Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 25 Tsjekov, Pedersen og vaxtarbroddur leikhússins LEIKLIST IV e in e n dalcikliúsið IVANOV eftir Anton Tsjekliov. íslensk þýðing: Geir Kristjánsson. Leikgerð: Guðjón Pedersen og Hafliði Arngrímsson. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Leikar- ar: Egill Heiðar Anton Pálsson, Hin- rik Hoe Haraldsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Kjartan Guðjónsson (gestaleikari), Laufey Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Karl Stefánsson. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýs- ing og tækni: Egill Ingibergsson. Lindarbæ 26. október. GUÐJÓN Pedersen og samstarfs- menn hans hafa undanfarinn áratug starfað ötullega að því að koma verkum Antons Tsjekhovs á fram- færi hér á landi, bæði með sviðsetn- ingum og leiklestrum. Tíu ár eru einmitt liðin frá því að Frú Emilía stóð fyrh' leiklestrum á fjórum verk- um Tsjekhovs á Listasafni íslands og ljúft er að minnast bráðskemmti- legrar uppfærslu á Kirsuberjagarð- inum á vegum sama leikhúss í Loft- kastalanum fyrir nokkrum árum. Það er því viðeigandi að Nemenda- leikhúsið fái Guðjón til liðs við sig við að setja upp leikrit eftir þennan rússneska meistara leikritunar. Ivanov, verkið sem Nemendaleik- húsið frumsýndi síðastliðið mánu- dagskvöld í Lindarbæ, er frá árinu 1887 og var það fyrsta verk Tsjek- hovs sem „sló í gegn“. Þeir Guðjón Pedersen og Hafliði Arngrímsson hafa gert nýja leikgerð af verkinu eftir þýðingu Geirs Kristjánssonar, sniðna að þörfum Nemandaleikhúss- ins. Verkið ber mörg kunn höfund- areinkenni Tsjekhovs og leikstjór- inn dregur fram og undirstrikar hina kómísku þætti þess þótt efnið sé í grunninn hannrænt. Hér segir af Ivanov (Egill Heiðar Anton Páls- son) sem berst fyrirfram tapaðri baráttu við eigin sálarsorta; dauð- sjúkri konu hans Önnu (Laufey Brá Jónsdóttir); frænda hennar Sja- belskí greifa (Stefán Karl Stefáns- son) sem á við áfengis- og fjárhags- vandræði að stríða; Lvov lækni (Hinrik Hoe Haraldsson) sem stagl- ast á eigin heiðarleika og annarra brestum og Borkin, ráðsmanni Ivanovs (Rúnar Freyr Gíslason), sem hefur öll spjót úti til að ná í skjótfenginn gróða. Einnig koma við sögu hjónin Lébedév (Kjartan Guð- jónsson) og hin níska Zianita (Jó- hanna Vigdís Arnardóttir), ung og hrifnæm dóttir þeirra Sasja (Nanna Kristín Magnúsdóttir) og káta ekkj- an Babakína (María Pálsdóttir). Hinn átta manna hópur nemenda- leikhússins er bæði fríður og föngu- legur og gefur ágæt fyrirheit um framtíðina og hafa nokkrir nemend- anna þegar tekið þátt í uppfærslum atvinnuleikhúsa og -hópa. Sýningin á Ivanov er lífleg og orka og kraftur einkennir hópinn sem heild. Einna best naut hópurinn sín þegar kó- míkin réð ríkjum en jafnframt kom reynsluleysið berast í ljós í þeim at- riðum þar sem dramatíkin tók yfir, til að mynda við tjáningu á örvænt- ingu sem margar persónanna glíma við. Egill H.A. Pálsson fer með titil- hlutverkið, sem er vafalaust erfið- asta hlutverk leikritsins. Það krefst mikils fjölbreytileika í túlkun, per- sónan einkennist af skapsveiflum sem spanna allt frá umhyggju og kæti til þunglyndis og dýpstu ör- væntingar. I raun er hér um mjög þversagnakennda persónulýsingu að ræða og áhorfandinn sveiflast sífellt frá meðaumkvun til fyrirlitningai- á honum. Egill náði vel utan um per- sónuna, sérstaklega framan af, en átti stundum í dálitlum vandræðum með dekkiá hliðar hennar. Rúnar Freyr skapaði skemmtileg- an karakter í hlutverki Borkins ráðs- manns. Hann var slægur, ýtinn og fylginn sér og hafði sterka nærveru á sviðinu. Sama má segja um Maríu Pálsdóttur, sem iðaði af fjöri í hlut- verki Babakínu og virðist gott efni í gamanleikkonu. Laufey Brá vann vel úr harmrænu hlutverki hinnar berklaveiku, sviknu eiginkonu Ivanovs. Hún