Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 46
‘46 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR 011 mál eru fjölskyldumál ÞAÐ ER til lítil dæmisaga frá Banda- ríkjunum sem íslensk- ir stjómmálamenn og við öll ættum að geta dregið lærdóm af: Ef þú setur frosk í pott með heitu vatni, stekkur hann strax upp úr pottinum. En ef þú setur frosk í pott með köldu vatni og hitar vatnið smám saman, tekur froskur- inn ekki eftir hækk- andi hita en á endan- um lætur hann lífíð - fullsoðinn. Islenskir skattgreið- endur eru í potti með vatni sem hægt og bítandi fer hitnandi og nálgast suðumark. Stighækkandi jaðarskattar, æ flóknari reglur hafa snúið tekjuskattskerfinu upp í andhverfu sína og sundrar fjöl- skyldum. Það á Mtið sem ekkert skylt við tekjujöfnun, sem þó á að vera eitt meginmarkmið þess, fyrir utan að afla ríkissjóði tekna. Tekjuskattskerfið hefur valdið ákveðnum trúnaðarbresti á milli al- mennings og löggjafans, enda andsnúið fjölskyldunni. Okkur ís- lendingum tekst illa að læra sömu lexíu og John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, sem sagði á fundi Félags hagfræðinga í New York í desember 1962: Efnahagskei'fi sem er þrúgað af háum sköttum mun aldrei skila nægilegum tekjum til að jafnvægi náist í rík- isfjármálum, alveg eins og það mun aldrei búa til nægilegan hag- vöxt eða nægilega mörg störf. I mínum huga ræð- ur skattalegt umhverfi miklu um það hvemig okkur Islendingum vegnar í framtíðinni, hvemig þjóðfélagi við lifum í og hvort okkur tekst að sannfæra ungt fólk að eftir allt saman sé í raun best að búa hér á Islandi. Skattkerfið er sú um- gjörð sem stjómmálamennirnir sníða viðskipta- og efnahagslífi þjóðai-innar og þeir geta sniðið * I mínum huga, segir Þorgerður K. Gunn- arsdóttir, ræður skattalegt umhverfí miklu um það hvernig okkur Islendingum vegnar í framtíðinni hana þannig að þjóðfélagið eflist, verði þróttmeira og einstaklingar og fyrirtæki dafni en stjómmála- mennirnir geta einnig haft um- Þorgerður K. Gunnarsdóttir gjörðina svo þrönga að smám sam- an er efnahagslífið kæft og fram- kvæði einstaklinganna drepið í dróma. Skattalöggjöfin er því ein mikilvægasta löggjöfin sem stjórn- málamenn fást við í störfum sínum. 011 mál eru fjölskyldumál Undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins hefur tekist á farsælan hátt að koma böndum á fjárreiður ríkis- sjóðs þótt enn séu hnútar óhnýttir. En árangurinn hefur skapað tæki- færi til að gera lagfæringar á skattakerfinu þannig að fjölskyld- an verði aftur sett í öndvegi. Þar vegur þyngst að draga úr tekju- tengingu og fyrsta skrefið í þá átt er að afnema tekjutengingu bairna- bóta. Næsta skref er að hætta að refsa hjónum sem af einhverjum ástæðum vilja að annað þeirra sinni börnum heima. Því er nauð- synlegt að hægt sé að millifæra persónuafslátt að fullu milli hjóna. Einnig er mikilvægt að foreldram sé tryggður aukinn og jafn réttur til fæðingarorlofs. Ekki er víst að allir foreldrar nýti sér skattalækkanir, meira or- lof eða aukið fjárhagslegt svigrúm. Aðalatriðið er að þeim sé gefið tækifæri til þess, þeir hafi val. Markviss fjölskyldustefna er for- senda hagsældar, framfara og jafn- vægis á Islandi í nútíð og framtíð. Þess vegna era öll mál fjölskyldu- mál. Skiptir þá engu hvort við ræð- um um atvinnu- og umhverfismál eða önnur brýn hagsmunamál fyrir fjölskylduna í landinu. Það um- hverfi sem fjölskyldan býr við mót- ar afstöðu hennar og lífsskilyrði. Þess vegna era fjölskyldumálin í heild