Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 45 ÞÓRUNN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR + Þórunn Sigríð- ur Kristjáns- dóttir fæddist í Merki í Vopnafirði 26. október 1933. Hún lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 18. október síðast- liðinn. Þórunn var dóttir hjónanna Kri- stjáns F. Friðfinns- sonar, f. 6.5. 1896, d. 29.2. 1952, og Jakobínu Þ. Gunn- laugsdóttur, f. 15.8. 1892, d. 3.5. 1978. Systkini Þórunn- ar: 1) Þórdís Guðrún, var gift Ólafi H. Guðmundssyni, látinn 1996, Hellatúni, Ásahreppi, Rang. 2) Hrefna, f. 8.5. 1922, var gift Árna Árnasyni, d. 11.9. 1979, St. Klofa Landsveit, Rang. 3) Ólöf Ágústa, f. 4.2. 1924, d. 11.12. 1992, var gift Jónasi Sigurðssyni frá Grund á Langanesi. 4) Olgeir, f. 26.12. 1926, kvæntur Sigurveigu Benediktsdóttur, frá Þverá í Axarfirði. 5) Halldóra Helga, f. 2.6. 1928, gift Jónsteini Har- aldssyni framkv. 6) Helga, f. 17.6. 1929, d. 24.2. 1982, var gift Óskari Guð- mundssyni frá Sel- fossi. 7) Ruth, f. 31.8. 1930, gift Ósk- ari Hjartarsyni, frá V estmannaeyj um. 8) Ingibjörg, f. 12.6. 1932, gift Gunnari Sigurjónssyni frá Selfossi. 9) Ingólf- ur, klæðskeri, f. 14.3. 1934, kvæntur Ingibjörgu Finn- bogadóttur frá Vestmannaeyjum. Þórunn Sigríður Ki'isljáns- dóttir giftist Borgþóri Olsen 26.9. 1959. Börn þeirra tvö eru: Kristján, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, og Anna, tölvunarfræðingur, gift Pétri Kristni Hilmarssyni tölvunar- fræðingi. Þau eiga þijú börn, Borgþór, f. 29.12. 1990, Ásdís, f. 5.7. 1993, Sigríður Þórdís, f. 30.6. 1998. Utför Þórunnar Sigríðar hef- ur farið fram. Á fjórða tug aldarinnar bjó al- þýða við lakari kjör en nú til dags. Sjávarþorpin í kring um landið fóru ekki varhluta af erfiðleikunum, bágum kjörum og atvinnuleysi. Það var því ekki létt verk að brauðfæða stóra fjölskyldu, hvað þá að veita henni önnur lífsgæði, sem í dag eru svo sjálfsögð að fólk veitir því ekki athygli. Kristján F. Friðfinnsson og Jak- obína Þórdís Gunnlaugsdóttir, bjuggu þá í Merki í Vopnafirði, með tíu böm sín, átta stúlkur og tvo drengi. Það má því ímynda sér að oft hafi verið þröngt í búi á því heimili, ekki síst þar sem Kristján hafði þá orðið fyrir því áfalli að missa annan fótinn. Það leiddi því af sjálfu sér, að börnin týndust í burtu eitt af öðru, til að sjá sér farborða. Leiðin lá því auðvitað suður þar sem meiri von var til tekjuöflunar. 1945 flytja svo Kristján og Jak- obína líka suður með þrjú yngstu bömin, þ.á m. Þóranni, Gógó eins og hún var ætíð nefnd af sínum nánustu, 11 ára, enda vora þá allar aðstæður mjög breyttar af völdum stríðsins. Þórann lauk því barna- skóla hér syðra, en ekki var um aðra menntun að ræða, til þess vora engin efni. Strax eftir skólann fór hún í kaupavinnu austur á Leirabakka og Flagveltu í Rangár- vallasýslu. Ég hygg að henni hafi líkað vel vistin þar, og húsráðendur hafi verið henni góðir húsbændur. Síðan lá leiðin á ýmsa vinnustaði hér í Reykjavík, m.a. á barnaheim- ilið Steinahlíð við Suðurlandsbraut, þar sem húsráðandi var hin mæta kona Ida Ingólfsdóttir, sem margir þekkja og allir, hygg ég, af góðu einu. Eftir að Kinstján faðir Þórunnar lést 1952, bjuggu þær mæðgur Þórunn og Jakobína saman um nokkurra ára bil. 1959 giftist Þórann frænda mín- um, Borgþóri Ólsen frá