Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 19 Gengi krónunnar hefur lækkað um rúmlega 1% á einni viku Ekki er búist við frekari lækkunum GENGI íslensku krónunnar hefur á einni viku lækkað um rúmlega 1% og er það nú svipað og var í byrjun ársins. Seðlabankastjóri og sérfræðingar á fjármálamarkaði telja lækkunina eiga sér eðlilegar orsakir og ekki þurfi að hafa mikl- ar áhyggjur af þessari þróun. A markaðnum er jafnvel búist við því að gengi krónunnar muni styrkjast á næstu mánuðum. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að orsök þessarar lækkunar megi að nokkru leyti rekja til árstíðabundinnar sveiflu en einnig til þess óróa, sem verið hafi á alþjóðlegum gengis- mörkuðum að undanfomu. „Við höfum fylgst með gengislækkun krónunnar síðustu daga en í sjálfu sér er eklri um mikla sveiflu að ræða ef miðað er við ástandið á er- lendum mörkuðum. Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af þessu en hann hefur þó spomað gegn því að lækkunin yrði of mikil og selt erlendan gjald- eyri og keypt krónur í staðinn í því skyni. Það er erfitt að spá ná- kvæmlega fyrir um framhaldið en það er ekki óalgengt að gjaldmiðill- inn talri einhverjar dýfur en rétti sig síðan við aftur. Það er í raun ekkert á markaðnum sem ætti að kalla á frekari gengislækkun. Gengið ræðst ekki síst af lána- hreyfingum inn og út úr landinu og á árinu hafa erlendar lántökur banka og fyrirtækja aukist milrið.“ Vaxtahækkun hafði tilætluð áhrif Seðlabankinn hækkaði vexti í september sl. til að mæta auknu gjaldeyrisútstreymi og lækkun á gengi krónunnar, sem átti ekki síst rætur sínar að rekja til hræringa á erlendum mörkuðum. Þá hafði vaxtamunur milli Islands og ann- arra landa minnkað og Seðlabank- inn taldi rétt að auka hann að nýju. Birgir Isleifur segir þessar aðgerð- ir hafa skilað ótvíræðum árangri og vaxtamunur hafi aukist eitthvað að nýju, m.a. að hluta til vegna vaxta- lækkana erlendis. „Við sjáum ekki ástæðu til frekari vaxtahækkana Þróun gengis íslensku krónunnar að svo stöddu. Ljóst er að orsök gengislækkunarinnar nú má rekja til þess ástands sem ríkir á erlend- um mörkuðum og árstíðabundinn- ar sveiflu og við höfum töluverða trú á styrkleika krónunnar þegar til lengri tíma er litið.“ Krónan ætti að styrkjast Ólafur Ásgeirsson, forstöðumað- ur Viðskiptastofu Islandsbanka, segir einnig að þegar litið sé til lengri tíma, nokkurra mánaða, sé ekkert sem bendi til annars en að krónan ætti að styrkjast miðað við það sem nú sé. „Ytri skilyrði eru hagstæð og vaxtamunur milli krón- unnar og erlendra mynta er mikill. Almennt eru skilyrði þjóðarbúsins hagstæð en viðskiptahallinn veldur áhyggjum. Jafnframt má búast við hagstæðari jöfnuði á vöruviðskipt- um en áður. A hinn bóginn virðist vera nokkur óvissa um gengisþró- un á næstu mánuðum. Krónan hef- ur verið að veikjast undanfarið og erfitt er að spá fyrir um gengisþró- un allra næstu mánuði. Eg tel að vaxtahækkun Seðlabankans um 0,25% í september sl. hafi haft já- kvæð áhrif. An hennar má telja að gengi krónunnar hefði lækkað meira en nú er. Vaxtahækkunin leiddi til innstreymis gjaldeyris og aukins trúverðugleika peninga- stefnunnar á markaðnum.