Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 38
-38 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN Á KÓÐAVEGI OG HEIM „SAMKVÆMT áreiðanlegum heimild- um mun Alþingi á næstu vikum ræða frumvarp til laga sem breyta munu fyrir- komulagi kosninga á Is- landi. Hugmyndin er sú, að öllum þeim, sem ósam- mála eru stefnu stjórn- ^valda á hverjum tíma, er ætlað að sækja um kosningaleyfi til kosn- ingastjóra ríkisins. Til þess að girða fyrir hvers konar þrýsting munu nöfn þeirra verða dulkóðuð, ekki einu sinni, heldur þrisvar, og aðeins í aðra áttina. Allir, sem mæta ekki á kjörstað, verða taldir stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar með þöglu samþykki sínu. Þá er einnig á döfinni, að forsæt- isráðherrann efni til kynningar- funda um land allt, þar sem hann mun útskýra fyrir íslendingum þetta kosningafyrirkomulag með einfoldum orðum. Það yrði ekki til . þess að veikja lýðræðið á nokkurn hátt, heldur styrkja það, þar sem skoðanir 100% kjósenda væru kunn- ar. Heimildarmenn segja ennfremur að hugmyndin sé runnin undan rifj- um erlendra auðkýfinga, sem hug hafa á að fjárfesta í stóriðnaði á ís- landi, t.d. áliðnaði, fiskiðju og land- búnaði í stórum stíl. A væntanlegum blaðamannafundi mun dómsmála- ráðherrann geta þess, að það sé vafa undirorpið, að hægt verði að iaða «• hina erlendu fjárfesta til landsins án tilkomu slíkra kosningalaga. Fáir þeirra, sem vita um tilvist frumvarpsins, efast um að það verði samþykkt í þinginu. Ekki er búist við nema nokkrum andmælaröddum úr hópi sérfræð- inga. En þar sem öruggt er talið að meirihluti þjóðarinnar muni styðja frumvarpið er ekki talin ástæða til að taka tillit til álits þeirra, né skoð- ana stjómarandstæðinga eða félaga verkalýðssamtaka. Evrópusambandið mun hugsan- _.lega einnig halda uppi andófi. Ekki er heldur talin ástæða til að gefa gaum umvöndunum úr þeirri átt, þar sem Island er ekki í ES og Evr- ^ ópa er ekki á dagskrá. ‘ Erlend tímarit og dagblöð hafa haft veður af frumvarpinu vegna fréttaleka og gagnrýnt það. Alit þeirra er þó talið marklaust vegna skilningsleysis útlend- inga á séríslenskum að- stæðum. Ég held að allir geti verið sammála um að framangreind lýsing sé hryllingur, sem enginn gæti sætt sig við. Þjóð- in myndi rísa upp. Sem betur fer myndi tæþ- lega nokkur heilbrigð- ur stjórnmálamaður leggja slíkt til eða þjóð- in gangast inn á það. Þetta er einfaldlega handan þess, sem hægt er að ímynda sér að gæti gerst. Hvernig stendur þá á því, að sam- bærilegir atburðir þessum eiga sér stað í dag á Islandi og á ég þar við frumvarp það sem nú er í umfjöllun á Alþingi um „miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði“? Talsmenn frumvarpsins hafa með framferði sínu valdið mörgum mikl- um vonbrigðum. Þeir virðast gera sér far um að drepa niður alla gagn- rýni hverskonar með ósannfærandi, lítillækkandi og næstum því hroka- fullum hætti. Gefa verður samt fyiirtækinu Is- lensk erfðagi-eining (IE) og heil- brigðismálaráðuneytinu hæstu ein- kunn fyrir að telja svo mörgum trú um að einkahagsmunir fjárhættu- spilara, sem kallast áhættufjárfestar manna á millum, fari yfirleitt saman við almannahagsmuni því að aðeins á þennan hátt er mögulegt að rétt- læta frumvarp til laga sem er sniðið að sérþörfum einkafyrirtækis. IE og