Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSHANDRIT VESTANHAFS Brosið sem hvarf Afsið- menntuð- um hund- um í New York Lives of the Monster Dogs. Hunda- líf. Eftir Kirsten Bakis. 291 bls. Hodder & Stoughton, London, árið 1997. Mál og menning 1.535 krónur. ÁRIÐ er 2009. 150 „ófreskju- hundar" koma með þyrlum til New York-borgar og ætla að setj- ast þar að. Hundarnir ganga upp- réttir og geta talað með aðstoð raddhermis sem er græddur í barka. Þeir eru jafnhæfír mönnum til allra verka þökk sé stækkuðum heija og gervihandleggjum. Óður þýskur vísindamaður, August Rank, vann að því hörðum höndum á 19. öld að skapa yfír- burðakynstofn til hernaðar, dýra- tegund sem hefði trygglyndi og þor hundsins en gáfur mannsins. Einni öld síðar heppnast eftir- mönnum hans að ljúka ætlunar- verkinu í kanadíska smábænum Rankstadt. Hundamir hrinda af stað blóð- ugri byltingu gegn sköpurum sín- um og setjast að á Plaza-hótelinu í New York. Þeir vekja strax mikla undrun og aðdáun í borginni. Þeir eru alltaf fínt klæddir, í prúss- neskum sparifötum frá 19. öld, lifa í ríkidæmi og fáguðum vellysting- um. Þeir eru hreint engar skepnur heldur einstaklega vel gefnir og sið- menntaðir sepp- ar. Hundarnir gerast velgjörð- armenn borgar- búa og komast til mikilla metorða, en undarlegt ólæknandi mein hrjáir þá og áger- ist þegar líður á söguna. Kynstofn- inn er í útrýmingar- hættu. Æ algengara verður að þeir missi meðvitundina og hegði sér þá sam- kvæmt rándýr- seðlinu, ósjálfráðu og árásargjömu. Kirsten Bakis tekst á sannfærandi hátt að segja þessa lygilegu sögu og á skilið gott klapp á bakið því að þetta er hennar fyrsta skáldsaga. Sagan er bæði átakanleg og spennandi. Þessi bók snertir hundavininn í okkur öllum en skilur þó lesandann eftir með blóðbragð í munninum. Úlfur Eldjárn ALLIR handritshöfundar þáttanna Vina eru innan við fertugt. Enda er það kannski við hæfi þegar tekið er mið af aldri sögupersónanna. BEN Affleck og Matt Damon slógu f gegn í Hollywood með handriti sínu „Good Will Hunt- ing“, enda á réttum aldri. Heimur ungra, hvítra karlmanna Ljósmyndabók. „The End of Innocenee." Lok sakleysis. Ritstjóri Liz Jobey. 268 bls. Scalo, Zurich - Berlín - New York, árið 1997. Mál og menning. 4.395 krónur. í ÞESSU frábæra myndasafni eru myndir frá ljósmyndadeild EMI hljómplötufyrirtækisins í London frá árunum 1959 til 1972. Deildin sá um kynningar og gerð heimildarmynda um popptónlist- arfólk fyrirtækisins. Nýtt og óþroskað var það sent í ódýra myndatöku t.d. upp á þak EMI byggingarinnar, út á næsta götuhom eða bara í stigaganginn (sbr. Bítlamyndina frægu). Þar stillti það sér upp og brosti fallega. Þarna era ungir krakkar sem seinna áttu eftir að verða súper- stjörnur eins og Bítlarnir, Rod Steward, Pink Floyd o.fl. Einnig aðrir eins og Fay Fisher og Shirley og Johnny sem seinna heltust úr lestinni og eru húsmæð; ur eða enskukennarar í dag. í þessari bók eru allir jafn réttháir. Enginn hafði hugmynd hvað fram- tíðin bæri í skauti sér en allir voru lekkerir og vonuðu það besta. í seinni hluta bókarinnar í kringum 1970 verða svo myndirn- ar þyngri, brosin hverfa og upp- stillingamar era ekki jafn hressar. Popptónlistarmenn fara að taka sig alvarlega, hætta að vera bestu vinir útgefandans og horfa lista- mannslega í myndavélina. Því