Morgunblaðið - 28.10.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 23
Afrískir og norrænir tónlistarmenn spila saman í fslensku óperunni
Heitt afrískt blóð
og jökulkuldi
norðursins mætast
SHUTTLE Band, hljómsveit þriggja
suður-afríski-a tónlistarmanna og
þriggja norrænna, heldur tónleika í
Islensku óperunni í kvöld, miðviku-
dagskvöld, kl. 21. Þetta verða einu
tónleikar hljómsveitarinnar hér á
landi en þeir eru hluti af Shuttle 99,
sem er stórt verkefni á sviði lista-
mannaskipta milli Suður-Afríku og
Norðurlandanna, styrkt af Norrænu
ráðherranefndinni.
I kynningu frá umboðsskrifstof-
unni Þúsund þjölum, sem tekur á
móti sveitinni hér á landi, segir að
hugmyndin byggi á þvi að tónlistar-
menn frá Suður-Afríku og Norður-
löndunum komi saman og sameini
reynslu sína og hæfileika til að skapa
eitthvað nýtt og ófyrirsjáanlegt í
tónlist. „Með samvinnu blóðheitra
afrískra tónlistarmanna og þeirra
norrænu sem eru undir áhrifum
jökulkuldans getur orðið til einstak-
ur tónavefur samsettur úr fjölbreyti-
legri túlkun frá tveimur ólíkum
menningarheimum,“ segir þar enn-
fremur.
Frá Suður-Afríku kemur Ray Piri,
sem syngur og leikur á gítara. Hann
er leiðtogi hljómsveitarinnar Stimela
og hefur í því hlutverki verið í farar-
broddi í kynningu og útbreiðslu á
suður-afrískri tónlist. Utan heima-
landsins er hann þekktur fyrir laga-
smíðar og gítarútsetningar á tónlist
Pauls Simon. Concord Xolo Nka-
binde bassagítarleikari kemur einnig
frá Suður-Afríku og er jafnvígur á
ýmis stílbrigði í tónlistinni, svo sem
hefðbundið mbaqanga, maskanda,
gospel og djass. Hann hefur m.a.
unnið með Abdulla Ibrahim og Hugh
Maskela. Frá Mosambík kemur Gito
Baloi, sem syngur og leikur á gítara,
bassa, m’bira, marimba og munn-
hörpu. Hann blandar gjarnan tónlist
heimalandsins saman við danstakta
frá Rómönsku Ameríku og afríska
tónlist.
í norræna hópnum er einn Svíi og
tveir Norðmenn. Sænski trommu-
leikarinn Per Lindval er í fremstu
röð trommuleikara á Norðurlöndum
og er þekktur lyrir samvinnu við
Ray Charles, Phil Collins, The
Brecker Brothers og ABBA.
Norðmaðurinn Benedik Hofseth,
sem syngur og spilar á saxófón, er
áhugasamur um að prófa nýjar hug-
myndir í samvinnu við tónlistarmenn
frá ólíkum menningarheimum. Hann
var um tíma í hljómsveitinni Steps
Ahead og undanfarið hefur hann
starfað í hljómsveit með indverska
flautusnillingnum Hariprashad
Chaurasia, Zakhir Hussain á tablas
og John McLauchlin á gítar. Landi
hans, Stian Carstensen, harmóníku-,
gítar- og flautuleikari, stendur fóst-
um fótum á grunni djassins en hefur
einnig sökkt sér í tónlist frá
Balkanskaganum með furðulegum
rytma og átt samvinnu við fjölda
spilara frá ólíkum menningarheim-
um.
Lokatónleikar í Suður-Afríku
á næsta ári
Tónlistarmennimir hittust í Nor-
egi og æfðu saman í heila viku. Á
laugardagskvöldið hófu þeir síðan yf-
irreið sína um Norðurlöndin með
tónleikum í Tromsp, á sunnu-
dagskvöld léku þeir í Ósló, í
gærkvöldi voru þeir í Kaupmanna-
höfn og í kvöld er röðin svo komin að
Islensku óperunni. Héðan haida þeir
til Helsinki, þar sem þeir spila annað
kvöld og síðustu tónleikarnir verða í.
Gautaborg á fóstudagskvöld.
Á næsta ári er áætlað frekara
hljómleikahald í Suður-Afríku en
þar tekur hljómsveitin m.a. þátt í
Arts Alive-hátíðinni og lokatónleik-
um Shuttle 99 í Durban. Árið 1999
munu fleiri tónlistarmenn frá Norð-
urlöndunum heimsækja Suður-Afr-
íku og taka þar þátt í tónleikahaldi. tónlistarhátíð sem ber yfírskriftina
Norska hljómleikastofnunin, Veröld í norðri og er stjórnað af
Norwegian Concert Institute, er Global Music Center í Finnlandi,
fulltrúi Noregs í Shuttle 99 og Images of Africa í Danmörku og
skipuleggur það sem snýr að tón- Musik í Vast í Svíþjóð. 3rd Ear
listarflutningi. Áætlunin verður Music í Durban er samstarfsaðili í
framkvæmd á öðrum Norðurlönd- Suður-Afríku um tónleikahald þar í
um með sameiginlegri norrænni landi 1999.
ÞRÍR koma úr suðri og þrír úr norðri, þeir hafa æft saman í viku og
árangurinn má heyra á tónleikum Shuttle Band í íslensku óperunni í
kvöld kl. 21.
■
é B
Upplýsingastefna
FÖSTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1998
09.00 - 17.45: Grand Hótel Reykjavík
20.00 - 03.00: Veitingahúsið Perlan Öskjuhlíð
Arðsemi sjóða og fyrirtækja
í NÝJU ALÞJÓÐLEGU UMHVERFI
Fjórtán fyrirlestrar helstu sérfræðinga
Kaupþings hf., fyrirspurnir og umræður
0 Hlutverk fjármálafyrirtækja f næstu framtíð.
Fjárfestingar sjóða í Ijósi breyttra aðstæðna á alþjóðlegum mörkuðum.
0 Gjaldeyrisvilnanir og stýring gengisáhættu.
0 Lífeyrissjóðir: Umframeignir og réttindabreytingar.
0 Nýting afleiða við stýringu verðbréfasafna.
Hvers vegna eru V/H hlutföll ónothæf til virðismats á fyrirtækjum?
Samsetning og stýring skulda f erlendum gjaldmiðlum.
Verðlagning á íslenskum skuldabréfamarkaði.
£ Gengisvarnir við fjárfestingu í erlendum myntum.
Sköpun verðmæta með breytingum í fjármagnsskipulagi. =
Skynsamlegar leiðir við uppbyggingu eignasafna.
Nýjungar í fjármálastjórnun fyrirtækja.
Sameiningar og yfirtökur á fslenskum hlutabréfamarkaði
Upplýsingatækni í nútímafyrirtækjum.
Kvöldskemmtun ársins í Perlun