Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞRIR listamenn sem búa í Laugarnesi í Reykjavík hafa óskað eftir því við borgarstjóra að reykháftir verksmiðjunnar að Kletti verði varðveittur. Þrír listamenn skrifa borgarstjóra Vilja varð- veita reyk- háfínn að Kletti ÞRÍR íbúar Reykjavíkur í Laugar- nesi, listamennimir Kolbrún Björ- gólfsdóttir, Magnús Kjartansson og Hrafn Gunnlaugsson, hafa skrif- að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og beðið hana að kanna hvort fínna megi reykháf Klettsverksmiðjunnar nýtt hlut- verk í stað þess að rífa hann. Segja þau að hann sé nánast orðinn, í augum sínum, eins og hluti af landslaginu. „Af því tilefni viljum við beina þeim tilmælum til þín, háttvirti borgarstjóri, að áður en til niður- rifs kemur, verði kannað hvort ekki megi finna þessu mannvirki nýtt hlutverk; hvort sem þar yrði komið fyrir listaverki, útsýnispalli - eða hvoru tveggja. Við teljum að mikil eftirsjá yrði að reykháfnum, bæði er, að hann er einn af hæstu sjónpunktum borgarinnar, hann er fallegur í forminu, hlutfallslega vel hannaður og tekur lítið jarð- næði frá öðrum byggingum." Þá benda bréfritarar á að hugs- anlega kosti meira að rífa reykháf- inn en varðveita og efna mætti til hugmyndasamkeppni meðal borg- arbúa um nýtingu hans. Mál Visa gegn samkeppnisyfírvöldum Kröfu um ómerk- FRETTIR var hafnað ingu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær samkeppnisráð af kröfu Greiðslumiðlunar hf. - Visa Island um að felldur yrði úr gildi sá úrskurður, sem áfrýjunamefnd samkeppnismála kvað upp, að greiðslukortafyrirtækjum væri skylt að nema úr gildi ákveðna skil- mála í samstarfssamningum við greiðsluviðtakendur. Samkvæmt þeim skilmálum var seljendum vöru og þjónustu óheimilt að hækka verð til þeirra sem greiða með greiðslukorti. Upphaf málsins var kæra Sig- urðar Lárussonar kaupmanns til samkeppnisyfirvalda vegna gjald- skrár greiðslukortafyrirtækjanna. Greiðslumiðlun gert skylt að birta viðmiðunartaxta Hinn 12. janúar sl. ákvað sam- keppnisráð að banna ákvæði í við- skiptaskilmála Greiðslumiðlunar um að söluaðila væri skylt að veita korthöfum Visa sömu viðskipta- kjör, verð og þjónustu og það veiti þeim sem greiða með reiðufé. Ákvörðunin fól í sér að óheimilt væri að banna seljendum vöru og þjónustu að hækka verð á vöru eða þjónustu þegar greitt er með greiðslukorti. Ákvæði þar að lút- andi var felit niður úr samstarfs- samningum Greiðslumiðlunar og seljenda vöru og þjónustu. Jafn- framt var Greiðslumiðlun gert skylt að birta viðmiðunartaxta um veltutengd þjónustugjöld opinber- lega. Dregur úr samkeppni Áfrýjunamefnd samkeppnisráðs staðfesti ákvörðun samkeppnisráðs en frestaði gildistöku bannsins til 1. október sl. Samkeppnisyfirvöld höfnuðu beiðni Greiðslumiðlunar um að fresta réttaráhrifum úr- skurðarins þegar Greiðslumiðlun leitaði með málið til dómstóla. Mál- inu var stefnt 31. ágúst sl. Fyrir dómi fékk málið flýtimeðferð og féll dómur í gær. I niðurstöðum Sigurðar Halls Stefánssonar héraðsdómara segir að ákvörðun samkeppnisráðs um að banna þessa viðskiptaskilmála hafi, að því leyti sem hún var reist á 17. grein samkeppnislaga, byggst á því mati að reglan um bann við mismunun takmarki verðsam- keppni milli greiðsluviðtakenda og dragi annars vegar úr samkeppni milli mismunandi greiðslumiðla og hins vegar milli greiðslukortafyrir- tækjanna sjálfra. „Því mati verður eigi haggað af dómi,“ segir í niður- stöðunni. Samkeppnisráð var því sýknað af kröfu um ómerkingu úrskurðar- ins en hvorum aðila málsins var gert að bera sinn kostnað af rekstri þess. Löjgmaður Greiðslumiðlunar hf. var Ami Vilhjálmsson, hrl., en fyr- ir hönd samkeppnisráðs flutti Karl Axelsson hrl. málið. Morgunblaðið/B.Hj. Þvottabjörn leyndist í gámi með nuddpottum ÞEIM brá heldur en ekki í brún í gær, strákunum sem voru að lijálpa Bergi Hjaltasyni, fram- kvæmdasljóra hjá Metró Norman, að losa gám frá Toronto í Kanada, þegar loðin skepna birt- ist þeim á vörubretti með nýjustu sendingunni af nuddpottum. Fyrst var talið að um ref væri að ræða, en skepnan reyndist þvotta- bjöm, sem líklega hefur verið svo óheppinn