Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍM1S691100, SÍMBRÉFS691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ&MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 . VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vilja umhverfísmat á Fljótsdalsvirkjun EBÍ með 2,5% eignarhlut í Landsbanka Eignarhaldsfélagið Brunabótafé- —lag Islands (EBÍ) stóð á bak við kaup Vilhjálms Bjarnasonar við- skiptafræðings á hlutafé í Lands- banka íslands hf. í þriðja tilboðs- flokki hlutafjárútboðs bankans fyi'r í þessum mánuði. Eignarhaldsfélag- ið keypti þannig fimmtíu milljónir að nafnvirði eða 128 milljónir að markaðsvirði. Félagið lét ekki þar við sitja heldur hefur að undanförnu til viðbótar keypt hlutabréf í Lands- bankanum úr almenna útboðs- flokknum. Það á nú hlutafé í bank- anum fyrir 162,5 milljónir króna að nafnvirði og hefur það alls varið 370 milljónum króna til kaupanna. Eignarhaldsfélagið á nú alls 2,5% hlutafjár í Landsbankanum og er — stærsti hluthafmn á eftir ríkinu. ■Eignar hlutur /18 Morgunblaðið/Þorkell MÁVAGER HREPPSNEFND Fljótsdals- hrepps hefur samþykkt ályktun þar sem mælt er með því að fram- kvæmt verði lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkj- unar. Nefndin beinir því ennfrem- ur til Landsvirkjunar og stjórn- valda að beita sér fyrir því að mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkj- unar verði framkvæmt með lög- formlegum hætti. Fjórir af fimm hreppsnefndar- mönnum samþykktu ályktunina, en oddviti hreppsins sat hjá. Jóhann F. Þórhallsson hreppsnefndarmað- ur bar tillöguna upp og segir kveikjuna að henni vera komna frá því hve miklar breytingar hafi orð- ið á viðhorfi almennings til náttúr- unnar á undanfórnum ámm. Viðhorf til náttúru og umhverfis breyst „Leyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun var samþykkt á Alþingi árið 1981, en síðan þá hefur mikið vatn runn- ið til sjávar. Viðhorf til náttúra og umhverfis er allt annað en það var þá. Menn eru famir að sjá að ósnortin náttúra er ekki einskis virði. Við teljum að það yrði slæmt ef menn stæðu uppi eftir ár eða áratugi og almennt sjónarmið væri að með Fljótsdalsvirkjun hefðu verið gerð slæm mistök. Þá verður hægt að benda á að það hafi ekki verið notuð bestu tæki sem til vora til að varna þessum mistökum. En við höfum lögformlegt mat á umhverfisáhrifum og það er full- komnasta tækið sem við höfum til að meta áhrif virkjunarinnar á náttúra og lífríki svæðisins. Það er okkar skoðun að við eigum að nota það. Það segir í sjálfu sér ekkert um það hvort við séum á móti virkjunum eða ekki, en við eigum ekki að fara út í svona fram- kvæmdir nema að vera búin að kanna afleiðingar þeirra ítarlega," segir Jóhann F. Þórhallsson. Sýslumaðurinn í Hafnarfírði Lögbann á að- gerðir sjómanna í Straumsvík SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði lagði um sexleytið í gær lögbann á aðgerðir Sjómannafélags Reykja- víkur á hafnarbakkanum í Straumsvík, en félagið stöðvaði löndun úr flutningaskipinu Hanse- duo á miðnætti í fyrrinótt vegna deilna um kjör sjómanna um borð. Lögbannið tók strax gildi og óskaði gerðarbeiðandi eftir aðstoð lögreglu til þess að framfylgja lög- banninu þai' sem gerðarþoli, Sjó- mannafélag Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig um hvort aðgerðunum yrði hætt eða ekki. Lögregla kom á staðinn um kvöldmatarleytið og hætti Sjómannafélagið þá aðgerð- um og yfirgaf svæðið. Skipið er í eigu þýskrar útgerð- ar, en Eimskipafélag íslands hefur það á leigu, meðal annars til flutn- inga fyrir íslenska álfélagið í Straumsvík. Gerðarbeiðandi, sem er Eimskipafélag Islands, og Is- lenska álfélagið verða að krefjast staðfestingar á lögbanninu fyrir dómstólum innan viku frá gildis- töku þess. Megn