Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 44
^44 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR SVEINSSON frá Fáskrúðsfirði, Skólabraut 1, Mosfellsbæ, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 23. október, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, föstudaginn 30. október kl. 13.30. Guðrún Þorvaldsdóttir, Bjarni Jóhannsson, Hreinn Þorvaldsson, Guðrún Sigurborg Jónasdóttir, Ragnar Þorvaldsson, Þóra Gunnarsdóttir, Jóna Þorvaldsdóttir, Eiríkur Grétar Sigurjónsson, Magnús Þorvaldsson, Katrín Hjartardóttir, Sveinn R. Ingason, Halldóra K. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn hins látna. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, MATTHÍAS ÓLAFSSON málari, Austurbrún 6 í Reykjavík. lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 16. október. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Ólafur Matthíasson, Bergljót H. Hreinsdóttir, Dagbjört O. Matthíasdóttir, Juergen Schwarze, Hlíf Matthíasdóttir, Skúli Sigurðsson, Lilja H. Matthíasdóttir, Arnór Sigurvinsson og börn. TEITUR BJÖRNSSON fv. oddviti og bóndi, Brún, Reykjadal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 26. okt. sl. Útför hans fer fram frá Einarsstaðakirkju laugar- daginn 31. október kl. 14.00. Elín Aradóttir, Björm Teitsson, Anna G. Thorarensen, Ari Teitsson, Elín Magnúsdóttir, Erlingur Teitsson, Sigurlaug Svavarsdóttir, Sigríður Teitsdóttir, Eggert Hauksson, Helga Teitsdóttir, Jón Hermannsson, Ingvar Teitsson, Helen Teitsson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar, HERA NEWTON, sem andaðist á heimili sinu Garðatorgi 7, Garðabæ, þriðjudaginn 20. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 29. október kl. 15. Stanley Páll Pálsson, Sigríður Rut Stanleysdóttir, Hólmar Ólafsson, Áslaug Líf Stanleysdóttir, Sif Stanleysdóttir, Axel Örn Ársælsson og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs fööur, tengda- föður, afa og langafa, TÓMASAR JÓNSSONAR frá Norður-Hvammi, Mýrdal, fyrrum bátsmanni á Karlsefni. Þórunn Tómasdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Tómas Jónsson, R. Hilmar Júlíusson, Jónína Steinunn Jónsdóttir, Karen Júlía Júlíusdóttir, Ásta Ragnheiður Júlíusdóttir, Þórunn Brynja Júlíusdóttir og langafabörn. JÓN ÓSKAR fyrir samstarfið fyrr á árum og samfylgdina alla þessa löngu leið sem er svo ósköp stutt þegar á allt er litið. Við hjónin sendum Kristínu, Unu Margréti og öðrum vandamönnum Jóns Oskars hugheilar samúðar- kveðjur. Hann var drengur góður. Einar Bragi. Ég er meðal ykkar. Og ég horfi á mig, þar sem ég stend í dyrunum. (J.Ó.) A Akranesi snemma árs 1933, að mig minnir, urðu fyrstu fundir og orðaskipti Jóns Oskars Asmunds- sonar, þá ellefu ára, og mín, sex ára að aldri. Lítt sáum við hvor til ann- ars næstu ár, en kunnugur varð ég Gísla, bróður hans, jafnaldra mín- um, og í bókasafninu uppi á lofti í gamla barnaskólanum afgreiddi systir hans. Um áramótin 1939^0 fór Jón Oskar að búa sig undir gagnfræðapróf í Reykjavík og hafði þá verið hálfan annan vetur í Flens- borgarskóla, og um leið hóf ég nám í borginni. Bjó Jón Óskar hjá frændfólki sínu á horni Klappar- stígs og Lindargötu, en ég á horni Smiðjustígs og Lindargötu hjá móð- ursystur minni. Sáum við þá hvor til ferða annars. Það var þó ekki fyrr en tveimur árum síðar, veturinn 1942^43, að með okkur tókust eigin- leg kynni og þá á fundum í Æsku- lýðsfylkingunni, þótt Jón Óskar yrði ekki félagsmaður hennar, las hann stundum upp, (en einn helsti for- ystumaður ungra sósíalista undan- farandi ár hafði verið Stefán Magn- ússon, er síðar varð mágur hans). Áttum við sameiginlegt hugðarefni þar sem voru ritverk, annar þó aðal- lega í bundnu máli, en hinn í óbundnu. Var Jón Óskar þá farinn að yrkja og setja saman smásögur. Eina