Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jón Óskar fædd-
ist á Akranesi
18. júlí 1921. Hann
lést á heimili sínu
Ljósvallagötu 32 í
Reykjavík 20. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Asniundur Jónsson
sjómaður og raf-
virki, f. 28.5. 1892,
d. 11.10. 1945, og
kona hans Sigur-
laug Einarsdóttir
húsmóðir, f. 18.6.
1890, d. 23.12. 1974.
Systkini Jóns eru:
Margrét, f. 1916, gift Garðari
Viborg, Áslaug, f. 1917, gift
Stefáni O. Magnússyni, Halldóra
Ingveldur, f. 1919, var gift Ólafi
Árnasyni sem er látinn, og Gísli,
f. 1926, kvæntur Ölfu Hjálmars-
dóttur.
Jón kvæntist 11. nóvember
1975 Kristínu Jónsdóttur frá
Munkaþverá, myndlistarkonu, f.
1933. Dóttir þeirra er Una Mar-
grét, f. 1966, dagskrárgerðar-
maður á tónlistardeild Ríkisút-
varpsins. Sambýlismaður henn-
ar er Hólmsteinn Eiður Hólm-
steinsson sálfræðinemi.
Jón Óskar stundaði nám í
Héraðsskólanum í Reykholti og
Flensborgarskóla í Hafnarfirði
en lauk gagnfræðaprófi utan-
skóla frá Menntaskólanum í
Reykjavík. Hann stundaði nám /
pianóleik í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík
1940-1945. Síðar
stundaði hann
frönskunám á nám-
skeiðum Alliance
Francaise í Reykjavík
og París og ítölsku-
nám á námskeiðum
og í einkatímum í
Róm, Perugia og
Genúa. Hann kenndi
á píanó í mörg ár og
var píanóleikari í
ýmsum danshljóm-
sveitum 1946-1956,
aðallega í hljómsveit
Karls Jónatanssonar. Þá var hann
ræðuritari á Alþingi 1953-1958.
Hann var einn af stofnendum bók-
menntatímaritsins Birtings og
var í ritstjórn þess alla tíð
(1955-1968). Hann var ritari Rit-
höfundafélags Islands og Rithöf-
undasambands íslands 1967-1970
og sat í stjóm Tónmenntasjóðs
Þjóðkirkjunnar 1980-1993. Jón
Oskar var rithöfundur frá 1941
og var það aðalstarf hans ásamt
þýðingum frá 1958. Jón Óskar
gaf út sjö ljóðabækur, þeirra á
meðal eru Skrifað í vindinn,
1953, Nóttin á herðum okkar,
1958, Næturferð, 1982, og Hvar
eru strætisvagnarnir, 1995. Smá-
sagnasafnið Mitt andlit og þitt
kom út 1952 og Sögur 1973.
Ferðabókin Páfinn situr enn í
Róm kom út 1964 og skáldsagan
Leikir í fjörunni 1968. Á árun-
um 1969-1979 komu út í sex
bindum endurminningar Jóns
um líf skálda og listamanna í
Reykjavík á fimmta og sjötta
áratugnum. Bókin Sölvi Helga-
son (Listamaður á hrakningi)
kom út árið 1984 og Konur fyrir
rétti, frásagnir af dómsmálum á
19. öld, 1987. Síðasta bók Jóns í
óbundnu máli var hugleiðinga-
bókin Undarlegt ferðalag, 1994.
Eftir Jón Óskar liggur fjöldi
þýðinga. Árið 1963 kom út bók-
in Ljóðaþýðingar úr frönsku og
fleiri þýðingar á frönskum ljóð-
um birtust í bókunum Ljóða-
stund á Signubökkum, 1988, og
Undir Parísarhimni, 1991. Auk
þess þýddi Jón margar skáld-
sögur úr frönsku og ítölsku,
þeirra á meðal eru Plágan eftir
Albert Camus (1952), Kristur
nam staðar í Eboli eftir Carlo
Levi (1959), Allir menn eru
dauðlegir eftir Simone de
Beauvoir (1982) og Litla Skotta
eftir Georg Sand (1983). Þá
þýddi hann nokkur leikrit en
þekktust þeirra eru Allir synir
mínir eftir Arthur MiIIer (Leikf.
