Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 23 Afrískir og norrænir tónlistarmenn spila saman í fslensku óperunni Heitt afrískt blóð og jökulkuldi norðursins mætast SHUTTLE Band, hljómsveit þriggja suður-afríski-a tónlistarmanna og þriggja norrænna, heldur tónleika í Islensku óperunni í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 21. Þetta verða einu tónleikar hljómsveitarinnar hér á landi en þeir eru hluti af Shuttle 99, sem er stórt verkefni á sviði lista- mannaskipta milli Suður-Afríku og Norðurlandanna, styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. I kynningu frá umboðsskrifstof- unni Þúsund þjölum, sem tekur á móti sveitinni hér á landi, segir að hugmyndin byggi á þvi að tónlistar- menn frá Suður-Afríku og Norður- löndunum komi saman og sameini reynslu sína og hæfileika til að skapa eitthvað nýtt og ófyrirsjáanlegt í tónlist. „Með samvinnu blóðheitra afrískra tónlistarmanna og þeirra norrænu sem eru undir áhrifum jökulkuldans getur orðið til einstak- ur tónavefur samsettur úr fjölbreyti- legri túlkun frá tveimur ólíkum menningarheimum,“ segir þar enn- fremur. Frá Suður-Afríku kemur Ray Piri, sem syngur og leikur á gítara. Hann er leiðtogi hljómsveitarinnar Stimela og hefur í því hlutverki verið í farar- broddi í kynningu og útbreiðslu á suður-afrískri tónlist. Utan heima- landsins er hann þekktur fyrir laga- smíðar og gítarútsetningar á tónlist Pauls Simon. Concord Xolo Nka- binde bassagítarleikari kemur einnig frá Suður-Afríku og er jafnvígur á ýmis stílbrigði í tónlistinni, svo sem hefðbundið mbaqanga, maskanda, gospel og djass. Hann hefur m.a. unnið með Abdulla Ibrahim og Hugh Maskela. Frá Mosambík kemur Gito Baloi, sem syngur og leikur á gítara, bassa, m’bira, marimba og munn- hörpu. Hann blandar gjarnan tónlist heimalandsins saman við danstakta frá Rómönsku Ameríku og afríska tónlist. í norræna hópnum er einn Svíi og tveir Norðmenn. Sænski trommu- leikarinn Per Lindval er í fremstu röð trommuleikara á Norðurlöndum og er þekktur lyrir samvinnu við Ray Charles, Phil Collins, The Brecker Brothers og ABBA. Norðmaðurinn Benedik Hofseth, sem syngur og spilar á saxófón, er áhugasamur um að prófa nýjar hug- myndir í samvinnu við tónlistarmenn frá ólíkum menningarheimum. Hann var um tíma í hljómsveitinni Steps Ahead og undanfarið hefur hann starfað í hljómsveit með indverska flautusnillingnum Hariprashad Chaurasia, Zakhir Hussain á tablas og John McLauchlin á gítar. Landi hans, Stian Carstensen, harmóníku-, gítar- og flautuleikari, stendur fóst- um fótum á grunni djassins en hefur einnig sökkt sér í tónlist frá Balkanskaganum með furðulegum rytma og átt samvinnu við fjölda spilara frá ólíkum menningarheim- um. Lokatónleikar í Suður-Afríku á næsta ári Tónlistarmennimir hittust í Nor- egi og æfðu saman í heila viku. Á laugardagskvöldið hófu þeir síðan yf- irreið sína um Norðurlöndin með tónleikum í Tromsp, á sunnu- dagskvöld léku þeir í Ósló, í gærkvöldi voru þeir í Kaupmanna- höfn og í kvöld er röðin svo komin að Islensku óperunni. Héðan haida þeir til Helsinki, þar sem þeir spila annað kvöld og síðustu tónleikarnir verða í. Gautaborg á fóstudagskvöld. Á næsta ári er áætlað frekara hljómleikahald í Suður-Afríku en þar tekur hljómsveitin m.a. þátt í Arts Alive-hátíðinni og lokatónleik- um Shuttle 99 í Durban. Árið 1999 munu fleiri tónlistarmenn frá Norð- urlöndunum heimsækja Suður-Afr- íku og taka þar þátt í tónleikahaldi. tónlistarhátíð sem ber yfírskriftina Norska hljómleikastofnunin, Veröld í norðri og er stjórnað af Norwegian Concert Institute, er Global Music Center í Finnlandi, fulltrúi Noregs í Shuttle 99 og Images of Africa í Danmörku og skipuleggur það sem snýr að tón- Musik í Vast í Svíþjóð. 3rd Ear listarflutningi. Áætlunin verður Music í Durban er samstarfsaðili í framkvæmd á öðrum Norðurlönd- Suður-Afríku um tónleikahald þar í um með sameiginlegri norrænni landi 1999. ÞRÍR koma úr suðri og þrír úr norðri, þeir hafa æft saman í viku og árangurinn má heyra á tónleikum Shuttle Band í íslensku óperunni í kvöld kl. 21. ■ é B Upplýsingastefna FÖSTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1998 09.00 - 17.45: Grand Hótel Reykjavík 20.00 - 03.00: Veitingahúsið Perlan Öskjuhlíð Arðsemi sjóða og fyrirtækja í NÝJU ALÞJÓÐLEGU UMHVERFI Fjórtán fyrirlestrar helstu sérfræðinga Kaupþings hf., fyrirspurnir og umræður 0 Hlutverk fjármálafyrirtækja f næstu framtíð. Fjárfestingar sjóða í Ijósi breyttra aðstæðna á alþjóðlegum mörkuðum. 0 Gjaldeyrisvilnanir og stýring gengisáhættu. 0 Lífeyrissjóðir: Umframeignir og réttindabreytingar. 0 Nýting afleiða við stýringu verðbréfasafna. Hvers vegna eru V/H hlutföll ónothæf til virðismats á fyrirtækjum? Samsetning og stýring skulda f erlendum gjaldmiðlum. Verðlagning á íslenskum skuldabréfamarkaði. £ Gengisvarnir við fjárfestingu í erlendum myntum. Sköpun verðmæta með breytingum í fjármagnsskipulagi. = Skynsamlegar leiðir við uppbyggingu eignasafna. Nýjungar í fjármálastjórnun fyrirtækja. Sameiningar og yfirtökur á fslenskum hlutabréfamarkaði Upplýsingatækni í nútímafyrirtækjum. Kvöldskemmtun ársins í Perlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.