heilbrigðismálaráðuneytið forðast umræður um kjarnaatriði eins og heitan eldinn. Þetta hefur þeim tekist býsna vel og með því hafa þau dregið athyglina frá hinu raunverulega markmiði: sölu heillar þjóðar fyrir fáeina silfurpeninga. Það mætti hugsa sér eina skýr- ingu á þeirri miklu vinnu og fjár- munum, sem lögð hafa verið í áróð- ursherferð IE að undanförnu. Fyr- irtækið hlýtur að óttast mjög að gæsin með gulleggin gangi því úr greipum. Ég ber virðingu fyrir læknum, tölvufræðingum, lögfræðingum og öðrum þeim, sem reynt hafa á fágað- an, kurteislegan en rökrænan hátt að benda á hina raunverulegu ásjónu slíks gagnagrunns: ólýðræð- islega, óþarfa, hættulega, Ola' unna og að öllum líkindum í blóra við Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég spyr í fullri einlægni: Hvernig er hægt að vera kurteis, akademísk- ur og ósnortinn, þegar IE og heil- brigðisráðuneytið tala eins og frum- varpið um gagnagrunn sé þegar frá- gengið mál? Kjarni máls míns er: Þjónar þetta frumvarp almannahagsmunum, og einungis almannahagsmunum eða eru einkahagsmunir hafðir í fyrir- Umræddur gagna- grunnur er ærið áhyggjuefni, segir Heinz Joachim Fischer, og ætti að vera okkur öllum til umhugsunar. Fræ misnotkunar eru í honum falin. rúmi? Er frumvarpið þolanlegt frá lagalegum og siðferðilegum sjónar- hóli? Er það nauðsynlegt til að ná markmiðum vísindalegra rann- sókna? Það hlómar eins og persónuvernd sé úrelt hugtak, sem heyrir sögunni til! Við lifum í nútíma þjóðfélagi, ekki satt, þar sem allt er gott og blessað og réttlætanlegt í þágu vís- indanna og sérlega ef hafa má af því tekjur. Þetta er rangt. Þörf til vísindalegra rannsókna má aldrei hefta frelsi einstaklings- ins. Byltingar hafa verið gerðar og stríð háð til að vernda þetta frelsi, sem er dýrmætasti fjársjóður evr- ópskrar menningar og lýðræðishefð- ar. Persónufrelsið má ekki eyðileggja með einu pennastriki. Hollenskur sérfræðingur um sið- fræði í rannsóknum, Peter J. Hustinx, benti nýlega á að gagna- grunnur fullnægi ekki grundvallar- kröfum lýðræðisins. Tölvufræðingar og stærðfræðing- ar segja okkur, að öryggi gagna- grunnsins sé alfarið ófullnægjandi. Vísindamenn segja okkur, að fyr- irhugað frumvarp geti orðið dragbít- ur á vísindaiðkun Islendinga. Læknar efast um að lyrirhugaður miðlægur gagnagrunnur sé raun- Heinz Joachim Fischer AFTUR verulega í þágu íslenskra læknavís- inda. Hvenær munu IE og heilbrigðis- ráðuneytið gera sér grein íyrir, að frumvarpinu sé ábótavant í grund- vallaratriðum? Virtasta og víðlesnasta tímarit Þjóðverja, „Der Spiegel", birti grein um ÍE fyrir stuttu (28/1998). „Der Spiegel“, sem talar aldrei tæpi- tungu, en leggur sig jafnframt í líma við að hafa sín rök sem grundvöll fyrir hverju máli sem það tekur fyr- ir, ógnaði á sinn sérstaka grófa hátt föðurlandsást Islendinga með því að gagmýna íslenskan borgara og ís- lenskt fyrirtæki. Þessi raddtegund er, því miður, ennþá lítið þekkt hér- lendis. Eitt stærsta dagblað Svisslend- inga, „Det Tagesanzeiger" birti grein um IE fyrir stuttu (3. okt. sl.) með fyrirsögninni: „Islendingar, til- raunamýs okkar“ („Die Islander, unsere Labormáuse"). I langri grein þeirra telja þeir m.a. að föðurlands- ást íslendinga sé svo sterk, að vís- indamaður með óljós og vafasöm markmið („Dunkelmann der Gene“) getur komist upp