Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 13 FRÉTTIR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir vaiið hafa staðið um tvennt INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að ástæður þess að borgarstjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram tillögu um hækkun útsvars úr 11,24% í 11,99% fyrir ár- ið 1999 séu tvíþættar. Annars vegar hafi ríkið allt frá 1990 velt auknum verkefnum yfir á sveitarfélögin og ásælst tekjur þeirra í sífellt auknum mæli. Hins vegar hafi verið veruleg- ur halli á borgarsjóð frá 1990-1994 og borgarsjóður safnað 8,3 milljörð- um kr. í skuldir. Borgarstjóri segir að hækkun útsvars nægi til að hægt verði að reka borgarsjóð án halla á næstu árum. Borgarstjóri segir að fram hafi komið á fjármálaráðstefnu sveitar- félaganna um fjárhagsleg samskipti þeirra og ríkisins frá 1990 til 1997 að aukin verkefni og skerðing á tekjum sveitarfélaga nemi 15 millj- örðum á þessu tímabili, eða 1,8-2 milljörðum kr. á ári. A sama tíma- bili hafi halli sveitarfélaganna verið 20 milljarðar kr. „Það má því segja að % af hallan- um skýrist af þessu. Reykjavík hef- ur ekki farið varhluta af þessu og að sumu leyti má segja að þessi þróun hafi komið þyngra niður á borginni en öðrum sveitarfélögum. í því sam- bandi vil ég nefna niðurfellingu að- stöðugjaldsins. Með því hafði Reykjavík ákveðnar tekjui- af at- vinnurekstri og hlutdeild í veltu fyr- irtækjanna. Borgin fékk á móti hlutdeild í útsvarinu. Til saman- burðar má nefna að önnur sveitarfé- lög, eins og Garðabær og Seltjarn- arnes, þar sem er lítil atvinnustarf- semi, misstu ekki jafnmiklar tekjur og fengu auknar tekjur með hærri hlutdeild í útsvari,“ sagði borgar- stjóri. Ólík tekjusamsetning Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, hefur bent á að í arðgreiðslum frá orkufyrirtækjun- um felist dulin skattheimta. Borgar- stjóiá segir að Reykjavíkurborg hafi alltaf haft ákveðnar tekjur frá orku- fyrirtækjunum í arði. „Reykjavík er líka höfuðborg og hefur hlutverki að gegna á því sviði. Þótt Garðabær og Seltjarnarnes hafi haft sömu útsvarsprósentu og Reykjavík hafa þessi sveitarfélög fengið á árinu 1997 130 þúsund kr. að meðaltali í útsvar af hverjum út- svarsgreiðanda en Reykjavík 111 þúsund. Tekjusamsetningin er því ólík í þessum sveitarfélögum. Þar að auki hefur Reykjavík þetta höf- uðborgarhlutverk sem felur í sér að halda uppi menningarstarfsemi með allt öðrum hætti en önnur sveitarfé- lög. Kostnaður Reykjavíkurborgar af félagslegri þjónustu er mun hærri en annarra sveitarfélaga og kostnaður af nýbyggingu og við- haldi gatna umtalsvert hærri en annarra sveitarfélaga. Ef við legð- um dæmið þannig upp að tekjur borgarinnar af veitufyrirtækjunum gerðu borginni kleift að rækja sitt höfuðborgarhlutverk er enn eftir að rækja hlutverk borgai-innar sem sveitarfélags og það verður ekki gert íyrir miklu minni tekjur en önnur sveitarfélög gera,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir að ekki hafi verið tekin ný lán hjá borgarsjóði frá 1996 og skuldir hans ekki verið auknar. Hins vegar sé enn undirliggjandi halli sem hafi verið brúaður með sölu eigna. „Það er ekki hægt að gera það til framtíðar. Reykjavíkurborg hef- ur einfaldlega engar forsendur miðað við verkefni sín að hafa lægra útsvar en önnur sveitarfélög.“ Milljarður á ári vegna einsetningar Samkvæmt lögum eigi að vera búið að einsetja grunnskólana fyrir árið 2002. Búið sé að einsetja 15 skóla af 30. Þetta verkefni eitt og sér kosti borgina um einn milljarð kr. á ári fram til 2002. „Það er ekki hægt að hætta því í miðjum klíðum því þar stendur jafnræð- iskrafan á okkur.