Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Verðtryggð spariskírteini * Avöxtunar- krafa hækkar ÁVÖXTUNARKRAFA verð- tryggðra skuldabréfa hefur hækkað undanfarna daga en síðan fjármálaráðherra heimil- aði Lánasýslu Ríkisins hinn 15. október sl. að nota allt að tveim- ur milljörðum króna til þess að kaupa á markaði og innleysa spariskírteini ríkissjóðs til langs tíma, hefur ávöxtunar- krafan farið stiglækkandi. Að sögn Ómars Tryggvason- ar hjá viðskiptastofu Islands- banka skýrist þessi hækkun nú á því að þar sem lækkunin hafí verið svo hröð undanfarið hafí komið inn hagnaðartökuþáttur, þ.e. að menn sem keypt höfðu bréf þegar ávöxtunarkrafan var há og verðið lægra, séu að selja aftur til að fá hagnað strax af bréfunum. „Við teljum þetta eðlilega leiðréttingu á lækkununum og er nokkuð sem alltaf gerist. Lækkunin var mjög hröð og því kemur inn svona hagnaðartöku- þáttur. Þrátt fyrir þetta sjáum við fyrir okkur áframhaldandi lækkun á langtímavöxtum. Vextimir geta hæglega farið í 3,5% í kringum mitt næsta ár og hugsanlega neðar,“ sagði Ómar í samtali við Morgunblaðið. Ríkið býður út ný spariskírteini Ávöxtunarkrafa 17 ára spari- skírteina hefur hækkað um rúma 6 punkta, er núna 3,95% en fór lægst niður í 3,89%. 5-7 ára bréfin hafa hækkað mest síðustu þrjá daga, um 9-23 punkta en ávöxtunarkrafa þeirra er nú 4,68-4,84%. I dag klukkan 14 mun Lána- sýsla ríkisins bjóða út verð- tryggð spariskírteini að heildar- fjárhæð á bilinu 100-500 millj- ónir króna að söluvirði. Gjald- dagi bréfanna er 10. apríl 2004 og greiðsludagur er 30. október. EBÍ stóð á bak við hæsta tilboðið í hlutabréf Landsbanka íslands hf. Eignarhlutur félagsins nemur samtals 2,5% EIGNARHALDSFE LAGIÐ Brunabótafélag íslands (EBÍ) stóð á bak við kaup Vilhjálms Bjarna- sonar viðskiptafræðings á hlutafé í Landsbanka íslands hf. í þriðja til- boðsflokki hlutafjárútboðs bankans fyrr í þessum mánuði. Eignarhalds- félagið keypti þannig fímmtíu millj- ónir að nafnvirði eða 128 milljónir að markaðsvirði. Félagið lét ekki þar við sitja heldur hefur að undan- fömu til viðbótar keypt hlutabréf í Landsbankanum úr almenna út- boðsflokknum. Það á nú hlutafé í bankanum fyrir 162,5 milljónir króna að nafnvirði og hefur það alls varið 370 milljónum króna til kaupanna. Eignarhaldsfélagið á nú alls 2,5% hlutafjár í Landsbankan- um og er stærsti hluthafinn á eftir ríkinu. Ekki er útilokað að Eignarhalds- félagið kaupi fleiri hlutabréf í bank- anum á næstunni þar sem því verð- ur væntanlega gefinn kostur á að kaupa á tilboðsverði það hlutafé, sem áskrifendur í almennum flokki útboðsins greiða ekki fyrir. Tímabundin leynd Þegar tilboð voru opnuð, 29. september sl., vildi Vilhjálmur ekki gefa upp hverjir stæðu að tilboðinu með honum en sagði að um væri að ræða venjulega sparifjáreigendur, sem vildu fá hlutdeild í hagnaði bankans og reiknuðu með að það skilaði þeim hærri ávöxtun en vext- ir, sem bankinn borgaði. Nú hefur hins vegar komið á daginn að EBÍ stendur að tilboðinu. Vilhjálmur segir að rétt hafi þótt að halda því leyndu að EBI stæði að baki tilboð- inu á meðan félagið væri að auka við hlut sinn í félaginu á almennum markaði. Að öðrum kosti hefði hætta verið á að verð bréfanna hefði hækkað og þau ekki fengist á eins hagstæðu verði. AUGLÝSING ÞESSIEREINGÖNGU BIRT í UPPLÝSINGASKYNI Skráning hlutabréfa Hraðfrystihússins hf., Hnífsdal á Verðbréfaþingi íslands Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá hlutabréf Hraðfrystihússins hf. á Vaxtarlista þingsins þann 2. nóvember