Reykjav. 1959) og Nashyrning-
urinn eftir Eugene Ionesco,
1961. Smásögur og ljóð Jóns
Óskars hafa verið þýdd á fjölda
erlendra tungumála og 1966
kom Nóttin á herðum okkar út í
franskri þýðingu Regis Boyer.
Síðasta bókin sem Jón Óskar
vann að var Frakklandssaga
Sölva Helgasonar, en sú bók
kemur út í næsta mánuði.
títför Jóns Óskars fer fram
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
JON
ÓSKAR
Frelsi er orðið sem mér er efst í
huga þegar ég færi fátæklegar línur
á blað í þakklætisskyni og virðingar
við minn besta vin meðal skálda og
_m rithöfunda. Frelsi til að lifa, frelsi til
að skrifa. Síðustu sólarhringa hefi
ég flett verkum góðvinar míns fram
og aftur: lesið ljóð hér og Ijóð þar,
kafla og annan úr skáldverkum
hans (minningabókunum), greinar,
þýðingar, smásögurnar. Þó hefi ég
átt erfitt að festa mig við neitt: hug-
urinn fengist við sitt, hendumar við
annað. Kraðak á skrifborðinu. Eins
og skammdegisdrungi og hmn
haustlaufa hafi margfaldast síðan
mér barst fréttin um andlát skálds-
ins. Átti ég þó von á því. Ljóst að
hverju stefndi þegar ég kvaddi Jón
á Landsspítalanum 15. október sl.
Þakkarvert að krabbinn skyldi ekki
kvelja Jón Óskar lengur úr því hann
þurfti á annað borð að læsa klónum
^ í hann bölvaður. Dó Jón ungur í
anda og ókalkaður. Mér finnst
frægar línur Sigfúsar heitins Daða-
sonar, fornvinarins, ekki eiga eins
vel við nokkurn mann og Jón Óskar:
Ekkert er ódýrt. Við skulum
standa uppréttir.
Það hlýtur að hafa verið það
ógleymanlega vor 1968. Ég las til
landsprófs hið fyrra sinnið og var
reyndar kominn svo langt í því námi
í fæðingarhreppnum að það varð að
samkomulagi milli þeirra Sverris
Pálssonar, skólastjóra Gagnfræða-
skóla Akureyrar og bindindisfröm-
uðar, og elsta bróður míns Vignis,
kennara við Miðskóla Blönduóss, að
ég flyttí mig um set vestur til enn
frekari dönnunar og forfrömunar.
Það var snemma í mars. Skipti eng-
um togum þegar ég kom vestur: ég
lagðist í lestur fagurbókmennta en
skólaskræður söfnuðu ryki. Bróðir
minn átti ágætt safn bóka.
Uppgvötvaði ég nú Stein Steinarr
íyrir alvöru, las Laxness, Tómas og
Þórberg, sökkti mér niður í bók-
menntasögu Kristins E. Andrésson-
ar, las Þorpið og ljóð Jóns úr Vör og
kynntist skáldskap atómskáldanna.
Má segja að kverið Nútímaljóð
handa skólum sem Erlendur Jóns-
> son tók saman og út kom hjá Ríkis-
Æt Blómabúðin
í öaióðskom
v/ T-ossvogskirkjwcjatA .
\Simii 554 0500
útgáfu námsbóka 1967 hafi verið
kveilqan að því. Ég man beinhvítan
vormorgun þegar ég stóð á tröpp-
um skólans á Blönduósi með upp-
hafið úr Draumi heimsins syngjandi
í sinni:
Þú vaknar morgun einn og sérð til veðurs
og bak við þig er heimsins mikli draumur
um fegra líf og sáttgjamari hendur
og allra brauð og allra sólskinsstundir...
