Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 13 AKUREYRI Mikill og góður skiðasnjór í Dalvíkurbyggð og Ólafsfírði Fjölmennt á skíða- svæðum um helgina SKÍÐAÁHUGAFÓLK fjölmennti í skíðabrekkurnar í Böggvisstaða- fjalli við Dalvík og í Tindaöxl í Ólafsfirði sl. laugardag. Þar voru skíðalyftur í gangi og ágætis skíða- færi. Veðrið setti hins vegar strik í reikninginn á sunnudag og þá var ekkert hægt að hafa opið í Böggvis- staðafjalli. Skíðasvæðið í Tindaöxl var hins vegar opið en veðrið var mjög leiðinlegt og því fáir á skíðum. Óskar Óskarsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, sagði að vel á annað hundrað manns hefði verið á skíðum í Böggvisstaðafjalli á laug- ardag. Stór hluti þeirra var að- komufólk, m.a. frá Akureyri og Reykjavík. „Einnig verður mikið um að vera hér um næstu helgi en þá eigum við von á yfir 100 manns frá Reykjavík, bæði bretta- og skíðafólki. Skíðaæfingar eru hér í fullum gangi og hingað koma m.a. elstu krakkanir hjá Skíðaráði Akur- eyrar.“ Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli er opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 17.30-20 og um helgar frá kl. 12-16. Óskar sagði að þótt snjóinn hefði tekið mikið upp í bænum, væri enn nægur snjór í fjallinu og þar sæi varla á dökkan díl. Upplýsingasími félagsins er 878 1606. Getum tekið á móti hópum Kristján Hauksson, formaður Skíðadeildar Leifturs, sagði að að- sóknin á laugardag hefði verið mjög góð og að hann vonaðist eftir enn fleh-a fólki á skíðasvæðið næstu helgar. „Aðstæður hér eru góðar og við getum tekið á móti hópum frá öðrum landshlutum. Við höfum m.a. sent skíðafélögum landsins upplýs- ingar um skíðasvæðið. Hér eru líka góðar göngubrautir og A-landsliðið í norrænum gi-einum var hér á æf- ingu á dögunum og þá er von á hópi til æfinga sem fer á Ólympíuleika æskunnar í mars á næsta ári.“ Kristján sagði að skíðasvæðið væri nú opnað nokkuð snemma en þó hefði áður verið farið af stað í lok október. „Við höfum verið frek- ar óheppin síðustu tvö ár og því er það hið besta mál fyrir okkur að geta opnað þetta snemma í ár.“ Fyrst um sinn er ráðgert að skíðasvæðið verði opið tvo til þrjá daga í viku frá kl. 17-19 og um helgar frá kl. 13-17. Morgunblaðið/Kristján SKÍÐAÁHUGAFÓLK fjölmennti í Böggvisstaðafjall á laugardag og komu margir nokkuð langt að. í þeim hópi voru frændsystkinin Sigríð- ur Sigurðardóttir og Anna Hafþórsdóttir frá Akureyri og Jökull Helgi Sigurðsson, en hann kom alla leið úr Reykjavík. Morgunblaðið/Kristján Margir þáðu heim- boð ÚA og Samherja FJÖLMARGIR gestir þáðu heim- boð Utgerðarfélags Akureyringa hf. og Samherja hf. og skoðuðu tvö af frystiskipum félaganna, Sléttbak EA og Baldvin Þor- steinsson EA sl. Iaugardag. Skip- verjar tóku á móti gestum, leið- beindu þeim og fræddu um skip- in._ I skemmu Flutningamiðstöðv- ar Norðurlands kynntu fyrirtæki sem tengjast sjávarútveginum vörur sínar og gestir fengu að bragða á framieiðslu ÚA og Sam- herja. Þá var í gangi getraun, þar sem vinningar voru 9 kg öskjur með fiskflökum og bolir og því fóru margir heim á leið eftir góðan dag með glaðning í farteskinu. Heimboðið var liður í fræðslu- átaki íslenskra útvegsmanna á ári hafsins en tilgangurinn er að glæða áhuga og auka þekkingu landsmanna á undirstöðuatvinnu- vegi íslensku þjóðarinnar. Leifur Þormóðsson, stýrimað- ur á Baldvini Þorsteinssyni EA, sýnir hér áhugasömum gestum stjórntækin í brú skipsins. Á millidekkinu voru þeir Páll Skúlason, rektor Háskóla Is- lands, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, að skoða vinnslubúnaðinn um borð. , Morgunblaðið/Kristján KARÓLINA - Restaurant hefur þá sérstöðu að gestir geta fylgst með matreiðslumeistaranum að störfum. Á myndinni eru Friðrik V. Karls- son yfirmatreiðslumeistari og Vignir Már Þormóðsson veitingamaður. Nýr veitmgastað- ur í Listagilinu NÝR veitingastaður hefur verið opnaður í Listagilinu á Akureyri. Staðurinn ber nafnið Karólína - Restaurant og er í raun viðbót við þann rekstur sem fram hefur farið í Café Karólínu undanfarin ár og eru rekstraraðilar þeir sömu. Karólína - Restaurant hefur sér- stöðu í veitingastaðaflóru bæjarins, þar sem gestir eiga þess kost að sjá matreiðslumeistarann að störfum við matseldina. Yfirmatreiðslumeist- ari er Friðrik V. Karlsson og yfir- framreiðslumaður Lilja Ingibjörg Hjartardóttir. Listin einkennir staðinn og hafa margir listamenn komið þar að verki. Hallgrímur Ingólfsson hafði yfirumsjón með innanhússhönnun, Jón Laxdal Halldórsson gerði lista- verk á borðplötur, Jenný Valdimars- dóttir hannaði og framleiddi borð- búnað, Jóhann Sigurðsson hannaði lýsingu, Sigriður Sunneva hannaði búninga starfsfólks, svo og möppu um mat- og vínseðla og Gunnur Gunnarsdóttir saumaði búninga. Iðnsveinar útskrifast NÝÚTSKRIFAÐIR iðnsveinar á Norðurlandi, níu í húsasmíði og einn í málaraiðn fengu aflient sveinsbréf sín nýlega. Að venju var efnt til hófs á Akureyri af því tilefni en aðeins þrír af þeim tíu sem útskrifuðust gátu mætt þar og m.a. setti veðrið strik í reikn- inginn. Á myndinni eru f.v. Hólmsteinn Snædal prófnefndar- maður, Guðmundur Jóhannsson prófmeistari, þá húsasmíðasvein- arnir Kristbjörn Arngrímsson og Sindri Björn Hreiðarsson, mál- arasveinninn Ingibjörg Guð- laugsdóttir, Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna í Eyjafirði, og Stefán Jónsson formaður Meist- arafélags byggingamanna á Norðurlandi. Morgunblaðið/Kristján Myndlist eftir Erró og Amí til sýnis Þá er einn þekktasti myndlistar- maður þjóðarinnar, Erró, íyrstur til að sýna verk sín í efri sal veitinga- staðarins. Um er að ræða verk sem listamaðurinn gaf Reykjavíkurborg og þar á meðal sería keramikverka en slíkar myndir Erró hafa aldrei áður verið sýndar á Akureyri. I neðri sal er sýning á verkum eftir myndlistarkonuna Amí, Önnu Maríu Guðmann. Aksjón 3. nóvember, þiiðjudagur 12.00ÞSkjáfréttir 18.15ÞKortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýnd- ur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15 og 20.45. 21.00ÞBæjarmál Fundur í bæjarstjórn Akureyrar frá fyrr um daginn sýndur í heild.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.