“ Ingibjörg Sólrún segir að aðrir kostir hafi verið að skera verulega niður þjónustu og framkvæmdir eða taka ný lán. „Það var mörkuð sú stefna fyrir fjórum árum að borgar- sjóður tæki ekki ný lán og það verð- ur ekki gert. Varðandi niðurskurð á rekstri og þjónustu má benda á að þjónusta sveitarfélaga er í eðli sínu svo nálægt fólkinu og skerðingar á henni hafa mikil áhrif á daglegt líf þess.“ Það sem vegur þyngst hjá sveit- arfélögunum er grunnskólinn, fé- lagsþjónustan, leikskólinn og gatna- gerð. Hjá Reykjavíkurborg er rekstur grunnskólanna 35% af út- gjöldum borgarinnar. Rekstur skólakerfisins nemur 5,5 milljörðum kr. á ári, félagsmálaþj ónustan tæpum tveimur millj- örðum kr. og leikskól- anna um tveimur millj- örðum kr. Ingibjörg Sólrún seg- ir að með niðurskurði í gatnagerð sé ekki verið að koma í veg fyrir út- gjöld heldur einvörð- ungu verið að fresta þeim. í skólamálum sé borgin bundin sam- kvæmt lögum. „Ég held að það viti það allir að niðurskurð í leikskóla- málum sætta borgarbú- ar sig ekki við.“ „Maður hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar hvort menn sjái einhver rök fyrir því að Reykvíking- ar búi við eitthvað allt annað skattaumhverfi en aðrir landsmenn. Það er holræsagjald í öllum sveitar- félögum. Útsvar liggur á bilinu 11,84% upp í 12,04% í öllum öðrum sveitarfélögum. Hvaða rök eru fyrir því að Reykvíkingar sem búa við hærra þjónustustig en margir aðrir geti búið við lægra skatthlutfall? Borgin hefur ekki lengur hærri tekjur en önnur sveitarfélög og meðaltekjurnar eru ekki hæstar í Reykjavík. Ég mótmæh þeirri stað- hæfingu að arðgreiðslur veitufyir- tækjanna í borgarsjóð séu dulin skattheimta. Það voru Reykvíking- ar sem á sínum tíma fjárfestu í Hitaveitu Reykjavíkur og Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Það eru Reykvíkingar sem hafa verið í baká- byrgð fyrir öllum þeim lánum sem þar hafa verið tekin og framkvæmd- um. Það eru Reykvíkingar sem eiga þessi fyrirtæki og hvers vegna skyldu þeir ekki geta notið arðs af sínum fyrirtækjum?" „Ósmekkleg gagnrýni forsætisráðherra“ Davíð Oddsson forsætisráðheiTa hefur gagnrýnt borgarstjórnar- meirihlutann fyiár tillögu um hækk- un á útsvari og sagt að með henni væri verið að koma aftan að borgar- búum og taka af þeim ráðgerða lækkun tekjuskatts um áramótin. Ingibjörg Sóh-ún segir að gagnrýni forsætisráðherra sé ósmekkleg og sett fram með þeinyhætti sem þjóni best hans lund. „Ég veit um fáa menn sem töluðu meira um sjálfs- forræði sveitarfélaganna heldur en forsætisráðherra þegar hann sat hér í mínum stól. Hann samdi um skattalækkanir við verkalýðshreyf- inguna og sveitarfélögin voru aldrei kölluð að því borði. Það var meira að segja hugmynd hans í mars 1997 að sveitarfélögin borguðu 500 millj- ónir kr. af skattalækkunum ríkis- stjórnarinnar en sveitarfélögin höfnuðu því alfarið á sínum tíma. Ummæli hans nú eru einvörðungu af pólitískum toga,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún kveðst ekki hræðast við- brögð verkalýðshreyfingarinnar við tillögum um hækkun útsvars. „Verkalýðsfélögin hljóta að vita það að ef þessi leið er ekki farin þá blas- ir eingöngu við verulegur niður- skurður í brýnni þjónustu og fram- kvæmdum, því það verða ekki tekin ný lán, og sá niðurskurður hittir þeirra félagsmenn mjög illa fyrir,“ segir Ingibjörg Sólrún. Niðurskurður þjónustu eða hækkun útsvars Ingibjörg Sdlrún. Gísladóttir Inga Jóna Þórðardóttir oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að sú ákvörðun borgarstjórnarmeirihluta R-listans að leggja til nánast hámarksálagn- ingu útsvars í Reykjavík sé í raun vitnisburður um að meirihlutinn hafi gefist upp við að ná tökum á fjármálastjórn borgarinnar. „Þarna er um að ræða ákvörðun sem kemur á lokastigi fjárhagsá- ætlunargerðarinnar og segir okkur bara það að þau hafa ekki náð end- um saman þrátt fyrir það inn- streymi sem er í borgarsjóð frá fyrirtækjum borgarinnar. Auk þess liggur fyrir tillaga um að skuldsetja nýtt orkufyrirtæki Reykvíkinga um marga milljarða króna þegar á næsta ári og fá það fjármagn inn í borgarsjóð til þess að standa undir að langmestu leyti síaukinni eyðslu sem verið hefur á borgarsjóði á undanförnum áram. Þetta kemur í viðbót við 970 milljóna króna útsvarsálagningar- auka sem er að dynja yfir okkur núna. Það er með eindæmum og raunar kaldhæðnislegt að þetta skuli gerast á þeim tíma þar sem Reykvíkingar áttu að fara að njóta skattalækkana sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga. R-list- inn hrifsar þannig til sín að stærst- um hluta þá lækkun," sagði Inga Jóna. Engar víbendingar um útsvarshækkun Inga Jóna sagði það vera sína skoðun að ábyrg fjármálastjórn fæli í sér að sníða sér stakk eftir vexti, en hún fæli það ekki í sér að láta útgjöldin vaxa alveg endalaust og nánast sjálfvirkt og grípa síðan stöðugt til meiri skattahækkana eða einhvers konar tekjuaukningar í samræmi við meintar þarfir. „Abyrg fjármálastefna felur auð- vitað í sér það að skipa útgjöldum borgarinnar í samræmi við þann ramma sem ætlaður hefur verið. Það hefur engin vísbending verið um það og ekkert um það sagt af hálfu R- listans að það stæði til að fara með útsvarið nánast upp í hámarks- álagningu. Þau hafa ekki annað sagt fram að þessu en að þau treystu sér vel til þess að stýra fjármálum borgarinnar í samræmi við þessar forsendur. Stjórnmálamenn verða að skipa niður verkefnum í samræmi við það fjármagn sem þeir hafa til ráðstöfunar, en ekki leita að fjármagni eftir á þegar verkefnin eru að vaxa þeim upp yf- ir höfuð. Þetta er auðvitað gjörólík nálgun að viðfangsefninu, en ég fer ekki að tíunda ákveðna liði varð- andi niðurskurð því það er í sjálfu sér aukaatriði, og þeir sem fara með meirihlutavald á hverjum tíma takast á hendur þá ábyrgð að skipa útgjöldum borgarinnar í samræmi við tekjur,“ sagði hún. Hallarekstur falinn með blekkingarleik Inga Jóna sagði að meirihlutinn í borgarstjórn væri að skjóta sér undan þeirri ábyrgð sem hann hefði sjálfur lýst yfir að hann treysti sér til að axla. Þannig hefði meirihlutinn haldið því fram að á síðustu árum hefði hann stöðvað hallarekstur borgarsjóðs. Það hefði auk þess ítrekað komið fram hjá borgarstjóra í umræð- um um fjárhagsáætl- un og ársreikninga á undanförnum árum að hallarekstur væri ekki lengur til staðar. „Nú bregður svo við að borgar.stjóri segir að hallarekstur hafi verið undirliggjandi. Það þýðir það að nú er hún í fyrsta sinn, sex mánuðum eftir kosn- ingar, að viðurkenna það að á síðasta kjör- tímabili missti R-list- inn hlutina úr bönd- um. Það var hins veg- ar falið fyrir kjósend- um með þeim blekkingarleik sem til dæmis stofnun félagsbústaða þýddi og þjónaði þeim tilgangi fyrst og fremst að færa til fjár- magn og búa til fyrirtæki sem sendi peninga inn í borgarsjóð. Slíkum blekkingarleik er auðvitað ekki hægt að halda lengi áfram. Við teljum þessa stefnumörkun afar hættulega því hún felur það auðvitað í sér þegar gengið er svona nálægt fyrirtækjum