Þá kviknaði á lampa sem síðan
hefur lýst mér svo þyrnum stráðan
stíg sem bláa og breiða vegi. Og ef
mér fannst kunnugleg hrynjandin,
svo einkennandi fyrir Draum
heimsins og ljóð eins og Nóttin og
vegurinn og Vorkvæði um ísland
sem einnig voru í kverinu, þá fékk
ég skýringuna á aðventunni 1969 á
Blönduósi þegar ég gleypti í mig
fyrstu minningabók Jóns Óskars
Fundnir snillingar. En þar segist
Jóni svo í kaflanum Rekinn úr tíma
og fer út í hraun að yrkja: „Engar
ljóðabækur voni til heima hjá mér,
þegar ég var á bamsaldri, og yfir-
leitt engar fagurbókmenntir, engar
Islendingasögur, litlar eða engar
þjóðsögur. Ég kynntist þó á bams-
aldri kvæðinu Gunnarshólma eftir
Jónas Hallgrímsson. Þá var ég
snúningastrákur hjá Birni Blöndal í
Laugarholti í Bæjarsveit, en
tengdamóðir hans, Halldóra Péturs-
dóttir, móðir Þorgeirs Sveinbjarn-
arsonar skálds, lét mig hafa eftir
sér, þar til ég kunni utan að:
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfúrbláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd...
Þetta hefur allt til þessa dags
verið mér einhver dýrlegasti skáld-
skapur sem íslenzk tunga geymir,
og þegar ég nú rifja upp kvæðið,
vekur það sízt undran mína að finna
þar svipaða hrynjandi og í sumum
atómkvæðum mínum, sem menn
hafa helzt viljað setja í samband við
tónlistarmenntun mína...“ Ekki dró
það úr ágæti Jóns í mínum augum
að íslenskukennarar og aðrir and-
ans menn í skólum norðanlands
höfðu litlar mætur á verkum atóm-
skálda eða sýndu þeim allar götur
fálæti. Elsta bróður, sem var
prógressífur maður á vinstra kanti
og alþjóðlegur þjóðemissinni í anda
þess tíma, heima í fornsögum, Lax-
ness og bundnum kveðskap og um
skeið umboðsmaður Máls og menn-
ingar í Húnavatnssýslu, fannst ekki
mikið til Fundinna snillinga koma.
Taldi þetta smámuni. Ég skrifa
Þórbergi Þórðarsyni bréf, en sendi
það ekki! hnussaði í honum. En svo
hét einn kaflinn í bók Jóns. Mér
þótti það ekki verra. Mér var sá
kafli opinberan! Ég var seytján ára
gamall eins ög Jón var þegar hann
skrifaði Þórbergi og dundaði mér
ma við það veturinn minn á Blöndu-
ósi að skrifa frægum höfundum fyr-
ir sunnan bréf en sendi þau ekki.
Allt í einu var komið til sögunnar
skáld og rithöfundur sem talaði til
mín blátt áfram og laus við tilgerð.
Ég fann að hér var á ferðinni maður
sem fór með lífið í línurnar. Ég fann
samhljóminn í verkum hans og
gjörðum. Fyrir Jóni vora nebbni-
lega kjörorð frönsku byltingarinnar
Liberté, Egalité, Fratemeté, þeas
Frelsi, Jafnrétti og Bræðralag, ekki
orð innantóm heldur kjami málsins.
Það sem lífið og listin snýst um.
Verkin sýna merkin. Ekki út í blá-
inn að ritgerðasafn hans frá 1977
heitir Vitnað fyrir manninn. Það var
gaman að lifa á einmánuði 1971 í
Éyrarvegi 35 þegar mér bárust
bækur frá Máli og menningu og
Helgafelli eftir bréfum mínum og
skriflegum pöntunum til Sigfúsar
útgáfustjóra á Laugavegi 18 og
Böðvars hjá Helgafelli Ragnars í
Smára. Það er hríðarmugga og mik-
ið af þröstum og snjótittlingum á
kleinubretti móður minnar úti á
skafli en ég stend við eldhúsbekkinn
með skæri eða hníf í höndunum og
opna langþráða bókapakka og horfi
á fuglana slást um fræin og brauðið.
