sem
móðurmáli heyrnar-
lausra, segir Hafdfs
Gísladóttir, er jafn-
framt viðurkenning á
heyrnarlausum sem
einstaklingi.
ar aðrar aðferðir í kennslu heyrnar-
lausra, stefna oralista eða talmáls-
sinna, en þar var áhersla lögð á að
kenna heymarlausum að tala og
andstaða við táknmálið var mikil.
Árið 1880 var haldin heimsráð-
stefna í Mílanó á Italíu um kennslu
heymarlausra og varð þessi ráð-
stefna afdrifarík fyrir heyrnarlausa
um allan heim. Á henni var sam-
þykkt að banna notkun táknmáls í
kennslu heymarlausra og lögð á
ráðin um hvernig hægt væri að út-
rýma táknmáli. Þegar þessi ákvörð-
un var tekin vora skólar fyrir
heymarlausa víða um heim sem
kenndu á táknmáli og í skólunum
vora starfandi heymarlausir kenn-
arar. Heyrnarlausir kennarar vora
nú reknir úr skólunum og hart tekið
á nemendum sem notuðu táknmál.
Eldri nemendur voru aðskildir frá
yngri auk þess sem nemendum var
umbunað fyrir að segja frá því ef
einhver notaði táknmál. Hörð refs-
ing lá við notkun táknmáls og allt
var gert til að koma í veg fyrir að
heyrnarlausir notuðu málið sitt,
hendur bundnar fyrir aftan bak,
slegið á fingur o.s.frv. Stefna tal-
málssinna var við lýði í 100 ár og er
jafnvel enn ríkjandi í nokkrum lönd-
um. Hún barst einnig til íslands, að
vísu nokkru seinna en til annarra
Evrópulanda.
Afleiðingar talmálsstefnunnar
urðu þær að heyrnarlausir urðu
ómenntaðir og einangraðir innan
samfélaga. Möguleikar þessa hóps
til mennta og þroska voru mark-
visst teknir frá honum og varð
hann algjörleg réttindalaus í sam-
félaginu. Eftir 100 ára tímabil
kunnu foreldrar, kennarar og aðrir
sem koma áttu heyrnarlausum
börnum til þroska ekki táknmál og
viðhorfið var almennt að táknmál
væri ekki fullgilt mál. Miklu alvar-
legra var þó að sumir heyrnarlaus-
ir trúðu því að táknmál væri ekki
alvörumál.
Stefna talmálssinna kom í veg
fyrir að heyrnarlaus börn fengju
málumhverfí og tækifæri til að
þroskast á eðlilegan hátt í sam-
skiptum við heymarlaus börn og
fullorðna. Kúgun heymarlausra, að-
skilnaður eldri nemenda frá yngri
og fordómar gegn táknmáli komu í
veg fyrir að heymarlaus börn hefðu
málfyrirmyndir. Heyrnarlausir hafa
sagt frá því að þeir héldu að þeir
mundu fá heyrn þegar þeir yrðu
fullorðnir vegna þess að sem böm
kynntust þeir aðeins heyrandi full-
orðnu fólki. Ofuráhersla á að kenna
heyrnarlausum að tala og afneitun á
táknmálinu var á kostnað almenns
þroska og menntunar, sem kom
m.a. fram í litlum málþroska og
ólæsi. Heymarlausir lærðu ekki
fullkomlega sitt eigið mál - táknmál
- og gátu þar af leiðandi ekki til-
einkað sér t.d. íslensku. Engum
mundi detta í hug að kenna íslensku
barni að lesa ensku fýrr en það væri
orðið læst á íslensku. Um allan heim
hafa skólar íyrir heymarlausa út-
skrifað ólæsa nemendur í mörg ár
og gera enn. Ólæsi meðal heymar-
lausra er bein afleiðing talmáls-
stefnunnar, en forsenda þess að
Hafdís
Gísladóttir
Hefjum fánann hátt á
loft í þágu aldraðra 1999
ÁRIÐ 1999 verður
helgað málefnum aldr-
aðra og er það í annað
sinn sem heilt ár er
helgað þessum mála-
flokki. Ég var svo hepp-
inn að Alþýðubandalagið
hafði trúað mér iyrir því
að gegna starfi heil-
brigðisráðherra um þær
mundir þar sem ég gat
fýlgt í verki stefnu AI-
þýðubandalagsins. Þá
gerðist margt sem
styrkti stöðu aldraðra
þó mestu máli skipti
tvennt:
I fyrsta lagi lögin um
Framkvæmdaráð aldr-
aðra og í öðra lagi lögin
um málefni aldraðra.
Frá því að þessi lög voru sett um
og upp úr 1980 hefur orðið bylting í
málefnum aldraðra þó enn sé margt
ógert. Við kusum þá að nota tæki-
færið til að hefja upp baráttufána í
þágu aldraðra. Það þarf einnig að
gerast nú.
Ég spurði heilbrigðisráðherra á
Alþingi miðvikudaginn 14. október
um þessi mál. Kom þá
fram að margt er á
döfinni vegna árs
aldraðra. Ég tel hins
vegar að nú ætti Al-
þingi og ríkisstjórn í
samvinnu við Samtök
eldri borgara að setja
sér markmið fyrir ár-
ið 1999. Ég nefni
fimm svið:
1. Það á að setja ný
lög um málefni aldr-
aðra.
2. Það á að endur-
skoða lögin um al-
mannatryggingar
þannig að ný lög geti
tekið gildi í lok ársins
1999.
3. Það á að taka í notkun á næsta
ári a.m.k. 200 rými fýrir gamalt fólk
sem er í „mjög brýnni þörf‘ fyiir
vistrými hér á Suðvesturlandi.
4. Það á að opna leiðir fyrir Sam-
tök eldri borgara til þess að hafa
bein áhrif á allar stjórnvaldsákvarð-
anir um kjör aldraðra.
5. Og það á að veita til þess fjár-
muni að efla félagsstarfsemi aldr-
Aldraðir, segir Svavar
Gestsson, eiga að fá
sinn hlut og meira til.
Því þeir sköpuðu
undirstöðurnar sem
allt hvílir á.
aðra sem er fjölþætt og eykur lífi
við árin sem bætast við.
I þessum málum eiga fleiri að
koma til en ríkið. Að málinu eiga
líka að koma sveitarfélögin, samtök
launafólks og samtök aldraðra. En
heilbrigðisráðuneytið á að hafa for-
ystu um vinnu með stefnumótun og
aðgerðir. Það á að nota tækifærið
árið 1999 til þess að hefja nýja bar-
áttufána í þágu aldraðra hátt á loft.
Hagvextinum á ekki aðeins að skila
til aldraðra hlutfallslega; aldraðir
eiga að fá sinn hlut og meira til því
þeir sköpuðu undirstöðurnar sem
allt hvílir á.
Höfundur er þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík.
Svavar
Gestsson