Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 4 5*- SONJA HÓLM INGIMUNDARDÓTTIR + Sonja Hólm Ingimundar- dóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1940. Hún lést 22. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Elín Hólmfreðsdóttir Líndal, f. 24.8. 1917, d. 16.11.1984. Faðir hennar var Ingimundur Jóns- son, f. 21.7. 1913, d. 13.6. 1973. Þau skiidu. Yngri systk- ini hennar eru Grétar Astvald Árnason, Jónína Líndal, Elín R. Líndal og Anna Líndal. Sonja ólst upp í Núpshlíð í Línakradal og síðan á Lækja- móti í Víðidal. Hún nam á lýð- Hidda systir er dáin. Fáir þekktu hana undir því nafni, það voru bara við systurnar þrjár sem kölluðum hana Hiddu. Sonja var einstaklega sterkur persónuleiki, há og glæsileg með þetta mikla svarta hár; hún hafði svo sterka viðveru að hún skar sig allstaðar úr. Hún hafði mikla réttlætiskennd og sterka útgeislun, hennar skoðanir voru alltaf einstak- ar, oft ögrandi en alltaf kitlandi ferskar. Sonja ólst upp í Núpshlíð í Lína- kradal, við kertaljós í torfbæ. Síðar var henni mikils virði að hafa kynnst gamla tímanum. Sonja var 13 ára gömul þegar hún fluttist með mömmu og Grétari bróður í Lækja- mót, mamma giftist pabba og við bættust þrjár litlar stúlkur. Eg held að fyrsta utanlandsferðin hennai’ hafi verið þegar hún fór í lýðháskóla í Noregi sem ung stúlka. Eftir það var það hennar stærsta ástríða til margra ára að ferðast. Sonja tók miklar vinnutarnir og þar sem hún var hörkudugleg var hún fljót að afla mikilla peninga, síðan var hún rokin út í heim. A þessum ferðalögum út um víða veröld ferð- aðist hún ein með bakpokann sinn, gisti á farfuglaheimilum og fannst frábært að fara á puttanum. Með þeim ferðamáta fannst henni hún kynnast fólkinu betur og ná beinu sambandi við landið. Þegar pening- amir voru búnir fékk hún sér iðu- háskólanum í Hall- ingdal í Noregi 1963 og lauk síðar leiðsögumanns prófi. Sonja var í mörg ár farand- verkamaður við sfldarvinnslu og beitingar. Síðan starfaði hún sem leiðsögumaður og stofnaði . fyrir nokkrum árum ferðaskrifstofuna Tröllaferðir og starfaði við hana til dauðadags. Útför Sonju fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í heimagraf- reit á Lækjamóti í Víðidal. lega vinnu í því landi þar sem hún var stödd. Vann hún þá kannski í þrjá mánuði, til að læra málið (tal- aði sjö tungumál) og kynnast landi og þjóð, síðan var hún aftur komin heim í sveitina, með fullt fangið af gjöfum. Alla mína bemsku voram við systumar á tyllidögum klæddar eftir nýjustu tísku í útlöndum. Það er of langt mál að rifja upp hér allt það sem Sonja gerði fyrir Lælga- mótsheimilið. Þær mamma voru miklar vinkonur og oft glatt á hjalla á mannmörgu heimili. Mömmu reyndist hún einstaklega vel í henn- ar löngu og erfiðu veikindum og okkur systranum gekk hún í móður- stað þegar þess þurfti mest. Þau störf sem Sonja vann um æv- ina vora ótrúlega fjölbreytt. Á Lækjamóti gekk hún í öll störf úti sem inni. Fyrir jólin fylltust allir dúnkar af smákökum og röndóttum tertum. Hún hafði gaman af góðum hestum, smalaði og var hrókur alls fagnaðar í göngum og öðram mannamótum því hún hafði einstak- lega gaman af því að spila á gítar og syngja. Sonja giftist aldrei en átti ágæta samferðamenn sem akkur var í að kynnast. I ferðum sínum erlendis vann hún meðal annars sem þerna á skemmti- ferðaskipi. í Kaupmannahöfn vann hún sem smurbrauðsdama og af- greiddi í minjagripaverslun í Tívolí í mörg sumur. I Englandi vann hún í GUÐBJÖRG DÚA JAKOBSDÓTTIR + Guðbjörg Jak- obsdóttir fædd- ist í Holti undir Eyjafjöllum 23. nóv- ember 1920. Hún lést 21. október síð- astiiðinn í Kaup- mannahöfn. For- eldrar hennar voru Jakob Ó. Lárusson, prestur, Pálssonar hómopata, f. 7.7. 