Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLADIÐ Á vit framtíðar EINS og alþjóð er kunnugt fer um þessar mundir fram mikil upp- stokkun í íslenskum stjórnmálum. Ber þar hæst að flokkar á vinstrivæng hafa ákveðið að fylkja sam- an liði í næstu alþingis- kosningum. Ungt fé- lagshyggju- og jafnað- arfólk hlýtur að fagna þessari þróun sem von- andi mun leiða til þess að á Islandi rísi stór og öflugur vinstristjórn- málaflokkur, eins og víða hefur gerst. Lengi hef ég velt því fyrir mér hvers vegna þessi þróun hafi ekki fyrir löngu átt sér stað. Löngum hefur verið hami'- að á að þessir flokkar séu svo ólíkir að þeii' fái ekki með nokkru móti starfað saman. Því er ekki að neita að á köflum hefur borið á milli, en þannig er nú einu sinni pólitíkin - ákveðin málamiðlun. Má hér minna á að oft hefur hrikt í Sjálfstæðis- flokknum vegna ýmissa mála. Flokk- urinn er mjög breiður og oft fínnst manni hálfpartinn illskiljanlegt hvað það er í rauninni sem tengir flokks- menn hans saman - einhvers konar þokukenndar hugmyndir um frelsi einstaklingsins. Engu að síður hefur tekist að halda flokknum að mestu leyti óklofnum. Fólk á vinstrivæng hefði fyrir löngu þurft að gera sér grein fyrir því að það er hægt að starfa innan eins stórs stjórnmála- flokks þar sem fólk deilir sömu grundvallai’hugmyndum, þótt það sé ekki alveg sammála í öllum málum. Sundurklofíð nær félagshyggjufólk einfaldlega ekki þeim áhrifum sem þjóðfélaginu eni nauðsynleg. Nú hefur ísinn verið brotinn og samfylking vinstriflokkanna er í fmmbernsku. Til að góður árangur náist á þeim vettvangi þarf fólk að mínu mati að vera til- búið að kasta hugsana- gangi fortíðarinnar tölu- vert lengra frá sér en það hefur hingað til gert. Við væntanlega uppstillingu á fram- boðslista er t.d. mikil- vægt að menn forðist eftir megni að rigbinda sig við einhverja „flokkakvóta". Það er ekki númer eitt hvaða flokki frambjóðendur samfylkingarinnar hafa tilheyrt. Það sem mestu máli skiptir er að um sé að ræða hæft fólk sem tilbúið er að beita sér af krafti fyrir þeim hug- Þróunin mun, segir Eirflcur Jdnsson, leiða til stórs og öflugs vinstriflokks, sem mun veita Sjálfstæðisflokkn- um nauðsynlegt mót- vægi á nýrri öld. myndum sem málefnasamningurinn kveður á um. Menn verða að líta á sig sem frambjóðendur samfylking- ai-innar, ekki sem frambjóðendur hinna einstöku flokka sem að henni standa. Það mikilvægasta er að láta málefnin ráða. Þegar flokkar sem aðskildii' hafa verið þetta lengi hefja náið samstarf, Eiríkur Jónsson eru ákveðnir árekstrar óhjákvæm- legir fyrst um sinn. En þótt ákveðnir árekstrar hafi orðið, sem fjölmiðlar hafa því miður í allt of mörgum tO- fellum blásið út á ómálefnalegan hátt og í æsifréttastíl, standa grunnhug- myndh' vinstrafólks óhaggaðar - hugmyndir um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Og þeirra hugmynda er svo sannarlega þörf á æðstu valdastólum landsins, því þrátt fyrir „góðæri“ í þjóðfélaginu hefur Félagsvísinda- stofnun nýlega sýnt fra_m á að tíundi hver einstaklingur á Islandi hefur minna en 44 þúsund krónur á mán- uði sér til lífsviðurværis! Þeir ríku verða ríkari og fátæku fátækari. Við verðum að hverfa frá þeirri hugsjón að best sé að hver skari eld að sinni köku! Og þótt stjórnarflokkarnir gleðjist yfir byi’junarerfiðleikum samfylk- ingarinnar, vita þeir innst inni að sú gleði er tímabundin. Enda dylst eng- um hræðsla þeirra við þann öfluga andstæðing sem þeir standa brátt frammi fyrir. Þeir nýta nánast öll tækifæri sem gefast til að koma höggi á samfylkinguna, tjá sig varla um afkomu ríkissjóðs án þess að „vara við samfylkingunni“. Forsætis- ráðherra sá m.a.s. sérstaka ástæðu til að gera „hættuna af samfylking- unni“ að umtalsefni í stefnuræðu sinni á