Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 36
„36 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Lista- menn með skoðanir Ástæðan er ekki skortur á skoðunum heldur hefur sú mynd mótast á undan- fórnum árum að persónulegar skoð- anir listamanna séu ekki til útláta opinberlega. Rithöfundurinn og leikarinn Guðmund- ur Ólafsson vakti máls á því við mót- töku bamabóka- verðlauna Vöku-Helgafells í haust að sjaldan væri leitað álits bamabókahöfunda á málefnum líðandi stundar. Gerði hann því skóna að skoðanir barnasagna- pennanna þættu litlu skipta í hinni háalvarlegu þjóðfélagsum- ræðu sem stöðugt viðgengst í fjölmiðlum landsins. Var af orð- um hans að skilja að bamabóka- höfundar væru komnir í mál- þröng mikla, þeim lægju heil ósköp á hjarta VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson en kæmu því ekki frá sér vegna áhuga- leysis fjölmiðl- anna. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt þeg- ar sú tíska er efst uppi að engin þjóðfélagsleg skoðun megi birt- ast í listum, síst af öllu í list barnabókahöfunda. Þeir dagai’ em liðnir þegar Félagi Jesú og Uppreisnin á barnaheimiiinu skiptu þjóðinni í andstæðar fylk- ingar. Hafi listamaðurinn á ann- að borð skoðun á einhverju þá skyldi hann fínna henni annan farveg en list sína. A hinn bóg- inn hafa barnabókahöfundar notið þeirra forréttinda að mega predika almennar siða- og um- gengnisreglm- í verkum sínum og hafa þeir óspart nýtt þetta svigrúm, enda fjalla allflestar ís- lenskar barnabækm’ frá síðustu 10-15 áram um náungakærleik, umferðarreglur og umhverfís- vemd. Best heppnuðu og mest verðlaunuðu bækumar era þær sem ná að flétta þetta þrennt í spennandi söguþráð. Kvörtun Guðmundar felur i sér þá forsendu að listamaður- inn hafi skoðun á öðra en sjálf- um sér, hafí áhuga á því sem er gerast utan við hans persónu- lega svið og sjái sjálfan sig sem hluta af hinu stærra samhengi. Hann sé hreinlega haldinn af því hallærislega ástandi að vera „þjóðfélagslega meðvitaður“ og telji sig hafa ákveðnu hlutverki að gegna sem uppspretta fram- legrar og gagnrýninnar hugsun- ar og sköpunar og taki þetta hlutverk sitt nægilega alvarlega til þess að aðrir geri það líka. Kannski liggur hér fólgin ein ástæða þess að listamenn era litlir þátttakendur í þjóðfélags- legri umræðu, þeir hafa ekki lengur þessa sýn á sjálfa sig og eru þarafleiðandi ekki teknir al- variega. Auðvitað er þetta ekki algilt en sé litið yfír sviðið verð- ur ekki einasta fyrir hversu fáir bamabókahöfundar hafa eitt- hvað til málanna að leggja held- ur listamenn yfírhöfuð. Hvar era skáldsagnahöfundarnir, Ijóðskáldin, leikaramir, tónlist- armennirnir, tónskáldin, leik- stjórarnir, kvikmyndagerðar- mennimir og myndlistarmenn- imir þegar talið berst að alvar- legri þjóðfélagsumræðu? Eg er þess reyndar fullviss að flestir - ef ekki allir - í þessum hópi hafa mjög heitar og ákveðnar skoðanir á flestum þeim málum sem snerta hið daglega líf. Ekki era þeir stöðu sinnar vegna stikkfrí þegar kemur að launa- málum, heilbrigðismálum, um- hverfismálum, dagvistarmálum, fiskveiðistjórnun og vímuefna- málum, svo eitthvað sé nefnt af því sem kemur upp í hugann. Astæðan er semsagt ekki skort- ur á skoðunum, þvert á móti, heldur hefur sú mynd mótast á undanförnum áram að persónu- legar skoðanir listamanna séu ekki til útláta opinberlega. Það er ennfremur tímanna tákn að fjölmiðlarnir leita nánast ein- göngu eftir skoðunum atvinnu- mannanna í skoðanamyndun þjóðarinnar, stjómmálamann- anna, sérfræðinganna og tals- manna viðeigandi þrýstihópa. Sjaldnast er tími eða rám til að bæta öðram við. Vilji aðrir koma skoðunum sínum að verða þeir að hafa fyrir því sjálfír með einhverjum hætti. Undantekn- ingin frá þessu hvað varðar listamenn era kjaftaskamir, þeir sem era ávallt kallaðir til ef vantai’ „fulltráa listageirans" í umræðuþátt eða á pallborð. Þeir sem era þekktir að sér- visku sinni, kjafthætti eða þykja fyndnir, enda virðist sem þeim sé fremur ætlað að vera til skemmtunar en að skoðanir þeirra skipti máli. I þessu samhengi má einnig velta