Þannig eignaðist ég framútgáfur
dýrlegra verka, sum kverin árituð
og tölusett: bækur eins og Hendur
og orð Sigfúsar, Sprek á eldinn með
kynngimögnuðum Vetrarmyndum
úr lífi skálda eftir Hannes Sigfús-
son, Svartálfadans Stefáns Harðar
og síðast en ekki síst Mitt andlit og
þitt, Skrifað í vindinn, Nóttin á
herðum okkar og Söngur í næsta
húsi eftir Jón Óskar. Enga íslenska
smásögu hefi ég lesið sem haft hef-
ur jafn djúp og varanleg áhrif á mig
og saga Jóns Óskars Ég, barnið,
hundurinn. Umkomuleysi drengsins
svo upprana- og áþreifanlegt.
Finnst mér Jón Óskar sér á parti
meðal íslenskra smásagnahöfunda:
stflgaldur hans í senn tær og marg-
botna. Andrúmsloft stríðsáranna
stígur þar fram eins og víða í verk-
um hans. I ljóðum sínum er Jón
maður söngs og seiðs, bjartrar von-
ar en sjaldan leiðrar eða lífsþreyttr-
ar. Fals verður ekki fundið í ljóðum
hans og hann fellur heldur ekki í þá
freistingu að „skreyta“ ljóð sín ein-
hverri hæfilegri blöndu auðkeyptr-
ar heimspeki hópsálarinnar. Það er
aldrei um kaldhugsaðar krossgátur
að ræða. Ljóð Jóns Óskars koma til
dyranna eins og þau era klædd:
áfeng og einungis ágeng af því þau
eru - þegar best lætur - svo list-
feng, umbúðalaus, hrein og bein.
Eins og skrifað stendur: stíllinn er
maðurinn. Það er ekki síst birtan
sem bregður lífi og lit á Ijóð Jóns
Óskars. Plássið leyfir ekki langar
útleggingar á listbrögðum Jóns,
frönskum háttum og áhrifum öllum
vítt of vega. Nægir að nefna fegurð
Islands og upprana, hráslaga
Reykjavíkur, tros tilverannar, tóna-
flóð hugsjóna og drauma. Allt í
þeim látlausa og einfalda stfl sem
enginn hermir eftir Jóni. Hvað stfl-
brögð varðar og stflbrigði má fyrir
utan erlendar heimsbókmenntir
jafnt vitna í klassíska tónlist og
klassískan jass sem og þjóðvísur.
Og minni ég um leið á afburðaþýð-
ingar skáldsins sem frjógvað hafa
verk þess löngum: Jón Óskar færir
okkur á tærri og skáldlegri íslensku
brautryðjendur og byltingarmenn
módemismans: snillinga eins og
Rimbaud og Baudelaire svo ég
nefni aðeins tvö skáld af meðvituðu
handahófi. Ekkert okkar helstu
skálda hefur til jafns við Jón ort
fögur og innileg ljóð um frelsi þjóð-
arinnar og áþján eftir stríðið seinna.
Minningabækur Jóns um líf hans
meðal skálda og listamanna í
Reykjavík á styrjaldaráranum og
árunum þar á eftir munu lifa eins
lengi og íslenska er uppi. Enginn
hefur fært á blað svo órækan vitnis-
burð (skáldlegan, sannfeðragan,
næman) um andblæ þess tíma.