borgar- innar eins og verið er að gera með veitufyrirtækin, að fyrr eða síðar verða gjaldskrár þessara fyrir- tækja að hækka undir þessari stór- auknu kröfu um arðgjöf inn í borg- arsjóð. Þess vegna spái ég því að þegar á næsta ári muni Reykvík- ingar fá hækkaða orkureikninga frá Reykjavíkurborg ofan á allt annað,“ sagði Inga Jóna. Hún sagði að sú fjárhagsáætlun sem yrði lögð fram nú í vikunni myndi meðal annars sýna að staða veitufyrirtækja borgarinnar hefði veikst mjög mikið á yfirstandandi ári og mun veikjast enn meira á því næsta. Þetta setti hún í samband við auknar kröfur sem verið höfðu í tíð R-listans um arðgreiðslur inn í borgarsjóð. Eiga að njóta hagkvæmni stærðarinnar Hvað varðar umræðu um að Reykjavíkurborg þyrfti á sömu út- svarálagningu að halda og önnur sveitarfélög sagðist Inga Jóna vilja benda á að Reykjavík hefði alltaf haft sérstöðu þar sem um væri að ræða langstærsta sveitarfélagið í landinu og fimm sinnum stærra en það sem næst kæmi í röðinni hvað mannfjölda snertir. „Ef íbúar eiga einhvers staðar að njóta hagkvæmni stærðarinnar þá hlýtur það að vera við þessar að- stæður og Reykjavík á ekki að bera sig saman við önnur sveitarfé- lög í þessu sambandi. Við sjálf- stæðismenn höfum haldið því uppi í okkar stjórnartíð að tryggja Reykvíkingum eins lága álagningu og kostur er og það er ljóst af þess- um síðustu aðgerðum R-listans að það er einungis þegar sjálfstæðis- menn fara með völd að Reykvík- ingar geta treyst því að álögum sé haldið í lágmarki. Þá vil ég ítreka að það hvernig sjálfstæðismenn stóðu að rekstri veitufyrirtækjanna hefur ti-yggt Reykvíkingum um árabil lægsta mögulega orkuverð, en það er viðbúið að þar verði því miður breyting á,“ sagði hún. Inga Jóna sagði að það hefði ver- ið og væri enn þörf á algjörri upp- stokkun í borgarkerfinu og það þyrfti að endurskoða rekstur borg- arinnar frá upphafí til enda. „Það verður mjög brýnt og þungt viðfangsefni þegar þar að kemur og_ við munum ekki hlífast við því. Ég ætla ekki á þessari stundu að fara að tala um einstök verkefni eða málaflokka í því sam- bandi. Það er umræða sem er al- gjörlega ótímabær vegna þess að þegar nýi- meirihluti kemur að völdum horfir hann á heildarmynd- ina og raðar niður á málaflokkana eftir því sem efnahagurinn leyfir,“ sagði hún. Aðspurð hvort það hefði komið til greina að sjálfstæðismenn hefðu staðið að hækkun útsvars nú hefðu þeir náð meirihluta í síðustu borg- arstjórnarkosningum sagðist Inga Jóna geta fullyrt að sú hefði aldrei orðið raunin. „Við höfum alla tíð lagt á það áherslu, og á erfiðleikatímum lögðu sjálfstæðismenn á það höfuðá- herslu, að það yrðu ekki hækkaðar álögur á borgarbúa heldur myndi borgin leita annarra leiða. Á eifið- leikatímum urðum við að fara út í skuldasöfnun sem var gert með opnum huga og með samþykki minnihluta á sínum tíma til að halda uppi atvinnu hér í borginni. Þegar góðæri kemur eiga menn að snúa þeirri vöm í sókn, en það hef- ur R-listinn ekki gert og ekki haft áhuga á að gera. Hann hefur hins vegar látið útgjöld borgaiinnar vaxa alveg ótakmarkað, og þar af leiðandi mun það í framtíðinni taka sinn tíma að vinda ofan af þessu. En kjarninn er sá að sníða sér stakk eftir vexti, því óskirnar era ótakmarkaðar og þarfimar nánast óseðjandi. Ef stjórnmálamenn ætla að fara að leggja á álögur eftir því þá era engin takmörk fyrir því hvað stjórnmálamenn þurfa að fá mikla peninga,“ sagði Inga Jóna Þórðardóttir. Vitnisburður um uppgjöf R-listans Inga Jóna Þórðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.