er titill bókarinnar „Lok sakleysis" mjög viðeigandi. Myndimar í bókinni era stórar og hver annarri fallegri og ég hef staðið mig að því að skoða þær aft- ur og aftur. Textinn er lítill því myndimar segja allt sem segja þarf. Þetta er frábær heimild um liðinn tíma og skemmtilega framsett. Ragnar Kjartansson STEVIE Wonder á yngri árum í Lokum sakleysis. MARGIR upprennandi rithöf- undar eiga sér þann draum að komast að í Hollywood þar sem hvert liandrit að bíómynd getur gefíð meira í aðra hönd en flesta getur dreymt um. Nú herma nýjustu fregnir frá Rollywood að æskudýrkun draumaverksmiðjunnar sé ekki eingöngu bundin við persónur hvíta tjaldsins heldur verði höf- undarnir að vera ungir að árum og helst karlkyns. Ný könnun sem gerð var í Hollywood á vegum Writers Guild of America og var birt mánudaginn 26. október sýnir að handritshöfundar sem komn- ir eru yfir fímmtugt eigi í mestu vandræðum að fá inni með verk sín hjá stóru kvikmyndaverun- um eða sjónvarpsstöðvunum, þótt þeir hafi unnið þar árum saman. Nú komist varla nokkrir að nema þeir séu á réttum aldri, þ.e. ungir og hvítir á hörund. Könnunin sýndi um leið fram á að kvenkyns höfundar og höf- undar sem tilheyra minnihlutahópum eiga undir högg að sækja og hafa lítið bætt stöðu sína á þessum vettvangi. Höfundar stöðugt að yngjast Þetta er mikil breyting frá því sem áður var, þegar þeim handritshöfundum sem höfðu reynslu að baki vegnaði best í Hollywood, og höfðu bestu launin. Núna hefur það algjör- lega snúist við, því handritshöf- undar á þrítugs- og fertugsaldri eru þeir sem ráða markaðnum og hala inn hæstu peningaupp- hæðirnar. Yfir 70% handritshöfunda undir fertugu höfðu fast starf á síðasta ári í Hollywood, en færri en 30% þeirra sem eru yf- ir fímmtugt, kom fram í könn- uninni. Munurinn er mestur í sjónvarpsheiminum, þar sem ekki fannst einn einasti hand- ritshöfundur yfir fimmtugu, og vinsælir þættir eins og Vinir og Ástir og undirföt eru eingöngu skrifaðir af ung- um handritshöfundum. Byrjun þessarar þróunar má rekja til áttunda áratugarins, en þá stóðu þó mál betur hjá konum og höfundum úr minni- hlutahópum, sem þá réðu yfir helmingi markaðarins og höfðu fjórðung launa hvítra karl- manna í bransanum. Konum hefur aðeins fjölgað um 3% á þessum tveimur áratugum, á meðan höfundum úr minni- hlutahópum hefur fækkað. Að- eins 5% þeirra sem skrifa kvik- myndahandrit eiga ættir sínar að rekja til minnihlutahópa og þeir skrifa aðeins um 7% hand- rita sjónvarpsmarkaðarins. Logið til um aldur Uppi varð fótur og fit þegar upp komst að einn handritshöf- unda þáttarins „Felicity", Riley Weston, hafði logið til um aldur. Westley, sem er 31 árs, sagðist vera 19 ára til að eiga meiri möguleika hjá Hollywood- myndverinu sem framleiðir þættina. Westley komst á lista sem ein af 100 mest skapandi persónum í skemmtanaiðnaðin- um, og réði ungur aldur hennar þar mestu. Var talað um liana sem táningsstúlkuna hæfileika- ríku, og Westley baðaði sig í sviðsljósinu þar til upp komst um tiltækið. Westley vissi að hún myndi vekja mun meiri athygli sem nítján ára unglingsstúlka en sem rúmlega þrítug kona og er brambolt hennar lýsandi fyrir dýrk- un draumaverk- smiðjunnar á æskunni. Forvitnilegar bækur Forvitnilegar bækur <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.