Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Y fírskattanefnd Viðbrögð landsmanna við Degi dagbókarinnar 15. október hafa verið góð Biðlisti kærumála styttist RÚMLEGA 500 kærumál bíða nú afgreiðslu yfírskattanefndar en á sama tíma í fyrra voru um 670 kærumál óafgreidd. Fyrir þremur árum biðu 950 mál og fyrir fjói'um árum 1300. Stefnt er að því að á fyrri hiuta næsta árs verði mál komið í það horf að kærumál verði afgreidd innan lögboðinna tíma- marka. Síðastliðið vor gerði Alþingi breytingar á lögum um yfírskatta- nefnd og var þá kærufrestur lengd- ur úr einum mánuði í þrjá og frest- ur nefndarinnar til að kveða upp úr- skurði var lengdur úr þremur mán- uðum í sex. í kjölfarið var gerður samningur milli fjármálaráðuneyt- isins og yfirskattanefndar um sér- staka fjárveitingu til tímabundinnar ráðningar tveggja sérfræðinga til að draga úr fjölda óafgreiddra mála. „Það er ennþá verið að vinna upp eftirhreytur fyrri tíma,“ segir Ólaf- ur Ólafsson, formaður skattanefnd- ar. „Á undanförnum árum hafa kærur verið flestar á tímabilinu október til janúar. Þá hefur komið til okkar um helmingur af öllum málum sem berast. Með lengingu kærufrestsins er hugsanlegt að þetta dreifist yfir lengri tíma og öðrum þræði var það tilgangur lagabreytingarinnar.“ Ólafur segir að ekki hafi verið ákveðið hversu lengi sérfræðing- amir tveir muni starfa hjá nefnd- inni. Samtals starfa hjá henni sautján manns. Til yfirskattanefndar berast allar kærur vegna úrskurða skattstjóra og ríkisskattstjóra. --------------- Fjárskaði í Eyja- og Mikla- holtshreppi Búðardal. Morgunbladið. FJÁRSKAÐI varð í Eyja-og Mikla- holtshreppi síðastliðinn fimmtudag, þegar veturinn gekk í garð á Snæ- fellsnesinu. Bændur uggðu ekki að sér og fæstir höfðu tekið fé í hús, þegar bylur skall á. Þegar veðrinu slotaði snemma á föstudagsmorgun, var farið að leita að fénu. Að sögn Guðbjarts Gunnarssonar bónda á Hjarðarfelli var leitað allan daginn og fundust þá tuttugu kind- ur lifandi en sjö dauðar sem höfðu grafist í fönn og troðist undir. Enn er ekki allt féð komið í leitimar þar. Á Minni-Borg er Sigurbjörn Magnússon nýbyrjaður búskap, en hann missti átta ær og þurfti að lóga tveimur eftir dýrbít. Þar eru enn ófundnar tíu ær. Fé tapaðist einnig á Miðhrauni, Miklaholti og víðar. ----------------- Bílvelta við Miklaholtssel SMÁJEPPI með tvo innanborðs fór út af veginum við Miklaholtssel í Eyja- og Miklaholtshreppi á mánu- dagskvöld og valt. Hvorki ökumann né farþega sakaði, en báðir voru í bílbeltum. Bifreiðin var óökufær á eftir. Mikil hálka er á þessum slóð- um og hvetur lögreglan í Stykkis- hólmi vegfarendur til að fara var- lega. Yfír fjögur þúsund manns skrifuðu dag’bók Viðbrögð landsmanna við Degi dagbókarinnar 15. október sl. hafa verið góð. Þjóðminjasafninu hafa þegar borist yfir fjögur þúsund dagbækur dagsins og vitað er um enn fleiri dagbækur sem eru á leiðinni. Þá hafa um fimmtíu manns komið með handrit sín og gamlar og nýjar dagbækur til varðveislu á handritadeild Landsbóka- safnsins. Aðstandendur átaksins eru ánægðir með viðtökurnar og benda á að enn sé tími til að skila inn gögnum. KÁRI Bjarnason og Sigurður Gylfi Magnússon glugga í dagbækur sem borist hafa handritadeild Landsbókasafnsins. IGÆR vaknaði ég klukkan sjö, eins og venjulega, til að fara í skólann. Ég klæddi mig og greiddi mér, svo fór ég að borða, tannburstaði mig og spurði eftir vinkonu minni sem heitir Þórhildur. Svo löbbuðum við saman heim til Bimu sem er líka vinkona okkar.“ Þannig hljóða fyrstu línurnar í dag- bók ungrar stúlku sem skrifaði dag- bók í einn dag í tilefni af Degi dag- bókarinnar hinn 15. október sl. Markmið dagsins var m.a. sköpun og söfnun persónulegra heimilda fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar og voru landsmenn hvattir annars vegar til þess að halda dagbók þennan sama dag og skila til þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins og hins vegar til þess að draga upp gamlar og nýjar dagbækur eða per- sónulegar heimildir og skila til handritadeildar Landsbókasafnsins. Hægt var, og er reyndar enn, að koma dagbókunum og öðrum gögn- um til Landsbókasafnsins eða Þjóð- minjasafns með pósti, sendanda að kostnaðarlausu, en einnig gafst les- endum Morgunblaðsvefjarins kost- ur á að skrifa dagbækur sínar inn á Netið dagana 15. og 16. október. Dagbókarskrifarar gátu sjálfir ákveðið hvort skrifin birtust á Net- inu eða ekki en stefnt er að því að þau verði varðveitt í Þjóðminjasafn- inu. Um 150 manns skrifuðu dagbók á Netið og þar á meðal stúlkan sem áður var vitnað til. Talsmenn átaksins benda á, í samtali við Morgunblaðið, að söfn- unin miði ekki