þeirra hafði hann lesið upp í útvarp í september 1941 og í þeim mánuði fengið aðra birta í Þjóðólfí. I fjögur ár, allt frá 1938, veturinn er hann var á héraðsskólanum í Reykholti, hafði Jón Óskar þá spreytt sig á yrkingum. Þann vetur hafði hann lært „flest kvæðin í Lestrarbók Nordals utan að“. (F.S. 19.) Og samantektir hafði hann birt í nemendablaði Flensborgarskóla. Af tilburðum hans hafði Hannes Sigfússon spumir og braut upp á kynnum við hann, kynnum, sem urðu eins konar tímamót í ævi Jóns Óskars. Kom Hannes honum í kunningsskap við unga rithöfunda, þeirra á meðal Jón úr Vör, Ólaf Jó- hann Sigurðsson, Jón Dan, Helga Sæmundsson, Jóhannes Steinsson og, að ég held, Elías Mar. Mynduðu þeir veturinn 1940-41 Félag ungra rithöfunda. Við nám í Tónlistarskólanum var Jón Óskar frá hausti 1942 fram á vor 1945. Nam hann píanóleik, og varð að auki mjög fróður um tónlist. Meðfram náminu vann hann hjá hemum, í Vífilfelli við lögun coca- cola (ásamt Jóni Dan), að innheimtu fyrir Sælgætisgerðina Freyju og meira að segja við sölu varnings úti á landi, en síðla árs 1942 varð hann næturvörður í sjálfvirku símstöð- inni og allt til 1945, frá kl. 10 að kvöldi til kl. 8 að morgni, og „orti í stóra þykka stflabók mörg ljóð í til- raunastfl þar til bókin var fullskrif- uð að kalla“. (H.s. 34-35.) Sér til framfærslu, eftir að næturvörslunni lauk, spilaði hann í danshljómsveit, aðallega Karls Jónatanssonar í skemmtigarðinum Tivoli og vann að þýðingum. Fyrsta þýðing Jóns Óskars var ævisaga Óskars Wilde eftir Hesketh Pearson, síðari hluti henn- ar, (en fyrri hlutann þýddi ég), og var sú þýðing gerð fyrir Helgafell, og þá þýðingu vann hann 1947-48. Næst tók hann til við ljóðaþýðingar, aðallega úr frönsku, ásamt Sigfúsi Daðasyni, og birtu þeir þær undir stöfunum JOSD. Og 1949 hóf Jón Óskar þýðingu Plágunnar eftir Camus fyrir Mál og menningu, og lauk hann þeirri þýðingu 1951. Skáldsöguna þýddi hann úr frönsku, en bar frumgerð sína sam- an við þýðingar hennar yfir á sænsku og ensku. Ár þessi leit Jón Óskar án efa þýðingar sínar fremur sem ritæf- ingar en launavinnu. Og jafnframt þeim lagði hann sig eftir tungumál- um, að miklu leyti í sjálfsnámi. Hann var 1945 orðinn vel læs á sænsku og ensku, og var þá tekinn að læra frönsku, sem varð honum hugleiknust tungumála. Á ítölsku varð hann næst læs, og nokkra stund lagði hann síðan á spænsku. Og sér til gamans gutlaði hann að- eins í fom-grísku. Fyrsta bók Jóns Óskars, Mitt andlit og þitt, smásagnasafn, kom út 1952 og ári síðar, 1953, fyrsta ljóðabók hans, Skrifað í vindinn. Og síðan í fjóra áratugi kom frá honum bók á eins eða fárra ára fresti. Frá miðjum sjötta áratugnum var hann einn hinna virtu, ef ekki dáðu, rit- höfunda landsins. Frá lífí og starfí íslenskra rithöfunda, einkum af „yngri“ kynslóðinni, frá styrjaldar- ámnum til loka áttunda áratugar- ins, sagði Jón Óskar í fjóram minn- ingarbókum, af ríkri tilfinningu og nærfæmi. Þótt kaflar hverrar og einnar séu misjafnir að gæðum (og sumir ekki yfir smámunasemi hafn- ir) mun sá þáttur í menningarlífi landsins á líðandi öld ósennilega vera annars staðar betur varðveitt- ur. Haraldur Jóhannsson. Við kynntumst Jóni Óskari fljót- lega eftir að við komum heim frá námi í útlöndum 1952 og hrifumst af sögum hans og kvæðum sem hann var að byrja að gefa út um þessar mundir. Bæði var form þeirra ný- stárlegt en ekki síður boðskapurinn sem logaði af samúð með þeim sem máttu sín minna víðsvegar um heiminn. Tæplega hefði Jóni þótt réttlætanlegt að skilja þetta tvennt að - formið og boðskapinn - því að hann hugsaði skýrt og talaði ljóst bæði í verkum sínum og samræð- um. Hann gat verið snöggur upp á lagið en var ætíð raunsær og hrein- lyndur öll árin sem við þekktum hann og spönnuðu hálfa öld. Við þykjumst muna að kynni