Alþingi, og tel ég það í raun hina bestu viðurkenningu á mætti hins nýja stjórnmálaafls. Boltinn er því farinn af stað, og það var ekki síst unga fólkið sem kom honum á skrið. Nú verður ekki aftur snúið og þróunin mun, ef allt gengur eftir, leiða til stórs og öflugs vinstristjórnmálaflokks sem veitii' Sjálfstæðisflokknum það mótvægi sem nauðsynlegt er fyrii' ísland 21. aldai'innar. Ungt fólk á vinstrivæng þarf því ekki að örvænta. Við skulum móta framtíðina! Höfundur er formaður Stíganda, félags ungs vinstrafólks á Vesturlandi. Keikó - metnaðarfullt vísindaverkefni í SEPTEMBER síð- astliðnum fylgdist fólk um allan heim með því þegar C-17 risaþota bandaríska flughersins lenti í Vestmannaeyjum með frægasta hval heims innanborðs. Kei- kó, sem var fangaður undan ströndum Islands fyrir 20 árum, var loks á heimaslóðum á ný. Flutningurinn til ís- lands tókst vel og Keikó hefur aðlagast aðstæðum í Vest- mannaeyjum jafnvel betur en menn áttu von á. Markmiðið er að Keikó geti á ný synt frjáls í hafínu umhverfis Island. Um er að ræða metnaðar- fullt vísindaverkefni I fyrsta sinn er þess freistað að koma háhyrningi í náttúrulegt um- hverfí á ný eftir að hafa verið undir mannahöndum. Það gefur okkur ein- stakt tækifæri til þess að afla upp- lýsinga um hvali. Hvernig bregst Keikó við sjókvínni í Vestmannaeyj- um? Hvernig bregðast aðrir hvalir við Keikó? Hvemig bregst Keikó við þegar hann kemst í snertingu við aðra háhyminga? Mun hann geta átt samskipti við aðra hvali? Getur hann beitt hljóðtáknum - tungumáli sínu - á nýjan leik eftir 20 ára vist meðal manna? Okkur hefur þegar miðað vel áfram. Villtir hvalii- hafa komið að sjókvínni. Starfslið okkar hefur hljóðritað hljóðskipti Keikós við aðra hvali. Vísindamenn rannsaka nú þessi hljóðskipti. Starfslið okkar hef- ur safnað upplýsingum um viðbrögð og atferli Keikós í Klettsvík. Vís- indamenn rannsaka þær breytingar sem verða á Keikó í sjókvínni. Þrem- ur mánuðum áður en Keikó var flutt- ur til íslands hófust atferlisrann- sóknir í Newport svo vísindamönn- um gefst kostur á að bera saman atferli hans í Klettsvík og Newport. Hve miklum tíma ver Keikó neðansjávai' og í yfirborðinu, hvenær er hann á ferðinni, hvernig hvílist hann, hvert er at- ferli hans í Klettsvík, hvaða áhrif hefur skammdegið á Keikó? Starfslið okkar hefur mælt líkamsstarfsemi Keikós og þannig fylgst með breytingum og vexti hvalsins. Mæling- ar sýna að Keikó er hraustari í Klettsvík en Newport. Hann eyðir minni tíma með starfs- liði okkar í Klettsvík en Newport. Það er mikilvægt skref í því að sleppa Keikó í villta náttúru. Nú þegar vetur er genginn í gai-ð og veður válynd hefur komið á daginn að Keikó hefur lagað sig vel að veðrabrigðum og sjógangi og er for- vitinn um umhverfi sitt og eyðir sí- fellt meiii tíma neðansjávar fjarri þjálfunim sínum. A næstu vikum verður þess freist- að að venja Keikó á að borða lifandi físk. Þetta er mikilvægt skref að því markmiði að sleppa Keikó. Veiðar hvalsins ráða miklu um hvort honum verður sleppt - hvort honum tekst að bjarga sér í villtri náttúru. Samtökin taka ekki afstöðu til hvalveiða í stuttu máli er óhætt að fullyrða að heimkoma Keikós hafi gengið ákaflega vel. Fjölmiðlar á Islandi og um allan heim hafa fylgst með Keikó af miklum áhuga. Free Willy Keiko- samtökin hafa einbeitt sér að því að beina sjónum sínum einvörðungu að Keikó með hans hagsmuni í huga. Við gerum okkur grein fyrir því að umræður um hvalveiðar eru ofai'lega á baugi á íslandi. Við virðum ákvarð- anir Islendinga og munum engin af- Við gerum okkur grein fyrir að umræður um hvalveiðar eru ofarlega 7 á baugi á Islandi, segir Bob Ratliffe. Við virð- -----------------7------ um ákvarðanir Islend- inga og munum engin afskipti hafa af