Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndasýning á mbl.is / boði IMans Petíríes Þorkell Þorkelsson Ijósmyndari Morgunblaðsins segir ferðasögu sína frá því hann var í frak í sept- ember sl. í máli og myndum á mbl.is. Þorkell sá ástandið í frak með augum Ijósmyndarans og eru birtar um 70 Ijósmyndir á mbl.is. www.mbl.is BÖRN TÍMANS BÆKUR Skáldsögur MARÍUGLUGGINN eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur. For- lagið, Reykjavík 1998, 300 bls. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. HVERNIG er það líf sem ein- ungis er lifað í núinu? Þar sem strikað er yfír fortíðina í eitt skipti fyrir öll og lífinu skipt í kafla sem hægt er að ljúka og afgreiða á þann veg að einn taki óháður við af öðr- um? Er slíkt líf mögulegt eða felur það sjálfkrafa í sér andhverfu sína, dauðann? Þannig er meðal annars spurt í nýjustu skáldsögu Fríðu A. Sigurðardóttur, Maríu- glugganum. Tíminn er í aðalhlutverki í þess- ari sögu sem hefst á leit myndlistarkonunn- ar Hildar að fullkomnu andliti heilagrar Maríu með soninn nýfædda. Hildur getur ekki skapað Maríugluggann sem hún vinnur að því hún finnur ekki þá yf- irskilvitlegu frummynd sem hún telur sig þurfa að nálgast í list- sköpun sinni. Merking- arleit hennar myndar ramma sögunnar og hrindir í raun atburða- rásinni af stað þegar ástmaður hennar, Páll, missir eitt andartak vökutökin á hugsunum sínum og hálfgleymd minning hans um stúlkuna Unu sprettur fram. Leit Hildar að Unu leiðir hana hins vegar til Úrsúlu, móður Unu, sem tekur að segja henni sögur og við það taka minningar hennar sjálfrar einnig að flæða fram. Astmaðurinn og uppgjafarrithöfundurinn Páll sest hins vegar niður við skriftir til að segja Hildi sína sögu og þannig fer margfold frásagnarvél sögunn- ar af stað. Yfir og allt um kring er svo franski rithöfundurinn Marcel Proust, „vinur“ Páls, og hin fræga leit hans að glötuðum tíma. Líkt og í fyrri skáldsögum Fríðu takast persónur á við sína eigin sögu sem felur í sér uppgjör við fjölskyldu og aðra ástvini, en slíkt uppgjör birtist með eftiminnileg- ustum hætti í verðlaunasögunni Meðan nóttin líður. I þessari nýju sögu er það þó ekki ein vitund sem safnar öllum sögunum saman eins og í hinni fyrri, heldur tvær. Hildur og Páll skiptast á að segja sögur sínar í aðgreindum köflum, en inn í frásögn Hildar fléttast einnig minn- ingar Úrsúlu frá æskuárum hennar í Þýskalandi nasismans. Fyrstu persónu sjónarhorn sögunnar er margfalt og það tekur lesandann stundum nokkurn tíma að átta sig á því hver talar hverju sinni. Líkt og í sambandi þeirra Hildar og Páls ná frásagnir þeirra ekki að snertast fyrr en undir lok sögunnar og kem- ur það að sumu leyti í veg fyrir að átök eða spenna myndist milli radda textans. Textinn er ekki of- inn úr samtölum heldur úr fjölda eintala þar sem hver persóna hringsólar í eigin minningum og stundum virðist þeim meira um vert að tala en að einhver hlusti. Orðræður Hildar og Páls eru að miklu leyti innri eintöl sem fyrst og fremst beinast að þeim sjálfum og stundum gera þau sér ekki grein fyrir því hvort jiau hafa talað upp- hátt eða ekki. A hinn bóginn beinir Úrsúla orðum sínum beint til Hild- ar því hún telur sig eiga við hana brýnt erindi. Smám saman kemur í Ijós að saga Úrsúlu af nasismanum á sér