okk- ar hafi byrjað þegar Birtingur var í deiglunni og fór síðan að koma út á gamalgrónum bókmenntamarkaði Islendinga og tiltölulega nýjum sýn- ingarvettvangi myndlistarinnar. Einar Bragi var stofnandi Birtings en gekk síðan í félag við rithöfunda og myndlistarmenn af yngri kyn- slóðinni til að breikka gi-undvöll ritsins. Þarna sátu í ritstjórninni Einar Bragi, Hörður Ágústsson, Thór Vilhjálmsson, Geir Kristjáns- son og Jón Óskar sem átti feril að baki sem stofnfélagi í hinum „dular- fullu“ samtökum ungra skálda. Auk þess var tónlistin honum hugleikin. Á stríðsáranum nam Jón píanóleik í Tónlistarskólanum og iðkaði hann síðan sér til lífsuppeldis og sálubót- ar. Áhrifin frá tónlistinni smugu inn í ljóðin og efldu textann. Þetta fannst okkur eitt höfundareinkenna Jóns Óskars. Nóttin á herðum okkar - ljóða- safnið sem kom út 1958 - sýnir glöggt að hann fylgdist náið með sviptingum og átökum þessara ára. Þetta var einkar fögur og sérkenni- leg bók með teikningum Kristjáns Davíðssonar, ein af merkilegustu útgáfum sem Ragnar í Smára hleypti af stokkunum á þessum tíma. Einn dag er regnið fellur mun þjóð mín koma til mín og segja manstu barn mitt þann dag er regnið streymdi um herðar þér og augu og skýrði þig og landið til dýrðar nýjum vonum þann dag er klukkur slógu ó manstu að þú horfðir á regnið eins og spegil sem speglar þig og landið í kristaltærum dropum þann dag er lúðrar gullu með frelsishljóm, ó, manstu þann dag er regnið streymdi og regnið varð þinn spegill og regnið varð þitt sólskin um herðar þér og augu þann dag er landið hvíta varð frjálst í regnsins örmum og gleðin tók í hönd þér í sólskinsörmum regnsins. Einn dag er regnið fellur mun þjóð mín koma til mín einn dag er regnið fellur. _ (Vorkvæði um Island 1954) Jón Óskar vann fljótlega trúnað þeirra sem kynntust honum. Við hittumst stundum yfir tebolla enda var hann enginn kaffisvelgur eins og þorri íslendinga. Hann var við- kvæmur maður. Ekki leið á löngu áður en við ákváðum að treysta honum fyiúr þvi að kenna ungum syni okkar á hljóðfæri. Vel fór á með kennara og nemanda og sam- verustundimar urðu nokkuð marg- ar. Jón Óskar átti tiltölulega snemma í útistöðum við bókmennta- menn, sem virtust trúa því í alvöru að fersk viðhorf utan úr heimi - og innan úr manneskjunni - væru ein- hverskonar formglingur án raun- verulegs gildis. Hann mótmælti kröftuglega þessum fáránlegu hug- myndum, fyrst í Birtingi en síðan í ævisögubókunum sem komu ein af annarri á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Undarlegt ferðalag 1994 færði mörgum heim sanninn um að ekki á að una því að ranghverfunni sé snúið út eða sögunni breytt. Vandaðar þýðingar hafa jafnan skipt miklu um menningu þjóðanna. Jón Óskar lagði á sig feikna erfíði við að snúa bókum úr öðrum tungu- málum yfir á íslensku, sögum og ljóðum, einstaklega mikilvægum. Hver man til að mynda ekki eftir Plágu Alberts Camus í þýðingu skáldsins. Jón Óskar var svo lánsamur að kynnast og bindast Kristínu Jóns- dóttur frá Munkaþverá, einum besta myndlistarmanni þjóðarinnar. Með þeim var mikið jafnræði og kærleikar. Iljörleifur Sigurðsson, Else Mía Einarsdóttir. • Fieiri minningargreinar um Jón Óskar bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GYLFI HEIÐAR ÞORSTEINSSON, Hvannavöllum, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli laugardaginn 17. október sl., verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 30. október kl. 14.00. Hulda Karls, Guðmundur H. Gylfason, Jóna Þorvaldsdóttir, Rúnar Þ. Gylfason, Sigríður Guðmundsdóttir, Ingvar V. Gylfason, Fjóla Birkisdóttir, Ómar S. Gylfason, Hildur Búadóttir, Björn V. Gylfason, Högni E. Gylfason, Björk Hjálmarsdóttir, Gylfi S. Gylfason, María Jóhannesardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.