Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ VIÐSKIPTI Afkomuáætlun Opinna kerfa 1999 kynnt * Aætlaður hagn- aður 100 milljónir OPIN kerfi hf. gera ráð fyrir að hagnaður móðurfélagsins nemi um 100 milljónum króna eftir skatta á næsta ári og að velta félagsins verði rúmir tveir milljarðar króna. Að sögn Frosta Bergssonar, framkvæmdastjóra Opinna kerfa, var gefin út áætlun fyrir árið í ár á svipuðum tíma í fyrra. Þar var gert ráð fyrir að velta félagsins yrði 1,5 milljarður króna og hagnaðurinn næmi 70 milljónum króna eftir skatta. Veltuspá leiðrétt Þegar uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins var kynnt í sumar voru leiðréttar áætlanir um veltu félagsins í ár og hún aukin í 1,6 milljarða króna. Jafnframt kom fram að staðið yrði við að hagnaður Opinna kerfa næmi að minnsta kosti 70 milljónum króna eftir skatta. I sex mánaða uppgjöri nam hagnaðurinn 66 milljónum króna en þar var söluhagnaður eigna fyrir 14 milljónir króna inni í þeim tölu auk þess sem ekki var ljóst hver áhrifin á kaupum á 38,7% hlut í Tæknival yrðu. HlutaQárútboði nánast lokið „Astæðan fyrir því að við kynnum áætlanir félagsins fyrir næsta ár á þessum tíma er sú að þær liggja fyrir og hafa verið samþykktar af stjórn og kynntar fyiár starfsfólki fyrirtækisins. Okkur þótti rétt að senda upplýsingarnar til Verðbréfa- þings íslands en við höfum aldrei farið leynt með rekstur félagsins. Okkur finnst nauðsynlegt að vera snemma á ferðinni með áætlanir fyrir komandi ár til þess að fá fram umræðu meðal starfsmanna og ná góðri samstöðu um markmiðin, seg- ir Frosti Bergsson. Frosti segir að hlutafjárútboði fé- lagsins sé nánast lokið og ljóst sé að félagið nái fram markmiðum þess, það er að fjölga hluthöfum og afla fjár vegna kaupa á hlutabréfunum í Tæknival og öðrum félögum. S Breytingar á Verðbréfaþingi Islands Tólf félög flutt af Aðallista á Vaxtarlista TÓLF félög á Aðallista Verðbréfa- þings Islands, sem ekki uppfylla lengur öll skilyrði fyrir áframhald- andi veru á Aðallistanum, flytjast af listanum yfir á Vaxtarlista þingsins í dag. Félögin eru Fóðurblandan hf., Jökull hf., Kaupfélag Eyfirðinga svf., Plastprent hf., Sæplast hf., Sk- innaiðnaður hf., Samvinnuferðir- Landsýn hf., Slátufélag Suðurlands svf., Hlutabréfasjóður Búnaðar- bankans hf., Hlutabréfasjóðurinn íshaf hf., Sjávarútvegssjóður ís- lands hf. og Vaxtarsjóðurinn hf. Lágmark 600 mkr. markaðsvirði I fréttatilkynningu frá VÞÍ er vísað í bráðabirgðaákvæði í reglum um skráningu verðbréfa á VÞI, þar sem segir eftirfarandi: Utgefendur hlutabréfa sem skráð eru á VÞÍ við gildistöku reglnanna 1. desember 1997, skulu uppfylla ákvæði um stærð, dreifingu og aldur skv. 9. gr. fyrir 1. desember 1998, annars munu verðbréf þeirra verða flutt á Vaxtarlista, án frekari aðlögunar- tíma,“ segir í tilkynningunni. Viðmiðunannörkin fyiár skrán- ingu á Aðallista þingsins eru að áætlað mai'kaðsvirði hlutabréfa skal vera að lágmarki 600 mkr., a.m.k. 25% hlutafjár í eigu 300 almennra hluthafa og aldur félags skal vera a.m.k. 3 ár. A Vaxtarlista eni til samanburð- ar félög sem eru 60 mkr. að mark- aðsvirði, félagið er 1 árs og 15% hlutafjár skal dreift á 25 almenna hluthafa. Ný félög í úrvalsvísitölu Sigi'ún Helgadóttir, forstöðumað- ur aðildar- og skráningarsviðs VÞÍ, segir að hér sé aðeins um flokkun eftir stærð og aldri félaga að ræða. „Þetta þýðir það að félag sem upp- fyllir ekki skilyrði fyrir því að vera á Aðallista fellur niður á Vaxtarlista og eins getur félag á Aðallista ekki sótt um skráningu á Vaxtarlista,“ sagði Sigrún. Hinn 10. desember nk. mun Verð- bréfaþing tilkynna hvaða félög muni mynda úrvalsvísitöluna frá og með áramótum en fyi-irtæki eru valin inn í vísitöluna eftir ákveðnum reglum. Sigrún segir að það sem ráði því hvaða fyrirtæki myndi úrvalsvísitöl- una sé í aðalatriðum hvaða fyrir- tæki eru með hvað virkasta verð- myndun á þinginu, auk þess sem stærð félaganna ræður miklu. Að hennar sögn er endurskoðað á sex mánaða fresti hvaða fyrirtæki mynda úrvalsvísitöluna. Skeljungur út, Járnblendið inn Samkvæmt útreikningum Morg- unfrétta Viðskiptastofu íslands- banka er það Skeljungur hf. sem mun falla út úr úrvalsvísitölunni en Járnblendifélagið mun koma inn. Einnig er líklegt, segir í Morgun- fréttunum, að Vinnslustöðin falli út en Opin kei-fi komi í staðinn. í dag kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verðvn boðið upp á 3 l/i mánaða ríkisvíxil, RV99-0316. Að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokkur rfldsvíxla í markflokkum: Hokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlaðhámark tddnna tilboða* RV99-0316 16. mars 1999 3 l/i mánuður 0 1.500 Milljónir króna. Söluíyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tQboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í rQdsvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalána- sjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum °g tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í rfldsvíxla þurfe að hafa borist Lánasýslu rfldsins fyrir kl. 11:00 í dag, þriðjudaginn 1. desember. Útboðsskflmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rfldsins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.ls Þús. kr. Uppbyggmg markflokka ríkisvíxla Staða ríkisvíxla 18. nóvember, 17.078 milljónir króna. Áætluð hámarksstærð og sala 1., 9. og 16. desember 1998. HbbCvX W BP hefur áhugaá hlut Mobil í Evrópu London. Telegraph. BRITISH PETROLEUM mun hk- lega kaupa hlut Mobils í 5 milljarða dollara sameignarfyrirtæki þehTa í Evrópu þegar og ef Mobil og Exxon sameinast, en með kostakjörum. BP og Mobil í Evrópu mynduðu með sér bandalag 1996 og komu á fót sameiginlegu benzínsölu- og ol- íuhreinsunarfyrirtæki. BP fékk 70% hlut í því fyrirtæki, en einnig var komið á fót smurningsfyrirtæki undir yfirráðum Mobils. Um 240 milljarða dollara samruni Exxons og Mobils verður mesti iðn- aðai'samruni til þessa. í sameiningu kunna félögin að teljast of stór í Bretlandi, þar sem Esso kemur fram fyrir hönd Exxon, Þýzkaiandi, Austurríki og Hollandi. Til erfið- leika getur einnig komið í Norður- sjó, þar sem Mobil rekur umsvifa- mikla starfsemi og Exxon er í öfl- ugu bandalagi með Shell. ------------------ Pearson færir út kvíamar í Evrópu London. Reuters. BREZKA fjölmiðlafyrirtækið Pear- son Plc hermir að útvarps- og sjón- varpsdeild þess falizt eftir 30 af hundraði í Unidad Editorial, útgef- anda E1 Mundo á Spáni, fyrir allt að 43,6 milljónir punda. Recoletos hyggst einnig kaupa 50% hlut í Economica SGPS i Portúgal af Grupo Media Capital fyrir 5,6 milijónir punda. „Með þessum viðskiptum treystir Recoletos sig enn betur í sessi sem eitt fremsta fjölmiðlafyrirtæki Pýreneaskaga," sagði Marjorie Scardino, aðalframkvæmdastjóri Pearsons. Receletos hefur hug á að kaupa 30% af 55% hlut fjögurra stofnenda E1 Mundo og 400 lítilla fjárfesta í Unidad Editorial. Hin hlutabréfin eru í eigu ítalska Rizzoli-fyrii’tækis- ins. Economica er helzti útgefandi dagblaða, vikublaða og mánaðarrita um fjármái í Portúgal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.