Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 15
Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni og felur ekki í sér tilboð um sölu hiutabréfa.
ÞÁTTTAKA 1 ÍSLENSKU ATVINNULÍFI
Nú er að hefjast stærsta einkavæðing íslensks fyrirtækis frá upphafi. Ríkissjóður
selur 49% hlut sinn í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, að nafnverði 3.332 milljónir króna.
Einstaklingum og lögaðilum býðst að skrá sig fyrir allt að 3 milljónum króna að nafnverði.
Hlutabréf að söluvirði 4,7 milljarðar króna
Nú geta allir, sem þess óska, keypt hlut í FBA og
tekið þannig þátt í að byggja upp sterkt og
framsækið viðskiptaumhverfi sem gera mun
ísland hæfara í samkeppni við önnur lönd. Ef þú
hefur áhuga á að kynna þér þetta tækifæri betur,
bendum við þér á að snúa þér til bankans þíns,
verðbréfaíyrirtækja eða heimsækja vefsíðu okkar:
www.fba.is
Hlutverk og stefna
Hlutverk Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. er
að veita íslensku atvinnulífi víðtæka þjónustu við
öflun, stýringu og hreyfingu á fjármagni. Bankinn
sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt atvinnulíf og
veitir viðskiptavinum sérsniðnar heildarlausnir
við fjármögnun og áhættustýringu. Bankinn
stefnir að því að vera leiðandi afl í íslenskri
fj ármálaþj ónustu.
Sérstaða og samkeppnisstyrkur FBA
Einn helsti styrkur FBA felst í sérhæfingu
bankans. Allt skipulag bankans miðar að því að
veita atvinnulífinu sem besta þjónustu með
sérhæfingu og hagkvæmum rekstri. Lykilþættir í
samkeppnishæfni FBA eru þekking og reynsla
starfsmanna, hraði og sveigjanleiki sem næst með
einföldu skipulagi, öflug áhættustýring, kröftug
upplýsingakerfi og afkomutenging launa.
Viðskiptavinir FBA:
• Fyrirtæki
• Opinberir aðilar
• Sveitarfélög
• Veitustofnanir
• Fjármálafyrirtæki
• Lífeyrissjóðir
• Tryggingafélög
• Aðrir fagfjárfestar
Lykiltölur úr árshlutareikningi 3Q.júni 1998
• Hreinar vaxtatekjur
• Hagnaður
• Heildareignir
• Eigið fé
558 milljónir króna
349 milljónir króna
64.167 milljónir króna
8.474 milljónir króna
Þú getur nálgast skráningarlýsingu
og skráð þig fyrir hlut í útboðinu:
hjá öllum bönkum og verðbréfafyrirtækjum
á intemetinu: www.fba.is
hjá FBA, Ármúla 13a, Reykjavík
ATVINNULÍFSiNS HF