með hvað sem er með því einu að höfða til rótgróins þjóðarstolts íslendinga. ,,Okkur er ekki tamt þetta orðalag á íslandi," sagði áhugasamur maður um málefnið við mig. Afleiðingar þessa sjónarmiðs „að tala ekki svona“ verða skýrari með degi hverjum. Frumvarpið getur orðið að lögum. Það getur valdið trúnaðar- bresti milli almennings og lækna. En hinn óbreytti borgari mun yppa öxlum og fullur lotningar klappa fyrir hinum stórkostlegu afrekum framsýns vísindamanns. Allt og sumt. Er ekki nú þegar fyrir hendi næg- ur fjöldi gagnagrunna, sem áhrif hafa á einkalíf okkar? Menn eru orðnir tilfinningasljóir, enda vanir átroðningi, sem byggist á erfða- skrám, kennitölu, skattskrám, við- skiptakortum, fríkortum o.s.frv. All- ir vita hvort sem er allt um alla og láta sér því í léttu rúmi liggja þegar gengið er enn lengra. Umræddur gagnagrunnur er ærið áhyggjuefni og ætti að vera okkur öllum til umhugsunar. Fræ misnotk- unar eru í honum falin. Grundvallar- persónurétti er ógnað. Dyrum verður svipt upp fyrir inn- rás í helstu leyndardóma einkalífs okkar allra og einnig fyrir græðgi, fjárkúgun og spillingu. Með bestu kveðju frá George Orwell. Góður vilji þeiiTa, sem dulkóða gögn einni sinni, þrisvar eða jafnvel fimmtíu sinnum, getur aldrei komið í veg fyrir misnotkun. Þeir sem halda öðru fram, segja ósatt vitandi eða óafvitandi. Að gera hverjum þeim, sem ekki vill fara inn í grunninn, það að þögn sé sama og samþykki, er afar ólýð- ræðislegt. Um það eru fagmenn nokkuð sammála. Ég geri ráð fyrir því, að starfs- menn ÍE í dag séu heiðvirðir og sannir vísindamenn með lifandi áhuga á velferð almennings og vís- indarannsókun og þiggi fé til þess eins. En hvað um framtíðina? Skemmdu epin eru víða. Viðtal Morgunblaðsins við dr. Ross Ander- son þ. 13. október sl. verður aldrei of oft lesið. Við höfum auk þess enga trygg- ingu fyrir því að þeir sem gagna- grunninum stjórna, muni halda sig við læknisfræðileg gögn einvörð- ungu. Gefa má einfalt dæmi: það er vel þekkt, að matar- og drykkjar- venjur og umhverfisþættir hafa áhrif á þróun sjúkdóma. Hér er m.a. um að ræða þætti sem tengjast tekj- um og lífsvenjum. Því verður að ætla upplýsingum um laun, skatta, ferðalög, fæðu, áfengi, íþróttaiðkun, heimilishagi, svefnvenjur, o.s.frv. o.s.frv. stað í grunninum, allt í þágu vísinda og heilsu. Þetta eru að vísu vangaveltur og auðvitað fráleitar. Eða er svo? Ekki ef litið er til þess, að rekstr- arleyfishafinn muni hafa eftirlit með sér sjálfur. Það er barnaskapur að ætla, að ásetningurinn einn að koma í veg fyrir misnotkun, muni hindra hana. Eina leiðin til að koma í veg fyrir misnotkun er að gagnagrunnur í þessari mynd verði ekki til. Þetta eru raunar ástæður þess, að engir slíkir gagnagrunnar hafa verið á stofn settir fram að þessu. Svo vitnað sé til Rómverja: Obsta pricipiis, kæfum það í fæðingu. Kaldhæðnisleg er sú hugmynd að ef slíkt frumvarp hefði komið fram í Indónesíu, þar sem ég eyddi all- nokkrum tíma ævi minnar, hefðu allir Indónesíubúar hlegið sig hása. „Aha, enn ein tilraun Föður Forseta og hans nóta til að hafa okkur að fíflum, eins og við íyrri hneyksli og launráð." En Island er, að sjálfsögðu, ekki Indónesía og svona hneyksli, að sjálfsögðu, eiga sér aldrei stað hér. Ég hlýt því að hafa misskilið eitt- hvað. Ef einhver vildi vera svo vænn að upplýsa mig um kjarna málsins væri það vel þegið. Höfundur er stjómmálafræðingur og hagfræðingur. BRIPS Umsjón Aniór (1. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Opna Kópavogsmótið, Stórmót Bridsfélags Kópavogs og Sparisjóðs Kópavogs, var haldið laugardaginn 24. október. Verðlaun hlutu: Jóhann Stefánsson - Guðmundur Baldursson 44 Vilhjálmur Sigurðss., jr. - Gunnlaugur Sævarss. 44 ■ Birna Stefnisdóttir - Aðalsteinn Steinþórss. 35 Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 35 Erlendur Jónsson - Sveinn R. Eiríksson 25 Lokið er 10 umferðum (2 kvöld) í aðaltvímenningi BK. Staðan eftir 10 umferðir: Jón St. Ingólfsson - Sigurður Ivarsson 69 Magnús Aspelund - Steingrímur Jónasson 55 Ragnar Bjömsson - Siguróur Sigurjónsson 47 Ragnar Jónsson - Murat Serdar 40 Armann J. Lárusson - Jens Jensson 38 Bestum árangri 2. kvöldið náðu eftirtalin pör: Ármann J. Lárusson - Jens Jensson 48 , Jón St. Ingólfsson - Sigurður Ivarsson 31 Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánsson 26 MeðalskorO Bridsfélag Reykjavíkur Póllandstvímenningur 3. kvöldið af 7 var spilað í Pól- landstvímenningnum miðvikudag- _ inn 26. október. Þar með lauk Hipp- lhopp hlutanum. Efstu 24 pörin unnu sér rétt til að spila í Varsjár- úrslitunum. Pau eru: Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson, Orn Arnþórsson - Guðlaugur R. Jó- hannsson, Karl Sigurhjartarson - Þorlákur Jónsson, Aron Þorfínnsson - Snorri Karlsson, Gísli Hafliðason - Ólafur Þór Jóhannsson, Hall- grímur Hallgrímsson - Sigmundur Stefánsson, Jón Þorvarðarson - Sverrir Kristinsson, Ragn- ar Magnússon - Kristján Blöndal, Aðalsteinn Sveinsson - Sigurjón Karlsson, Hrafnhildur Skúladóttir - Soffía Daníelsdóttir, Haukur Ingason - Sigurður B. Þorsteinsson, Hanna Friðriksdóttir - Kristjana Steingrímsdóttir, ísak Örn Sigurðsson - Helgi Sigurðsson, Hjálmar S. Pálsson - Gísli Steingrímsson, Guð- mundur Sv. Hermannsson - Helgi Jóhannsson, Ómar Olgeirsson - Kristinn Þórisson, Jón Steinar Gunnlaugsson - Gylfí Baldursson, Dan- íel Már Sigurðsson - Vilhjálmur Sigurðsson jr., Ragnheiður Nielsen - Hjördís Sigurjónsdóttir, Sverrir G. Kristinsson - Guðmundur Péturs- son, Steinberg Ríkarðsson - Ólafur Steinason, Páll Bergsson - Gissur Ingólfsson, Jón H. Hilmarsson - Guðbjörn Þórðarson og Jakob Kristinsson - Ásmundur Pálsson. Ef pör hafa áhuga á að koma inn í mótið þá er opið fyrir öll pör að koma og spila í Prins póló-úrslitun- um. Góð verðlaun í báðum úrslit- um. Föstudagskvöldið 23. október var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 28 para. Spilaðar voru 13 umferðir með 2 spilum á milli. Með- alskor var 312 og efstu pör voru: NS Björn Björnsson - Friðrik Steingrímsson 370 Þórir Leifsson - Óli Bjöm Gunnarsson 363 Kjartan Jóhannsson - Þórður Sigfússon 341 Þorsteinn Joensen - Erlingur Einarsson 340 AV Árni Hannesson - Baldur Bjartmarsson 382 Maria Ásmundsd. - Steindór Ingimundars. 