“ Trúverðugleiki mikilvægur Ólafur telur almennt erfitt að spá fyrir um gengisþróun gjald- miðla og segir að það gildi jafnt um íslensku krónuna sem aðra gjald- miðla. Þar spili margt inn í en það sem skipti máli á endanum sé framboð og eftirspum. „Ef fram- boð eykst má ætla að krónan styrkist og öfugt. í fortíðinni skiptu vöru- og þjónustuviðskipti mestu máli varðandi þróun krón- unnar, þar sem stærsti hluti gjald- eyrisviðskipta hérlendis kom úr þeim greinum. Erlendis eru þau viðskipti hins vegar aðeins örlítill hluti heildarviðskipta. Markaður- inn hér hefur verið að breytast í átt til þess sem þekkist erlendis og í vaxandi mæli hafa önnur viðskipti skipt máli varðandi gengisþróunina eins og t.d. verðbréfakaup erlendis, viðskipti sem felast aðeins í ágóða- von og fjármögnun íslenskra fyrir- tækja í erlendum gjaldmiðlum. Þessir þættir skipta því stöðugt meira máli og gera allar spár erfið- ari, en auka jafnframt mikilvægi vaxtamunar, trúverðugleika og virkrar peningamálastjómar,“ seg- ir Ólafur. HVAR FÆRÐU 100-200% ÁVÖXTUN SPARIFJÁR Á FERÐALÖGUM? IAUSTURLANDAFERÐUM HEIMSKLÚBBSINS I |f|fe f:l5Pn Wi I::rí: i '**?*'l =3= • Þetta er ekki prentvilla heldur staðfest niðurstaða mörg hundruð farþega okkar síðustu mánuði. En ávöxtunin er ekki aðeins í peningum heldur í nýrri lífsreynslu og gæðum. Bestu mánuðir ársins framundan, frá- bært veður og verðlag án hliðstæðu. Gríptu tækifærið NÚNA. áður en allt hœkkar. IÆGSTU FARG IÖLD TIL ASÍU/ÁSTRALÍU Thailands-ferðirfrá kr. 84.600 m. hóteli, morgunv., fararstj. Bali-ferðir frákr. 104.700 m. hóteli, morgunv., fararstj. FERÐASKRIFSTOFAN PMMAl heimsklubbur INGOLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavik, simi562 0400, íax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasiða: hppt://www.heimsklubbur.is Það er alltaf gaman þegar nýr einstaklingur kemur í heiminn I . . . ftÐRft ENN BETRI NYJfl ÖFLUGfl HEIMILISTÖLVflN FRfl COMPflQ fl VERÐI FRfl KR. 121.900 Nýja heimilistölvan frá Compaq, Presario, er ein öflugasta og fullkomnasta heimilistölva sem fáanleg er í dag. Auk alls búnaðar sem finna má í öðrum góðum heimilis- tölvum, svo sem öflugs mótalds fyrir Internetið og allt að 6,0Gb harðs disks, er hægt að fá Presario tölvuna með innbyggðu DVD drifi sem gerir notendum kleift að horfa á blómyndir á skjánum í bestu hugsanlegu myndgæðum. Compaq Presario er tilbúin til notkunar beint úr kassanum. TAKMARKAÐ MAGN 6 mana&a Internetáskpift fylgir islandia internet PRESARIO s/car (illtun i’i(~i • fara inn ó Internetið • sjá bíómyndir (DVD) • færa heimilis- bókhaldið • iæra heima • senda og fó tölvupóst • stunda bankaviðskipti og svo mætti enda laust telja Gerðu þér ferd i Tæknival og kynntu þér eina fullkomnustu heimilistölvu sem markaðurinn hefur upp a að bjóða - é einstöku verði. Tæknival www.taeknival.is Skeifunni 17 • Sími 550 4000 • 0piðvirkadaga09:00-18:00*iaugardaga10:00-16:00 AKRANES - Tölvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tölvutæki - 462 6100 • EGILSSTAÐIR - Tölvuþjónusta Austurlands - 470 1111 • HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 • HÚSAVlK - E.G. Jónasson - 464 1990 • ÍSAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 3072 REYKJANESBÆR -Tölvuvæöing - 421 4040 SAUDÁR KRÓKUR - Skagfirðingabúð - 455 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafeindaþj. - 482 3184 VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122 Tæknival - í fararbroddi i 15 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.