síður að því að vekja almenning til umhugsunar um gildi hinna persónulegu heimilda í sögu þjóðarinnar. í því sambandi segja þeir að dagbækur og bréf geti í framtíðinni gefið góða mynd af því hvemig hinn venjulegi maður hefur plumað sig í lífinu. Dagbókin sem áður var getið um mun til dæmis gefa ákveðna sýn inn í veruleika ungrar stúlku nú til dags, ungrar stúlku sem segir frá stærðfræði- prófinu í skólanum, fiðlutímanum klukkan hálffjögur, kórnum klukk- an fimm og sundæfingunni klukkan sex. Að hún hafi fengið „steiktan fisk í matinn með kornflögum í stað- inn fyrir rasp“ um kvöldið og að Morgunblaðið/Ásdís HALLGERÐUR Gísladóttir og Sigurborg Hilmarsdóttir frá þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins segja að yfir 4.000 dagbækur hafi borist til safnsins vegna Dags dagbókarinnar. Lækjarkinn — Hafnarfirði 2ja—3ja herb. íbúð með bílskúr nýkomin til sölu. íbúðin er á jarðhæð, 69,1 fm og 23 fm bílskúr, byggt 1967. Allt sér og í góðu ástandi. Ekkert áhvílandi. Laus strax. Verð 6,3 millj. Ámi Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. þegar degi tók að halla hafi hún sofnað vært eftir „erfiðan dag“. Konur í meirihluta I framkvæmdanefnd átaksins um söfnun dagbóka og annarra persónulegra gagna sitja þau Kári Bjarnason á handritadeild Lands- bókasafnsins, Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur, Sigur- borg Hilmarsdóttir og Hallgerður Gísladóttir frá þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins og Gunnar Her- sveinn blaðamaður á Morgunblað- inu. Þær Sigurborg og Hallgerður frá þjóðháttadeild sáu um að taka á móti dagbókum frá 15. október og segjast þær í sjöunda himni yfir þeim góðu viðbrögðum og mikla áhuga sem almenningur hafi sýnt á Degi dagbókarinnar. „Augljóst er að dagurinn hefur orðið mörgum tilefni til að skoða líf sitt út frá nýju sjónarmiði og að velta fyrir sér gildi persónulegrar tjáningar og persónulegra heimilda í víðu sam- hengi,“ segja þær. Þær segja að fljótt á litið virðist sem einstaklingar úr yngri og eldri kynslóðinni hafi verið hvað dugleg- astir við að senda inn dagbókar- skrif sín en jafnframt virðist þeim sem konur séu í meirihluta þeirra sem sent hafi inn dagbækur. Þá segja þær að skólar landsins, bæði grunnskólar og framhaldsskólar hafi bragðist ákaflega vel við og að mikið af því sem hafi komið frá skólunum hafi verið sérlega fallega unnið. „Til dæmis fengum við dag- bækur frá einum 7 ára bekk þar sem allir höfðu skreytt dagbókina sína með mynd sem hét „Ég í dags- ins önn“.“ Þá segja þær að margt skemmtilegt hafi komið fram í dag- bókum framhaldsskólanema. Til dæmis væra margir að velta fyiár sér sögunni og hugsa til þeirra manna sem muni lesa dagbók þeirra eftir hundrað ár. Sigurborg og Hallgerður leggja ennfremur áherslu á að ekki sé of seint að senda inn dagbók dagsins og segja að þó að yfir fjögur þús- und dagbækur hafi þegar borist viti þær um fjölmargar sem enn eigi eftir að senda, til dæmis frá fjölmennum skólum. Þakkir til þeirra sem lögðu hönd á plóg Kári Bjarnason hefur séð um að taka á móti gömlum dagbókum og öðram persónulegum gögnum á handritadeild Landsbókasafnsins frá því að átakið hófst 15. október sl. Segir hann að frá þeim tíma hafi um 50 manns fært handritadeild- inni ýmis persónuleg gögn og bæt- ir því við að í 150 ára sögu hand- ritadeildarinnar hafi aðeins varð- veist 3 dagbækur. Á Degi dagbók- arinnar hafi þeim hins vegar fjölg- að um 250% því þann dag hafi 8 dagbækur frá 19. og 20. öld bæst við safnið. Sigurður Gylfi bætir við að fjöl- margir hafi haft samband og spurst fyrir um söfnunina. „Til dæmis hafði 52 ára gömul kona samband og spurði hvort við hefð- um áhuga á öllum þeim bréfum sem hún hefði fengið frá því að hún var tíu ára. Eftir samtalið ákvað hún að koma með bréfin sem fylla hátt í 20 möppur,“ segir Sigurður Gylfi. Hann ítrekar að menn geti sett hvaða kvaðir sem þeir vilja um varðveislu gagnanna. Til dæmis um að þau verði innsigluð næstu hundrað árin. Kári kveðst hafa vitað það fyrir að fjöldi fólks hér á landi héldi dag- bækur eða hefði gamlar dagbækur undir sínum höndum. Hann og Sig- urður Gylfi vora þó sammála um að þessi söfnun hefði komið róti á huga fólks og ýtt á að það komi slíkum gögnum fyrir á handrita- deild í stað þess að henda þeim eða leyfa þeim að morkna uppi á háa- lofti. Að síðustu vilja aðstandendur átaksins koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sent hafí inn dagbækur eða önnur gögn og lagt hönd á plóginn í þessu átaki. Nefna þau í þessu sambandi íslandspóst, Mál og menningu, Morgunblaðið og Björn Bjarnason menntamála- ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.