Margir kaflanna listilegar smásög-
ur, sbr Regn á Þingvöllum, Bóndi
úr Flóanum sér hesta, Gresjur guð-
dómsins. Bara nöfnin ein lokka til
lesturs: Hernámsáraskáld, Gang-
stéttir í rigningu, Kynslóð kalda
stríðsins, Borg drauma minna. I
Borg drauma minna er Jón loksins
kominn til Parísar og fer á kostum,
ekki síst í lýsingu á lostætum kart-
öflum sem hann lifði á einum matar
gjaldeyrislaus um tíma og minntu
hann á kartöflur bernskunnar uppi
á Skaga. Snilld hvernin Jón nær að
fjalla um samtíð sína, bræður og
systur í listinni, með hlýju og hrein-
skilni. Hægara sagt en gert. Og
enginn hefur skrifað betur og ein-
lægar um manninn og skáldið Stein
Steinarr en Jón. Engin hending að
hann skuli einn hafa gert Sölva
Helgasyni verðug skil. Eða skrifað
bókina Konur fyrir rétti. Jón er
móralskur höfundur og skáld með
forteiknum ljóss og lífs. Hlutur
Jóns Óskars í opinberri umbun og
fyrirgreiðslu í öfugu hlutfalli við
ágæti verka hans. „Ég segi það sem
mér sýnist/en það fellur ekki öllum“
kveður Jón í Söng í næsta húsi og í
Þú sem hlustar standa þessar eftir-
minnilegu línur: „Ég hlýði engum
röddum lengur að utan/því inni eru
raddir /sterkari, betri.“ Kostar að
syngja með sínu nefi. Það stóð Jóni
praktískt fyrir þrifum. Reynslusaga
frjálsborins manns sem hlýðir
hvorki tilkynningaskyldu til vinstri
né hægri en lifði sína daga með lítilli
þjóð laus við tepru- og klíkuskap.
Er mér það bæði ljúft og skylt að
þakka Jóni vináttu hans og viðmót í
minn garð frá því kynni hófust sum-
arið 1983 þar til yfir lauk. Ber eng-
an skugga á. Hann sýndi mér ekki
yfirlæti né hroka í krafti aldurs,
menntunnar og þekkingar. Slíkt lá
honum fjarri. Aftur á móti var hann
boðinn og búinn að efla málkennd
mína og stflkennd. Fór yfir ljóð mín
og lausamálstexta, stundum eftir að
þeir höfðu birst á prenti, og var það
alltaf til bóta. Glöggur á skandinav-
iskuna! Jón þoldi illa fleipur og
staðlausa stafi og gat þá orðið all-
hvass. En þó fyrst og fremst hlýr.
Hann gerði athugasemdir við kafla
sem ég sendi honum úr Sigurhæð-
um sálmaskáldsins fram í andlátið.
Skorinorð og skemmtileg vora bréf
hans þó hann fjallaði um alvarlega
hluti. Brá aldrei fyrir aulafyndni en
aftur á móti leiftrandi kímni, háði
og hreinum innblæstri. Enginn hef-
ur sent mér kort frá íslandi með
fegurri myndum af eyjunni bláu.
Þau kort þannig valin að ég skynj-
aði undirölduna: ástina til lands og
fólks. Einu sinni sem oftar kom ég í
heimsókn á Ljósvallagötuna.
Fannst mér súr og jafnvel stæk lykt
í stofunni þó ég léti lítt á því bera.
Horfði Jón á mig spotskur á svip og
spurði loks: finnst þér svoltið ein-
kennileg lykt hér inni? Játti ég þvi.
