Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 3
nsWféjSá pÉ ‘
V P1 ' ‘
Már Jónsson:
Ámi Magnússon - Ævisaga
Fáir menn hafa öðlast þvílíkan sess í þjóðarvitundinni sem Árni
Magnússon, handritasafnarinn mikli sem bjargaði þjóðar-
gersemum og lagði grunninn að endurreisn íslenskrar
menningar. Hver var hann? í þessari vönduðu og yfirgripsmiklu
ævisögu leitar Már Jónsson sagnfræðingur svara við ýmsum
spurningum um þessa goðsagnakenndu persónu.
Sveinn Skorri Höskuldsson:
Svipþing
Af næmi, húmor og skáldlegri andagift dregur Sveinn Skorri
Höskuldsson hér upp meitlaðar myndir af forfeðrum sínum
í Skorradal, Reykjahverfi og Köldukinn. Þegar svipirnir
fara á stjá lifnar veröid sem var x íslenskum sveitum og slík
tök hefur Sveinn Skorri á þessari bókmenntagrein að
minningaþættir hans bera öll bestu einkenni hins sígilda
íslenska sagnaþáttar.
og menmng
www.mm.is • Laugavegi 18 s. 515 2500 • Síðumúla 7-9 s. 510 2500
Dr. Roy Willis: Goðsagnir heimsins
Alls staðar og á öllum öldum hafa menn búið sér til sinn sérstaka goðsagnaheim: Inkar
og Astekar, Egyptar, Súmerar, Grikkir, Rómverjar, Keltar, norrænir menn,
Afríkubúar og frumbyggjar Eyjaálfu. Þessi einstæða bók geymir hnattferð um
undraheimagoðsagnanna. Hanaprýðayfir 500 litmyndir auk skýringarmynda og
landakorta. Ingunn Ásdísardóttir þýddi.
RiTSTlÓRl:
Dr. k°y'
E.H. Gombrích: Saga listarínnar
Hellaristur steinaldar og nútímalist og allt þar á milli verður ljóslifandi í þessari
skemmtilegu listasögu sem er orðin klassxsk fyrir löngu. Bókin hlaut frábærar
viðtökur á síðasta ári og er nú endurútgefin. Halldór Björn Runólfsson þýddi.
sérstök ástæða til að fagna útkomu heimsfrægrar yfirlitsbókar
Ernst Gombrich ...“
Aðalsteinn Ingólfsson / DV
„... ein skilvirkasta og metnaðarfyllsta útgáfa þróunarsögu myndlistar
sem litið hefur dagsins ljós í heiminum. ... í afar handhægu broti og
frá öllu þannig gengið að lesandi er fljótur að átta sig á efninu og
nálgast þann fróðleik sem hann æskir hverju sinni. ... þarf helst að
vera til á hverju heimili."
Bragi Ásgeirsson / Morgunblaðið
og menning
www.mm.is • Laugavegi 18 s. 515 2500 • Siðumúla 7-9 s. 510 2500
GOxMBRICH