Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 57
FÓLK í FRÉTTUM
Gerist á staðnum
SVEIM í SVART/HVÍTU er á
dagskrá Unglistar ‘98 í Loftkast-
alanum í kvöld
kl. 20.30. Þá er
svokölluð
„ambient" tón-
list leikin undir tveimur klassísk-
um hljóðlausum myndum í
svart/hvítu. Myndirnar eru Pand-
ora’s Box eftir G.W. Pabst frá ár-
inu 1928 og frá 1924 verður sýnd
kvikmyndin Siegfried eftir meist-
ara Fritz Lang. Undir fyrrnefndu
myndina leika sveitirnar Vector,
Nóva og Múm, en
þá síðari Hilmar
Jensson og
Biogen.
Tveir atburður
í einu
Bibbi, eða Birg-
ir Örn Thorodd-
sen, er bæði
myndlistar- og
tónlistarmaður
sem m.a. starf-
rækir eins manns
hljómsveitina Cur-
ver. Hann stendur
nú, ásamt æsku-
vini sínum Birgi
Erni Steinarssyni, að þessari tón-
leikabíósýningu fjórða árið í röð
á Unglist. Hugmyndin varð til ár-
ið sem kvikmyndin átti 100 ára
afmæli, og verður listburðurinn
vinsælli ár hvert. Fyrsta árið
mættu tuttugu manns, í fyrra
sprengdi hann Tjarnarbíó utan
af sér svo Loftkastalinn var
leigður í ár til að allir fái sæti.
„f tilefni afmælisins langaði
okkur að blanda saman kvik-
myndum og „ambient“ tónlist
sem hefur verið kallað sveim, og
kemur í stað pianóundirleiksins
sem tíðkaðist á bíósýningum í
gamla daga. Grunnhugmyndin er
að bíómyndin sé ekki að skreyta
tónlistina og tónlistin ekki að
skreyta kvik-
myndina, heldur
að hver þáttur
skipti jafn miklu
máli og að jafnvægi myndist
þarna á milli. Þetta eru bæði
kvikmyndasýning og tónleikar.
„Ambient" tónlist er meira
hljómflæði en taktföst og passar
þannig vel við kvikmyndir á þess
að stela nokkru frá þeim. Svo
veljum við alltaf þöglar kvik-
myndir með miklu látbragði en
engum texta sem stela ekki frá
tónlistinni. Þetta eru ekki stök lög
og meira að segja blandast hljóm-
sveitinar saman, þegar þær taka
við hvor af annarri. Við ætlum að
prófa að láta Biogen og Hilmar
Jensson spila saman í finnntán
mínútur og sjá hvemig það kem-
ur út. Líst þér ekki vel á það?“
- Jú, en hvernig veljið þið tón-
listarfólkið?
„Ég fylgist mjög vel í þessum
„ambiant" og tilraunatónlistar-
heimi og veit því hverjir eru að
gera góða hluti. Annars er Sveim
í svart/hvítu orðið frekar stór
iunsaEn
€
I
Morgunblaðið/Þorkell
BIRGIR Örn Thoroddsen stendur fyrir „Sveimi í
svart/hvítu“ í kvöld í Loftkastalanum kl. 20.30.
PAUL Richter sem Siegfried sjálfur.
LOUISE Broks í hlutverki sínu í Pandora’s Box.
viðburður í þessum tónlistar-
heimi, og í ár fengum við sendar
kassettur með tónlist nokkurra
hljómsveita og uppgötvuðum
þannig Nóvu. Biogen hefur verið
með frá upphafí og passar mjög
vel inn í þetta form. Múm starf-
rækja tveir meðlimir úr hljóm-
sveitinni Andhéra og þeir hafa
gert mjög skemmtilega tónlist.
Vector er ótrúlega öflugur nýliði
sem er að gefa út plötu hjá Thule
um jólin og það er mjög gaman
að fá nýtt blóð til liðs við okkur.
Ég talaði svo við Hilmar og bað
hann að vera með því hann hefur
verið að spinna og passar því vel
inn í þetta. í fyrsta skipti í fyrra
vorum við með alveg lifandi tón-
list þegar Sigurrós spilaði og
þannig vil ég hafa þetta; að allt
gerist á staðnum."
