Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Einn mesti Atiantshafsfellibylur allra tíma stefnir upp að ströndum Mið-Ameríku Gæti valdið „hörmu- legri eyðileggingu“ Miami. Reuters. FELLIBYLURINN Mitch, sem er einn mesti fellibylurinn sem sög- ur fara af í Atlantshafslægðinni, gekk yfir Karíbahaf í gær og stefndi að ströndum Mið-Ameríku með miklu regni, sem óttast er að geti valdið mannskæðum aurskrið- um og flóðum. Mitch mælist á fímmta og hæsta stigi samkvæmt Saffir/Simpson- skala, en það er afar sjaldgæft. Að því er Fellibyljarannsóknastöðin í Miami greindi frá í gær telst hann mjög hættulegur og gæti valdið „hörmulegri eyðileggingu“. Fellibyljir af þessari stærð- argráðu geta lagt byggingar í rúst, rifið þök af húsum og valdið flóðum á gríðarstórum svæðum. Veðurfræðingar sögðu í gær að Mitch væri meðal fimm mestu felli- bylja sem sögur fara af í Atlants- hafslægðinni, það er að segja á Atl- antshafi, Karíbahafi og Mexíkóflóa. Hann er töluvert öflugri en fellibyl- urinn Georg, sem varð yfir 500 manns að fjörtjóni er hann gekk yfir austanvert Karíbahaf og Mexíkóflóa í september. Enn er ekki ljóst hvar Mitch mun koma að landi, en það gæti orðið eftir tvo daga. Stjórnvöld á Kúbu hafa hafið brottflutning fólks frá eyjum við suðurströndina. Fellibylsviðvönin hefur verið gefin út í Belís, á Yucatanskaga og við strendur Hondúras og Gvatemala. Talið er að Hondúras muni sleppa við fellibylinn sjálfan, en þó var ferðamannastöðum við strendur landsins lokað í gær vegna hvass- viðris og rigninga af hans völdum. I gær bárust einnig fregnir af miklu regni á Caymaneyjum og Kosta Ríka, í Níkai'agva og Panama. A Kosta Ríka hafði einn maður farist í flóði. Tvísýnt um geimskot Mitch hefur valdið starfsmönn- um Geimferðastofnunar Banda- ríkjanna (NASA) nokkrum áhyggj- um, en til stendur að skjóta geim- flauginni Discovery á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Flórída á fimmtudag. Hvassviðri af völdum fellibylsins gæti orðið til FELLIBYLURINN „M1TCH“ Einn af mestu fellibyijum sem sögur fara af yfir Atlantshafi stefnir nú í átt að ströndum Mið-Ameríku. Vindhraðinn mæiist allt að 290 km á klukkustund. Mitch telst til sjaldgæfra og afar hættulegra fellibylja, en hann mælist á fimmta og hæsta stigi samkvæmt Saffir/Simpson-skala. Mexíkó fíói Cayman eyjar MEXÍKÓ JAMAIKA BELISI y •. Slóð *. lellíbylsins GVATEMALA HONDURAS Fellibylurinn Mitch stefnir f vest- norðvestur á13kmhraða á klukkustund KARIBAHAF nIkaragva KYRRAHAF 100 km Heimild: National Hurricane Center (U.S.A.) þess að öryggiskröfum fyrir neyð- þannig stefnt geimskotinu í tví- arlendingu væri ekki fullnægt, og sýnu. Borís Jeltsín fluttur á heilsuhæli Sátt um að Prímakov leysi forsetann af Moskvu. Reuters Reuters BORIS Jeltsín Rússlandsforseti virtist við þokkalega heilsu er hann hitti Jevgení Prímakov forsætisráðherra í gærmorgun. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti var £ gær fluttur á Barvikha-heilsu- hælið, þar sem hann á að hvílast um óákveðinn tíma, að sögn Dmitr- is Jakúshkín, talsmanns forsetans. Segir hann forsetann úrvinda úr þreytu. Fyrr um daginn átti Jeltsín fund með Jevgení Prímakov for- sætisráðherra, sem fór í stað for- setans til fundar við leiðtoga aðild- arríkja Evrópusambandsins í gær. Rússneskir fjölmiðlar fóru í gær mikinn í skrifum sínum um veik- indi forsetans. Virtust þeir þó flest- ir á því að aðstoðarmenn Jeltsíns myndu reyna að sjá til þess að