íslensk- um málefnum. skipti hafa af íslenskum málefnum. Fyrir nokkru kom háttvirtur þing- maður Stórþingsins norska, Steinar Baastesen, að máli við samtökin. Hann vildi fá að fara út í sjókvína í fylgd fjölmiðils. Baastesen er tals- maðui' hvalveiða i Noregi og að Is- lendingar fylgi fordæmi Norðmanna. Hann hefur látið þau ummæli falla að með komu Keikós til Islands verði örðugra fyrir íslendinga að hefja hvalveiðar á ný. Við virðum skoðanir Baastesens þó við séum honum ekki sammála. En Keikó hefur ekkert með það að gera hvort íslendingar stunda hvalveiðar. Við munum gæta þess vandlega að samtökin verði ekki dregin inn í umræður um hval- veiðar. Því var beiðni Baastesens hafnað. Við viljum einbeita okkur að því að afla þekkingar á lífríkinu í hafinu og um hvali. Eg vonast til að Islending- ar skilji og meti þessa afstöðu Free Willy Keiko Foundation. Eg ber mikla virðingu fyrir Is- lendingum og vonast eftir stuðningi hér eftir sem hingað til við einstakt verkefni, sem vonandi leiðir til dýpri skilnings á hvölum, hafinu - og okk- ur mannfólkinu. Með því stuðlum við að betri heimi. Höfundur er varaforseti Free Willy Keiko Foundation. Bob Ratliffe Skaðleg áhrif eitur ly fj aney slu AÐ LEYFA eitur- lyfjaneyslu hér á landi og annars staðar væri uppgjöf með tilheyr- andi afleiðingum, ekki bara fyrir neytendur heldur og ekki síður aðstandendur þeirra og almenning. Afleið- ingarnar yrðu enn meiri þjáning en nú er, fleiri fórnarlömb, stór- aukin þörf meðferðar- rýmis og kostnaður úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Neyslan kæmi verst niður á þeim, sem mestan áhuga hafa á neyslu Ómar Smári Ármannsson slíkra efna, ungu fólki sem annars ætti sér góða framtíð. Slysatíðni eykst, sjálfsvígum fjölgar og af- brotatíðnin hækkar ef tekið er mið af þróuninni erlendis. Miskunnar- leysið yi'ði miklum mun meira, fleiri óvirkir þjóðfélagsþegnar og tíðni al- Þrátt fyrir fullyrðingar um að glæpum fækki við lögleiðingu eitur- lyfja hefur reynslan sýnt, segir Omar Smári Armannsson, að þeim fjölgar verulega. varlegra ofbeldisverka myndi aukast stórlega. Samkvæmt þeim rannsóknum sem eru fyrirliggjandi frá læknavísindunum er ekki vafi um skaðsemi eiturlyfja. Þau hafa þó misskaðleg áhrif eftir tegundum, allt eftir neyslumagni og notkun. En eftir því sem neyslan er örari og meiri því meiri er skaðsemin, sama hvaða eiturlyf eru notuð. Þó ekki væri nema af þeirri ástæðu einni er vafasamt að hvetja til aðgerða sem myndu auka neysluna. Vegna um- ræðu um að eiturlyfjavandamálið hafí verið að aukast hafa komið fram hugmyndir um að gera ráð fyrir að besta leiðin til að leysa þessi mál sé einfaldlega að lögleiða eiturlyf, m.ö.o. að gefast upp. Þá er rætt um að þau eigi að lögleiða vegna þess að einstaklingurinn eigi jafnan að hafa um það frjálst val hvers hann neytir. Það sé honum síðan í sjálfsvald sett hvort hann stofni sér í hættu eða ekki með neyslunni. En hverjar yi’ðu raun- vei-ulegar afleiðingar þess ef t.d. kannabis yrðu lögleitt? Ljóst er að ef dreifing efnanna yrði á hendi hins opinbera myndi sú sala bætast við þá sölu, sem fyrir er. Það er a.m.k. reynsla Hollendinga. Reynslan sýn- ir og að aukinn aðgangur fólks að eiturlyfjum eykur neysluna að sama skapi. Og af hverju ætti ríkið að beita sér fyrir sölu eiturlyfja? Sum- ir segja að í því felist ákveðið „frelsi", en það er lika alveg víst að næsta krafa verður væntanlega að gefa söluna frjálsa ef taka á mið af röksemdum þeirra, sem auka vilja frjálsa samkeppni. Aukið framboð sölustaða kallar á aukna sölu og neyslu. Markaðslög- málið ræður jafnan verði á eiturlyfj- um hér sem annars staðar. Fjárþörf eiturlyjaneytenda minnkar ekki heldur eykst í samræmi við aukna neyslu. Aíbrotum, ránum, ofbeldis- brotum, innbrotum