Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 75
um að sig væri reyndar farið að
langa í „Eilíf1 og hló við, en þetta
var ein sagan sem hún hafði sagt
mér oft þegar eldaður var stór
pottur af grjónagi’aut á Bergi og
svo mikið eldað að grauturinn var
líka næsta dag. Þeim ki-ökkunum
þótti oft nóg um og kölluðu graut-
inn Eilíf. Hún sagði mér líka frá því
þegar hún ætlaði að byrja hár-
greiðslunámið og þegar hún mætti
fyrsta daginn kom hún að lokuðum
dyrum og henni var bandað frá.
Þetta var nefnilega mánudagur og
því fékk hún ekki að byrja. Við vor-
um nú reyndar báðar dálítið hjátrú-
arfullar og 7, 9, 13 var ósjaldan
nefnt og barið í tré um leið.
Bryndís hafði ákveðnar skoðanir
og var óhrædd að láta þær uppi,
hún hafði mikinn áhuga á öllu því
sem var að gerast, ekki bara næst
henni heldur líka því sem var að
gerast í heiminum. A heimOi Bryn-
dísar og Gísla var mikið af bókum
sem óspart voru notaðar og ekki
síst voru það ljóðabækurnar sem
áttu hug hennar. Hún hlustaði líka
mikið á tónlist og gömlu meistar-
arnir voru henni hjartfólgnir.
Amma í Góðatúni kölluðu börnin
mín hana þegar Gísli og hún bjuggu
í Goðatúni í Garðabæ. Og hún var
svo sannarlega góð amma sem sóst
var eftir að vera hjá enda margar
heimsóknirnar þangað. Síðustu ár-
in voru Bryndísi erfið. Hún vildi
samt ekki um það tala, enda stolt
kona. „Maður verður að borga fyrir
það að verða gamall,“ sagði hún og
vildi sem minnst ræða um sín veik-
indi. Erfiðast var það henni þegar
sjónin brást og hún gat ekki lesið
lengur og vart séð á sjónvarp, en
hún átti góða að og dætur hennar
lásu oft upp fyrir hana ljóð, t.d. eft-
ir Pál Ólafsson sem var í miklu upp-
áhaldi hjá henni.
Að leiðarlokum, kærar þakkir
fyrir vináttu þína, þú vildir aldrei
neitt orðagjálfur né lofsyrði um
sjálfa þig, enda þarf þess ekki, við
sem þekktum þig vitum hvemig þú
varst. Eg vil kveðja þig með erindi
eftir Pál Ólafsson:
Fögursjónersólogvor,
sumar, haustogvetur.
Auðlegð þeiiTa’ og yndisspor
enginn talið getur.
Svala Lárusdóttir.
Elsku amma. Það er ekki auðvelt
að setjast hér niður og skrifa til þín
nokkrar línur, þú varst og ert svo
stór hluti af okkar lífi. Betri ömmu
er ekki hægt að hugsa sér.
Minningarnar eru margar, hvað
það var gott að koma til þín og afa,
það var alltaf hægt að finna sér
eitthvað skemmtilegt að gera, á
sumrin var garðurinn í „Góðatúni"
óspart notaður til þess að leika sér í
sólinni og hlaupa í gegnum vatns-
úðarann, og á veturna að hjálpa
ykkur að gefa litlu fuglunum að
borða. Mesta gamanið var nú ef
maður var svo heppinn að fá að
gista hjá ykkur.
Nú, þar sem jólin nálgast
streyma fram minningarnar um jól-
in sem þú og afi vorað hjá okkur,
það var alltaf mest tilhlökkun hjá
okkur fyrir þau jól. Jólafóndrið sem
við gerðum með þér, jólapokar,
músastigar og stjörnur í öllum
regnbogans litum. Þú hafðir rosa-
lega gaman af jólaskrauti og eigum
við margar jólakúlur sem þú hefur
gefíð okkur í gegnum tíðina, okkur
verður alltaf hugsað til þín þegar
skreyta á jólatréð heima hjá okkur.
Steinar Leó skilur ekki alveg
hvað dauðinn er en hann sagði að ef
hann færi út að hlaupa og hlypi
rosalega hratt, þá gæti hann leikið
við Biddí langömmu.
Við kveðjum þig með orðunum
hans Steinars Leós þegar hann sá
mömmu sína gráta vegna þín:
Mamma, það má ekki gráta þegar
það er snjór úti.
Elsku amma, við munum sakna
þín mikið en við vitum að þú hefur
það gott núna og að þú munt fylgj-
ast með okkur.
Þín barnabörn
Bryndís Erla, Arnar Þór
og Berglind Lóa.
NUMI
SIGURÐSSON
+ Númi Sigurðs-
son fæddist 21.
maí 1916. Hann lést
22. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru þau Sig-
urður Guðmunds-
son og Jóna Krist-
jana Símonardóttir.
Númi var fæddur
og uppalinn á
Kirkjubóli í Mosdal
við Arnaríjörð.
Hann var næstelst-
ur tíu systkina sem
öll lifa hann. Númi
kvæntist 20. aprfl
1954 Ragnheiði Elísabetu Jóns-
dóttur frá Hjarðarholti í Borg-
arfirði. Hún lést 14. desember
1977.
Utför Núma verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
atliöfnin klukkan 13.30.
Okkur langar að minnast góðs
manns sem nú er látinn, saddur líf-
daga.
Við kynntumst Núma Sigurðs-
syni þegar hann tók að venja kom-
ur sínar á æskuheimili okkar, Ar-
bakka við Elliðaár, á áttunda ára-
tugnum. Hann varð fljótt vinur
fjölskyldunnar og alltaf velkominn
enda bæði velviljaður og gaman-
samur. Hann hafði áhuga á því
sem við vorum að fást við hverju
sinni og tók oft þátt í leikjum með
okkur.
