Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 21
ERLENT
A ýmsu gekk á fundi Netanyahus og Arafats í Wye Mills
Tilfínning'aþrungnar
og ákafar viðræður
Reuters
ÞRÁTT fyrir samkomuiag Netanyahus og Arafats í Bandaríkjunum,
kom enn einu sinni til óeirða á Gaza-svæðinu í gær.
Á FUNDI Yassers Arafats, leiðtoga
Palestínumanna, og Benjamíns Net-
anyahus, forsætisráðherra Israels, í
Wye Mills í Bandaríkjunum var þess
vandlega gætt að fregnir af gangi
viðræðnanna bærust ekki til fjöl-
miðla. Þegar samkomulag þeirra var
í höfn fékk dagblaðið The New York
Times nokkra háttsetta embættis-
menn til að greina frá því sem gerð-
ist bak við tjöldin.
Viðræður leiðtoganna stóðu frá 15.
til 23. október, þegar samkomulag
var undirritað í Hvíta húsinu í Was-
hington. The New York Times hefur
eftir embættismönnum að fyrstu dag-
amir hafí verið tíðindalitlir, en svo
hafi færst fjör í leikinn, og síðustu
þremur dögunum er lýst sem „áköf-
um, oft á tíðum titfinningaþrungnum,
stundum reiðilegum, og nær sleitu-
lausum samningaumleitunum".
Bandaríkjastjórn, sem átti frum-
kvæði að leiðtogafundinum, gegndi
hlutverki milligöngumanns. Hátt-
settur embættismaður segir að
skriður hafi fyrst komist á viðræð-
urnar á þriðjudagskvöld í síðustu
viku, þegar Bill Clinton Bandaríkja-
forseti dró fram blað, teiknaði á það
þrjá dálka og skipti ágreiningsefnum
Israela og Palestínumanna í flokka,
eftir því hvort þau væru auðveld, erf-
ið eða mjög erfið viðureignar.
Netanyahu hótar brottför
Fyrsta krísan kom upp daginn eft-
ir. Þá hafði verið tilkynnt að Banda-
ríkjamenn hygðust dreifa skjali, þar
sem teknir voru saman punktar frá
viðræðum daginn áður. Netanyahu
skildi stöðuna þannig að Bandaríkja-
menn væru að setja Israelum úr-
slitakosti, og skipaði samninganefnd
sinni að taka saman fóggur sínar og
undirbúa brottför í mótmælaskyni.
Clinton afboðaði fund sinn með leið-
togunum þennan dag, og viðræðum
var frestað.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, fór til búða
Israelsmanna eftir að hún fregnaði
að Yitzhak Mordechai, varnarmála-
ráðherra Israels, hefði skipað örygg-
isfulltrúum sínum að fara hvergi.
Þau hittust fyrir utan bústaðinn,
áttu spjall saman og kysstust í
kveðjuskyni. Hún hitti að því loknu
Netanyahu, sagði honum að honum
væri frjálst að fara, en samninga-
nefnd Israela myndi halda áfram
viðræðum, með eða án hans. Nokkru
síðar gaf Netanyahu út þá yfirlýs-
ingu að hann hefði fengið trygging-
ar, sem gerðu honum kleift að halda
viðræðum áfram.
„Nóttin langa“
Þá rann upp fimmtudagur. Samn-
ingamenn hafa kallað hann „daginn
langa“, og aðfaranótt föstudagsins
„nóttina löngu“, en þá var unnið
sleitulaust að því að hnýta lausa
enda til að tryggja að undirrita
mætti samkomulagið á föstudegin-
um. Bili Clinton kom til fundarins á
ný og gaf út þá dagskipun að ekki
yrði hætt fyrr en samkomulag væri í
höfn. Netanyahu og Arafat sáust
ræða við í einrúmi, og ísinn virtist
byrjaður að bráðna. Hussein Jórdan-
íukonungur flutti ávarp, sem að sögn
viðstaddra var afar áhrifaríkt og
minnisstætt.
Um kvöldið skarst í odda, þegar
Netanyahu setti skyndilega fram
frekari kröfur á Palestínumenn.