hliðstæður í frásögn Páls af samskiptum hans við Unu og snertifletir myndast milli þessara aðgreindu kafla sem í fljótu bragði virðast ekki eiga margt sameigin- legt. Hliðstæðurnar fela ekki síst í sér spurningar um ábyrgð einstak- lingsins, bæði á eigin lífi og lífi ann- arra, meðal annars þá klassísku: „á ég að gæta bróður/systur minnai’". Þýskaland nasismans er ekki ein- angrað fyrirbæri í tíma og rúmi, hliðstæður þess er að finna í mann- legum samskiptum alls staðar á öll- um tímum. Verkið hefur því sterk- an pólitískan og siðferðilegan und- irtón án þess að um einradda boð- skap sé að ræða. Páll er að skrifa sögu sína fyrir Hildi með það fyrir augum að játa henni ást sína og endurheimta ást hennar sem hann telur sig hafa glatað. Samband þeirra hefur einkennst af hræðslu og feluleik þar sem hvorugt hefur verið tilbúið til að gefa nokkuð af sér. Þau hafa ekki þorað að sýna sitt „rétta“ andlit, enda vita þau varla hvert það andlit er. Bréf Páls er í aðra röndina bónorðsbréf, eins og hann segir sjálfur, og Hildur bæði uppspretta og takmark frásagnar hans. Hann er að skrifa sig til hennar en kemst loks að því að hann er ekki síður að skrifa fyrir sjálfan sig. Til að ná til Hildar verð- ur hann að takast á við eigin fortíð og reyna að finna eitthvert sam- hengi í lífi sínu. Skrif hans verða þannig leit að merkingu á sama hátt og listsköpun Hildar en til að nálgast þá merkingu verða þau bæði að gefa eitthvað af sjálfum sér í sköpunarverk sín. Eins og sögu- hetja Prousts reynir Páll að færa fortíðina inn í nútíðina en tekst það ekki til fulls, því fortíðin er alltaf liðin og aðeins hægt að nálgast það sem var með sköpun eða endur- sköpun. Páll kallar sannleikann „leik hins sanna“, það er hægt að leika sér með sannleikann og hann getur einnig leikið með fólk. Það er aðeins hægt að nálgast hann með frásögnum eða sögum og maður getur aldrei verið viss um að kjam- anum hafi verið náð. Sé hann ein- hvers staðar að finna virðist það í merkingarheimi textans helst vera í mynd móðurinnar með ungbarnið, einmitt þeirri mynd sem Hildur leitast við að túlka í list sinni. Text- inn færir þannig vissar stoðir undir goðsögnina um hina helgu móður þótt í textanum sé einnig að finna móðurímyndir af allt öðrum toga. I nýlegu viðtali í Degi segist Fríða alltaf vera að skifa um það sama, um gildi vonarinnar og lífið sem gjöf. Þetta viðfangsefni er þó kannski ekki síður tengt valdi for- tíðarinnar í lífi okkar og þörf okkar fyrir rætur og tengsl við fjölskyldu og aðra ástvini. í Maríuglugganum er sjónarhornið víkkað út með póli- tískri vídd sögunnar, saga hvers einstaklings er hvorki einstök né afmörkuð, heldur snertir hún sögur annarra og á sér hliðstæður á öðr- um tímum og í öðru rúmi. Úrsúla segir við Hildi að við séum ekki börn tímans því saga þeirra sem eru öðruvísi sé eins á öllum tímum (116). Persónur þessarar sögu eru hins vegar börn margra tíma í þeim skilningi að fortíð þeirra og nútíð blandast stöðugt saman í lífi þeirra. Hildur kemst að því að líf sem felur aðeins í sér núið sé skelfilegt, það er líf án sögu, án skuldbindinga, án tengsla við neitt nema sjálft sig, bæði hljóðlaust og hreyfingarlaust - hið fullkomna tóm. Kristín Viðarsdóttir Fríða Á. Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.