Morgunblaðið - 28.10.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.10.1998, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Karólína Jóhannesdóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 6. maí 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Baldvin Jóhannes Bjama- son, hreppstjóri og kennari í Flatey, og •' María Gunnarsdótt- ir frá Vík á Flateyj- ardal. Systkin: Guðnín, f. 1907, d. 1970; Árni, f. 1911, d. 1944; Bjarni, f. 1913; Gunnar, f. 1917, d. 1932, og Þorbjörg, f. 1918. Hinn 2. júní .1935 giftist Karólína Jóhanni Ogmundssyni, trésmið, leikara og söngvara, f. 16.8. 1910, d. 15.2. 1993. Böm þeirra em: 1) Gunnar Brynjar, f. 18.8. 1935, maki Fríður Jóhann- Það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við setjumst niður til að votta ömmu Karólínu virðingu okkar er hugtakið gæska. Alltaf var hún þolinmóð, skammaðist aldrei, sama hversu lætin voru mikil, í mesta lagi komu frá henni blíðlegar ávítur sem við krakkarn- ir tókum ekki síður mark á. Amma ólst upp í Flatey og árin þar voru henni ætíð ofarlega í huga og deildi hún með okkur minningum þaðan. Hún reyndi margt erfitt í æsku, missti tvo bræður sína unga og missti heimili sitt í bruna. Hún fór ung til náms í Laugaskóla og til Grenivíkur þar rtiem hún lærði orgelleik hjá frænk- um sínum. Hún varð eftir það org- elleikari í kirkjunni á Brettings- stöðum á Flateyjardal, allt þar til ungur maður fluttist í eyjuna, esdóttir. Þau eiga 3 dætur og 3 barna- böm á lífi. 2) Margrét, f. 2.10. 1937, maki Helgi Sigurðsson. Þau eiga 5 börn og 11 bamabörn. 3) María, f. 25.5. 1940, maki Einar Örn Gunnars- son. Þau eiga 3 börn og 5 barnabörn á lífi. 4) Drengur, f. 11.7. 1943, d. 10.9. 1943. Karólína og Jóhann bjuggu fyrstu árin sín í Flatey, en árið 1943 fluttu þau til Akureyrar. Karólína starfaði í mörg ár við saumaskap, einnig saumaði hún búninga hjá Leikfélagi Akureyr- ar. títför Karólínu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og liefst athöfnin klukkan 13.30. hann afi okkar, en hann tók við því hlutverki. Hún stofnaði fjölskyldu með afa, fyrst í Flatey en 1943 fluttu þau til Akureyrar. Afi var langtímum í burtu vegna vinnu sinnar og áhugamála en amma ól upp sín böm og vann utan heimilis. Amma og afi vora mjög ólík en samhent hjón. Afi með gamanmál á vör þeg- ar við krakkarnir vorum í heimsókn en amma sagði ekki margt, laumaði inn á sinn rólega og yfirvegaða hátt hárfínni kímni. Ógleymanlegar eru allar tjaldúti- legurnar sem við fórum í með þeim, oft á sumri, og ótrúlegt hvað komst af fólki og búnaði í litlu „bjölluna". Amma var einstök kona og naut virðingar okkar. Við eram þakklát- ar fyrir að hafa kynnst slíkri konu MINNINGAR og minningin um hana lifir í hjört- um okkar. Jóhanna, Karólína og Sædís Gunnarsdætur. Elsku Lína-amma mín er dáin. Litla fallega amman mín með englahárið. Ein fyrsta minning mín um þig er þegar þú fórst með mig í Lystigarðinn. Sýndir mér blómin, trén, fuglana og gosbrunn- inn. Þú áttir nefnilega heima rétt hjá Lystigarðinum og þær voru margar ferðimar þangað sem við fóram saman. Ég var oft hjá þér og Jóhanni afa á Eyrarlandsveg- inum og þaðan á ég fullt af yndis- legum minningum. T.d. þegar þú bakaðir heimsins bestu pönnukök- urnar, þegar ég fékk að gista undir