1887, d. 17.9. 1937, og kona hans Sig- ríður Kjartansdótt- ir, Einarssonar prests í Holti, f. 6.2. 1885, d. 30.7. 1960. Systkini Guðbjargar: 1) Guðrún, f. 1914. 2) sveinbarn, f. 1915, d. 1915. 3) Kjartan, f. 1917, d. 1987. 4) Lár- us, f. 1918, d. 1953. 5) Kristín, f. 1919. 6) Ólafur, f. 1923, d. 1992. 7) Guðbrandur, f. 1924, d. 1993. 8) Ragnar, f. 1925, d. 1945. Guðbjörg giftist 1951 Palle Til era þeir sem ala aldur sinn fjarri fósturjörð eða fæðingarsveit en varðveita tungutak og menningu bernskuslóða betur en þeir sem aldrei fóru að heiman. Guðbjörg Jak- obsdóttir, sem í dag verður jarð- sungin frá Garrisonkirkju í Kaup- mannahöfn, var ein þeirra. Hún vai’ prestsdóttir frá Holti undir Eyja- fjöllum, en sr. Jakob faðir hennar Westerby, f. 1925, kaupsýslumanni í Danmörku. Dóttir Guðbjargar og Palle er Sirrí Kristine Westerby, f. 1952, félagsráð- gjafi. Maður hennar er Erling Jensen, f. 1952, óperusöngv- ari frá Noregi, og eru þau búsett í Kaupmannahöfn. Börn þeirra eru Nanna, f. 1984, og Thomas, f. 1987. Guðbjörg ólst upp í Holti fram að fermingu en flutti þá til Reykjavíkur. Hún nam hárgreiðslu og starfaði við þá iðn uns hún fluttist til Dan- merkur árið 1949 og bjó þar síðan. Útför Guðbjargar fer fram frá Garnison-kapellu í Kaup- mannahöfn í dag. var einnig fyrsti skólastjóri Héraðs- skólans á Laugarvatni. Móðir henn- ar, Sigríður, var af miklum presta- ættum. Dúa lærði ung hárgreiðslu, en fór til Danmerkur skömmu eftir seinna stríð að skoða heiminn og læra leikhúsförðun. Ekki hafði hún ætlað sér að ílengjast þar í landi, en örlög hennar réðust eitt kvöld á veit- ingaskálanum Laurits Betjent, þeg- MINNINGAR skóla íyrir munaðarlaus böm. Hér heima vildi hún aldrei fastráða sig, vildi geta farið til útlanda þegar það hentaði henni og ekki síður að geta farið til okkar systranna ef mamma væri lögð inn á sjúkrahús fyrirvara- laust. Hún tók af krafti þátt í sfldar- ævintýrinu og saltaði bæði á plön- um og úti á sjó. Ótal vetrarvertíðir vann hún við beitningu suður með sjó, aðallega í Sandgerði. Sonja skildi löngun unglingsins til að kynnast heiminum. Hún borgaði mína fyrstu utanlandsferð og ég vann með henni í Englandi og Kaupmannahöfn. Hún kenndi mér að beita og saman fóram við á vetr- arvertíð á Tálknafjörð, fyrst að beita og síðan sem hásetar á Tungu- fellið. Sonja var forkur til vinnu, óhemju úthaldsmikil, fljót og at- kvæðamikil á allan hátt. Hún var alltaf með lengstu setninguna á þeim bátum sem hún beitti fyrir. Ég er sannfærð um að á þessum tíma hafi hún verið með fljótustu beiting- armönnum á landinu. Landið, einkum náttúruöflin, hrikalegt landslag, mikfl veður og víðáttan, var henni einkar kært. Síð- asta tímabilið í lífi sínu vann Sonja við að sýna erlendum ferðamönnum ísland sem leiðsögumaður. Hún tók meirapróf til að geta verið bæði bfl- stjóri og leiðsögumaður í senn. Það var henni mikils