Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 47
A U
LÝSINGA
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
Atvinnutækifæri
í Hafnarfirði!
Kaupás hf. er rekur 11-11 búðírnar sem staðsettar eru víðsvegar
á höfuðborqarsvæðinu hafa falið mér að leita að hörkuduqlegu
starfsfólki tilað starfa við afgreiðslu- og sölustörf ásamt áfvllingu
og framsetningu á vörum ( nýrri versíun sem þeir eru að opna
(Hafnarfirði.
Um er að ræða framtíðarstörf allan daginn frá kl. 9:00 - 18:00
og einnig aukafólk frá kl. 18:00 - 23:00 á kvöldin og venjulegum
opnunartíma um helgar.
Leitað er að duglegum og reglusömum einstaklingum sem hafa
jákvætt viðmót og hafa næmt auga fyrir fallegri framsetningu
vöru og vera reiðubúinn að veita viðskiptavinum 11-11 góða
þjónustu.
Allar nánari upplýsingar um störf þessi veiti ég á skrifstofu minni
á venjulegum skrífstofutíma, þar fást einnig sérstök
umsóknareyöublöð sem skila þarfinn á skrifstofu mína sem
fyrst
Teitur Lár.
ATVINNUMIÐLUN - STARFSMANNASTJÓRNUN
Laugavegi 59. - Kjörgarði. - 3. hæð - 101 Reykjavlk
Líffræði
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ óskar eftir kenn-
ara í líffræði frá og með næstu áramótum. Um
er að ræða fullt starf með yfirvinnu ef þess er
óskað. Allur aðbúnaður er 1. flokks í nýju hús-
næði skólans.
Launakjörfara eftir kjarasamningum kennara-
samtakanna. Umsóknir um starf skulu sendar
til Fjölbrautaskólans í Garðabæ við Skólabraut,
210 Garðabæ. Umsóknarfrestur er til 10.
desember nk.
Allar nánari upplýsingar veita skólameistari
og aðstoðarskólameistari í síma 520 1600.
Skólameistari.
HÓTEL
REYKJAVÍK
Kynningarfulltrúar
Ert þú sú/sá sem við leitum að?
Átt þú auðvelt með að vinna í hópi?
Áttu auðvelt með að tala við ókunnuga?
Hefur þú góða enskukunnáttu?
Getur þú unnið í 4 tíma á dag í 6—8 vikur?
Við bjóðum:
Góð tímalaun ásamt prósentum og bónus.
Fulla þjálfun og þú getur byrjað strax.
Góða vinnuaðstöðu.
Ef þetta hentar þér, hringdu þá í Gullklúbb Grand
Hótels Reykjavík fimmtudaginn 29. október eða
föstudaginn 30. október í síma 568 9145.
Við hlökkum til að heyra frá þér.
Starf á arkitektastofu
Óskum eftir að ráða tæknifræðing, byggingar-
fræðing eða tækniteiknara til starfa við gerð
útboðsgagna og verkteikninga. Góð
tölvukunnátta nauðsynleg. Vinsamlegast
sendið skriflegar umsóknir með upplýsingum
um menntun og fyrri störf til GLÁMU/KÍMS
arkitekta, Laugavegi 164 ehf., 105 Reykjavík
fyrir 30. október nk.
GLÁMA / KÍM
ARKITEKTAR
LAUGAVEGI 164
105 REYKJAVÍK
SfMI 551 7010/561 8112
FAX552 1431
NETFANG kimskak@mmedia.is
Heimasíða: www.mmedia.is/glamakim
Blaðbera
vantar á Snorrabraut.
fe | Upplýsingar í síma 5691122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
ÝMISLEGT
Félagsmálaráðuneytið
Móttaka
flóttamanna
Félagsmálaráðuneytið auglýsir eftir sveitarfé-
lögum til þess að taka við 20—25 flóttamönn-
um á árinu 1999.
Haft verður samráð við Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna um hvaðan flóttamenn-
irnir koma.
Við val á sveitarfélagi verðurtekið mið af að-
stæðum, svo sem félagsþjónustu (reglum um
fjárhagsaðstoð), heilbrigðisþjónustu, atvinnu-
ástandi, menntunarmöguleikum, möguleikum
á leikskólavistun, framboði á húsnæði, íbúa-
fjölda sveitarfélags o.fl.
Umsóknirskulu hafa borist félagsmálaráðu-
neytinu eigi síðar en 1. desember 1998 ásamt
greinargerð um stöðu framangreindra þátta
í sveitarfélaginu.
Nánari upplýsingarveitirElín Blöndal, deildar-
stjóri í ráðuneytinu.
UPPBOD
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu
6, Siglufirði, mánudaginn 2. nóvember 1998 kl. 13.30 á eftir-
farandi eignum:
Eyrargata 14, neöri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Jóna Valdís Reynisdóttir
og Reynir Gunnarsson, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofn-
unar.
Hvanneyrarbraut 60, 0101, kjallari, Siglufirði, þingl. eig. Jóhann Sveins-
son, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar.
Hverfisgata 4, Siglufirði, þingl. eig. Heiðar Eliasson, gerðarbeiðandi
íslandsbanki hf„ útibú 563.
Lækjargata 14, hluti 2, Siglufirði, þingl. eig. Guðmundur Jón Skarp-
héðinsson, gerðarbeiðendur Rafmagnsveitur ríkisins og Sparisjóður
Hafnarfjarðar.