for- setinn gæti gegnt embættinu út kjörtimabilið. Hann gæti tæpast sinnt nema litlum hluta embættis- skyldna sinna og færi ekki í fleiri utanlandsferðir. Par sem enginn er varaforsetinn í Rússlandi, kemur Prímakov í raun í stað Jeltsíns i fjarveru hans. Voru flest rússnesku blöðin í gær þeirrar skoðunar að sú skipan mála værí öllum; Jeltsín sjálfum og rúss- nesku þjóðinni, fyrir bestu. Astæð- an er fyrst og fremst sögð sú að hvorki þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til forseta, eða þeir sem einhverju ráða í Kreml, eru undir það búnir að gengið verði til kosninga. „Greinilegt er að pólitíska elítan hefur í kyrrð og ró náð samkomu- lagi um að halda stöðunni í stjórn- málum eins og hún er nú, að eins miklu leyti og eins lengi og hægt er. Prímakov á að vera forsætis- ráðherra og varaforseti en forset- inn að halda sig heima,“ segir í Seyodjna. í viðskiptablaðinu Kommersant segir að nú verði stjómvöld í Kreml að sýna fram á að forseti sem fari að ráðum lækna og lifi til ársins 2000, sé betri en forseti sem reyni af öllum mætti að sýna fram á að hann hafi verið afskrifaður of fljótt. Bann við utanlandsferðum Fjölmörg dagblöð fullyrtu í gær að læknar Jeltsíns hefðu lagt blátt bann við frekari utanlandsferðum á meðan hann sitji á forsetastóli. Ovíst væri þó að hann hlýddi því. I Izvestíja sagði að talsmenn forset- ans reyndu ekki lengur að láta sem forsetinn væri við góða heilsu. Hann væri erfiður og þrjóskur sjúklingur sem rifist við læknana og neitaði að fara að ráð- um þeirra. „Orsök stjórnmálaki-eppunnar nú er ekki fyrst og fremst sú að forsetinn geti ekki sinnt starfi sínu. Hún er miklu fremur afleiðing þess að Jeltsin hefur ekki lengur yfir að ráða hæfu fólki sem er reiðubúið að verja yfirmann sinn í stað þess að gæta eigin hagsmuna." Fleiri óska framsals Pinochets Stokkhdlmi, París, Genf. Reuters. FRAMSALS Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er nú óskað til Svíþjóðar, Frakk- lands og Sviss, auk Spánar en beiðni dómstóla þar í landi var or- sök þess að Pinochet var handtek- inn í London fyrir rúmri viku. Beiðni Svisslendinga var lögð fram á mánudag en í gær sögðu frönsk dómsmálayfirvöld að til rannsóknar hjá þeim væru þrjár beiðnir um framsal Pinochets sem borist hefðu frá ættingjum fólks sem hvarf sporlaust á meðan á valdatíma Pinochets stóð. Hið sama er upp á teningnum í Svíþjóð þar sem sænsk stjórnvöld sögðu nokkra fyrrverandi Chilebúa hafa farið fram á að Pinochet yrði framseldur til Svíþjóðar til að svara ákæru um morð, mannréttindabrot og þjóð- emishreinsanir. Þúsundir Chilebúa fluttust bú- ferlum til Svíþjóðar á áttunda og ní- unda áratugnum, á meðan á valda- tíma Pinochets stóð. Málið er hins vegar vandkvæðum bundið því meintir glæpir Pinochets voru framdir gegn fólki sem ekki voru sænskir ríkisborgarar á þeim tíma. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort sænsk stjómvöld fara formlega fram á framsal. Nyrup ýjar að þjóð- aratkvæði um EMU Bildt nefndur sem hugsanlegur utanríkisformælandi ESB Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DÖNSKU Maastricht-undanþág- umar frá þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og írá vamarsamstarfi vora töluvert til umræðu um helgina. Poul Nyrap Rasmussen forsætisráðherra hefur nú í fyrsta skipti viðrað möguleik- ann á þjóðaratkvæðagreiðslu, án þess að segja þó hvenær það gæti orðið. I gær gaf hann þó í skyn að það gæti orðið frekar fyrr