Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 9 FRÉTTIR Undanþága vsk-laga tók ekki til notaðra vélsleða VÉLSLEÐAR geta ekki talist vélknúin ökutæki í skilningi 10. gr. virðisaukaskattslaga nr. 50/1988 eins og ákvæðið hljóðaði fram að breytingu árið 1993. Sýknaði Hæstiréttur því á fimmtudag íslenska ríkið af kröf- um Bifreiða og landbúnaðai-véla hf. um endurgreiðslu ofgreidds virðisaukaskatts af þessum sök- um sem og vegna skattlagningar lántökukostnaðar. Ríkisskattstjóri hafði árið 1993 gert athugasemdir við skattskil félagsins fyrir árið 1992 og var afstaða hans staðfest með úr- skurði yfirskattanefndar árið 1995. Greiddi félagið umkrafinn skatt með fyrirvara seinni hluta árs 1994 en stefndi síðar íslenska ríkinu til ógildingar úrskurði yfir- skattanefndar og endurgreiðslu ofgreidds virðisaukaskatts. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur (Sigríður Ólafsdóttir héraðs- dómari) á kröfu félagsins. Meiri- hluti Hæstaréttar (4/5) reyndist á öðru máli. Ági-einingur milli aðilja var einkum tvíþættur. Annars vegar stóðu B&L ekki skil á virðisauka- skatti að fjárhæð 718.740 krónur af svonefndum lántökukostnaði á árinu 1992, þ.e. þinglýsingar- gjaldi og bankakostnaði vegna skuldabréfa, sem gefin voru út við sölu bifreiða, sem seldar voru með afborgunarkjörum. Taldi Hæstiréttur að miða yrði við að félagið hefði tekið við bréfunum úr hendi kaupenda bifreiða sem greiðslu tiltekinna eftirstöðva af kaupverði, en um hlutfall þeirra nyti ekki almennra upplýsinga. Óhjákvæmilegt væri að líta svo á að félagið hefði verið að ráðstafa eigin verðbréfaeign, enda brysti sönnun um annað. „I málinu er heldur ekki að finna gögn um raunverulegan kostnað við ráðstöfun bréfanna eftir afhend- ingu vörunnar. Því er ekki óyggj- andi, að hluti þess kostnaðar, sem viðskiptamaður greiddi, hafi ekki verið áætlaður og innifalinn í kaupverðinu með þeim hætti, að skilgreining skattverðs sam- kvæmt 2. tl. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt tæki til hans,“ sagði í dómnum. Breytt mat löggjafans Hins vegar hafði félagið ekki innheimt virðisaukaskatt að fjár- hæð 4.114.032 krónur af sölu notaðra vélsleða árið 1992. Reyndi þarna á túlkun 10. gr. laga nr. 50/1988 en þar var heimiluð undantekning frá almennum virðisaukaskattsreglum fyrir sölu vélknúinna ökutækja, sem selj- andi hefði keypt til endursölu í at- vinnuskyni. í slíku tilviki mátti seljandi miða skattverð við til- tekið hlutfall af mismuni inn- kaupsverðs og söluverðs ökutækis að meðtöldum virðisaukaskatti. í upphaflegum virðisaukaskattslög- um voru þessi ökutæki sem í hlut áttu skilgreind sem „fólksbifreið- ar fyi'ir færri en níu menn“. Rökin fyrir þessu ákvæði voru að tryggja samkeppnisstöðu selj- enda notaðra bifreiða sem hefðu af því atvinnu gagnvart sams kon- ar viðskiptum milli einkaaðilja. Með lagabreytingu nr. 122/1993 var reglan víkkuð út og tekin af tvímæli um að hún næði til allra vélknúinna ökutækja. Segir Hæstiréttur að ekki hafi verið heimilt að beita ákvæðinu eins og það hljóðaði upphaflega með lögjöfnun um önnur vélknúin ökutæki en þar greindi. Væri ljóst að greinarmunur hefði verið gerð- ur á mismunandi ökutækjum. Breytt mat löggjafans árið 1993 gæti ekki tekið til viðskipta sem fram fóru áður. Var félagið dæmt til að greiða 500.000 krónur í málskostnað fyr- ir héraði og Hæstarétti. Málið