Jónas Svafár var hér á ferðinni í
morgun, sagði Jón, og missti mjólk
úr mal sínum í teppið hjá mér. Þeir
vora víst orðnir nokkuð gamlir
droparnir. Ég þakka göngutúra á
Akureyri og í Reykjavík. Sérstak-
lega einn um Eyrina á blíðviðris-
kvöldi eins og þau verða best fyrir
norðan. Það var kapituli fyrir sig að
heimsækja Jón í skólastofuna sem
hann hafði til umráða í Gagnfræða-
skóla Akureyrar sumarvikur þær
sem hann dvaldi árlega í höfuðbóli
norðurlands við skriftir um langa
hríð. Þar var öllu einkar haganlega
fyrir komið: rauða ritvélin hand-
knúna í öndvegi, arkir, pappír,
handrit, bækur og blöð á borðum og
stólum. Ekkert sem traflaði einbeit-
inguna. Jón kunni að meta kyrrðina,
gróðurinn og veðrið og menningin
fyrir norðan lét hann eiga sig. Þá
var ekki síst gaman að fá Jón í
heimsókn til Svíaríkis vorið 1994 þó
hann gengi ekki heill til skógar,
þjakaður af sjúkdómi þeim sem að
lokum dró hann til dauða. Það komu
að vísu ekki nema tveir að hlusta á
okkur í Uppsölum og sex í Stokk-
hólmi en veðrið var gott og Jón dug-
legur að fara í músíkbúðir og kaupa
nótnahefti og fræddist opnum huga
um sænska tónsmiði eins og Sten-
hammar, Hugo Alfvén en valla
Buxtehude! Það mátti ljá þeim eyra
þó ekki væra neinir stórmeistarar.
Er ég Jóni þakklátur að hafa fengið
að snúa ljóðum hans á sænsku í þrí-
tyngdri Listbókinni Steinn sem
syngur sem Jón orti ljóðin í fyrir
sænska myndlistarkonu og var út-
gefin í 100 tölusettum eintökum og
prentuð í Frakklandi 1993. Ljóðin
sýna ljóslega töfra Jóns og klassísk-
an hreinleika máls hans á efri árum.
Rétt eins og ljóðin í síðustu Ijóðabók
hans Hvar era strætisvagnarnir?
Úr Listbókinni:
Stjarna að morgni
Steinn sem ljómar
grár gulur blár.
Landið losar svefninn.
Að lokum sendi ég eiginkonu
Jóns, listakonunni Kristínu Jóns-
dóttur frá Munkaþverá, dóttur
þeirra Unu Margréti (og öðram
sem sárt eiga um að binda) samúð-
arkveðjur okkar Kerstínar. Krístín
og Una bjuggu Jóni fagra umgjörð
og óbrotna á Ljósvallagötu 32. Eitt
sinn þegar Jón Oskar barst á tal
okkar Jóns úr Vör mælti heiðurs-
maðurinn að vestan þessi eftir-
minnilegu orð af nokkram þunga:
Jón Oskar er karakter. Tek ég und-
ir þau orð af heilu hjarta. „Það er
kyndugt þetta ljóð um frelsið/og
skrýtin þessi orð sem hafa los-
að/hendur okkur, brjóst okkar og
tungu/‘ Vitaskuld átti ég að tileinka
Jóni Oskari Undarlegt þetta með
ljóðið sem ég orti sólarvorið 1975
þegar ég vann á geðveikrahælinu í
útjaðri Gautaborgar og birtist í
blátt áfram (1983). Nú í virðingu og
þökk:
undarlegt þetta með ljóðið
hvemin það kemur til þín
gegnum kaldar bláar öldur
og þú skyiyar óendanleik hafsins
framandi tóna frá ströndum landa
þar sem þú hefur aldrei verið
eins og birti inni þegar dimmir úti
mínúten gengur upp í sér sjálfri
og þú ert ekki lengur einn
undarlegt þetta með Ijóðið
Friði Jóhannesar, Úlfasundum,
Bromma Fyrsta vetradag.
Jóhann árelíuz.
í ritdómi um fyrstu ljóðabók Jóns
Óskars, Skrifað í vindinn, komst ég
svo að orði: „Ég man ekki eftir að
hafa lesið jafngóða frumsmíð eftir
íslenskt ljóðskáld síðan Kvæði
Snorra Hjartarsonar komu út
1944.“ Enga spádómsgáfu þurfti til
að sjá að þar fór skáld sem setja