óþefur Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði að megn óþefur væri af þessum úrskurði sýslumannsins í Hafnarfirði og hann byggði það á þeim málflutningi sem vinnuveit- endur hefðu haft uppi þegar málið var tekið fyrir hjá sýslumanni í gær. Hann hefði ekki verið upp á marga físka. ■Lögbann/11 Morgunblaðið/Árni Sæberg SJÓMENN yfirgefa Straumsvíkurhöfn um kvöldmatarleytið í gær eftir að lögreglan í Hafnarfirði hafði komið á staðinn til að fylgja eftir lögbanni sýslumannsins í Hafnarfirði. A innfelldu myndinni ræðir Jónas Garðarsson, forniaður Sjómannafélags Reykjavíkur, við lögregluna. Vinnuveitendur óska eftir viðræðum við fjármálaráðherra VSÍ vill ekki lækka atvinnutry ggingagj ald FRAMKVÆMDASTJÓRI Vinnu- veitendasambands íslands hefur kynnt fjármálaráðherra hugmynd um að fallið verði frá fyrirhugaðri lækkun atvinnutryggingagjalds á næsta ári sem boðuð er í fjárlaga- framvarpinu. Vilja vinnuveitendur Atvinnuleysistryggingasjóður geti vaxið í góðæri en minnkað á erfiðleikaskeiðum. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að Geir H. Haarde fjármálaráðherra hafi tekið vel í hugmyndina og að hún yrði tek- in með í fjáriagaumræðuna á næstu vikum. Atvinnurekendum hefur frá árinu 1996 verið gert að standa straum af kostnaði við atvinnuleysis- tryggingar með gjaldi sem verið hef- ur 1,15% af öllum launum. Hefur heildargjaldið numið rúmum 3,4 milljörðum króna en verði það 1%, eins og lagt er til í fjárlagafrumvarp- inu, lækkar það um 450 milljónir króna. Er þá miðað við að atvinnu- leysi sé að meðaltali um 2,6%. „Við teljum að Atvinnuleysis- tryggingasjóðurinn eigi að vera til sveiflujöfnunar en ekki til að magna sveiflurnar. Þess vegna er það til- laga okkar að fallið verði frá áform- um um að lækka skatta á atvinnu- reksturinn heldur verði skattheimt- unni haldið áfram í þágu þessa sjóðs. Jafnhliða óskum við eftir því að fundið verði út hvaða reglur koma í staðinn, hvernig sjóðurinn eigi að skerðast við vaxandi at- vinnuleysi og hvert samhengi milli iðgjalds og sjóðs eigi að vera,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Sjóðurinn vaxi í góðæri I bréfinu til fjármálaráðherra segir meðal annars: „Um þessar mundir er afar mikil eftirspurn eftir starfsfólki í nær öllum greinum at- vinnulífsins. Því liggur nærri að álykta að skráð atvinnuleysi sé að nálgast lágmark þannig að brejd- ingar verði fremur til hækkunar en lækkunar. Þótt enn séu engin merki um alvarlegan samdrátt í efnahags- lífi Islendinga er óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir því að úr hag- vexti kunni að draga á næstu miss- erum samfara erfiðleikum í efna- hagsstarfsemi víða um heim. Við þessar aðstæður og með tilliti til þess hversu mikilvægt er að búa atvinnulífið sem best undir mögu- legar afkomusveiflur á næstu áram telur VSÍ rétt að mæla með þeirri grandvallarbreytingu á fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs að sjóðnum verði ætlað að vaxa í góð- æri en minnka á erfíðleikaskeiðum.“ Iðnó 39 milljónir umfram fjár- veitingu í GREINARGERÐ borgar- verkfræðings vegna fram- kvæmda við Iðnó kemur fram að gert var ráð fyrir 40 milljóna króna kostnaði á árinu en útlit er fyrir að kostnaður verði 79 milljónir. Heildarkostnaður vegna endurbyggingarinnar er því áætlaður 241 milljón króna miðað við verðlag í september sl. í stað 205 milljóna. Fram kemur að mestur hluti hækkunarinnar sé vegna sviðs- búnaðar eða 11,5 milljónir ki-óna, ýmiskonar sérbúnaðar eða 14,4 milljónir og sérstakra aðgerða vegna hljóðeinangrun- ar, 5,4 milljónir. Tekið er fram að kostnaðurinn sé vegna sér- stöðu rekstraraðila og að ekki hafi legið fyrir ákvarðanir um þennan kostnað þegar heildar- áætlun var gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.