Clinton reiddist því svo mjög, að
hann skellti skjölum sínum á borðið,
strunsaði burt og hrópaði „Þetta er
fyrirlitlegt." Netanyahu gaf eftir,
Clinton sneri til baka og samninga-
umleitanir héldu áfram.
Mál njósnara stefnir
samningum í hættu
Lokaklemman hófst snemma á
föstudagsmorgun, þegar útlit var
fyrir að samningar væru í höfn.
Fregnast hafði að í útvarpi í ísrael
hefði verið skýrt frá því að Net-
anyahu myndi snúa heim með Jon-
athan Jay Pollard, Bandaríkjamann
sem var sakfelldur fyrir njósnir í
þágu Israels. Clinton stóð hins veg-
ar fast á því að hann hefði ekki fall-
ist á að láta hann lausan úr fangelsi,
einungis að taka málið til athugun-
ar, og hann var að sögn æfareiður.
Clinton og Netanyahu ræddu málið
í eina og hálfa klukkustund. Net-
anyahu dró sig í hlé að því búnu, en
klukkan tvö síðdegis samþykkti
hann að ganga til undirritunar án
þess að mál Pollards yrði til lykta
leitt. Stuttu síðar héldu leiðtogarnir
í þyrlum til Hvíta hússins, þar sem
samkomulag þeirra var innsiglað
klukkan fjögur.
Slegið á létta strengi
Þó hart hafi verið tekist á í Wye
Mills, var inn á milli slegið á létta
strengi. Arafat fór í langan hjól-
reiðatúr með lífverði sína í humátt á
eftir sér, og einhverjir spaugsamir
samningamenn létu prenta brand-
ara á stuttermaboli, þar sem við-
ræðunum var líkt við kvikmyndina
„Groundhog Day“, en þar var sami
dagurinn endurtekinn í sífellu. Þá
skapaðist nánast hjartnæm
stemmning þegar Hussein Jórdan-
íukonungur, sem berst við krabba-
mein, minnti deiluaðila á að það
væri æðri tilgangur en karp með
viðræðunum.
Til þess var líka tekið að Arafat,
sem þekktur er fyrir bræðisköst sín,
sýndi að þessu sinni fádæma still-
ingu og þolinmæði. Menn gátu sér
þess til að skýringin væri hið mikla
traust sem hann ber til Madeleine
Albright, en hún skýrði honum
reglulega frá gangi viðræðnanna.
Þegar upp var staðið hlaut Bill
Clinton lof fyrir þann mikla tíma
sem hann varði með deiluaðilum,
óhlutdrægni og gaumgæfni flókn-
ustu smáatriða. Arafat gat sér gott
orð fyrir þolinmæði, og þrátt fyrir
nokkur óvænt upphlaup gátu þátt-
takendur í viðræðunum ekki annað
en lofað Netanyahu fyrir þær tilslak-
anir sem hann á endanum féllst á að
gera. Netanyahu setti vissulega
fram mestar kröfur, en af þeirri
ástæðu að hann hafði mestu að tapa.
233 IVIHZ
Vinnsluminni 32mb SDRAM
Skiár 12,1" TFT
Disklingadrif 3,5“ 1,44mb
Harðurdiskur 3,2 GB
Skjáminni 64 MB
Skjákort 2 MB V
Hljóðkort 16 bita
Geisladrif 20 hrai
2 MB Video Ram
16 bita
20 hraða
tukatengi fyrir
heyrnatól, hátalara og
hljóðnema, ps2 rauf
fyrir mús og lyklaborð,
tengi fyrir aukaskjá,
rað- og hliðtengi.
Infrarautttengi.
Lithium lon rafhlaða.
TranXit sem auðveldar
gagnaflutning á milli
tölva, orkusparnaðar-
kerfi o.m.fl.
Verð kr.
199.000
RflFTffKGflllERfíUN ÍSLflNDSff
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Gæðavottun ISO 9001 - 150 9002 -150 14001
Lifebook 7QD ferðatölvur ÍS'ÍSilS" mÍ'JXSSo
Þú
qætir
Farið í
bilaleik
með alvöru bílum!
í kvöld er dregið í Víkingalottóinu
um tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 17 í dag.
( ATH! Aðeins^^kr. röðin )