risasænginni í hjónarúminu og þú last fyrir mig bókina um Tuma og regnbogann, þegar þú fórst með mig í kjallarann og ég hjálpaði þér að þvo í skrýtnu þvottavélinni með vindunni. Oftar en ekki fóram við út saman á haustin og tíndum rifs- ber, löbbuðum um garðinn og sungum saman. A veturna renndi ég mér í stóru brekkunni bak við húsið og þú varst með nefið límt í gluggann því þú varst svo hrædd um að ég myndi meiða mig. Ég man líka svo vel eftir því hvað það var gott að bara sitja hjá þér, leggja lófann minn í þinn og þú straukst blíðlega um handarbakið mitt. Alltaf varstu óspör á hrós ef vel gekk og oftar en ekki fylgdu nokk- ur gleðitár, en ef eitthvað amaði að og illa gekk í lífinu varstu alltaf til- búin að faðma, hlusta og strjúka burtu vonbrigðitárin. Það er svo margs að minnast, margar hlýjar minningar um þig sem ég mun varðveita og halda á lofti fyrir litlu drengina mína, sem fengu svo lítið að kynnast þér. Síðustu árin vora erfið fyiir þig. Illvígur sjúkdómur lagði undir sig hugsun þína og andlegan mátt. En samt varstu alltaf jafn líkamlega hraust og falleg með mjúka engla- hárið þitt. KARÓLÍNA . JÓHANNESDÓTTIR Ég hugga mig við það að núna ertu hjá Jóhanni afa, sem hefur beðið eftir þér með opinn faðminn og núna ertu eflaust að baka pönnukökur ofan í alla og lesa sög- una um Tuma fyrir börnin sem era þarna hjá ykkur. Elsku amma, farðu í Guðs friði og takk fyrir allt. Guð blessi minningu þína. Eydís. Nú breiðir jörðin út fannhvítan faðminn, og fegurstu stjömur skína. Hvít og gljáandi mjöllin minnir á mjúku armana þína. Um slíkar nætur er enginn einn, sem elskar, vakir og biður. Ég heillast af lífsins tign og töfrum. Hver tilfinning mín er friður. Um slíkar nætur er enginn einn, og ekkert, sem hjartað saknar, þvi minningin andar lífi í hið liðna, og ijúfasta gleðin vaknar. (Höf. Davíð Stefánsson.) Ég kveð ömmu með þakklæti fyrir allt sem hún gaf mér. Guð blessi minningu hennar. Arna Einarsdóttir. Nú hefur Línu frænku verið gef- in eilíf hvíld, eftir langt og blessun- arríkt ævistarf og langa sjúkdóms- legu. Vafalaust hefur hún þráð hvíldina þó við sem eftir sitjum söknum hennar og þess lífsmáta sem með henni er genginn. Lína frænka, móðursystir okk- ar, skipar mikilvægan sess í upp- vexti okkar systkinanna. Mjög náið samband var milli systranna og vora þær alla tíð einlægar vin- konur. Fyrir okkur var Lína frænka sú sem okkur stóð næst, utan foreldra okkar. Hún var ein- staklega falleg kona. Blíðan og gæskan skein úr augum hennar og alltaf var hún sæl og ánægð með sitt. Eiginmaður hennar, Jóhann Ögmundsson heitinn, og börn og síðar barnabörn, voru henni allt, og hamingja hennar byggðist á hamingju þeirra. En það á við Línu frænku eins og fjölmargar konur af hennar kynslóð, að þótt hún hafi ekki framið neinar hetjudáðir var hún samt sem áður hetja daglegs lífs, hin dæmigerða hetja hvers- dagslífsins, sem hvergi er getið um í bókum. Hún var hjarta heimilis- ins, sú sem elskaði, huggaði og hvatti, sú sem þreif og þvoði. Hún fór hljóðlega í gegnum lífið en við sem nutum þeirra forréttinda að þekkja hana vissum ávallt af návist hennar. Hlýjan sem hún bar með sér var áþreifanleg. Með tilvist sinni gerði hún líf okkar systkin- anna ríkara og minningar okkar dýrmætari. Börnum Línu, Gunnari, Margréti