Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 13 AKUREYRI Mikill og góður skiðasnjór í Dalvíkurbyggð og Ólafsfírði Fjölmennt á skíða- svæðum um helgina SKÍÐAÁHUGAFÓLK fjölmennti í skíðabrekkurnar í Böggvisstaða- fjalli við Dalvík og í Tindaöxl í Ólafsfirði sl. laugardag. Þar voru skíðalyftur í gangi og ágætis skíða- færi. Veðrið setti hins vegar strik í reikninginn á sunnudag og þá var ekkert hægt að hafa opið í Böggvis- staðafjalli. Skíðasvæðið í Tindaöxl var hins vegar opið en veðrið var mjög leiðinlegt og því fáir á skíðum. Óskar Óskarsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, sagði að vel á annað hundrað manns hefði verið á skíðum í Böggvisstaðafjalli á laug- ardag. Stór hluti þeirra var að- komufólk, m.a. frá Akureyri og Reykjavík. „Einnig verður mikið um að vera hér um næstu helgi en þá eigum við von á yfir 100 manns frá Reykjavík, bæði bretta- og skíðafólki. Skíðaæfingar eru hér í fullum gangi og hingað koma m.a. elstu krakkanir hjá Skíðaráði Akur- eyrar.“ Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli er opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 17.30-20 og um helgar frá kl. 12-16. Óskar sagði að þótt snjóinn hefði tekið mikið upp í bænum, væri enn nægur snjór í fjallinu og þar sæi varla á dökkan díl. Upplýsingasími félagsins er 878 1606. Getum tekið á móti hópum Kristján Hauksson, formaður Skíðadeildar Leifturs, sagði að að- sóknin á laugardag hefði verið mjög góð og að hann vonaðist eftir enn fleh-a fólki á skíðasvæðið næstu helgar. „Aðstæður hér eru góðar og við getum tekið á móti hópum frá öðrum landshlutum. Við höfum m.a. sent skíðafélögum landsins upplýs- ingar um skíðasvæðið. Hér eru líka góðar göngubrautir og A-landsliðið í norrænum gi-einum var hér á æf- ingu á dögunum og þá er von á hópi til æfinga sem fer á Ólympíuleika æskunnar í mars á næsta ári.“ Kristján sagði að skíðasvæðið væri nú opnað nokkuð snemma en þó hefði áður verið farið af stað í lok október. „Við höfum verið frek- ar óheppin síðustu tvö ár og því er það hið besta mál fyrir okkur að geta opnað þetta snemma í ár.“ Fyrst um sinn er ráðgert að skíðasvæðið verði opið tvo til þrjá daga í viku frá kl. 17-19 og um helgar frá kl. 13-17. Morgunblaðið/Kristján SKÍÐAÁHUGAFÓLK fjölmennti í Böggvisstaðafjall á laugardag og komu margir nokkuð langt að. í þeim hópi voru frændsystkinin Sigríð- ur Sigurðardóttir og Anna Hafþórsdóttir frá Akureyri og Jökull Helgi Sigurðsson, en hann kom alla leið úr Reykjavík. Morgunblaðið/Kristján Margir þáðu heim- boð ÚA og Samherja FJÖLMARGIR gestir þáðu heim- boð Utgerðarfélags Akureyringa hf. og Samherja hf. og skoðuðu tvö af frystiskipum félaganna, Sléttbak EA og Baldvin Þor- steinsson EA sl. Iaugardag. Skip- verjar tóku á móti gestum, leið- beindu þeim og fræddu um skip- in._ I skemmu Flutningamiðstöðv- ar Norðurlands kynntu fyrirtæki sem tengjast sjávarútveginum vörur sínar og gestir fengu að bragða á framieiðslu ÚA og Sam- herja. Þá var í gangi getraun, þar sem vinningar voru 9 kg öskjur með fiskflökum og bolir og því fóru margir heim á leið eftir góðan dag með glaðning í farteskinu. Heimboðið var liður í fræðslu- átaki íslenskra útvegsmanna á ári hafsins en tilgangurinn er að glæða áhuga og auka þekkingu landsmanna á undirstöðuatvinnu- vegi íslensku þjóðarinnar. Leifur Þormóðsson, stýrimað- ur á Baldvini Þorsteinssyni EA, sýnir hér áhugasömum gestum stjórntækin í brú skipsins. Á millidekkinu voru þeir Páll Skúlason, rektor Háskóla Is- lands, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, að skoða vinnslubúnaðinn um borð. , Morgunblaðið/Kristján KARÓLINA - Restaurant hefur þá sérstöðu að gestir geta fylgst með matreiðslumeistaranum að störfum. Á myndinni eru Friðrik V. Karls- son yfirmatreiðslumeistari og Vignir Már Þormóðsson veitingamaður. Nýr veitmgastað- ur í Listagilinu NÝR veitingastaður hefur verið opnaður í Listagilinu á Akureyri. Staðurinn ber nafnið Karólína - Restaurant og er í raun viðbót við þann rekstur sem fram hefur farið í Café Karólínu undanfarin ár og eru rekstraraðilar þeir sömu. Karólína - Restaurant hefur sér- stöðu í veitingastaðaflóru bæjarins, þar sem gestir eiga þess kost að sjá matreiðslumeistarann að störfum við matseldina. Yfirmatreiðslumeist- ari er Friðrik V. Karlsson og yfir- framreiðslumaður Lilja Ingibjörg Hjartardóttir. Listin einkennir staðinn og hafa margir listamenn komið þar að verki. Hallgrímur Ingólfsson hafði yfirumsjón með innanhússhönnun, Jón Laxdal Halldórsson gerði lista- verk á borðplötur, Jenný Valdimars- dóttir hannaði og framleiddi borð- búnað, Jóhann Sigurðsson hannaði lýsingu, Sigriður Sunneva hannaði búninga starfsfólks, svo og möppu um mat- og vínseðla og Gunnur Gunnarsdóttir saumaði búninga. Iðnsveinar útskrifast NÝÚTSKRIFAÐIR iðnsveinar á Norðurlandi, níu í húsasmíði og einn í málaraiðn fengu aflient sveinsbréf sín nýlega. Að venju var efnt til hófs á Akureyri af því tilefni en aðeins þrír af þeim tíu sem útskrifuðust gátu mætt þar og m.a. setti veðrið strik í reikn- inginn. Á myndinni eru f.v. Hólmsteinn Snædal prófnefndar- maður, Guðmundur Jóhannsson prófmeistari, þá húsasmíðasvein- arnir Kristbjörn Arngrímsson og Sindri Björn Hreiðarsson, mál- arasveinninn Ingibjörg Guð- laugsdóttir, Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna í Eyjafirði, og Stefán Jónsson formaður Meist- arafélags byggingamanna á Norðurlandi. Morgunblaðið/Kristján Myndlist eftir Erró og Amí til sýnis Þá er einn þekktasti myndlistar- maður þjóðarinnar, Erró, íyrstur til að sýna verk sín í efri sal veitinga- staðarins. Um er að ræða verk sem listamaðurinn gaf Reykjavíkurborg og þar á meðal sería keramikverka en slíkar myndir Erró hafa aldrei áður verið sýndar á Akureyri. I neðri sal er sýning á verkum eftir myndlistarkonuna Amí, Önnu Maríu Guðmann. Aksjón 3. nóvember, þiiðjudagur 12.00ÞSkjáfréttir 18.15ÞKortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýnd- ur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15 og 20.45. 21.00ÞBæjarmál Fundur í bæjarstjórn Akureyrar frá fyrr um daginn sýndur í heild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.