Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ MENNTUN Islenska menntanetið Jólakort eftir íslensk börn á vefnum KIRSTEN Friðriksdóttir var aðalskipuleggjandi námsstefnunnar. Helga Huld: Við undirbjuggum okkur fyrst innan bekkjarins, áður en þau komu til landsins. Við áttum að vinna þetta allt á dönsku og síðan skrifuðu þeir sem áhuga höfðu sig á miða og svo var bara dregið hvaða fjórir nemendur yrðu með í nám- skeiðinu af íslands hálfu. Við unn- um svo í ólíkum hópum þessa dag- ana með hinum Norðurlandabúun- um og bárum okkar verkefni saman við niðurstöður þeirra. Elín: Það gekk ótrúlega vel að tala saman. Helga Huld: En þegar við fórum út á kvöldin þá töluðum við meira ensku, við tjáum okkur einhvern- veginn betur á því máli. Danir, Sví- ar og Norðmenn virðast tala og skilja vel hver annan, en Finnarnir skilja mjög lítið í sænskunni og þeir skilja ekki þá dönsku sem við tölum. Þannig að við urðum eiginlega bara að tala ensku við þá. Elín: Sin á milli tala Finnarnir alltaf finnsku en hérna á námskeið- inu reyndu þeir að tala sænsku, en þeir tala misjafnlega góða sænsku. Elín: Ég á mjög auðvelt með að skilja sænskuna, af því ég hef verið svolítið í Svíþjóð, þannig að mér finnst betra að skilja sænsku en dönsku, en við reyndum samt að tala eitthvert Norðurlandamál af því þetta var jú norrænt verkefni. Bekkurinn okkar í Verslunarskól- anum tók allur þátt í komu krakk- anna frá Norðurlöndunum. Við fór- um í keilu, niður í bæ og margt fleira. Þau komu 3. nóvember og síðan var stanslaus dagskrá í gangi. Við vorum meira og minna með þeim öll kvöld og alla daga, nema sunnudaginn, þá fóru þau til Þing- valla og til Gullfoss og Geysis. Þau gistu á gistiheimili Guðmundar Jón- assonar. Helga Huld: Þetta tókst frábær- lega vel. Sænsk ungmenni og Islensk Elín: Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að við erum rosalega lík. Okkar kynslóð er líkari en kynslóð foreldra okkar. Það eru miklu meiri samskipti á milli landanna en áður og unglingamenning landanna er mjög lík. Þau eru að gera það sama og við. Við erum reyndar aðeins lengur úti á kvöldin en þau. Við hlustum á sömu tónlist og margt fleira, en Svíarnir eru reyndar með sína tónlist, þeir eru svolítið svipað- ir og Islendingamir að því leyti. Helga Huld: Klæðaburðurinn er svolítið ólíkur eftir því hvaðan þau koma. Stokkhólmsbúar klæðast líkt og við. Okkur finnst Finnamir kannski ekki fylgja tískunni jafn fast eftir. Þeim finnst við á íslandi vera framarlega á tískusviðinu og að straumarnir liggi fyrr til okkar en þeirra. Elín: Færeyingarnir eru ekkert mikið fyrir að elta tískuna. Þeir eru rólegri í tíðinni. Mér finnst Svíarnir eiginlega líkastir okkur. Helga Huld: Ég er sammála því. Sveita- og vínmenning Elín: Maður sér líka svolítinn mun á klæðaburði á því hvort krakkamir búa í borg eða sveit. H.H.: Þeir eru svolítið „fríkaðir" sveitakrakkai’nir. Þora að vera svo- lítið öðruvísi. Elín: Ein stelpan kemur af svæði í Noregi þar sem ritmálið er ný- norska og hún heitir það sama og ég. Við eram alnöfnur hún heitir Elín Jónsdóttir eins og ég. Fjöl- skyldan hennar heldur í gömlu nafnahefðina. Vínmenning er mjög ólík því sem við eigum að venjast. Hérna má enginn drekka fyrr en um tvítugt, en í Skandinavíu læra krakkarnir smám saman að fara með