virði að vera sjálfs sín herra og geta sldpulagt ferðimar sjálf og hagað ferðum eftir veðri og öðram aðstæðum. Á endanum keypti hún sér appelsínugula rútu og stofn- aði ferðaskrifstofuna Tröllaferðir. Með sínum geislandi persónuleika, sem var bæði krefjandi og gefandi, gerði hún ferðir fjölmargra útlend- inga um ísland að einstakri upplifun og uppskar ríkulega vináttu þeirra í staðinn. Sonja rak ferðaskrifstofu sína til síðasta dags, það var tákn- rænt fyrir hana að síðasta ferðin hét frjáls eins og fuglinn. Eftir að Sonja byrjaði í farar- stjóminni fluttist orkan meira hing- að heim, utanlandsferðir vora henni ekki jafn nauðsýnlegar og áður. Hún keypti íbúðina í Lambhól við Ægi- síðu þar sem hún bjó síðan. Síðustu árin hittumst við ekki mikið, en sam- bandið fólst aðallega í því að önnur hvor okkar hringdi og sagði t.d.: „Það er svo gott veður núna, eigum við ekki að skreppa eitthvað?" Síðan skelltum við okkur kannski á Lönguhlíð eða skoðuðum brimgarð- inn við suðurströndina, á skíði upp í Bláfjöll eða bara á gönguskíði héma niður við sjó. Þessar ferðir vora okk- ar danskur piltur, Palle Westerby, bankaði á öxl hennar og bauð henni upp í dans. Kynni þeirra entust lífið út eða nær hálfa öld. En þótt Guð- björg frá Holti breyttist í Dúu og loks fra Westerby var hún alltaf jafn rammíslensk í hugsun og talaði sama kjarnyrta málið og tíðkaðist undir Eyjafjöllum á þriðja áratugnum. Jafnframt tileinkaði hún sér það besta úr danskri menningu, var síles- andi og fylgdist vel með dönskum þjóðmálum, og þau hjón bæði. Dúa kunni margt að segja frá fólki sem hún kynntist á fyrstu Hafnarár- um sínum. Konum sem flæmst höfðu komungar frá Islandi vegna þess að þær höfðu átt böm utan hjónabands sem þær vora að baslast með. Menntamanni sem gefinn var fyrir gleðskap og kom til borgarinnar „með eina sæng og eina tönn“ en allt endaði vel þegar hann kynntist konu sem „dró hann upp úr dralludíki inn á rúmgóðan völl“ eins og Dúa orðaði það. Hefðarkonum eins og Björgu Þorláksson, fyrsta kvendoktornum okkar, og Effu Ólafsson, sem varð Dúu mjög náin. Sumir synda gegnum lífið, blindir á aðstæður annarra, en frá bams- aldri hafði Dúa næmt auga fyrir samferðamönnum sínum og um- hverfi. Lýsingar hennar á bænda- fólkinu sem hún kynntist í Holti voru óborganlegar. Á einum bænum var gömul kona sem hélt þeim foma þjóðarsið að tyggja allan mat ofan i barnabörnin sín fyrstu misserin. Þau voru fimm og varð engu þeirra meint af! Á öðrum bæ var kona sem átti hvert barnið af öðra. Hún minnkaði ekki við sig vinnu á meðgöngutíman- um. Ætti barnið að fæðast að sumri ur báðum mikils virði en samt liðu oft margir mánuðir þangað til við hittumst aftur. Þegar ég kveð Hiddu systur er mér efst í huga þakklæti. Sonja systir mín var ekki allra og það vora stundum mikil veður í hennar lífi. Og þótt líf hennar hafi í heild- ina verið farsælt komu málamiðl- anir sjaldnast til greina og eftir að ég fullorðnaðist varð mér ljóst að það eru takmörk fyrir því hvað ein- staklingi er hollt að vera sterkur og sjálfstæður. Sínu dauðastríði tók hún af miklu æðruleysi. Það háði hún heima hjá sér á Lambhól, aðhlynning og aðstoð góðra vina gerði það kleift. Stærstan hlut átti Ella systir, sem alltaf var nærri þegar á þurfti að halda. Nú þegar ég kveð Hiddu systur mína situr