sinni lykillinn að velferðar- samfélagi á Islandi framtíðarinnar. Höfundur er lögfræðingur. Nám á nýrri öld HINN 30. septem- ber sl. var hrandið af stað átaki til að bæta tölvukost Háskóla Is- lands undir kjörorð- inu Nám á nýrri öld. Verkefnið er unnið í samstarfi Hollvina- samtaka Háskóla ís- lands og Stúdenta- ráðs HI og mun standa yfir í tvo mán- -uði. A vettvangi Holl- vinasamtakanna hef- ur um nokkurt skeið verið rætt um þörf- ina fyrir að styðja við bakið á Háskól- anum í kaupum á tölvum og búnaði þeim tengdum. Ýmsar vangaveltur vora í gangi á þann veg að erfitt gæti orðið að afla skilnings meðal þjóðarinnar fyrir slíkri söfnun þar eð tölvubúnaður allur væri lítt var- anlegur. Þegar viðræður við stúd- enta hófust horfði málið skyndi- lega öðruvísi við. Unga fólkinu er bókstaflega í blóð borin hin sjálf- sagða þörf fyrir beztu fáanlega tækni, þannig að nám þeirra svari kröfum tímans á vinnumarkaði. ist til frambúðar verður komið á fót sérstökum endurnýjunarsjóði og arði af honum varið til viðhalds og kaupa á tölvum á komandi ár- um. Strax nú í upphafi tölvuátaksins hefur fjöldi aðila látið í ljósi skiln- ing á mikilvægi verkefnisins og veitt því ómetanlegt brautargengi. Það er Hollvmasamtökum Há- skóla Islands mikil ánægja að ganga til samstarfs við Stúdenta- ráð um átak til úrbóta á tölvukosti Til að tryggja að söfnunarfé nýt- skólans við nám og kennslu. Já- kvætt viðhorf og þekking íslend- inga á fjarskiptum og tölvunotkun "slim-line" dömubuxur írá gardeur Uáunru tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Stofnaður verður endurnýjunarsjóður, segir Ragnhildur Hjaltadóttir og Sigríður Stefánsdóttir, og arði af honum varið til viðhalds og kaupa á tölvum á komandi árum. hefur vakið athygli. Áhugi og framkvæði einstaklinga og fyrir- tækja hefur lagt grann að því upp- lýsingasamfélagi sem við búum nú við. Þess vegna leitum við til þjóð- arinnar um stuðning við þetta knýjandi verkefni. Með framíagi í endurnýjunarsjóð eða með öðram hætti gefst landsmönnum öllum einstakt tækifæri til að sýna holl- ustu sína við Háskóla íslands og styðja skólann til nýrrar sóknar í hátækniþjóðfélagi. Að lokum má benda á reikning tölvuátaksins í Melaútíbúi Búnað- arbankans númer 311 - 26 - 3500. Ragnhildur Hjaltadóttir formaður HoIIvinasamtaka HI. Sigríður Stefánsdóttir fram- kvæmdastjóri Hollvinasamtaka HI. Skemmtileg ævintýramynd KVIKillYMHK Regnbojrinn JAKTEN PÁ NYRESTEINEN ★ ★'/2 Leiksljóri og handritshöfundur: Vi- beke Idsoe. Aðalhlutverk: Torhjorn Jensen, Benjamin Helstad, Jenny Skavlan og Teije Strömdahl. Film- kameratene A/S 1996. ÞAÐ hafa áður verið gerðar skemmtilegar myndir þar sem mannverar era minnkaðar svo mikið að þær geta ferðast um lík- ama annarra lífvera. Það gerist í þessari norsku barnamynd þar sem Simon litli fer inn í líkama afa síns til að komast að því hvers vegna honum er illt. Þar inni hittir hann skemmtilegar og skrítnar verar sem allar þjóna sínum til- gangi og verður besti vinur hvíta blóðkornsins og rauða blóðkorns- ins. Þetta er fyrsta kvikmynd Vibeke Idsoe sem áður hafði skrifað hand- rit fyrir sjónvarp og að einni annari barnamynd. Mynd- in ber þess augljós merki; handritið er frábært en hún mætti hafa betra vald á leikstjórn- inni, bæði leikar- anna og kvik- myndalega séð. En einhvern tímann er allt fyrst. Handritið hefur til að bera flesta þá þætti sem prýða góðar barnamyndir. Heimur bama og fullorðinna renna saman í gagn- kvæmri virðingu og væntumþykju án nokkurrar