Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Framkvæmdir við nýja kaþólska kirkju við Hrafnagilsstræti á Akureyri
Húsinu
umbylt
FRAMKVÆMDIR við nýja kaþ-
ólska kirkju á Hrafnagilsstæti 2 á
Akureyri standa nú yfír, en það
hefur lengi verið heit ósk þeirra
sem sótt hafa kapellu kaþólska
safnaðarins sem reynar er í næsta
húsi, en stendur við Eyrarlands-
veg 26 að byggja kirkju. Kirkju-
gestir hafa stundum verið margir
og rúmast þá vart inni í kapell-
unni og nærliggjandi herbergjum.
Þá vantaði aðstöðu undir safnað-
arstarfið og fyrir trúfræðslu.
Kaþólska kirkjan á bæði Eyrar-
landsveg 26, hús sem hlaut viður-
kenningu húsfriðunarsjóðs Akur-
eyrar síðastliðið vor vegna vand-
aðra endurbóta og eins Hrafna-
gilsstræti 2. Þegar farið var að
skoða möguleika á nýrri kirkju
var því nærtækt að hefjast handa
við endurbætur á húsinu við
Hrafnagilsstræti. Teikningar
gerðu arkitektarnir Kristjana Að-
algeirsdóttir og Sigríður Sigþórs-
dóttir.
Stefán B. Árnason húsasmiða-
meistari var að störfum í bygg-
ingunni í gær ásamt fleirum, en
verktakar varðandi trésmíða-
vinnu er fyrirtækið Máni. Stefán
sagði að breytingar á húsinu
væru mjög miklar, en það var áð-
ur íbúðarhús auk þess sem Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri rak
þar eitt sinn leikskóla. Kjallari
hússins var dýpkaður og undir-
stöður styrktar og standa fram-
kvæmdir yfir þar, en næsta skref
er að steypa gólf hans. I kjallar-
anum verður safnaðarheimili.
Einnig verður húsið stækkað
nokkuð, þannig verður norður-
hlið þess rifin og húsið stækkaö
um tvo metra í þá átt. 011 þil
verða rifin, nýir stigar smíðaðir
MIKLAR breytingar verða gerðar á þessu húsi við Hrafnagilsstræti sem nú er verið að breyta í nýja kaþ-
ólska kirkju. Fyrir neðan sést núverandi hús kaþólsku kirkjunnar á Akureyri, Eyrarlandsvegi 26.
Morgunblaðið/Kristján
STEFAN B. Arnason húsasmíðameistari lítur upp á söngloftið sem
verður ofan við kirkjuna.
og nýtt gólf lagt. Þá verður skipt
um klæðingu utan á húsinu.
60-70 manns í sæti
Gert er ráð fyrir að 60 til 70
manns rúmist í sæti í kirkjunni
sjálfri, en söngloft verður útbúið
ofan við salinn.
Það er því ljóst að mikil vinna
býður þeirra sem þátt taka í
verkinu, en ekki er ljóst hvenær
henni verður að fullu lokið. Smið-
ir gera þó ráð fyrir að vera að
störfum í allan vetur og ef til vill
eitthvað fram á næsta sumar.
Fram kemur í Kaþólska kirkju-
blaðinu að systir Immaculata hafi
verið dugleg að safna fé til fram-
kvæmdanna og þá var leitað eftir
stuðningi hjálparstofnunar kaþ-
ólsku kirkjunnar á Norðurlönd-
um um hvort hún væri fáanleg til
að taka að sér bróðurpart kostn-
aðar. Eftir að jákvæð svör bárust
var hægt að hefjast handa.
Minningartónleikar um
Jóhann Konráðsson
Agóði um
900 þúsund
ÁGÓÐI af minningartónleikum um
Jóhann Konráðsson, sem haldnir
voru í Iþróttahöllinni á Akureyri í
síðasta mánuði, varð um 900 þús-
und ki'ónur. Kristján Jóhannsson,
sonur Jóhanns, kom fram á tónleik-
unum eins og kunnugt er ásamt
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Diddú, og
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Olga Pálsdótth', framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands, sagði að ekki hefði endanlega
verið gengið frá öllum endum en
allir stærstu reikningar hefðu
borist. Utkoman væri einkar
ánægjuleg, eða ágóði upp á um 900
þúsund krónur sem renna í Minn-
ingarsjóð Jóhanns Konráðssonar.
Frá upphafi var ráðgert að ef hagn-
aður yrði af tónleikunum myndi
fyrsta úthlutun úr þessum sjóði
renna til Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands. Sagði Olga að fjár-
magnið yrði notað til að fá einleik-
ara eða söngvara til liðs við hljóm-
sveitina á einhverjum tónleikum á
næstunni.
„Það eru allir afar ánægðir með
hvernig til tókst en tónleikarnir
voru einkar vel heppnaðir og verða
lengi í minnum hafðir," sagði hún.
------♦♦-♦-----
Vinafundur
eldri borgara
VINAFUNDUR eldri borgara
verður í Glerárkirkju á morgun,
fimmtudaginn 12. nóvember, kl. 15.
Samveran hefst með stuttri helgi-
stund, en gestur fundarins verðm'
Sigrún Sveinbjömsdóttir sálfræð-
ingm'. Margrét Sigurðardóttir og
Magnús Friðriksson syngja einsöng
og tvísöng, Guðný Erla Guðmunds-
dóttir leikur á píanóið.
TILKYNNING UM ÚTBOÐ OG SKRÁNINGU
HLUTABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞINGI ÍSLANDS
SJÁVARÚTVEGSSJÓÐUR ÍSLANDS HF.