að verða óvart laumu- farþegi frá Toronto til New York og þaðan til íslands. Ferðalagið hófst um síðustu mánaðamót þar sem björainn hefur að öllum likindum stokkið á vörubrettið rétt áður en það var sett í gáminn og honum lok- að. Ferðalaginu Iauk síðan fyrir framan Metró Norman í Hallar- múlanum, en þá var dýrið orðið mjög dasað af þorsta og hungri. „Þvottabjörninn hreyfði bara hausinn og blikkaði augunum, en gat að öðru leyti ekkert hreyft sig,“ sagði Bergur Hjaltason. „Eg hringdi í lögregluna því ég náði ekki í meindýraeyði og frá lögreglunni kom siðan maður með byssu og banaði dýrinu. Það er ekki Iaust við að maður sjái eftir því að hafa ekki farið með dýrið á dýraspítalann í staðinn og látið það í sóttkví, en það er ekki vogandi að taka neina áhættu þegar dýr berast frá öðr- um löndum, vegna smitsjúk- dóma.“ Nagaði grindina í kringum pottana Eitthvað virðist bjarnargreyið hafa haft fyrir stafni á leiðinni yfir hafið í myrkrinu, því það hafði nagað rauðviðargrind í kringum einn nuddpottinn. Lík- lega hefur þó björninn í sjálfs- bjargarviðleitni sinni þó fremur verið að reyna að næra sig. Það má þó þ'óst vera að þvottabjörn- inn hefur verið búinn að koma sér fyrir á hillunni sinni fyrir nokkuð löngu siðan, tilbúinn að deyja drottni sínum, því æpandi dagsbirtan, óðamála mannskepn- ur og hnjask á lyftara vöktu dauf viðbrögð hans. „Hann lá alltaf kyrr og var skotinn þar sem hann lá, enda var hann aðfram- kominn,“ sagði Bergur. „Okkur fannst ótrúlegt að hann skyldi þó vera lifandi eftir þessa löngu ferð, en líklega hefur hann ekki átt langt eftir, greyið, eftir allt saman.“ Tilboði 1 Feðga ehf. tekið í að- veitustöð ÁKVEÐIÐ var á fundi borgarráðs í gær að taka tilboði Feðga ehf. í f byggingu aðveitustöðvar 10 á Kjal- amesi fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Tilboð Feðga ehf. var næstlægst, eða 82,93% af kostnað- aráætlun, en þar sem lægstbjóð- andi óskaði eftir að verða leystur undan tilboði sínu var ákveðið að ganga til samninga við Feðga. Níu aðilar buðu í verkið og var j kostnaðaráætlun 87,1 milljón króna. Lægst bauð byggingafélag- ið Aspir ehf. 70,2 milljónir króna eða 80,5% af kostnaðaráætlun, næstlægst var tilboð Feðga sem var 72,3 milljónir og það þriðja lægsta var frá Friðjóni og Viðari hf., 76,6 milljónir króna eða 87,9% af kostnaðaráætlun. Þá komu þrjú tilboð sem voru um 90,6% af áætl- un, frá Emi Ulfari Andréssyni, Þorvaldi Gissurarsyni og GR-verk- tökum. Tilboð Halldórs Svanssonar j ehf. var nálægt kostnaðaráætlun I eða 85,6 milljónir en tvö tilboð voru nokkm yfir áætlun eða 91,4 millj- ónir frá Spöng ehf. og 91,8 frá Hannesi Jónssyni ehf. Byggingadeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur lagði til að gengið yrði til samninga við Feðga ehf., þá Björn Bjarnason og Bjarna Björnsson. Hafði deildin kannað feril þeirra við önnur verk og fengið það samdóma álit eftirlits- manna að Feðgar hafí skilað vel unnum verkum og verið sann- gjarnir í samningum um auka- verk. Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur samþykkti tillögu Rafveitunnar og féllst borgarráð á hana einnig. Gilsfjörður j formlega opnaður SAMGÖNGURÁÐHERRA, Halldór Blöndal, mun form- lega opna veg yfir Gilsfjörð fyrir almennri umferð næst- komandi fóstudag, 30. októ- ber. Athöfnin fer fram klukk- an 15.30. Klæðning hf. er aðalverk- taki við gerð brúar og vegar yfir Gilsfjörð. Framkvæmdir hófust í mars 1996 og er nú að mestu lokið. Gerð grjótvarnar og lagningu bundins slitlags á aðalveginn lauk fyrr í mánuð- inum. Aðeins er eftir að ganga frá nokkrum námum. Heildarkostnaður við verkið er nú áætlaður um 820 millj- ónir kr. Vigdís velgjörðar- sendiherra UNESCO VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti íslands, verður í dag útnefnd velgjörðarsendi- herra hjá UNESCO, menn- ingar- og vísindastofnun Sam- einuðu þjóðanna. Aðalforstjóri UNESCO set- ur Vigdísi inn í embættið síð- degis í dag í aðalstöðvum stofnunarinnar í París, en Vig- dís mun starfa i þágu tungu- máladeildar stoftiunarinnar, sem nýverið hefur verið sett á laggimar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.