og þjófnuðum fjölgar að sama skapi. Engar rann- sóknir staðfesta að afbrotatíðni hafí lækkað með auknu frelsi til eitur- lyfjaneyslu. Þvert á móti hafa at- huganir bent til þess að þær hafi aukist. Hún er t.d. hvergi hærri í Evrópu en í Hollandi. Morð og manndrápstíðni er þar einna hæst miðað við íbúafjölda. Það sama átti við um Alaska þegar marijuana var lögleitt þar til reynslu. Þá jókst af- brotatíðnin verulega. Sama reynsla er einnig frá Zúrich og Svíþjóð. Andlátum vegna eit- urlyfjaneyslu fjölgaði þar þrátt íyrir aukna aðkomu hins opinbera. Reynslan frá Svíþjóð á árunum 1961-1967 þeg- ar gerð var tilraun með því að ávísa á eiturlyf til neytenda sýnir að neyslan jókst og eitur- lyfjatengd andlát urðu hlutfallslega mun fleiri en annarra. Sömu sögu er að segja frá Hollandi þar sem aðilar leita sér lækninga vegna ann- arra sjúkdóma samfara eiturlyfjaneyslu. Slík tilvik hafa stóraukist ár frá ári með auknum tilkostnaði skattborgara á ýmsum sviðum heilsugæslunnar. Lögleiðingin ein sér minnkar áhuga óprúttinna aðila til að selja fíkniefni. Þrátt fyrir fullyrðingar um að glæpum fækki við lögleið- ingu hefur reynsjan sýnt að þeim fjölgar verulega. í Hollandi eru t.d. fjölmargir aðilar er hafa verulegar tekjur af sölu eiturlyfja og koma þeim skipulega á markað. Mark- hópurinn er unga fólkið. Ný efni eru framleidd og þeim komið skipu- lega á markað. Og hvar á að draga mörkin? Rök fyrir lögleiðingu eitur- lyfa ganga einnig þvert á rök lækn- isfræðinnar. Ljóst er að kannabis- reykingar auka hættu á ýmsum sjúkdómum. Kannabisreykingar hafa og mjög slæm áhrif á þá sem haldnir eru lungnasjúkdómum. Kannabisefni eru reykt á mjög sér- stakan hátt, reyknum er andað snöggt að sér og haldið niðri í lung- unum í nokkurn tíma til að ná fram hámarksáhrifum. Magn tjöru í kannabisefnum er margfalt meira en í tóbaki. Hættan á krabbameini er veruleg og er enn meiri en við tó- baksreykingar. Sú staðreynd að kannabis er yfirleitt reykt með tó- baki dregur enn síður úr þeirri hættu. Karbondíoxíð binst hemó- glóbíni við kannabisreykingar, en við það berst minna súrefni til hjartans og það leiðir til örari hjart- sláttar og hækkunar blóðþrýstings. Það getur haft alvarlegar afleiðing- ar í för með sér fyrir fólk sem hald- ið er hjarta- og blóðrásartruflunum. Hættan á hjartaáfalli og blóðtappa er veruleg. Kannabisefni minnka framleiðslu náttúrulegra hormóna sem stjóma eggjabúskap kvenna. I alvarlegi'i tilfellum getur orðið um ófrjósemi að ræða. Á meðgöngu berast kannabisefni í gegnum fylgj- una til fóstursins og auka líkur á vansköpun. Onæmiskerfi líkamans verður fyrir áhrifum hormóna og þegar hormónastuðullinn raskast eða dregst saman minnkar viðnám líkamans. Líkaminn verður mót- tækilegri fyrir sjúkdómum. Upp- söfnun THC í líkamanum hefst eftir mjög litla neyslu kannabisefna. Minningar, tilfinningar og jafnvel eðlisávísun dofna og eðlileg þróun staðnar 1 kjölfar meiri neyslu. Langvarandi neysla kannabisefna getur leitt til heilaskemmda. Kannabisneytendur fá oft kvíðaköst ásamt tilhneigingu til ofsóknaræðis. Með langvarandi notkun geta þessi einkenni þróast upp í alvarlegar geðtruflanir á borð við geðklofa. Kannabisneysla minnkar námsgetu er skammtímaminni hrakar. Hugs- anlegt er að mikil og löng neysla spilli námshæfni fyrir fullt og allt í sumum tilfellum. Öruggt er að kannabisneysla gerir alkóhólisma illviðráðanlegri, eykur skaðleg áhiif alkóhóls á einstaklinga og flækir meðferð þess sjúkdóms verulega. Varla getur fólk, sem í alvöru hefur áhuga á að byggja upp samfélagið, viljað stuðla að framangreindum af- leiðingum. Um skaðsemi annarra eiturlyfja verður fjallað síðar. Höfundur er aðstoðaiyfír- lögrcgluþjónn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.