Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Dríla stefnir á efsta KEMST hún á toppinn eða bíður mærin bara við brúsapallinn með nýja kló á gítar Eyjajarlsins? BLAREFUR Meðalverð á íslenskum loðskinnum hjá DPA árin 1988/89 til 1997/98 Öll verð i islenskum krónum. Reiknað útfrá gengi dönsku krónunnar, sem to S var 10,993 kr. þann 23. okt. 1998. Meðalverð á uppboðum árið 1997/98 Kr.— 88/ 89/ 90/ 91/ 92/ 89 90 91 92 93 93/ 94/ 95/ 96/ 97/ 94 95 96 97 98 MINKUR cn S lilil 88/ 89/ 90/ 91/ 92/ 93/ 94/ 95/ 96/ 97/ 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 OG FYLGIHLUTIR Fást í leikfangaverslunum, bóka' og ritfangaverslunum, stórmörkuðum og matvörubúðum um allt land —.—^ --------PREJRNGARAÐIU MfíMHbiMSSSFJrehfi ■ Sími: 533-1999, Fax 533-1995 30% verð- lækkun til refa- bænda VERÐ á minka- og refaskinnum lækkaði nokkuð á síðasta skinna- uppboði í Kaupmannahöfn. Arvid Ki-o, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýrabænda, segir að verð hafi farið lækkandi á uppboð- um í september og október og nemi lækkunin um 30% frá í júní, bæði á refa- og minkaskinnum. Þar með er sú hækkun, sem varð á uppboðun- um í apríl að engu orðin og verðið orðið svipað og var í fyrrahaust. „Það versta við þetta er óvissan sem ríkir í fjármálaheiminum og kreppan í Rússlandi, þar sem gengi rúblunnar er ekki skráð, og því er enginn innflutningur til Rússlands í augnablikinu," segir Arvid Kro. „Það er eftirspurn í Rússlandi, af því að þar er fólk sem á nóga pen- inga. En þegar rúblan er ekki skráð þá kaupir það ekki. Ódýri markaðurinn á skinnavöru í Rúss- landi er hins vegar erfíður vegna erfíðs efnahags hjá almenningi.“ Undanfarin ár hefur loðdýra- bændum fjölgað hérlendis og búin hafa stækkað. „Greinin er aðeins komin upp úr lægðinni, sem varð fyrir nokkrum árum, þegar við átt- um 4 til 5 erfíð ár. Síðastliðin 3 til 4 ár hafa verið þokkaleg og menn áttu von á því sama með þetta ár en síðan kom kreppan og óvissan í Rússlandi og gerir þær vonir að engu.“ Arvid segir að nýtt söluár byrji í desember og haldin verði 5-6 upp- boð frá desember fram í september á næsta ári. Aðspurður um þróun fram í desember sagði Arvid að heimildarmenn sínir í Danmörku telji að frekar erfitt tímabil sé að hefjast vegna ástandsins í Rúss- landi og Asíu. Hvernig bregðast íslenskir loð- dýrabændur við þessum tíðindum? „Stór hluti mun draga saman, aðal- lega refabændur. Refaskinn seljast undir kostnaðarverði í dag,“ sagði hann. Reykjavíkurdeild Rauða krossins Hefja starf með ungum mæðrum Sara Margrét Sigurðardóttir UNGMENNA- DEILD Reykja- víkurdeildar Rauða kross íslands býður í kvöld, miðviku- dagskvöld, til kynning- arfundar á starfi með ungum mæðrum. Sara Margrét Sigurð- ardóttir er í forsvari fyr- ir starfsemina. „Upphaflega er hug- myndin komin frá grunnskólakrökkum sem komu í heimsókn til Rauða krossins. Þau voru beðin um að setja fram hugmyndir um hvernig Rauði krossinn gæti starfað og þar á meðal var þessi uppá- stunga frá einu barn- anna.“ Sara Margrét segir að sjálfboðaliðum hjá ung- mennadeild Reykjavík- urdeildar Rauða krossins hafi litist ljómandi vel á þessa hug- mynd og ákveðið að athuga hvort þörf væri á starfsemi fyrir þennan hóp. „Við skrifuðum fjölda bréfa til stofnana og félagasamtaka til að kanna hvort starf með ungum mæðrum væri á boðstólum og hvort viðkomandi teldu þörf á slíkri starfsemi. Niðurstaðan var að slíkt starf hefði verið reynt fyrir nokkrum árum en væri ekki lengur við lýði og full þörf væri á fræðslu og aðhlynn- ingu íyrir ungar mæður.