Norðurgata 12, Siglufirði, þingl. eig. þ.b. Stefáns G. Þengilssonar, gerð-
arbeiðandi Byggingarsjóður rikisins.
Suðurgata 57, neðri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Elvar Örn Elefsen, gerð-
arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Vátryggingafélag íslandshf.
Túngata 33, Siglufirði, þingl. eig. Sigurrós Sveinsdóttir og Sverrir
Eyland Gíslason, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
27. október 1998.
Guðgeir Eyjólfsson.
FJftLBRAUTASKÚI
BREIÐHOBI
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Innritun á vorönn 1999 lýkur föstudaginr
30. október 1998.
Skólameistari.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
2ja—3ja herb. íbúð óskast
í góðu hverfi í Reykjavík
með eða án húsgagna.
Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið.
Vinsamlega sendið fyrirspurnir til afgreiðslu
Mbl. sem allra fyrst, merktar: „íbúð — 6777".
IMAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á
þeim sjálfum sem hér segir:
Borgarflöt 5, suðurendi, 1/4 hl. hússins, Sauðárkróki, ásamt vélum,
tækjum og búnaði, þinglýst eign Kópra-röra hf„ eftir kröfu Byggða-
stofnunar, þriðjudaginn 3. nóvember 1998, kl. 10.00.
Vélbáturinn Hafey, SK-9, skrnr. 1380, þinglýsteign Ólafs Gunnarsson-
ar, eftir kröfum Valbergs hf. og sýslumannsins á Sauðárkróki, þriðju-
daginn 3. nóvember 1998, kl. 14.00.
Víðigrund 24,0201, Sauðárkróki, þinglýst eign Benedikts Agnarssonar,
eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins, þriðjudaginn 3. nóvember 1998,
kl. 10.15.
Öldustigur 7, efri hæð og bílskúr, Sauðárkróki, þinglýst eign Jóns
B, Sigvaldasonar og Guðríðar Stefánsdóttur, eftir kröfum Búnaðar-
banka íslands hf. og Vátryggingafélags fslands hf„ þriðjudaginn
3. nóvember 1998, kl. 10.30.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
26. október 1998.
ÞJÓNUSTA
Nýsmíði — viðgerðir og
uppsetning innréttinga
Tveir húsasmíðameistarar geta bætt við sig
verkefnum. Vanir menn — vönduð vinna.
Símar 899 8459 og 699 1520.
TIL SÖLU
Gleraugnaverslun
á einum besta stað í bænum ertil sölu. Einnig
kemurtil greina að selja 50% í versluninni.
Fyrirspurnir, sem farið verður með sem trúnað-
armál, leggist inn á afgreiðslu Mbl., fyrir
þriðjud. 3. nóvember, merktar: „V — 6646".
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Sjálfstæðisfélag Kópavogs
Aðalfundur
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Kópavogs verður haldinn
fimmtudaginn 29. október 1998
kl. 20.30 í Hamraborg 1,3. hæð.
Gesturfundarins verður Friðrik
Sophusson, alþingismaður, og
mun hann kynna tillögu að nýrri
kjördæmaskipan.
Stjórnin.
Fundarboð
Stjórn Orlofsdvalar hf. boðartil hluthafafundar
4. nóvember 1998 á Rauðarárstíg 18 (áður Hót-
el Lind) kl. 20.30.
Fundarefni:
Tillaga um sameiningu Orlofsdvalar hf.
og Fjöleignar ehf.
Stjórnin.
SMÁAUGLÝSINGAR
TILSÖLU
Aukakílóin af — hringdu.
Klara, sími 898 1783.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 9 = 17910288V2 = XX.
I.O.O.F. 7 = 18010288V2 = XX.
□ GLITNIR 5998102819 I
I.O.O.F. 18 = 17910288 = Fl.
□ HELGAFELL 5998102819 IVA/
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
á\ SAMBAND (SLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háátéitisbraut 58
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Ingibjörg Ingvarsdóttir, Bjarni
Árnason og Þórir Sigurðsson
taka til máls.
Þú ert hjartanlega velkomin(n).
FERÐAFELAG
@ ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2S33
Föstudagur 30. október
kl. 20.30
Myndasýning frá Austfjörðum
Á þetta myndakvöld í Ferðafé-
lagssalnum í Mörkinni 6 koma
góðir gestir að austan, þær Inga
Rósa Þórðardóttir, formaður
Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og
fna Gísladóttir, formaður Ferða-
félags Fjarðamanna og sýna
myndir og segja frá spennandi
gönguleiðum á Austfjörðum.
M.a. sýnt frá Breiðavík þar sem
FFF reisti nýjan skála í sumar.
Um er að ræða svæðið frá Borg-
arfirði eystra og út á Gerpis-
svæðið. Allir velkomnir.
Gerist félagar og eignist ár-
bókina 1998: Fjallajarðir og
Framafréttir Biskupstungna.
Árgjald er 3.400 kr.
Sunnudagsferð 1. nóvember
kl. 13.00
Hafnarfjörður — Kaldársel,
gömul þjóðleið
Auðveld ganga um hluta gömlu
Selvogsgötunnar. Brottför frá
BSl, austanmegin og Mörkinni 6.
Einnig stansað við kirkjugarðana
í Hafnarfirði.
Aðventuferð f Þórsmörk 27.—
29. nóvember og áramótaferð
í Þórsmörk 30.12.—2.1.