vín og þau kunna það líka bara í dag. H.H: Okkur finnst miklu skyn- samlegra hvernig þetta er hjá þeim, það er að þeim er kennt að fara með vín. Elín: Þeim finnst alveg nóg að setjast inn einhvers staðar og fá sér einn bjór og fara svo bara heim. H.H: íslenskir krakkar á okkar aldri fá sér nokkra bjóra og detta í það, þau kunna ekkert að fara með bjór. Þegar krakkarnir að utan era famir að finna á sér þá hætta þau oft. Drykkjumenningin fannst þeim stöllum Elínu og Helgu Huld ef til vill það sem var ólíkast með ís- lenskri unglingamenningu og ung- lingamenningu hinna Norðurland- anna. Það er óhætt að segja að gleðin og skapandi hugsun hafi ráðið ríkj- um í stofu 401 í nýja Verslunarhá- skólanum, þar sem norrænir nem- endur áttu ánægjuleg samskipti og stungu sér til sunds í sameiginlegri menningararfleið norrænna þjóða. Samtal við Emmu, Elínu og Andreas Morgunblaðið/Ásdís VIÐ höfum alltaf haldið að Islendingar væru lokaðir en það stenst ekki,“ segja Andreas, Elín og Emma. Vildu helst fresta svefninum til heimkomu EMMA Rahm býr í Stokkhólmi. Hún hefur ekki komið áður til Islands. Andreas Dalsegg frá Noregi fannst námskeiðið á Is- landi alveg frábært. Sérstaklega fannst honum gaman að hitta nemendur frá hinum Norður- löndunum, þeir hefðu átt frá- bærar stundir saman. „Við lærð- um mikið um hin Norðurlöndin og sögu þeirra. „Mér finnst menning þessara landa mjög Iík.“ Elín Jonsdatter Rui hélt þetta væri nú kannski ekki alveg rétt með drykkjusiðina. Þau fengju sér nú stundum fleiri bjóra, ef það væri frídagur daginn eftir. Islendingar eru ekki lokaðir Emma sagði að þau hefðu byijað að undirbúa ferðina mán- uði áður en þau komu til Islands og þetta hefði verið mikil vinna þessa tíu daga á íslandi. Emma sagði að þau hefðu ekki fengið gott veður í ferðinni til Þing- valla, Gullfoss og Geysis. Hún sagði að það hefði verið storm- ur. Elín: Taldi að það hefði nú bara verið vindur, en það hefði hins vegar verið stormur þegar þau fóru í Bláa lónið og þeiin kom öllum saman um það. Andreas: Við höfum alltaf haldið að íslendingar væru lok- aðir en það stenst ekki. Við kynntumst Islendingum mjög vel strax fyrstu dagana, svo það kom okkur verulega á óvart. Elín: Það var mjög gaman að allur bekkurinn var með okkur eftir skóla og á kvöldin, ekki bara þessi íjögur sem vinna með okkur að verkefnunum á dag- inn. Andreas sagði að sum þeirra hefðu komið á íslensk heimili og það hefði verið gaman. Elín og Andreas eru bæði Norðmenn en tala mjög ólíkt mál, þó þau séu frá svipuðum slóðum. Elín er frá svæði þar sem ný-norska heldur velli, en sú norska sem Elín talar likist alis engri íslensku þó sagt sé að ný-norska eigi að líkjast íslensk- unni mest. Það eru margar mál- lýskur í Noregi. Elín segir ný- norskuna eingöngu ritað mál. Elín Jonsdatter tilheyrir hópi Norðmanna sem halda enn í gömlu nafnahefðina. Ég hef aldrei hitt nöfnu mína fyrr en hér á námskeiðinu, það var mjög gaman. Emma: Námstefnan tókst mjög vel. Við höfðum lesið ís- lenskar sögur áður en við kom- um hingað. Námstefnan var ótrúlega vel skipulögð og allt gekk svo vel. Dagskrá allan tím- ann. Við sofnum smá stund síð- degis, þegar við komurn heim úr skólanum. Við viljum helst ekk- ert sofa. Við sofum bara þegar við komum heim. Hafa lesið íslenskar sögur Andreas: Við