“ - Á hvaða aldri eru þær mæð- ur sem þið eruð að höfða til með þessu starfi? „Við bjóðum ungum mæðrum til okkar og setjum engin ald- urstakmörk í því sambandi. All- ar mæður sem telja sig ungar eru hjartanlega velkomnar í hópinn okkar.“ - Hvers konar starfsemi hyggist þið bjóða upp á? „Við munum fyrst og fremst leitast við að veita þá fræðslu og þjónustu sem ungar mæður telja sig þurfa á að halda. Til að byrja með bjóðum við þeim að hittast hjá okkur og setja síðan fram hugmyndir sínar sem við reynum að mæta eftir bestu getu. Hjá Rauða krossinum starfa margir með sérfræði- kunnáttu og þeir eiga eflaust eftir að miðla af þekkingu sinni til þessara ungu mæðra.“ Sara Margrét segist sjá fyrir sér að þetta geti verið vettvang- ur fyrir ungar mæður til að hitt- ast og miðla af reynslu sinni og fá fræðslu um ýmis málefni eins og barnauppeldi, um- önnun, skyndihjálp, fjármál, menntun og svo framvegis." -Hvað verður tek- ið fyrir á kynningar- fundinum í kvöld? „Sá fundur verður opinn öll- um sem vilja kynna sér starfið. Við fáum tfl okkar nokkrar ungar mæður sem ætla að starfa með okkur og halda utan um starfsemina með okkur. A kynningarfundinum mun- um við aðallega leggja áherslu á að heyra í ungu mæðrunum, fá hugmyndir frá þeim um hvað þær vilja og bera undir þær okkar hugmyndir. Við leggjum mikla áherslu á að starfsemin miðist fyrst og fremst við þeirra þarfir. I raun- inni verða engar ákvarðanir um starfsemina teknar fyrr en að ►Sara Margrét Sigurðardóttir er fædd í Svíþjóð árið 1978. Hún útskrifaðist frá Mennta- skólanum í Kópavogi síðastlið- ið vor og stundar nú nám í við- skiptafræði við Háskóla ís- lands. Sara Margrét er í forsvari fyrir starf ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands með ungum mæðrum og starfar auk þess með Kópavogsdeild Rauða krossins. Unnusti hennar er Sigtrygg- ur Örn Sigurðsson. loknum kynningarfundinum þar sem sjónarmið mæðranna koma fram. Framhaldið ræðst af þeirra óskum.“ - Purfa mæðurnar að bera kostnað af starfseminni? „Nei. Þessi þjónusta við ung- ar mæður verður endurgjalds- laus og við munum veita þeim sérfræðiþekkingu þeim að kostnaðarlausu." Sara Margrét segir að sjálf- boðamiðstöðin á vegum Reykja- víkurdeildar Rauða krossins sé aðallega nýtt á daginn og því hafi forsvarsmenn verið að leita leiða til að nýta húsnæðið betur á kvöldin. „Húsið er opið alla daga og þessi starfsemi mun glæða húsið lífi á daginn.“ Hún bendir á að iðulega hafi ungar mæður samband við sjálf- boðamiðstöðina og eru þá að forvitnast um starfsemina. „Miðstöð sjálfboðaliða Rauða krossins í Reykjavík var opnuð hinn 8. maí síðastliðinn. Starf sjálfboðaliða er skipulagt þama og frá í byrjun maí hafa um þúsund manns komið og fengið kynningu og fræðslu hjá okkur. Starf með ungum mæðrum fellur undir markmið Rauða krossins, því þörfin virð- ist brýn og Rauði krossinn á að vera í fararbroddi við að leita uppi verkefni og ýta þeim úr vör. Það verður því mjög spenn- andi að sjá hvernig tekst til.“ - Hvar verður kynningar- fundurinn haldinn? „Við hittumst í kvöld, mið- vikudagskvöldið 28. október. Fundurinn hefst klukkan 20 og verður haldinn í Sjálfboðamið- stöð Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands sem er til húsa á Hverfisgötu 105. Starfsemin verður miðuð við þarfir og óskir ungra mæðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.