382 Böðvar Magnússon - Brynjar Jónsson 367 Þorsteinn Karlsson - Jökull Kristjánsson 337 Að tvímenningnum loknum var spiluð Miðnæturútsláttarsveita- keppni með þátttöku 8 sveita. Til úrslita spiluðu sveitir Baldurs Bjartmarssonar (Árni Hannesson, Jón Viðar Jónmundsson og Agnar Kiistinsson) og Kristins Karlssonar (Friðrik Jónsson, Böðvar Magnús- son og Brynjar Jónsson). Sveit Kristins sigraði í æsispennandi leik með 30 impum gegn 23. Föstudagskvöld BR eru eins- kvölds tölvureiknaðir tvímenningar, Mitchell og Monrad Barómeter til skiptis. Að tvímenningnum loknum er spilurum boðið að spila í Miðnæt- ur útsláttarsveitakeppni. Spilaðir eru 6 spila leikir. Spilamennska byrjar kl. 19.00 og sveitakeppnin byrjar yfirleitt rétt fyrir kl. 23. Bridsfélagið Gosi elsta starfandi bridsfélag á Vestfjörðum HALLGRÍMUR Sveinsson á Hrafnseyiú sendi þættinum langan pistil um Bridsfélagið Gosa á Þing- eyri, en félagið varð fertugt í vetur. Hluti bréfsins fer hér á eftir: Bridsfélagið Gosi á Þingeyri í Dýrafirði er orðið fertugt, en félagið var formlega stofnað 18. marz 1958 og er ekki vitað annað en það sé elsta starfandi bridgefélag á Vest- fjörðum. Stofnfélagar voru 31 tals- ins. Eins og flestum ætti að vera kunnugt, var það bandaríski brids- spilarinn Ely Culbertsson og kona hans, Josephine, sem bjuggu til fyrsta sagnkerfi í brids, sen náði al- mennri útbreiðslu, en vistin var auðvitað undanfari bridssins. En það var ekki íyrr en upp úr 1930 sem sagnkerfi þeirra hjóna var að fullu mótað og að sjálfsögðu fóru Þingeyringar að spreyta sig á þess- ari merkilegu íþrótt upp úr því. Margs konar sagnkerfí hafa verið notuð innan stokks hjá Gosa, bæði heimatilbúin að nokkru og aðfengin, en það er eiginlega sér fræðigrein sem ekki verður farið nánar út í hér. Þó skal þess getið, að eitt sinn urðu tveir ónafngreindir menn efstir í tvímenningi, eins og lög gera ráð fyrir. Spiluðu þeir eftir eigin höfði að verulegu leyti. Sá sem hafði forsögnina talaði þá um að það væri best að hætta nú á toppnum og mæta ekkert næstu spilakvöld og láta sjá. Það varð þó ekki. Auðvitað urðu þessir heiðursmenn lægstir í næstu þrjú skipti sem spilað var. Svona er spilagengið valt! Arið 1957 var farið að tala af al- vöru um að stofna félag og varð það úr árið eftir, sem áður segir. Hefur verið spilað af meiri og minni þrótti öll þessi ár, enda hefur ekkert stað- ið upp á stjórn félagsins að reka það með mátulega harðri hendi. Hafa Gosafélagar oft sigrað á stór- mótum, bæði innan fjarða á Vest- fjörðum og annars staðar á landinu. Fyrstu stjórnina skipuðu Tómas Jónsson frá Gili, formaður, Davíð H. Kristjánsson frá Neðri-Hjarðar- dal, ritari og Guðmundur Andrés- son frá Brekku, gjaldkeri. Þeir Tómas og Davíð hafa setið mjög fast í stjórninni og sitja enn, því þeir voru endurkjörnir á afmælis- aðalfundi félagsins fyrir nokkrum dögum, ásamt Guðmundi Friðgeir Magnússyni frá Hrauni, sem kom inn í stjórnina eftir að Guðmundur Andrésson flutti suður nokkrum ár- um eftir stofnun félagsins. Gunnar heitinn Jóhannesson frá Ásgarðs- nesi var framkvæmdastjóri félags- ins í áratugi og er það mál manna, að stjórnin hefði varla getað fengið betri eða áhugasamari fram- kvæmdastjóra. Stjórnarseta þeirra Tómasar og Davíðs er nú orðin svo löng, að hún hlýtur að vera eins- dæmi í bridssögunni og þó víðar væri leitað. Bridsfélag Hreyfils NU ER lokið fjórum umferðum í aðalsveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Sigurður Steingn'msson 87 Vinir 78 Friðbjörn Guðmundsson 77 Guðjón Jónsson 73 Anna G. Nielsen 71 Alls taka fjórtán sveitir þátt í mótinu. Spilað er á mánudagskvöld- um í Hreyfilshúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.