Númi var frekar lágvaxinn,
þéttvaxinn og sterklegur, vel
hærður, augun snör og glettin.
Hann var greiðvikinn, handlaginn
og vandvirkur svo af bar. Nýtinn
og fór vel með alla hluti. Utsjónar-
samur.
Númi var að vestan, fæddur og
uppalinn í Mosdal í
Arnarfirði. Vestfirð-
irnir áttu sterk tök í
honum og hann hafði
gaman af að rifja upp
æskuárin og það fram-
andi líf sem einu sinni
var.
Númi starfaði við
margt um ævina,
framan af var hann
lengi til sjós, byrjaði á
skútum og endaði á
togara. Hann var há-
seti á togaranum Jökli
RE 55 á stríðsárunum
og minntist þess oft á
seinni árum. I íbúð sinni hafði hann
jafnan hangandi á vegg stóra mynd
af Jökli og skipverjunum tólf. Skip-
stjórinn hét Bessi Gíslason og mat
Númi hann mikils. Það var hættu-
legt að sigla á þessum árum og
gekk á ýmsu, en alltaf náði þó Jök-
ull heill til hafnai-. Númi var yngsti
maður um borð og með láti hans nú
er skipshöfnin öll.
Myndin af síðutogaranum Jökli
og andlitsmyndir af sjómönnunum
allt um kring minnir um margt á
gamla skólamynd þar sem skólinn
trónir fyrir miðju og starfslið og
nemendur umhverfis hann. Lík-
ingin skóli/skip er nærtæk því þótt
Númi hafi ekki verið langskóla-
genginn má nærri geta hvort sjó-
mennskan á Jökli og þeir atburðir
sem urðu á stríðsárunum hafi ekki
orðjð honum mikill og harður skóli.
A efri árum bjó Númi í Garðabæ
þar sem við munum hann best, en
síðustu æviárin dvaldi hann á
Hrafnistu í Hafnarfirði og naut
þar góðrar umönnunar starfsfólks.
Blessuð sé minning Núma Sig-
urðssonar.
Systkinin frá Arbakka.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALGERÐUR Þ. SÖRENSEN
lést sunnudaginn 29. nóvember sl. á hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Björg Þ. Sörensen,
Hafsteinn P. Sörensen,
Helga H. Sörensen,
Herdís E. Sörensen, Hafsteinn Tómasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar og bróðir,
HAFSTEINN SIGGEIRSSON,
lést á sjúkrahúsi í Kaliforníu laugardaginn 28.
nóvember.
Fyrir hönd annara ættingja,
Inga Hafsteinsdóttir,
Hafsteinn Hafsteinsson,
Einar Siggeirsson.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓNAS SIGURÐSSON
frá Hellissandi,
síðast til heimilis
á dvalarheimilinu Felli,
Reykjavík,
sem lést á Landspítaianum miðvikudaginn
18. nóvember, verður jarðsunginn frá Háteigs-
kirkju miðvikudaginn 2. desember kl. 15.00.
Jarþrúður Jónasdóttir,
Lárus Skúli Jónasson,
Auður Jónasdóttir, Trausti Ólafsson,
Sigríður Jónasdóttir, Sigurður A. Böðvarsson,
Vilhjálmur Hafberg, Svala Geirsdóttir,
Sigurþór Jónasson
og barnabörn.
t
Útför
BRYNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður gerð frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn
1. desember, kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Elísabet Erla Gísladóttir, Bragi Jóhannesson,
Þuríður Hanna Gísladóttir, Guðjón Tómasson,
Sigurður Örn Gíslason, Margrét Margrétardóttir,
Svala Lárusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁRNBJÖRG E. CONCORDÍA ÁRNADÓTTIR,
(Día),
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 2. desember kl. 15.00.
Þóra Kristjánsdóttir,
Sigríður Sveinbjarnardóttir,
Pétur Kristjánsson, Gunnur Samúelsdóttir,
Ásta Kristjánsdóttir, Hendrik Berndsen,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Útför
MARÍU HENCKELL,
Hraunteigi 20,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmudaginn 3. desember kl. 13.30.
Helga Guðrún Sigurjónsdóttir,
Hjalti Sigurjónsson,
Sigurjón Helgason,
Guðrún Bjarnadóttir,
Guðfinna Bjarnadóttir.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, lang-
afa og bróður,
GUNNARS PÁLSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu
Hafnarfirði.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Kristín Gunnarsdóttir,
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Kristín Pálsdóttir.
t
Þökkum af alhug samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför
MAGNÚSAR TORFA ÓLAFSSONAR
fyrrverandi ráðherra.
Hinrika Kristjánsdóttir,
Ingimundur T. Magnússon, Nína C.M. Blumenstein,
Halldóra G. Torfadóttir,
Sveinn E. Magnússon, Bridget Ýr McEvoy
og barnabörn.
t
Við þökkum innilega öllum þeim, sem veittu
okkur hjálp og sýndu okkur samúð og vináttu
við andlát og útför okkar ástkæra sonar,
bróður, mágs, frænda og barnabarns,
RÚNARS BÁRÐAR ÓLAFSSONAR
málarameistara,
Hólmgarði 2b,
Keflavík,
og heiðruðu minningu hans.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Þ. Guðmundsson, Guðlaug F. Bárðardóttir,
Viðar Ólafsson, Róberta Maloney,
Sveinbjörg S. Ólafsdóttir, Kjartan Ingvarsson,
systkynabörn,
Árný Eyrún Helgadóttir.