fyrir sér að á undanfórn- um áram hafa orðið grundvall- arbreytingar á allri hugsun um listir og listsköpun. Sumir vilja afgi’eiða þetta með einföldum stimpli og kalla póst-módern- isma sem undirritaður er varla einn um að þykja lítið til um. Meira skiptir að markaðshugs- un er orðin mjög ráðandi í list- um, listsköpun er ekki lengur sjálfsagt mótvægi vanahugsun- ar og fjöldamenningar, heldur hluti af hvoru tveggja og þegar best lætur örlar aðeins á örlitlu andófí. Margir í hópi listamanna kunna líka ágætlega við sig í þessu umhverfi og eru ekki þeirrar skoðunar að andóf sé nauðsynlegt, listirnar séu hluti af markaðsþjóðfélaginu og lúti lögmálum þess eins og allt ann- að. Aðrir láta tilleiðast, hafa samviskubit undir niðri, en telja sig ekki geta hoppað af lestinni. Við slíkar aðstæður gegna list- irnar fyrst og síðast skemmti- og aíþreyingarhlutverki. Pæl- ingar um tilgang listsköpunar og skyldur listamannsins við þjóðfélagið verða hjákátleg rómantík í slíku samhengi, hlut- verk listarinnar er að skemmta, gleðja og fylla upp í dauðan tíma; hvort listamaðurinn hefur skoðanir á einhverju þar fyrir utan má einu gilda. Ásýndarvandi læknastéttar MÖRGUM íslending- um, sem búsettir eru erlendis, þykja furðu sæta fréttir að heiman af harðri andstöðu for- manns Læknafélags Islands og ýmissa for- vígismanna íslenskrar læknastéttar við áform Islenskrar erfðagrein- ingar hf. um risavaxið, íslenskt rannsóknar- verkefni í þágu lækna- vísindanna. Varla þarf frekar að tína til allan þann ávinning, efnahagsleg- an og félagslegan, sem íslenskt samfélag hefur af starfsemi þessa nýja fyrirtækis. Það hefur líka verið rækilega tí- undað hvernig öryggi upplýsinga er mörgum sinnum tryggara í dulkóðuðum gagnagranni en hægt hefur verið að tryggja í höndum lækna til þessa. Um slíkt þarf ekki að deila. Það sem er hins vegar áhyggju- efni er fyrst og fremst viðhorf margra lækna og þær aðferðir sem þeir hafa beitt til þess að ráðast á framtak Kára Stefánssonar. Illu heilli hafa þær öllu fremur orðið til þess að skerða trúnað milli lækna og almennings og var þó fremur þörf á að auka hann. Trúnaðarbrestur Læknastéttin hefur á síðustu árum fremur verið í vörn en sókn víða um heim. Hún hefur opinber- lega verið gagnrýnd fyrir að hunsa með hroka óhefðbundnar aðferðir til meðhöndlunar ýmissa sjúkdóma, sökuð um leynd og klíku- bræðralag þegar kemur að rannsókn meintra mistaka og hún hefur lengi verið sökuð um að þiggja óbeinar mútur lyfja- framleiðenda í formi utanferða og gjafa. Fjöldi blaðagreina og lesendabréfa ber því vitni að stór hluti al- mennings hefur ekki fulla trá á hæfni og heilindum margra lækna. Spurningar eins og þessar hafa heyrst: • Er hugsanlegt að læknar óttist að með miðlægum gagnagrunni um arfgengi sjúkdóma kynni að komast upp um eldri læknamis- tök? • Væri ekki rétt að landlæknir héldi miðlægan gagnagrunn um hvað einstaka læknai’ þiggja frá einstökum lyfjaframleiðendum, svo sem í fonni boðsferða? Þeir sem til þekkja vita þó að þetta er hvorki sanngjörn né rétt lýsing á læknastéttinni í heild. Hér á stéttin hins vegar óneitanlega við ásýndarvanda að glíma. Og það hlýtur að vera mikilvægara fyrir Læknafélag Islands að starfa fremur að því að efla tránað milli lækna og sjúklinga en að formaður þess sé í krossferð gegn framtaki sem beinist að því að efla rann- sóknir, safna til landsins sérþekk- ingu og auka hana og skapa sér- fræðingum í heilbrigðisstétt vel launuð störf á Islandi. Kannanir sýna, að þrátt fyrir herferð for- manns læknafélagsins, segir Bjarni Sigtryggs- ----------7------------ son, eru Islendingar hlynntir því að arfgengi sjúkdóma sé rannsakað með upplýsingum úr sjúkraskrám. Samstarfsverkefni Heilbrigðisstéttanna bíða mörg brýn verkefni, ekki síst við að upp- fræða almenning um mikilvægi skynsamlegra lífshátta til þess að bæta heilsu, forðast sjúkdóma og auka velh'ðan á efri ái*um. Til þess að því marki verði náð þarf að ríkja fullur tránaður milh almennings og lækna. Kannanir sýna að þrátt fyrir herferð formanns læknafélagsins era Islendingar hlynntir því