✓ Utgefandi: Sjávarútvegssjóður íslands hf., kennitala 591196-2869, Skipagötu 9, 600 Akureyri.
Nafnverð hlutabréfa: Nýtt hlutafé að nafnverði að lágmarki 10.000.000 og að hámarki 200.000.000 króna.
Gengi hlutabréfanna: Sölugengi bréfanna er í upphafi 1,98. Á útboðstímanum verður gengi sjóðsins reiknað út daglega og munu söluaðilar veita upplýsingar um gengi hverju sinni.
Sölutími: Sölutími bréfanna er 16. nóvember 1998 til 15. maí 1999. Þó áskilur félagið sér rétt, að fengnu leyfi Verðbréfaþings íslands, til að framlengja sölutímabilið að sex mánuðum liðnum um frekari sex mánuði, enda sé þá heimild til hlutafjáraukningar ekki fullnýtt.
Aðalsöluaðili: Kaupþing Norðurlands hf., Skipagötu 9, 600 Akureyri, sími 460-4700, fax 460-4717.
Skráning: Áður útgefm hlutabréf í Sjávarútvegssjóði íslands, að nafnverði 131.107.400 kr., eru skráð á Verðbréfaþingi íslands . Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá þau bréf sem seld verða í þessu útboði. Niðurstaða útboðs verður birt í viðskiptakerfi VÞÍ ásamt upplýsingum um endanlega dagsetningu skráningar. Þess er vænst að hlutabréfin verði skráð í byrjun júní árið 1999 ef ekki kemur til framlengingar á sölutímabili.
Umsjón með útboði: Kaupþing Norðurlands hf., Skipagötu 9, 600 Akureyri, sími 460-4700, fax 460 4717.
Skráningarlýsing og önnur gögn um Sjávarútvegssjóð íslands liggja frammi hjá Kaupþingi Norðurlands hf. og Kaupþingi hf.
mmmW KAUPÞING NORÐIJRLANDS HF
Grímseyingar
minnast Fiske
GRÍMSEYINGAR halda upp á
„Fiske-afmæli“ í dag, miðvikudaginn
11. nóvember, með hátíðardagskrá í
eynni, ásamt góðum gestum af fasta-
landinu. I þeim hópi verða m.a. Hall-
dór Blöndal samgönguráðherra og
Day Olin Mount, sendiherra Banda-
ríkjanna á íslandi. Þessi dagur er
jafnframt nokkurs konar þjóðhátíð-
ardagur eyjarskeggja, sem minnast
velgjörðarmanns síns, Willards
Fiske.
Willard Fiske var Bandarílqamað-
ur sem var uppi frá 1831-1904. Hann
heillaðist mjög af Grímsey og eyjar-
skeggjum og gaf m.a. tafl inn á hvert
heimili í eynni í sinni tíð. Fiske var
mikill skákáhugamaður og var m.a.
frumkvöðull að stofnun Taflfélags
Reykjavíkur.
Boðið verður upp á fjölbreytta
dagskrá í Grímsey í tilefni dagsins.
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari
og Gerrit Schuil píanóleikai'i leika
fyrir gesti en Guðný er barnabarn
sr. Matthíasar Eggertssonar sem
eitt sinn var prestur í Grímsey.
Stórmeistarar seljast að tafli
Þá munu tveir af þekkustu stór-
meisturum landsins í skák, þeh' Jó-
AKSJON
11. nóvember, miðvikudagur
12.00Þ Skjáf réttir
18.15ÞKortér Fréttaþáttur í
samvinnu við Dag. Endursýnd-
ur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15
og 20.45.
21.00ÞRéttað í Gljúfurár-
rétt (e).
hann Hjartarson og Friðrik Ólafs-
son, setjast að tafli, auk þess sem
Friðrik mun fjalla um Taflfélag
Reykjavíkur.
Kristján Karlsson íslenskufræð-
ingui’ og Halldór Blöndal flytja
ávörp og skólabörn í Grímsey ti-oða
upp. Hápunktur dagsins er afhend-
ing á minnismerki um Wiilard Fiske,
frá Kiwanisklúbbnum Grími til
Grímseyinga, eftir Gunnar Árnason
myndhöggvara. Þá býður Kvenfélag-
ið Baugur til kaffisamsætis í félags-
heimilinu Múla.
-----------------
Ungt fólk,
kynlíf og
barneignir
ÞARF ungt fólk fræðslu og ráðgjöf
um kynlíf og barneignir, t.d. á mót-
töku sem veitir slíka þjónustu og er
þörf á slíkri þjónustu á Akureyin?
Þessum spurningum og fleirum
verður velt upp og svarað á fundi
fyrii' ungt fólk sem haldinn verður í
Kompaníinu (áður Dynheimum) við
Hafnarstræti á Akureyri í kvöld,
miðvikudagskvöldið 11. nóvember,
kl. 20.30.
Samkvæmt rannsókn sem Sóley S.
Bender hjúkrunai'fræðingur gerði
vill ungt fólk á íslandi ekki eignast
börn snemma, en barneignir meðal
ungra stúlkna hér á landi eru þær
hæstu á Norðurlöndum. Sólveig flyt-
ur fyrirlestur á fundinum í kvöld, en
hún er lektor við Háskóla íslands.
Jafnréttisnefnd Akureyrai’ styrkir
framtakið en fundarboðandi er Sig-
ríður Sía Jónsdóttir ljósmóðir og
lektor við Háskólann á Ákureyri.