Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 78
78 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar Drukkinn maður á hjóli Helgin 27-29 nóvember MEIRA bar á eldri borgurum í miðbænum á föstudag en oft áð- ur. Líklega tengist það því að al- gengt er að fólk sæki hin ýmsu jólatilboð veitingahúsanna sem flest eru á miðborgarsvæðinu. Rólegt var í miðbænum þetta kvöld. Fleiri voru á ferli á laugar- dag og kom þá til einhverra átaka milli einstaklinga án þess að telj- andi meiðsl hlytust af. Umferðarslys varð á Höfða- bakkabrú á sunnudag um kvöld- matarleytið. Annai- ökumanna var fluttur á slysadeild vegna eymsla í baki og brjósti. Umferð- arslys varð á Langholtsvegi við Sæbraut á sunnudagskvöld. Ann- ar ökumanna var fluttur á slysa- deild vegna eymsia í hálsi og baki. I síðustu viku hófst átak lög- reglu, tryggingafélaganna, læknafélagsins, Umferðarráðs og íleiri aðila gegn ölvunarakstri. Lögreglan var með um þessa helgi markvissar aðgerðir og voru nokkur hundruð ökutæki stöðvuð í þeim aðgerðum. Ekki stóðust allir ökumenn hins vegar prófið og voru því sviptir ökurétt- indum vegna ölvunaraksturs. Voru aðgerðir lögreglu víða um borgina auk þess sem fjölmargir ökumenn, sem óku um Hvalfjarð- argöng, voru stöðvaðir til að kanna ástand þeirra. Einn öku- manna sem þar var rætt við á laugardag er grunaður að hafa ekið undir áhrifum áfengis. En ölvaður ökumenn voru ekki eingöngu á bifreiðum þessa helgi því lögreglumenn stöðvuðu mjög ölvaðan einstakling á reiðhjóli á Frakkastíg um miðjan dag á fóstudag. Hann hafði hjólað utan í bifreið og hlotið nokkra áverka af. Hann var færður til töku blóðsýnis enda fyrirmæli í um- ferðarlögum um að óheimilt sé að vera ölvaður á reiðhjóli. Skömmu eftir miðnætti á laug- ardag veittu lögreglumenn at- hygli ökumanni sem ók austur Skólavörðustíg. Honum voru gef- in stöðvunarmerki sem ekki var sinnt og því hófst eftirför lög- reglu sem barst um nærliggjandi götur. Áður en náðist að stöðva aksturinn hafði bifreiðinni verið ekið á og slasað gangandi vegfar- anda og utan í fjórar bifreiðar. Ökumaður var fluttur á lögreglu- stöð en hann er grunaður um ölv- un við akstur auk þess sem ætluð fíkniefni fundust á honum. Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók bifreið sinni á um- ferðarmerki aðfai’anótt sunnu- dags í Grafarvogi. Þá var lög- reglu tilkynnt um glæfraakstur innan um gangandi fólk á háskólasvæðinu að morgni sunnudags. Ökumaður var stöðvaður og fluttur á lögreglu- stöð en hann er grunaður um ölv- un. Ökumaður var stöðvaður á Eiðsgranda eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 100 km hraða þar sem 50 km hámarkshraði er. Lögreglan fylgdist um helgina með því að lagaákvæðum um úti- vistartíma væri framfylgt víða um borgina. Þannig voru höfð af- skipti af börnum undir aldri við verslunarmiðstöðvar í austur- borginni þar sem lögreglan hefur nú nýverið sett upp hverfalöggæslu, í Breiðholti, Ár- bæ og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin. Sömu sögu er að segja af eftirliti sem foreldar hafa tekið upp í hinum ýmsu hverfum borg- arinnar með það markmið að fylgja eftir útivistarákvæðum. Lögreglan var kölluð að húsi í Grafavogi vegna hávaða að morgni sunnudags. Kom í ljós að þar hafði unglingur, sem var einn heima, haldið mikinn gleðskap. Var aðkoma lögreglu ekki glæsi- leg því mikið sá á húsnæðinu. Lögregla leysti upp samkvæmið. Þrír unglingspiltar voru hand- teknir grunaðir um aðild að skemmdarverkum á skólum í Grafarvogi að kvöldi sunnudags. Einstaklingur var handtekinn eftir að hafa brotist inn í húsnæði við miðborgina að morgni laugar- dags. Hann hafði lagst til svefns í rúm húsráðanda án samráðs við hann. Hinn óvænti næturgestur var handtekinn og fluttur í fanga- hús þar sem hann þekkir vel til. Lögreglan og slökkvilið voru kölluð á Grundarstíg á sunnu- dagskvöld eftir að kviknað hafði í potti á eldavél. Töluverðar reyk- skemmdir urðu en íbúar höfðu náð að slökkva eldinn. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg ÁRNI Sólonsson veitingamaður og Hassan Jamil Chahla yfirmat- reiðslumeistari í veitingasal Jónatans Livingstons Mávs. Jónatan Livingston Mávur 10 ára VEITINGAHÚSIÐ Jónatan Livingston Mávur er 10 ára í dag, þriðjudag. Veitingahúsið hefur alla tíð verið til húsa í Tryggvagötu 4-6. Ymislegt verður gert til hátíð- arbrigða í tilefni af afmælinu. Boðið verður upp á sérstakan hátíðarmatseðil afmælisvikuna. Uppistaða matseðilsins er villi- bráð, en Jónatan Livingston Máv- ur hefur sérhæft sig í villibráð- arréttum. Á fimmtudagskvöld verður hátíðarkvöld gullklúbbs útvarpsstöðvarinnar Gull 90,9 og um helgina munu skemmtikraft- ar koma fram. Árni Sólonsson er veit- ingamaður á Jónatan Livingston Mávi en hann er jafnframt einn eigenda. Yfirmatreiðslumaður er Hassan Jamil Chahla frá Lí- banon, en hann er menntaður í Frakklandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Barnadeild Hringsins fær styrk SAMBÍÓIN og Coke á íslandi héldu sérstaka styrktarsýningu sl. laugardag til handa barna- spitala Hringsins, á nýjustu af- urð Disney, Mulan. Á sýningunni fengu allir krakkar gjafir frá Vífilfelli og í hléi hélt HK sýn- ingu á Tae Kwan Do. AJIir gest- ir fengu að auki Coke frá Vífil- felli og popp frá Sambíóunum. Allar tekjur af sýningunni sem námu samtals 135.000 krónum runnu óskiptar til barnaspitala Hringsins. Pening- arnir voru afhentir inni á barnadeildinni síðastliðinn NÚVERANDI Reykjanesviti er 90 ára gamall. 120 ár frá vígslu fyrsta vitans ÞESS er minnst í dag, 1. desem- ber, að liðin eru 120 ár frá því að fyrsti viti í eigu hins opinbera, Reykjanesviti, var formlega tekinn í notkun. Á 6. áratugnum lauk uppbygg- ingu vitakerfisins að mestu leyti en þá hafði ljósvitahringnum verið lokað. I dag eru 104 landsvitar við strendur landsins og annast Sigl- ingastofnun Islands uppbyggingu og rekstur á þeim vitum, ásamt því að hafa umsjón og eftirlit með upp- byggingu og rekstri hafnarvita og innsiglingarmerkj a. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stend- ur þverhnípt. Fyrsti vitavörðurinn var Arnbjöm Ólafsson. Vitinn var endurnýjaður árið 1897 en hann hafði skemmst í jarðskjálfum. Ný viti var byggður á árunum 1907-1908 á Bæjarfelli. Þann 20. mars 1908 var kveikt á núverandi Reykjanesvita sem er 73 metra yf- ir sjávarmáli. Nýr kynningarbæklingur Siglingastofnun hefur gefið út kynningarbækling um starfsemi stofnunarinnar sem ber heitið Oryggi sjófarenda. Honum er ætlað að kynna fyrir viðskiptavin- um og almenningi öll helstu verk- efni stofnunarinnar. Hlutverk Siglingastofnunar er að vinna að öryggi sjófarenda. Það gerir hún með því að skapa örugg- ar og hagvkæmar aðstæður til siglinga og fiskveiða við landið. Stofnunin fer með framkvæmd þriggja málaflokka, siglinga-, hafna- og vitamál. Bæklinginn er hægt að fá send- an með því að hafa samband við stofnunina. laugardag afþeim Alfreði Árnasyni og Isleifi B. Þórhalls- syni frá Sambíóunum og veitti Ásgeir Haraldsson, yfírlæknir barnadeildarinnar, þeim mót- töku. Á eftir var öllum viðstöddum boðið að þiggja létt- ar veitingar. Fullveldis- samkoma stúdenta HÁTÍÐARSAMKOMA stúdenta í tilefni af 80 ára afmæli fullveldis Is- lendinga verður haldin í dag, þriðju- daginn 1. desember, og hefst hún með messu kl. 11 í kapellu aðal- byggingar þar sem Bolli Gústafsson vígslubiskup þjónar fyrir altari og Bolli Bollason guðfræðinemi predikar. Kl. 13 leggja stúdentar blómsveig að leiði Jóns Sigurðs- sonar og Guðrún Eva Mínei’vu- dóttir flytur minni Jóns Sigurðs- sonar. Hátíðarhöldin verða síðan í hátíðarsal Aðalbyggingar, 2. hæð, kl. 14. Yfirskrift hátíðarinnar á þessu 80 ára afmæli fullveldis okk- ar Islendinga verður: „Sjálfstæðis- barátta vísindanna - eflum rannsóknir og yísindi." Þar mun Ásdís Magnúsdóttir, formaður stúdentaráðs, setja hátíðina, Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, ávarpar hátíðar- gesti, Sigurður Guðmundsson land- læknir flytur hátíðarræðu og Stein- grímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, flytur hátíð- arræðu. Háskólakórinn mun einnig flytja nokkur lög undir stjórn Egils Gunnarssonar. Heiðursgestur hátíðarinnar er forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson. Opinn fundur í Þingvallabænum TVEIR síðustu fundirnir í funda- lotu Árna Johnsen alþingismanns í Suðurlandskjördæmi verða í dag og á morgun. I dag, fullveldisdaginn, verður fundur í Þingvallabænum klukkan 14. Þar verða frummælendur Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, og Árni Johnsen. Síðasti fundurinn verður í Njálsbúð í Landeyjum kl. 21 á miðvikudagskvöld. Þar verða frummælendur Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Ámi Johnsen. Alls hafa milli 500 og 600 manns sótt þá liðlega 20 fundi sem búnir eru í fundarlotunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.