I takt o g trega
TONLIST
Geisladiskur
NANO
Fyrsti geisladiskur sveitarinnar
Lo-Fi. Lo-Fi er Friðgeir Eyjólfsson
sem sér um alla forritun, tölvu-
vinnslu og upptöku. 011 Iög eru
eftir Lo-Fi. Hljóðblöndun var í
höndum Lo-Fi og Vigfúsar Magn-
ússonar. Cash money brothers sáu
um útgáfu en Japis dreifir.
ÞÓ BRISTOL tónlist eða Trip
hop sé orðið nokkurra ára gamalt
fyrirbrigði þá hefur takmarkað
heyrst af íslenskri
slíkri tónlist, geisla-
diskurinn Nano er
nýlega kom út ein-
kennist mjög af þess-
ari nútímatregatón-
list. Tólf lög eru á
disknum og senni-
lega verða fæst
þeirra leikin á dans-
gólfum skemmtistað-
anna. Nano hefur af-
ar rólegt yfirbragð
og tregafullt enda er
umslagið blátt og við-
fangsefnin eftir því,
„love is a bitter taste
/ in my mouth.“ og
„living in a colorful
world / blindfolded.“
(úr lögunum Bad
taste og Empty), lögin byrja
einnig öil á einmanalegum vatns-
hljóðum sem auka ekki á glað-
værð tónlistarinnar. Textarnir
eru allir á ensku líkt og sést en
þokkalega smíðaðir. Öll eru lögin
mjög áheyrileg, útsetningar til
fyrirmyndar sem og hljóðfæra-
leikur, tónlistin er ekki niðurdrep-
andi þrátt fyrir kuldalegar um-
búðir. Lögin 1000 years from now,
Death of a nano og lokalagið
Remains eru best að mati undir-
ritaðs en ekkert lag er slakt.
Söngur er góður hjá þeim fjórum
söngvurum sem við sögu koma en
þó stendur fremst meðal jafn-
ingja söngkonan Mæsí. Hljóð-
færaleikur er einnig til fyrir-
myndar, megnið af honum er
tölvuunninn og ferst Lo-Fi það
vel af hendi, samspil hljóðfæra
bæði raf- og þeirra venjulegu er
seiðandi og flæðið er hvergi rofið
með slæmu hljóðfæravali eða
hljóðblöndun, diskurinn myndar
góða heild án þess þó að verða
einsleitur.
Þó er Nano auðvitað ekki galla-
laus, tónlistin er afar keimlík
Bristol sveitinni Portishead og þá
einkum fyrstu plötu
þeirrar sveitar sem
kom út fyrir
nokkrum árum og
spillir það nokkuð
fyrir hlustun, sjálf-
sagt er að verða fyr-
ir áhrifum frá tón-
listarfólki öðru en
þó má útkoman
aldrei verða sú
sama. Bæði hljóð-
færaleikur og söng-
ur söngkvennanna
draga mjög dám af
Portishead og oft of
mikið. Einnig má
nefna leiðinlegt vín-
ylrisp sem frekar
pirrar en að gera
hljóminn hrárri sem
líklegast er tilgangurinn. Hljóm-
urinn er þó allur afar fagmann-
legur, sem er óvenjulegt í tónlist
sem fullunnin er í heimahúsum,
hvergi heyrist að tónlistin sé ekki
hljóðrituð í hljóðveri, ekki einu
sinni í söng og „lifandi“ hljóð-
færaleik. Þótt Lo-Fi teljist seint
brautryðjandi í tónlistarsköpun
þá er tónlistin leikin og samin af
innlifun og hæfileikum, ef þetta
tvennt er til staðar þarf ekki
alltaf frumleikann.
Gísli Árnason
Friðgeir Eyjólfsson
sem kallar sig Lo-Fi.
R6sa Ingólfs alitaf Safn erótísk
SVE m mimÆ í^imí á
II Ijlp 1 1« I 11
gnBjjHHsÍÍÍÍÍ 9 *y710?5^560D9 : JJfgfr ■