fluttu Einar Karl Hall- varðsson hrl. af hálfu íslenska rík- isins og Helgi V. Jónsson hrl. fyr- ir hönd Bifreiða og landbúnaðar- véla hf. 30 kennarar á Sel- tjarnarnesi segja upp UM 30 kennarar við Mýrarhúsa- skóla og Valhúsaskóla á Seltjarn- arnesi hafa sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör. Kennararnir hætta störfum 1. febrúar nk. hafi ekki tekist samn- ingar milli þeirra og bæjaryfir- valda á Seltjarnarnesi. Viðræður hafa staðið milli deiluaðila, en þær hafa ekki leitt til samninga. Um 60 kennarar starfa við grunnskólana á Seltjarnarnesi og hefur því um helmingur kenn- araliðsins sagt upp störfum. Hafsteinn Óskarsson, trúnaðar- maður KÍ í Valhúsaskóla, sagði að viðræður hefðu staðið við bæjaryf- irvöld frá því í vor. Enn væri breitt bil á milli samningsaðila. Tilboð bæjaryfírvalda hefði ekki gengið nægilega langt að mati kennara. Kennarar hefðu ákveðið að segja upp störfum vegna óánægju með tilboðin. Hafsteinn sagði að viðræðum hefði ekki verið slitið og gerði ráð fyrir að samningsaðilar myndu setjast aftur niður eftir mánaðamótin. Mikið vinnuálag Aðspurður sagði Hafsteinn að grunnskólakennarar á Seltjarnar- nesi væru ekki tilbúnir að gera sams konar samninga og kennarar í nokkrum öðrum sveitarfélögum hefðu gert. I þessum samningum hefðu kennarar fallist á að taka á sig meiri vinnu gegn kauphækkun. Samkennarar sínir væra þeirrar skoðunar að vinnuálag kennara væri það mikið að það væri ekki á það bætandi. Hafsteinn sagði að mikil óánægja hefði verið meðal kennara með síðustu kjarasamninga enda hefðu þeir verið samþykktir með rétt rúmlega 50% atkvæða. Það ætti því ekki að koma sveitarfélög- unum á óvart þótt allmargir kenn- arar gripu til þess ráðs að segja upp samningum. Uppsveiflan í efnahagslífinu gerði það einnig að verkum að margir kennarar ættu kost á betur launuðum störfum og sættu sig því verr við þau kjör sem sveitarfélögin byðu þeim fyrir kennsluna. Barnavagnar Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. Buxnadragtirnar með síðu jökkunum komnar aftur. 5 litir. Eddufelli 2, °Pið ___ mán.-fös. kl. 10-18, Nýjar dragtir og kvöldklæðnaður hj&QýÚafiihiyí Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá ki. 10.00—15.00. VEISLUHÖLD allt árið Munið að panta jólahlaðborðið Árshátíðir, afmæli, brúðkaup, fundir, jólahlaðborð Undursamleg stemning, góður matur og fínar veigar, píanótónlist við komuna og undir borðhaldi. Dansleikir með hljómsveit Ihópar) --------- og rútuferðir báðar leiðir IReykjavík—Skíðaskálinn). Stórir sem smáir hópar. Salir fyrir 10-200 manns. Hámarksfjöldi 380 gestir. MUNIÐ ÁRSHÁTlÐAR- PAKKANA FYRIR HÖPA. UERD FRfl 3.630- Með rútuferð (frá Rvík.l, 3ja rétta kvöldverði og balli á eftir. Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935 Hveradölum, 110 Reykjavík, upplýsingasími 567-2020 Aukin ökuréttindi; á rútu, vörubíi og leigubíi Nœsta námskeið fiefit 4. ngvémM GERIÐ VERÐSAMANBURÐ OKU $KOLINN IMJODD Þarabakka 3_, Mjóddinni, Rvík. UPPLÝSINGAR/BÓKANIR í SÍMA 567-0-300 Eyddu í sparnað! Heimilisbókhald 1998 ] Nóv »>15 j VVMIA15 Það þarf aðeins eitt símtal til að byrja að spara reglulega með spariskírteinum ríkissjóðs. 562 6040 8 0 0 6 6 99 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 Veffang: www.lanasysla.is Netfang: lanasyslan@lanasyslan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.