fáum frí í skól- anum þá daga sem við erum á Islandi, hins vegar lærðum við mikið meira þessa dagana en á venjulegum skóladegi; þetta er líka nám. Emma: Við höfum verið í Nor- ræna húsinu og á Arnasafni. Séð Gullfoss og Geysi og Þingvelli, sem var alveg stórkostlegt. Það er ólíkt að vera á staðnum en að sjá þetta á myndum. Við fórum líka í reiðtúr og skoðuðum Ar- bæjarsafnið. Andreas: Við skoðuðum líka Alþingishúsið. Andreas, Emma og Elín voru saminála um að það væri frá- bært að skólarnir skipulegðu svona námstefnu. Þau voru mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í ís- landsferðinni. Þau sögðust hafa eignast mjög góða vini í hópn- um. Þau gerðu fastlega ráð fyrir að halda sambandi í framhaldi af námskeiðinu. Þau töldu norsku, dönsku og sænsku nem- endurna eiga auðveldast með skilja hver annan, þó taldi Emma að Svíar ættu erfítt með að skilja Dani. Andreas: Við lásum íslensk- ar sögur t.d. um Egil Skalla- grímsson, það er hluti af því að læra gamla norsku og þá þurf- um við líka að læra málfræð- ina. Við lærum að beygja orð eins og hestur, sagði hann og brosti. Emma: Beygingarnar eru erf- iðar, en við kynnumst þeim auð- vitað í þýskunáminu. Andreas: En í Þrándheimi eru Norðmenn sem eiga ekki í nein- um vandræðum með beyging- arnar. ÍSLENSKA menntanetið is- mennt.is hefur opnað jólakorta- vef með myndum eftir grunn- skólanemendur. Af verður hægt að senda tilkynningar í tölvu- pósti um að jólakort bíði þeirra úti á vefnum. Jólakortavefur var fyrst opnaður á menntanetinu skömmu fyrir jól í fyrra og reyndist hann vinsæll. Núna var ákveðið að efna til sam- keppni meðal grunnskóla- nemenda um hentugar mynd- ir á kortin og mun dómnefnd veita tíu nemendum viður- kenningu fyrir myndir sínar. Nemendur mega senda inn myndir til 11. desember og munu þær birtast á vefnum daginn eftir að þær berast. Skólar eru hvattir til að að- stoða nemendur við að senda myndirnar á tölvutæku formi. Almenningur getur skoðað úrval jólakortanna á sérstakri sýningu sem er á vefnum. 14.-24. desember verður hægt að senda jólakortin af honum. Rafræn kveðja Stærð mynda sem senda má er 9,35 cm á hæð og 8,47 cm á breidd og er tekið við myndun- um á gif- eða jpg-formi. Einnig er æskilegt að senda myndimar um vef- síðu íslenska menntanetsins og eru nákvæmar leiðbeiningar þar. Reiknað er með að bömin fái aðstoð í skólum til að senda myndimar en einnig er hægt að framkvæma þetta í heimahús- um. Það eina sem þarf er teikni- forrit og möguleikinn til að vista myndimar á gif- eða jpg-formi. Böra hafa nú þegar sent myndir á vefsíðuna og em þær flokkaðar eftir bekkjum eða frá 1. bekk til 10. bekkjar og er hægt að skoða núna yfir 50 kort. Tilraun var gerð í fyrra með þetta form en þá var ekki notast við myndir eftir íslensk gmnn- skólaböm. Núna eiga fjölskyld- ur og einstaklingar að geta val- ið sér mynd á kortið sitt, ritað texta og sent kveðju. Viðkom- andi fær svo tilkynningu í tölvu- pósti um að jólakort bíði hans og sækir hann kortið á vefinn. Það kostar ekkert að nota þessa þjónustu íslenska menntanetsins. GLEÐILEG jól Sarajevo. Mynd eftir Halldór Brynjar Sigurðsson í Gagn- fræðaskólanum í Mosfellsbæ. Jóla- sveini og hermanni hefur verið blandað saman. Fötin era græn á lit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.