Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjölmennur fundur um verndun miðhálendisins í Háskólabíói PUNDARGESTIR rísa úr sæti og klappa fyrir ávarpi Guðmundar Páis Ólafssonar FÆRRI fengu sæti en vildu á fundinum í Háskólabíói. Vilja efla samstöðu um verndun hálendisins ✓ A fjölsóttum baráttufundi sem haldinn var í Háskólabíói að tilhlutan náttúruverndarsam- taka, útivistarfélaffa og einstaklinga sam- þykktu rúmlega þúsund fundargestir einróma ályktun þar sem lýst er yfír eindreginni and- stöðu við fyrirhugaðar stórvirkjanir á miðhálendi Islands. Morgunblaðið/Jón Svavarssón GUÐMUNDUR Páll Ólafsson rithöfundur og náttúrufi'æðingur heldur fyrsta ávarp fundarins. DANSDÚÓIÐ Lipurtá. Eitt af íjölniörgum skemmtiatriðum á bar- áttufundi í Háskólabíói. HÚSFYLLIR var í Háskólabíói á baráttufundi um verndun miðhálend- isins sem haldinn var á vegum nátt- úruverndarsamtaka, útivistarfélaga og einstaklinga á laugardaginn var. Talið er að á annað þúsund manns hafi mætt á fundinn en markmiðið með fundarhöldunum var að efla samstöðu um vemdun miðhálendis- ins. Aðspurður kvaðst fundarstjóri, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, ánægður með fundinn. „Þessi fundur sýnir fyrst og fremst þann styrk sem er á bak við það andóf sem beinist gegn áformum Landsvirkjunnar. Þegar á annað þúsund manns flykk- ist á fund undir yfirskriftinni Með hálendinu - gegn náttúruspjöllum þá eru það skýr skilaboð til stjórnvalda. Stemmningin var engu lík og greini- legt að fólk lætur sig þessi mál mjög miklu varða. Þetta er heitt pólitískt mál og stjómvöld verða bara að fara að hlusta á þau skilaboð sem berast frá svona fundi.“ Birgir Sigurðsson rithöfundur sem starfað hefur í Hálendishópnum seg- ir fundinn hafa verið glæsilegan. „Uppsöfnuð reiði almennings gagn- vart tilteknum virkjunarfyrirætlun- um á miðhálendinu brýst fram á fundinum með þessari miklu mæt- ingu. Menn vilja að náttúmperlur þessa svæðis séu varðveittar og þeim skilað til framtíðarinnar. Viðbrögð manna við ræðum og ávörpum vom sterk og stemmningin var gífurleg." Pjölbreytí dagskrá Á fundinum vom flutt ávörp en á milli þeirra vora fjölbreytt skemmti- atriði: Kórsöngur, ljóðalestur, dans- atriði, hijómsveitir, spunaþáttur og ljóðalestur. Sýnt var myndband við lag Bjarkar Guðmundsdóttur „Jóga“ og brot úr heimildarmynd Páls Stein- grímssonar „Oddaflugi“ þar sem greint er frá heimkynnum heiðar- gæsarinnar á Eyjabökkum. í lok fundar var svo lesin upp ályktun sem samþykkt var með lófataki fundar- gesta. Guðmundur Páll Ólafsson rithöf- undur og náttúrufræðingur flutti fyrsta ávarp fundarins. I ræðu sinni sagði hann m.a. að náttúran á miðhá- lendi íslands væri „þjóðararfur og bakland menningar Islendinga og vistkerfi landsins er undirstaða al- mennrar velmegunar." Guðmundur líkti „náttúrufórnunum" við það þeg- ar ævafomum handritum og öðrum menningarverðmætum var brennt í hlaðinu á höfuðbólinu Helgafelli á Snæfellsnesi árið 1623 á ömurlegustu öld í sögu Islands þegar ríkti „harð- æri, galdrabrennur og miskunnar- laus stjórnvöld“. Og hann spurði: „Stöndum við kannski í sömu sporum og heimski presturinn á Helgafelli sem lét húskarla sína og vinnukonur bera út handritin og kveikja í þeim?“ Hann sagði framtíð miðhálendisins hápólitíska og eldfima umræðu sem varði „siðfræði og trúfræði, listir og vísindi, efnahag og útivist, einstak- lingsfrelsi og lýðræði og þá ekki síst hvernig við skilum landinu til þeirra sem erfa það og skuldimar okkar.“ Guðmundur gagnrýndi stjómmála- menn óspart. ,Aðeins risaeðlur stjórnmálaflokkanna neita að takast á við breytt þjóðfélag og breytta heimssýn.