Eskifirði, sjómanni og síðar starfsmanni í Áburðarverksmiðjunni, og kom það af sjálfu sér að Jakobína fylgdi þeim í nýkeypta íbúð þeima á Laugarnesvegi 84. Létu þau Þór- unn og Borgþór sér mjög annt um gömlu konuna, svo að ævikvöld hennar yrði henni eins notalegt og aðstæður frekast leyfðu. Börn þeirra eru Kristján, starfs- maður hjá Reykjavíkurborg, og Anna, tölvunarfræðingur hjá Ríkis- bókhaldi. Kristján er ókvæntur, en Anna er gift Pétri Kristni Hilmars- syni, tölvunarfræðingi hjá Reikni- stofu lífeyrissjóðaj og eiga þau þrjú börn, Borgþór, Ásdísi og Sigríði Þórdísi. Eftir að börnin voru uppkomin fór Þórunn eins og margar konur aftur að vinna úti og haslaði sér völl við umönnun aldraðra á Hrafn- istu-DAS. Og það hefi ég heyrt að hún hafi verið liðtæk þar og gamla fólkið hafi metið umhyggju hennar fyrir því. Þórann mágkona mín var alltaf hreinskiptin, og átti það til að segja manni meiningu sína um- búðalaust, hún var hreinlynd og það mátu allir sem hana þekktu og framar öllu var hún vinur vina sinna. Hún lét ekki mikið á sér bera, en hún fylgdist vel með og hafði áhuga á félagsmálum og reyndi eftir aðstæðum að veita þeim lið og rétta þeim hjálparhönd sem minna máttu sín í þjóðfélag- inu. Far þú í friði, kæra mágkona. KRISTIN GUNNLA UGSDÓTTIR ODDSEN + Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen var fædd 22. desem- ber 1922. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Egilsstöðum 23. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaða- kirkju 3. október. Hæ amma mín, ég veit að þú heyi-ir til mín. Mér fannst gaman að koma til þín á sjúkrahúsið, þú gafst mér konfektmola, því alltaf áttirðu eitthvað í skúffunni þinni. Alltaf stóð til að bjóða þér í sunnudaga- skólann en núna veit ég að þú ert búin að fara þangað og ég veit að þú ert núna búin að fara upp á fjöll og sjá Höllina okkar. Mér fannst gam- an að borða hjá ykkur afa slátur, því það er svo hollt, sagðir þú, og þú vildir alltaf að við ki-akkarnir fengj- um okkur að borða þegar við kom- um til þín. Allir vettlingarnir og sokkarnir sem þú prjónaðir á mig eru svo hlýir að ég fer alltaf í það. Óli afi sér um það að kaupa nóg af molum svo allir krakkamir geti fengið sér úr hvítu skálinni. Ætli ég sé ekki búin að segja nóg við þig í dag, elsku Stína amma mín. Ég veit að þér líður vel þarna uppi hjá guði. Kveðja frá okkur Arnari bróður. Þín dótturdótturdóttir Sigríður Erna, 6 ára. Borgþóri, Kristjáni, Önnu, Pétri og börnunum þeirra sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur svo og öðram ættingjum og vinum. Jónsteinn Haraldsson. Hún amma okkar er dáin eftir erfið veikindi. Við viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Hún passaði okkur oft og ævinlega fannst okkur gaman. Við spiluðum Ólsen ólsen og fengum eitthvað gott að borða. Því miður fékk litla systir okkar ekki að kynnast ömmu Gógó, en hún var mikið hjá ömmu á spítalanum með mömmu. Við kveðjum þig með söknuði. Bless amma mín. Borgþór, Ásdís og Sigríður Þórdís. Elsku systir og mágkona, með söknuð í hjarta kveðjum við þig og þökkum fyrir allar góðar minningar um þig. Borgþóri manni þínum og fjöl- skyldu allri vottum við okkar dýpstu samúð. Verið þið sæl! Nú held ég heim, því hér er mér orðið kalt. - Mér er sama um borgina og blöðin og bílana - og þess kyns allt. Heima