að atf- gengi sjúkdóma sé rannsakað með upplýsingum úr sjúki’askýrslum og að þær rannsóknir njóti sama vemdartíma og nýjungar í lyfja- framleiðslu. Það er nefnilega svo að á síðari tímum hafa flestar nýjungar, mannkyni til blessunar, orðið að raun í skjóli tímabundins einka- leyfís höfundanna. Að þeim tíma loknum hafa nýjungarnar svo orðið almenningseign. Höfundur er sendiráðsritari i Kaupmannahöfn Bjarni Sigtryggsson V ir kj anaskr ímslið AÐ undanfömu hef- ur orðið vaxandi um- ræða um „hagnýtingu" hálendisins og þeirra auðlinda sem þar er að fínna. Undirritaður hefur á síðustu tveim- ur áratugum notið þeirra forréttinda að ferðast talsvert um þetta hálendi, bæði sumar og vetur. Slíkt lætur fáa ósnortna sem reynt hafa. Sú víð- átta, kyrrð og fegurð sem víða blasir ennþá við er nokkuð sem gef- ur hfínu aukna vídd og aukið gildi. Anægjan hefur þó verið blendin að ýmsu leyti. A þessum áram hafa framkvæmdagleði og svonefndar framfarir sífellt sótt lengra inn á hina dýrmætu auðlind. Nú er þó svo komið, sem betur fer, að sífellt fleiri virðast vera að átta sig á að vert er að staldra við og hugsa sinn gang. Er þetta það sem við viljum? Að hvert sem litið er blasi við stíflugarðar, miðlunarlón, há- spennumöstur, uppbyggðir vegir o.s.frv. Einhver kann að segja að þetta séu nú öfgar, það sé heilmikið landsvæði enn eftir ósnortið, en sá hinn sami hefur ekki haft tækifæri til að fylgjast með því sem hefur verið að gerast á þessum „fram- faratímum", hvernig steinsteypan og víravirkin hafa smám saman, hægt en bítandi, skriðið lengra og lengi’a yfir áður ósnortin svæði. Allt er þetta gert í nafni framfara og vissulega höfum við sofíð á verð- inum og sjálfur er ég engin undan- tekning frá því. Það var fyrst eftir að farið var að ræða sölu rafmagns um sæstreng til útlanda sem ég tók að átta mig á því, fyrir alvöra, hvert stefndi. Eitt af þeim svæð- um sem við félagarnir höfum ferðast mikið um er sunnan Hofs- jökuls. Þar er víða mikil náttúrufegurð, bæði sumar og vetur. Landsvirkjun hefur þó sífellt sótt að því þrátt fyrir fyrirheit um að ekki yrði lengra gengið t.d. á Þjórsár- verasvæðið en orðið var með Kvíslaveitu. Mér varð því hrein- lega flökurt við til- hugsunina þegar ég sá kortið sem sýnir svonefnt „Norðlinga- öldulón“ í Morgunblaðinu 11. októ- ber sl. Þá varð mér endanlega ljóst að þetta skrímsli sem við höfum Þetta skrímsli sem við höfum komið upp í formi Landsvirkjunar og stóriðjufyrirætlana, segir Eyþór H. Ólafs- son, er að verða óviðráðanlegt. komið okkur upp, í formi Lands- virkjunar og stóriðjufyrirætlana, er að verða óviðráðanlegt. Það þrífst á græðgi og tækniblindu en því miður einnig á skammsýni okk- ar sjálfra og skammtímagróða- hyggju. Nú er mál að linni. Þessar fyrir- ætlanir verður að stöðva. Eg veit að innst í þjóðarvitundinni viljum við ekki fara svona með landið. Það er mál til komið að við hættum að láta sýnilega andstöðu við þessa framkvæmdagleði einskorðast við fáa framsýna sérvitringa. Landið er, eins og þjóðtungan, hluti af því sem við eram. Við skulum láta skrímslið svelta um tíma og sjá hvort það linast ekki í yfirreið sinni. Sjáum til hvort þá koma ekki fram haldbetri og skynsamlegri lausnir á virkjanaþörfinni ef hún minnkar þá ekki. Innst inni viljum við enga Fljótsdalsvirkjun, Eyja- bakkalón, Norðlingaöldulón eða annað í svipuðum dúr. Við látum ekki Norðmenn gabba okkur til að sökkva landinu vegna einhvers ál- vers í þefrra þágu af því að þeir vilja halda sinni náttúra ósnortinni. Eg vil eindregið hvetja alla Is- lendinga til að hugsa nú sinn gang í þessu sambandi og leggja sitt af mörkum til að stöðva þessi ósköp. Við létum sauðkindina éta landið niður í svörðinn öldum saman, eig- um við nú að halda áfram með stór- virkum vinnuvélum og sementi þar til ekkert verður eftir nema örfoka land, miðlunarlón, stíflur og járn- virki? Höfundur er verkfræðingur og fékigi í Ferðiiklúbbnum 4x4. ’slim-line" dömubuxur frá gardeur Qfumu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Eyþór H. Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.