en seinna. Eftir að Tony Blair forsætisráð- herra Breta hélt á lofti styrktu varnarsamstarfi í Evrópu á leið- togafundi ESB-ríkjanna í Austur- ríki um helgina hafa vaknað í Dan- mörku umræður um þau mál. Göran Persson forsætisráðherra Svía seg- ir niðurstöðu fundarins ekki valda hlutleysi Svía neinum vandræðum. Ákveðið var að útnefna formælanda ESB í utanríkismálum í desember, en Carl Bildt fyrram forsætisráð- herra er mjög orðaður við þá stöðu. Pótt Nyrup hafi viðrað möguleik- ann á atkvæðagreiðslu um EMU- aðild Dana hefur hann fram að þessu ekki viljað nefna hvenær það gæti orðið. A blaðamannafundi i Kaupmannahöfn sagði hann í gær að til slíkrar atkvæðagreiðslu kynni að verða efnt „eftir nokkur ár“. Þykja þessi ummæli til merkis um lítils háttar stefnubreytingu. Hér er líklega á ferðinni fyrsta glufan i slíka atkvæðagreiðslu, en hingað til hefur forsætisráðherra þvertekið fyrir að slíkt væri tímabært. Fram að þessu hafði hann ítrekað sagt að atkvæðagreiðsla um EMU-aðild Danmerkur yrði ekki á dagskrá fyrr en árið 2002. Sennilegt er að jákvæðar vísbend- ingar skoðanakannana undanfarið hafi ýtt undir Nyrup að impra á þessu, því kannanir sýna að meiri- hluti Dana er orðinn hlynntur aðild. Það hefur þó komið fyrir áður, en stuðningurinn síðan dalað aftur. Fyrir Nyrap og EMU-hlynnta stjóm hans er veiðin því sýnd en EVRÓPA^ ekki gefin, en eftir að Danir sam- þykktu Amsterdam-sáttmálann átakalaust í atkvæðagreiðslu í vor er líklegt að tími eindreginnar ESB- neikvæðni i Danmörku sé liðinn. Danir utangarðs Anders Fogh Rasmussen leiðtogi hins frjálslynda Venstre spáir því að undanþágumar muni brátt heyra sögunni til. ESB-samstarfið muni einmitt verða öflugast á þeim svið- um, sem Danir standi utan og þar með verði þátttaka Dana óviðun- andi. Fogh Rasmussen efast um að tillögur Blairs innihaldi nokkuð nýtt, en nýjungin sé hins vegar að Blair reyni að taka frumkvæði. Það hafi Bretar ekki gert lengi. Orð Fogh Rasmussens um ein- angrun Dana voru undirstrikuð af þvi að hvorki danski né sænski for- sætisráðherrann vora viðstaddir óformlegan hádegisverð sem þjóð- arleiðtoga þeirra ellefu landa, sem verða með í EMU, héldu fyi-ir leið- togafundinn um helgina. Utangarðsstaða Dana var einnig undirstrikuð af því að danska stjómin hefur lýst yfir að hún muni ekki taka þátt í að tilnefna formæl- anda ESB í utanríkismálum, þar sem það muni stríða gegn undan- þágum Dana. Enginn Dani kemm’ því til greina í þá stöðu, sem þjóðar- leiðtogar ESB ákváðu að ætti að vera stjórnmálamaður með reynslu af stjómarsetu. Bildt eða Gonzales? Sú lýsing hæfir vel Carl Bildt, sem áður hefur reynslu á ESB-vett- vangi sem sáttasemjari í Bosníu- deilunni. Bildt hefur átt gott sam- starf við frönsku stjórnina, sem gæti komið sér vel. Hins vegar gæti verið að Frakkar kysu að fá stjóm- málamann, sem hefði frönsku að móðurmáli eða svo gott sem. Einnig kann það að mæla gegn Bildt að hann er af hægrivængnum, meðan hin pólitíska þungamiðja ESB hefur hnikast yfir til vinstri. Hugsanlegur keppinautur Bildts er spænski jafnaðarmaðurinn Felipe Gonzales, forsætisráðherra til margra ára. Göran Persson seg- ist geta stungið upp á Bildt, ef Bildt fari fram á það, en engin slik um- leitan hafi komið fram. Þvert á móti bendir Persson á að Bildt segist stöðugt hafa áhuga á að vera áfram í sænskum stjórnmálum sem leið- togi Hægriflokksins og stjómar- andstöðunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.