í huga mér mynd af henni akandi á appelsínugulu rútunni með mikla svarta hárið og það gustar af henni. Megi hún hvfla í friði. Anna Líndal. Sonja Hólm hafði til að bera eftirsóknarverðan eiginleika sem ekki er öllum gefinn. Hún var samkvæm sjálfri sér. Þannig kom meitlaður vilji hennar, ákveðni og áreiðanleiki, sem gerði hana einn af hæfustu leiðsögumönnum landsins, greinilega fram eftir að hún veiktist og vitað var að hverju dró. Henni datt ekki í hug að láta eigin erfiðar aðstæður verða ráðandi fyrir umhverfi sitt, vol og vfl var henni víðs fjarri. Það var ekki hægt að ímynda sér að þessi kona ætti aðeins nokkra daga ólifaða þegar hún brosti og jafnvel hló þannig að augun tindruðu þegar slegið var á létta strengi. Hugsunin um dauðann var víðs fjarri þrátt fyrir meðvitaða vitneskju um að enginn hefði lifað þennan sjúkdóm af. Ég trúði því meir að segja eitt augnablik að með viljastyrk sínum myndi Sonja Hólm sigrast á dauðanum. Það tókst henni ekki. En með æðraleysi sínu og baráttuvilja allt fram í andlátið kenndi hún okkur sem kynntumst henni og eftir lifum mikilvæga lexíu: Að óttast ekki dauðann. Og er það ekki á sinn hátt að sigrast á honum? Jón Baldur Þorbjörnsson. Kær vinkona okkar í áratugi, Sonja Hólm Ingimundardóttir, er látin langt um aldur fram. Hún bar við að hún væri úti að slá tún sitt með orfi og ljá allt þangað til hríðirn- ar neyddu hana til að fara inn í bæ- inn og leggjast á sæng. Tólf börn eignaðist hún, og kom svo hart niður í hvert einasta skipti að hún var nær dauða en lífi. En börnin fengu fisk og rófur á hverjum degi og urðu öll myndarfólk. Gestrisni var mikil á prestssetrinu í Holti. Þar á bæ var öllum gestum vel tekið. Ekki gerður munur á sýslu- manni og vinnustúlku. Varla leið svo nótt frá febrúar til maí að ekki væru næturgestir, sumir sárir og benjum hlaðnir. Skaftfellingar urðu að ganga heiman frá sér alla leið suður ef þeir ætluðu þangað, og aldrei var tekið neitt fyrir gistingu. Það var algjör undantekning þegar Sigurbjöm Ein- arsson, fátækur námsmaður úr Með- allandi, síðar biskup, skildi eftir krónu undir koddanum sínum. Dúa hlaut gestrisnina í arf. Marg- ur landinn gisti hjá henni, fyrst í Skindergade í Kaupmannahöfn þar sem varð að bjargast við útikamar, síðan í fögru húsi þeirra hjóna úti við Dýraskóg, nálægt Hjartarkeri þar sem Jónas Hallgrímsson einu sinni orti svo fallega um vináttuna. Dúa var trölltrygg þeim sem hún á annað borð tók ástfóstri við, og ættrækin mjög. Húsbóndinn, Westerby, tók ís- lensku gestunum af mestu þolin- mæði og umhyggju. Hann var sjálf- menntaður en fann upp vélar til hag- ræðingar við uppskera á korni sem hann seldi um allan heim, frá Ar- gentínu til Líbýu. Eitt sinn snæddi hann með hinum grimma Gaddafi, og var það uppspretta mikillai’ kátínu á heimilinu því erfitt væri að hugsa sér tvo ólíkari menn! Ein systir Palla fór virtist hraust og var full af lífs- krafti alla tíð og enginn kom kjark- laus né svartsýnn af hennar fundi, því slík var staðfesta hennar og bjartsýni að hún sá nánast aldreL hindranir á leiðinni að settu marki. Lífinu lifði hún eftir eigin höfði og hirti lítt um að fara troðnar slóðir, hafði ákveðnar skoðanir á flestum hlutum og ekki alltaf viðteknar. Hugsun hennar öll var einstaklega sjálfstæð, ábyrg og heiðarleg og