nk. Heildarnafnverð hlutafjár: Heildarnafnverð hlutafjár félagsins er kr. 339.891.705. Hlutaféð er ailt í einum flokki jafn rétthárra bréfa. Starfsemi samkvæmt samþykktum: Tilgangur félagsins samkvæmt 2. grein samþykkla er fiskkaup, alhliða fiskverkun og sala afurða, útgerð skipa, kaup, sala og rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Umsjón með skráningu: íslandsbanki hf., kt. 421289-5069, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, sími 560- 8000 og bréfsími 560-8190 er umsjónaraðili og annast milligöngu við skráningu á Verðbréfaþing íslands. Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsing og önnur gögn um Hraöfrystihúsiö hf. liggja frammi hjá viðskiptastofu íslandsbanka hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavík og hjá Hraðfrystihúsinu hf., 410 Hnífsdal. ISLANDSBANKI Stjóm Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags íslands (EBÍ) ákvað á fundi sínum 23. september sl. að senda inn tilboð í þriðja til- boðsflokk hlutafjárútboðs Lands- bankans, fyrir fimmtíu milljónir króna að nafnvirði. Eftir skoðun á málinu var ákveðið að hafa tilboðs- gengið 2,566 og var Vilhjálmur fenginn til samstarfs í málinu en hann situr í fulltrúaráði EBÍ fyrir Garðabæ. Vilhjálmur gerði síðan til- boð í eigin nafni eins og kunnugt er og kom á daginn að það var hæsta tilboðið eða 0,066 hærra en næst- hæsta tilboðið. Meðalgengi kaupanna 2,35 Þegar ljóst varð að EBÍ væri með tilboðsrétt á þessum þriðja hluta- bréfaflokki útboðsins fyrir fimmtíu milljónir króna að nafnvirði, var ákveðið að fjárfesta frekar í Lands- bankanum með viðbótarkaupum á frjálsum markaði. Heildareign hlutafjár EBÍ í bankanum nemur nú um 2,5% af heildarhlutafé bank- ans á meðalgengi 2,35 samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Heildareignir EBÍ nema um þremur milljörðum króna og hefur það því keypt hiutabréf í Lands- bankanum fyrir rúmlega 10% af þeim. Nýlega keypti EBÍ einnig 0,8% hlut í Sjóvá-AImennum og nam kaupverðið um 100 milljónum króna. Þá gekk það einnig frá kaup- um í smáum hlut í Tryggingamið- stöðinni fyrir skömmu. I samræmi við fjárfestingarstefnu EBÍ Samkvæmt fjárfestingarstefnu EBÍ ber því að fjárfesta í vátrygg- ingastarfsemi, fjármálastarfsemi og blandaðri fjármála- og vátrygginga- starfsemi. Forsenda siíkrar fjár- festingar er að hún sé arðsöm og skili félaginu tekjum til að standa við hlutverk sitt. Hilmar Pálsson, forstjóra EBÍ, segir að Landsbank- inn fullnægi þeim kröfum sem fé- iagið geri til fjárfestingar. „Lands- bankinn hefur í meira en heila öld starfað alls staðar á landinu og eignarhald bankans í vátrygginga- starfsemi gerir bankann að góðum fjárfestingarkosti. Landsbankinn og Eignarhaldsfélagið Brunabótafé- lag Islands hafa átt samieið og traust samskipti í tugi ára í þjón- ustu við sveitarfélögin í landinu og hefur bankinn enn treyst þau sam- skipti með stofnun sérstakrar ráð- gjafardeildar fyrir fjármálaþjón- ustu við sveitarfélögin. Morgunblaðið/Árni Sæberg LEYNDINNI aflétt. Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur og Hilmar Pálsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Brunabdtafélags Islands, skýra frá hlutafjárkaupum félagsins í Landsbankanum. Microsoft sakar Netscape um klæki Washington. Reuters. MICROSOFT hefur sakað Netscape Communications Coi-p. um að hafa lagt fyrir sig gildru með því að nota fund fyr- irtækjanna 1995 til að afla gagna, sem bandaríska dóms- málaráðuneytið gæti notað í rannsókn sinni á því hvort Microsoft bryti gegn lögum gegn hringamyndunum. Microsoft hélt því einnig fram í byrjun annarrar viku málaferla gegn hugbúnaðarrisanum að stjórnvöld hefðu haldið nýjum skjölum um fundinn leyndum þar til á laugardag. Það sem gerðist á fundi 21. júní 1995 hefur úrslitaþýðingu í máli því sem alríkið og 20 ríki hafa höfðað gegn Microsoft. Stjómvöld og Netscape halda því fram að Microsoft hafi borið fram þá ólöglegu uppástungu að fyrirtækin skiptu á milli sín markaði fyrir netskoðunarbúnað og hótað að koma Netscape fyrir kattarnef ef samvinnu yrði hafn- að. Microsoft neitar því að hafa gert nokkuð misjafnt og sagði dómstólnum í síðustu viku að Netscape hlyti að hafa spunnið upp frásögn sína af fundinum. Á mánudag hélt lögfræðingur Microsofts, John Warden, áfram að draga sannleiksgildi fram- burðar Netscapes í efa þegar hann yfírheyrði forstjóra Netscape, Jim Barksdale, fjórða daginn í röð. Leiddir í gildru? Warden spurði hvort ekki væri rétt að fundurinn 21. júní 1995 hefði verið haldinn til að búa til eitthvað, sem kalla mætti skýrslu, til að afhenda hana dómsmálaráðuneytinu og þrýsta á það að láta til skarar skríða gegn Microsoft. Barksdale kvað það fráleitt. Mál stjórnarinnar byggist sumpart á minnismiðum, sem Netscape-meðstofnandinn Marc Andreessen skrifaði um fund- inn. I síðustu skjölum málsins eru þessir miðar ásamt bréfi, sem einn lögmanna Netscapes, Gary Reback, sendi dómsmála- ráðuneytinu degi síðar, 22. júní 1995. Starfsmönnum ríkisfyrir- tækja boðin hagstæð kjör FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur lagt á það áherslu þegar hún hefur komið að einkavæðingu ríkisfyrirtækja að starfsmönnum sé boðið að kaupa hlutabréf á sama gengi og almenn- ingi en jafnframt sé þeim boðið upp á hagstæðari greiðslukjör, segir Hreinn Loftsson, formaður framkvæmdanefndar um einka- væðingu. Starfsmenn Fjárfestinarbanka atvinnulífsins og nokkrir fyrrum starfsmenn þeirra fjárfestingar- lánasjóða sem eru forverar FBA geta keypt hlut í FBA á betri kjör- um en almenningi býðst en gengi bréfanna er það sama. Aftur á móti gátu starfsmenn Landsbankans keypt hlut í Landsbankanum á mun lægra gengi en almenningur. Hið sama verður upp á teningnum hjá Búnaðarbanka Islands. Hreinn segist telja að ákvörðun um lægra gengi til starfsmanna Landsbanka og Búnaðarbanka stafi af uppgjöri við starfsmenn og starfsmannafélög á lífeyrissjóða- skuldbindingum. Hreinn segir að starfsmenn FBA hafi verið sammála framkvæmda- nefndinni um að halda sig við þá stefnu sem áður hefur verið mörkuð við einkavæðingu, það er sama gengi en hagstæðari kjör. Eins hafi Landsbankinn Iánað sínum starfs- mönnum fyrir hlutabréfakaupum þannig að þeir gátu notið hagræðis- ins strax en hjá FBA fá starfsmenn ekki hlutabréfin afhent fyrr en þau eru að fullu greidd. Aðspurður segir Hreinn að ekki hafi verið vitað, þegar ákvörðun um kjör starfsmanna FBA var tekin, hvernig skattyfii-völd myndu taka á þeim mismun sem var á sölugengi til starfsmanna Landsbankans og sölugengi í almennum flokki. Þegar ríkið seldi hlut sinn í Lyfjaverslun íslands, Jarðborun- um og ísienska járnblendifélaginu gilti sama regla og hjá FBA, sama gengi til starfsmanna en hagstæð- ari kjör en til almennings. I lok nóvernber verður 44% hlutur ríkis- sjóðs, Reykjavíkurborgar og Raf- magnsveitu Reykjavíkur í Skýrr boðinn út. Að sögn Hreins verður starfsmönnum Skýrr ekki boðið að kaupa á hagstæðari kjörum þar sem þeir hafi keypt 5% hlut í Skýrr í ársbyrjun 1997 á hagstæðum kjörum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.