“ í lok ræðu sinnar hvatti Guðmundur íslendinga til að haga sér sem „upplýst menningarþjóð" og standa vörð um landið sitt en það verði að gera „núna eða aldrei“. Fundargestir fógnuðu ræðu Guð- mundar ákaft með lófataki og með því að rísa úr sætum. Mótsagnir í aðgerðum Bjamheiður Hallsdótth- ferða- málafræðingur benti á mótsagnir í aðgerðum stjómmálamanna í ræðu sinni. Að miklum fjái-munum væri varið í uppbyggingu ferðaþjónustu með áherslu á sérstöðu íslands og hreinleika á sama tíma og allt kapp væri lagt á orkufrekan og mengandi iðnað. Hún sagði að frekari spilling á náttúmgæðum mundi hafa afdrifa- ríkar aleiðingar fyi'h- ferðaþjónustu og að tapið mundi hvergi verða meira en í dreifðum byggðum landsins. Hún taldi ennfremur að ein af rík- ustu þjóðum heims þyrfti ekki að hegða sér á þennan hátt. I tölu sinni gerði dr. Guðmundur Sigvaldason eldfjallafræðingur að umtalsefni „ellefu hundmð ára hern- að gegn landinu". Hann sagði að ekki væri hægt að tala um ósnortna nátt- úru lengur og að landnámsmenn og forfeður okkar hafi skert lífsafkomu afkomenda sinna með umgengni sinni en þeir hafi þó ekki vitað hvað þeir vora að gjöra. Dr. Guðmundur varpaði þeirri spumingu fram hvort við ætluðum að breyta eins þrátt fyr- ir þekkinguna. Hann lagði einnig áherslu á hnatt- ræn sjónarmið, að vistkerfi Islands væri hluti af vistkerfi heimsins og að í því samhengi verði hvert samfélag að standa skil á sínu. Hann endaði ræðu sína á þvi að vitna í staðhæf- ingu Halldórs Laxness í þá vera að sauðkindin væri mesti skaðvaldur landsins og sagði að við hana keppti sú kynslóð Islendinga sem hvorki bæri virðingu íyiir né hefði þekkingu á náttúranni. t. Hallmar Sigurðsson leikstjóri benti á í sínu ávarpi að náttúravernd- | armál eru ekki einkamál hveraar j þjóðar fyrir sig heldur sé náttúran sameiginleg öllum jarðai’búum. Okk- ur komi t.d. við eyðing frumskóganna í Amazon og rekstur kjai-norkuofn- anna í Sellafield í Bretlandi. Hann fullyrti ennfi-emur að stóriðja væri ekki lausn á vanda landsbyggðarinn- ar, eins og yfirgefnar verksmiðju- borgir úti í Evrópu séu til marks um. . I ávaipi dr. Ai-nýjai- Erlu Svein- björnsdóttur jarðefnafræðings kom | fram að verði risa-álver reist á Aust- fjörðum muni losun á gróðurhúsaloft- tegundum aukast um 40%. Þai-með væri útilokað að íslendingar gangi að skilmálum Kyoto-samningsins og stæðu þar með einir þjóða gegn þvi að draga úr frekari mengun í heimin- um. Dr. Ámý Elva velti fyrh- sér þætti mengunar í gi-óðurhúsaáhjáf- um og kólnun og benti á að rökstudd- L ar skoðanir bentu til þess að hann væri afgerandi. Hún taldi að við gæt- | um ekki leyft okkur að taka áhætt- una, að við gætum ekki staðið fyrir utan alþjóðasamþykktir og að við ættum að „láta náttúrana njóta vafans.“ Lesin voru skeyti sem fundinum bárust frá ísafirði, Samtökum um kvennalista, Félagi um vemdun há- lendis Austurlands og Þingflokki óháðra. Úr Þingeyjarsýslu bárust I kveðjur frá áhugfólki um miðhálend- ið, Náttúraverndarsamtök Vest- mannaeyja sendu baráttukveðjur og Austur-Skaftfellingar á baráttufundi á Höfn í Hornafirði sendu kveðjur. Óviðjafnanleg landsvæði Bh-gir Sigurðsson rithöfundur flutti síðasta ávarpið. í því kom fram hörð gagnrýni á „útverði nytsemis- hyggjunnar“ sem gleyma að „það er einmitt skortur á tilfinningum sem i hefur leitt til þess að við höfum valdið tjóni á lífríki jarðar". Hann talaði fyr- ir þeim „framsýnu viðhorfum sem | bera í sér að velferð náttúrunnar sé velferð okkar sjálfra.“ Fundarstjóri, Hjálmar H. Ragn- arsson tónskáld, las að lokum upp ályktun sem borin var undir atkvæði og samþykkt með lófaklappi. í henni er „áformum Landsvh-kjunar um að skerða friðland Þjórsárvera frekar en orðið er með virkjunarfram- kvæmdum og sökkva Eyjabökkum undir miðlunarlón" harðlega mót- É mælt. Jafnframt er skorað á alþingis- | menn „að snúast gegn fyrirhuguðum stórvirkjunum á miðhálendinu“ og vinna að því að vernda „óviðjafnan- legt landsvæði" í þágu „vistvænnai' útivera og ferðalaga innlendra sem erlendra manna“ með það fyrir aug- um að vai’ðveita „dýrmætustu nátt- úruauðlegð okkar“, ávaxta hana og skila henni „óskertri til óborinna kynslóða". Fundurinn endaði á því að Sigurð- ur Rúnar Jónsson stjórnaði fjölda- söng þegai- fundargestur risu úr sæt- um og sungu „Island ögram skorið".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.