aldrei mótuð af eigin hag, heldur hugsaði hún til fjöldans og hinna stærri hagsmuna. Fróðleiksþorsti hennar var óslökkvandi og okkur fannst hún lengi framan af fyrst og fremst vinna til að geta ferðast og kannað nýjar slóðir og lært ný tungumál. Áhugi hennar á íslandi ’ var þó engu minni og gerðist hún afar fróð um land og leiðir. Það var því rökrétt framhald, að hún menntaði sig til að verða leið- sögumaður fyrir ferðamenn, sem vildu fræðast um land og þjóð, og hafði hún mikla ánægju af því starfi. Til að geta betur sinnt því tók hún rútupróf og var síðan bæði bflstjóri og leiðsögumaður. Síðar keypti hún eigin rútu og gerði út, en sjálfsagt era ekki margar konur sem brotist hafa áfram í þeirri hefðbundnu karla- grein. Ekki var það í eina skiptið sem hún braut niður múra milli kynbundinna hlutverka í atvinnulífi og var í þeim skilningi brautryðj- andi. Sonja var afskaplega góður og einlægur vinur og þótt fundum fækkaði nokkuð, eftir því sem árin liðu, þá var alltaf hátíð þegar við hittum hana. Það var ágætt að láta hana stilla svolítið í sér áttavitann, sérstaklega var hún lagin við að minna okkur á, að láta ekki smá- muni villa okkur sýn, en halda stefnunni stöðugri á það sem máli skipti. Nú á vordögum, þegar undirbún- ingur fyrir hálendisferðir stóð serfr • hæst, fékk hún að vita að ferðalag hennar hér á jörð yrði ekki miklu lengra. I samtölum okkar við hana var ekkert að finna annað en kjark og æðraleysi gagnvart grimmum örlögum og var sú afstaða mjög í ætt við annað hjá þessari merku vinkonu okkar. Nú er hafin hennar síðasta ferð og er ekki vafi að hún mun kanna nýja heima af jafnmikilli ánægju og þennan. Við söknum sárt góðrar vinkonu og þökkum samverana. Þrúður og Inga. kornung til Parísar og var lengi ofur-^r fyrirsæta þar og síðar í Bandaríkj- unum. Dúa var ein af stofnendum svo- nefndra kvennakvölda í Kaupmanna- höfn um miðjan áttunda áratuginn, en þar hittust íslenskar konur, sem höfðu sest að í Danmörku, og gera enn. Eft- ir kvennafrídaginn fræga 1975 buðu þær einni af forkólfunum, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, til Hafnar og tókst mikil vinátta með þeim Dúu, enda lífs- sýn þeirra svipuð um margt. Besta vinkona hennar mun þó hafa verið Nanna Ólafsdóttir sagnfræðingur. Þær vora systur í andanum. Erlend áhrif úr mörgum áttum hafa flætt eins og holskefla yfir ísland und- anfarin ár. Mörg getum við tekið tify - okkar orð ung skálds (úr Stúdenta- blaðinu síðan í vor): „Sál þín sundur- tætt, samin að alþjóðlegum srnekk." En þau eiga ekki við hana Dúu. Hún var heimsborgari með sterka rót í ís- lenskri bændamenningu, minnisstæð öllum sem henni kynntust. Ég sendi Palla Westerby, Erling og Sirrý og þeirra efnilegu börnum, Tómasi og Nönnu, mínar einlægustu samúðarkveðjur. Sjálf hef ég mikið misst. Mér finnst við hæfi að Ijúka þessum línum á sögu sem Dúa sagði mér sjálf um einn bræðra sinna, en þeir urðu flestir skammlífir og^, syrgði hún þá mjög. Hann var að byggja hús í Reykja- vík fyrir móður þeirra, sem orðin var ekkja. Á yndislegu kvöldi snemma sumars var hann að horfa á sólarlag- ið og sagði: „Sjáið þessa himnarflds- dýrð. Það að deyja er eins og að fara úr gömlum fótum í ný.“ Næsta kvöld var hann látinn. ^ Inga Huld Hákonardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.