væmni, sameinast frekar í góðum húmor. Sagan er fantasía þar sem höfundur setur sig inn í ímyndaðan heim bams- ins. Hún er ævintýri og þroska- saga í ástinni og vinskapnum. Höf- undurinn hefur mjög frjótt hug- myndaflug sem kemur fram í góð- um og spennandi söguþræði auk skemmtilegra persóna. Þarna hitt- ir Símon Hr. Botnlanga sem er at- vinnulaus því enginn vill nota hann lengur. Hr. Andfýla er vondi karlinn og frú Samviskubit lætur fólki líða illa. Svo er það líka hjart- að... Búningar og sviðsmynd era al- veg frábær og þar fær hugmynda- flugið einnig að njóta sín enda af nógu að taka. Þar hefðu ákveðnari hugmyndir um myndatöku bætt um betur og gert þennan þátt enn- þá skemmtilegri. Leikarahópurinn er býsna stór og felst í mörgum gestaleikuram mjög þekktum í Noregi og gera þeir sitt mjög vel. Afinn sem Terje Strpmdahl leikur er stórfínn, en þegar að bömunum kemur hefði stjórnin mátt vera styrkari og það á helst við um Torbjorn Jensen sem leikur Simon. Það er vart að hann valdi þessu stóra hlutverki. Danska djasssöngkonan Cæcelia Norby tekur tvö lög af sinni al- kunnu snilld í hlutverki ömmu Simonar fyrir 30 áram. Elst við nýrnasteininn er skemmtileg ævintýramynd sem allir ættu að geta haft gaman af og ekki síst lært nokkuð í líffærafræði um leið. Myndin er sýnd í dag kl. 15 og jafnvel verða fengnir ís- lenskir leikarar til að talsetja myndina um leið. Hildur Loftsdóttir Klassísk klassík KVIKMYJMHR Stjörnubfó LES MISERABLES ★★★ Leikstjóri: Bille August. Handritshöf- undur: Rafael Yglesias eftir verki Victors Hugo. Aðalhlutverk: Liam Necson, Goeffrey Rush, Uma Thur- man og Claire Danes. 1998. HJARTAGÓÐA franska hetjan Jean Valjean stal brauðhleifi í fá- tækt sinni og þurfti að borga fyrir það allt sitt líf. Annað hvort í þrælkunarbúðum eða með því að hafa illræmda lögregluforingjann Javert á hælunum sem gat ekki liðið Valjean það að vera góðhjart- aður. Þessa sögu þekkir næstum hvert mannsbarn, teiknimynda- seríur, sjónvarpsþáttaraðir, söng- leikir og fjölmargar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir þessu klassíska meistaraverki Victors Hugo. En þegar Bille August var fyrst boðið að leikstýra þessari kvikmynd þekkti hann ekki sög- una að neinu leyti og hafði aldrei séð kvikmynd gerða eftir henni. Það ætti að skýi’a hve klassísk tök hans era á þessu klassíska verki. Það hefði óneitanlega verið skemmtilegra að sjá þarna til- brigði við stef. Kannski ekki jafn- djúpt í árina tekið og Lelouch hér um árið en eitthvað þó. Bille ein- beitir sér að sambandi þessara tveggja manna, Valjean og Javert, og það kemur skemmtilega út. Neeson og Rush eru sterkir leik- arar og vel tilfallnir í hlutverkin. Stóram hlutum sögunnar er sleppt og flest fellur í skuggann af átökum mannanna tveggja og fár- anlegri þrjósku lögreglustjórans. Bille er hér á heimavelli þegar á að fjalla um undirmálsfólk og ör- lög þeirra. Saga Fantine er átak- anlegasti hluti myndarinnar og Uma Thurman stendur sig frá- bærlega vel, og sannar að hún er meira en góð gella. Annars líður myndin heJdur átakalaust fyrir sig. Les JMisérables er stórmynd sem gleður augað og eyrað á allan hátt, leikararnir eru stórgóðir, myndatakan er falleg og tónlistin sömuleiðis. Búningar og sviðs- myndin öll er mjög vönduð. Claire Danes er samt hálfbudduleg í þessum kjólum, en svona er raun- sæið. Ef eitthvað vantar upp á þá er það smá meiri kraft, ögn af ástríðu og u.þ.b. slatta af hug- myndaflugi. Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.