og Maríu, og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um Línu frænku mun lifa. F.h. systkina minna, Jóhanna Tómasdóttir. Þær minningar sem ég á um langömmu, eða löggu eins og ég kallaði hana iðulega, era mér kær- ar. Ég man hana eins og hún var þegar amma Fríður var að setja í hana permanent í eldhúsinu í Birkilundinum eða þegar hún var að lesa fyrir mig fallegu söguna, sem Dídí frænka á, um Tuma í Alf- heimum. Ég man hana einsog hún var á jólunum, alltaf svo róleg og góð þrátt fyrir lætin í okkur Sædísi meðan við rifum upp pakk- ana af barnslegum ákafa. Ég man hana eins og hún var þegar hún var að dunda sér í eldhúsinu við að taka saman einhverjar kræsingar meðan laggi var í stofunni að spila „I grænum mó“ fyrir mig, hlusta á óperur eða að leggja fangakapal. Svona man ég löggu og mun alltaf gera. Blessuð sé minning hennar. Hrönn Haraldsdóttir. Hólmfríður Lára Þorsteins- dóttir fæddist í Vorsabæ, A-Land- eyjum, Rangár- vallasýslu, 29. janú- • ar 1943. Hún lést 16. október síðast- liðinn á Landspital- anum. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Gunnars- son og kona hans Bergþóra Magnea Haraldsdóttir. Þau eru bæði látin. Lára eins og hún var alltaf kölluð var þriðja í röðinni af fimm systkinum, sem öll lifa systur sína. Sigurður Ehas ókvæntur, Guðbjörg gift Gunn- ari Andréssyni, Guðrún, fráskil- in, búsett í Danmörku, Harald- .. ur kvæntur Huldu Sigurðar- dóttur. Lára giftist ung Björgvini Rósant Gunnarssyni, bifvéla- virkja, d. 10.12. 1972. Þau eign- uðust fjögur börn, Sigríði Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull. Nú er ég búinn að brjóta og týna. (Jónas Hallgrímsson) Elsku systir mín! Það er svo sárt að kveðja þig svona fljótt, þig isem varst aðeins 55 ára gömul og áttir eftir að gera svo margt í líf- inu. Ég sakna þín mikið. Við áttum margt sameiginlegt, og það fundum við best þegar við fóram saman í sumarbústað fyrir nokkram áram. Þar rifjuðum við upp margt sem á dagana hefur lyjrifið og fundum þá best hvað okk- ur þótt vænt hvorri um aðra. Við Magneu, f. 17.6. 1962, maki Sigur- valdi Rafn Haf- steinsson; tvíburana Björgvin Þór, f. 18.5. 1965, maki Helga Eiríksdóttir; Þorstein Má, f. 18.5. 1965, d. 21.6. 1986; Sævar Örn, f. 5.10. 1969, maki Sigurey Agatlia Ólafsdóttir. Barnabörnin eru sjö. Seinni maður Láru var Bjarni Ge- orgsson. Þau eign- uðust tvo syni, tvíburana Georg, f. 16.9. 1975, ókvæntur, og Gunnar, f. 16.9. 1975, d. 18.8. 1978. Lára og Bjarni slitu sam- vistum. Hólmfríður Lára vann við ýmis störf, nú síðast í Ársal, Hótel Sögu, við framreiðslu- störf. títför Hólmfríðar Láru fór fram frá Fossvogskirkju 23. október. áttum gott með að sjá skoplegu hliðamar á hlutunum og saman hlógum við og grétum, búnar að lita rautt á okkur hárið og ekkert hægt að gera nema láta litinn vaxa úr. Ég man þig litla stúlku segja fyrsta orðið og hvað þú söngst mikið. Þú varst svo fijót að læra lög og texta. Oft sungum við með pabba við orgelið og mömmu við hlið, öll saman fullum hálsi. Þá nutum við okkar. Þú varst alltaf svo dugleg og úrræðagóð. Þú þurftir að reyna mikið í lífinu en stóðst alltaf teinrétt, án þess að brotna. Þú varst sterk svo af bar. Ég bið góðan Guð að varðveita þig og gefa börnunum þínum tengdabörnum og barnabörnum styrk í sorginni. Þín systir Guðbjörg. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvfld að hafa hömunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Lára frænka, nú ertu frá okkur farin langt fyrir aldur fram. Enginn af okkur átti von á að veik- indin þín tækju svona skamman tíma. Ég trúi því að nú sértu heil og hamingjusöm með syni þína tvo, Steina og Gunnar, þér við hlið, sem þú saknaðir og syrgðir svo mikið. Þú varst mikil hagleikskona í höndunum, saumaðir í heilu mynd- irnar og sérstaklega era mér minnisstæðar húfurnar sem þú prjónaðir á Sævar þegar hann var lítill, dúskurinn á húfunni var eig- inlega jafnstór og höfðuðið á stráknum. Þú föndraðir líka mikið og margt með litla smáhluti sem þú bæði gafst og seldir, og einnig skreyttir þú heimilið þitt með þessum fallegu hlutum. Barnabörnunum þínum sjö varstu góð, og sakna þau nú og syrgja elsku ömmu sína. Elsku Sirrý, Beggi, Sævar, Ge- org og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en þið eigið góðar minningar sem lifa áfram í hjörtum ykkar. Blessuð sé minning Hólmfríðar Láru Þorsteinsdóttur. Þóra. Það bar bráðan að, Lára hefur kvatt. Minning hennar er mér hugstæð þó ég hafi aðeins þekkt hana í hundrað og þrjátíu daga. Lára taldi sig hafa frá mörgu að segja ef mig vantaði efni í bók og var það fyrsta sem hún bar upp við mig í sumar. Ég bar það fljótt af mér og varð hugsað til Jobs í Jobs- bók Gamla testamentisins. Það kvalræði, kaun og þá ofraun sem á hana var lögð til að auka og efla staðfestu hans, trú og ást á Guði einum. Þetta sagði ég þó ekki ber- um orðum eða upphátt við Láru heldur beið átekta. Þar kom að Lára bað mig að lána sér eitthvað að lesa og rétti ég henni Jólaóratoríuna í hendur, sem hún las í hvelli en sagði hálf ruglings- lega. Áttu einhverja aðra? spyr hún og ég segi, fyrst þú ert svona dugleg að lesa skal ég lána þér Biblíuna mína með stóru og skýru letri. Flestir skilja ekki bofs í hinni helgu bók og geta því ekki lesið hana enda er það Guð sjálfur sem ákveður hverjum hann opinberar skilning á henni. Hann opnar hjörtu þeirra sem hann elskar og lætur þá lesa með hjartanu. Hina forherðir hann og breiðir blæju forheimsku yfir þá. Lára las í ritn- ingunni sama haustdag og varð hólpin, fann frið og sagðist reiðu- búin að mæta hverju sem að hönd- um bæri eftirleiðis. Beðið var lát- laust fyrir Láru í þrjá daga hjá Samfélgi trúaðra (Ómega), Grensásvegi 8, sem dugði þó ekki til að halda henni hérna megin grafar, heldur var henni kippt út úr eldinum eins og sagt er um þá sem frelsast undan oki heimsins og falin Guði. Samt má ég til með að láta fylgja hér stutta frásögn Lára sjálf- rar sem ég álít nokkuð dæmigerða: „Ég bjó líka þarna ofarlega á Laugavegi númer hundrað og eitt- hvað beint á móti Mjólkursamsöl- unni. Þetta var timburhús, manstu ekki eftir þvi? Og ég man hvernig ég vakin og sofin hugsaði um hvernig ég gæti bundið börnin mín, sem þá voru þrjú, utan á mig og bjargað ef húsið brynni, sem seinna kom í ljós að var óttaleg brunagildra og húsið brann til ösku, en þá var ég, og börnin reyndar, sem betur fer löngu flutt.“ Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fýrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. HÓLMFRÍÐUR LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.