var sú af hópnum sem virtist hafa einna best tök á drama- tíkinni - enda er hlutverk Önnu vel til dramatískrar túlkunar fallið. Hin- rik Hoe og Stefán Karl sköpuðu skemmtilegar andstæður í hlutverk- um læknisins og greifans; sá fyrr- nefndi fínlegur og hikandi, þrátt fyr- ir ofvaxið sjálfsálit og almenna fyiir- litningu í garð annan-a; hinn síðar- nefndi grófur, stórkarlalegur og vit- grannur. Jóhanna Vigdís var skemmtileg í hlutverki aurapúkans Zianitu, hún hefur blæbrigðaríkt andlit sem hún notaði vel til þögullar túlkunar. Nanna Kiistín lék dóttur hennar á sannfærandi máta, var hæfilega barnaleg og eigingjörn framan af og sýndi á skemmtilegan hátt skapsveiflur hennar í síðasta hluta verksins þegar málin þróast á aðra leið en hún óskar. Gestaleikarinn Kjartan Guðjóns- son fór á kostum í hlutverki Lébedé- vs, hins kúgaða eiginmanns Zianitu. Kjartan er sífellt að bæta sig sem gamanleikari og var virkilega gam- an að fylgjast með óborganlegum svipbrigðum hans og töktum. Guð- jón Pedersen bætir hér einni rós i hnappagatið með stjórn sinni á þess- ari sýningu. Hún ber „höfundarein- kenni“ Guðjóns, bráðskemmtilegar sviðsetningar í anda absúrdismans eru sem krydd í sýningunni en fara aldrei yfir strikið. Búningar Helgu I. Stefánsdóttur eru flotth' og sviðs- myndin vel úthugsuð í takmarkað lými Lindarbæjar. Lýsing Egils Ingibergssonar setti oft á tíðum dulúðugan blæ á sviðið og léku ljós og skuggar vel með annarri umgjörð sýningarinnar. Þetta er sýning fyrir þá sem unna klassísku leikhúsi og einnig hina sem fylgjast vilja með vaxtarbroddi íslensks leikhúss. Soffía Auður Birgisdóttir Sturtuklefar Ilö sturtuklefamir eru fáanlegir í mörgum stærðum og gerðum, úr plasti eða öryggisgleri. Ifö sturtuklefamir em trúlega þeir vönduðustu á markaðnum í dag. Ifö sænsk gæðavara. Ifö ÍSLENSKI dansflokkurinn gengst fyrir dansverkasam- keppni í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Átta danshöfundar eiga verk í keppninni: Guð- mundur Helgason, Jóhann Freyr Björgvinsson, Lára Stef- ánsdóttir, Margrét Gísladóttir, Nadia Banine, Ólöf Ingólfsdótt- ir, Ragna Sara Jónsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú bestu verkin, að mati dóm- nefndar. Þetta er í fyrsta sinn sem dansverkasamkeppni er haldin hér á landi en markmiðið er að veita íslenskum danshöfundum tækifæri til að þróa list sína, bæði þeim sem þegar hafa skapað sér nafn og eins ungum og upprennandi höfundum sem lítið hafa spreytt sig til þessa. Að sögn Valgeirs Valdimars- sonar, framkvæmdastjóra Is- lenska dansflokksins, er vonast til að keppnin verði til að auka framboð á skemmtilegum ís- lenskum dansverkum og að hún verði framvegis árlegur við- burður. í dómnefnd sitja Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, Örn Guðmundsson, skólastjóri Listdansskóla Islands, Steven Sheriff, ballettkennari og fyrrverandi dansari, Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld. Landsbanki Islands er helsti Morgunblaðið/Árni Sæberg SEX AF höfundunum sem eiga verk í keppninni í kvöld. samstarfsaðili Dansflokksins vegna keppninnar og veitir 1. og 2. verðlaun, 150 þúsund krónur og 100 þúsund krónur. VISA-Island veitir þriðju verð- laun, 50 þúsund krónur. Dansverkasamkeppni í Borgarleikhúsinu LISE EN flLM Af JACOB GRDNLYKXE HJARTA LJOSSINS Fyrsta myndin sem gerð er á Grænlensku. ★ ★★★ Aktuelt ★ ★★★ Politiken ★ ★★★ Extra Bladet 3Éyr- IMORRÆN KVIKMYNDAh KÓLABÍÓI 23. OKT. - 2. N Einnig eru sýndar á hátíðinni Barbara eftir Nils Malros ng Dansinn eftir Ágúst Guðmundsso mwlRHIUHR’ “■ • fiASMUSirSEflTff tL* VlVlMUftl 1-æ. IWMiniHÍH MSfUSí wtV>4 HNKW íMUi '■■!. mu.uKIM» »HL!H8IM!l« /. imm> iUSH •- «wnu»,na .*»<«>« mirmm » uíc* umno i, tuu tmi í. miadiiuiisrtuiB MUHKtraoi ittitttitr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.