er miklu hreinna loft. Já, héma á burt ég fer, því blessuð sveitin mín bíður, - hún bíður eftir mér. Verið þið sæl! Mín taska er tóm, - mín tilhlökkun þúsundfóld: Hann pabbi kemur á móti mér, - hjá mömmu verð ég í kvöld. (Jóhannes úr Kötlum.) Ruth og Óskar. Gógó mín, mig langar að þakka þér fyrir svo margt. Sérstaklega þegar þú hljópst undir bagga með að gæta Halldóru minnar á daginn á meðan við Óli vorum í vinnunni. Það var á þeim tíma er við áttum heima á Irabakkanum og þú, Borg- þór og amma bjugguð á Jörfabakk- anum að Halldóra fékk að vera hjá ykkur. Þegar þú heyrðir af því að við vorum í vandræðum sagðirðu strax: „Það er ekkert mál, hún get- ur bara komið til mín eftir leikskól- ann,“ og mikið voram við þér þakk- lát fyrir þennan tíma. Þarna fékk Halldóra líka tækifæri til að kynn- ast langömmu sinni betur. Já, það er margs að minnast. Að koma til þín og ömmu og sjá hve mikla um- hyggju þú barst fyrir henni var að- dáunarvert. Já, elsku Gógó - það er einkenni ykkar systkinanna að hugsa um þá sem minna mega sín og vera alltaf til staðar. Eftir að þú veiktist og fórst á spítalann og ég kom til þín varstu ekki að kvarta - nei, heldur fórstu að tala um það hvað ég liti vel út, því þú vissir að sjálfsögðu um mín veikindi og þín kveðja til mín var „mikið finnst mér þú blómstra, Hafdís mín“. Þetta fannst mér lýsa þér vel - tilbúin að hrósa öðrum þó innst inni hafi kvölin verið djúp. Hvíldu í friði, elsku frænka. Þín Hafdís. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. + Hjartkær móðir okkar, ÁGÚSTA SIGMUNDSDÓTTIR, Mánabraut 11, Akranesi, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR PÉTURSSON vélstjóri, sem lést fimmtudaginn 22. október, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 29. október kl. 13.30. Alda Guðmundsdóttir, Hartvig Ingólfsson, Friðrik Rúnar Guðmundsson, Hólmfríður Árnadóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Dýri Guðmundsson, Pétur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LISE HEIÐARSSON, Hlíðarlundi 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 30. október kl. 10.30. Stefán Jón Heiðarsson, Lóa Stefánsdóttir, Leó Sigurðsson, Kim Stefánsson, Líf Sigurðardóttir, Sigurður Þengilsson, Sigurður Sigurðsson. + Vinur okkar og bróðir, BJÖRN HINRIK JÓHANNSSON, sem lést mánudaginn 19. október, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 30. októ- ber kl. 13.30. Þórður Á. Helgason, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Þorfinnur Jóhannsson og aðrir aðstandendur. + Maðurinn minn, faðir minn og tengdafaðir, JÓN ÓSKAR rithöfundur, sem lést á heimili sínu, Ljósvallagötu 32, þriðjudaginn 20. október, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 28. október, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins og Minningargjafasjóð Landspítalans. Kristín Jónsdóttir, Una Margrét Jónsdóttir, Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson. + Við þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför vinkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Sogavegi 212, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Theodór Ólafsson Brynja Sigurmundsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Gunnlaugur V. Sigurmundsson, Ólafur Sigurmundsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.