Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 82
82 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens FAgÐUMeP yW&OG j FZÚNA YFtfZ VATNIÐ Vg. V * J / 01698 Tribune Media ServtcM. 1 J / AII Rights Retarved. i|| r / þSTr/tl? Grettir Hundalíf IffcW OtZ VEGt, rtFGLVIPI / —' fc v Ljóska I DREU) A PICTURE OF YOUR D06..UJ0ULP YOU LIKE TO E5UY IT ? ARE YOU A STARVlNS ARTI5T ? IF YOU WERE A 5TARVINO o ARTI5T, l'P BUY IT„ | ALL I HAP FOR BREAKFAST LUAS A WAFFLE.. Ég teiknaði mynd af hundinum þín- Ertu sveltandi Iistamaður? Ef þú Það eina sem ég borðaði í morgun um... Langar þig að kaupa hana? værir sveltandi listamaður myndi var vaffla... ég kaupa hana.. |Rov$nnI»Iúbtt» BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til Borgarráðs Reykjavíkur Varðar hávaðamengun o.fl. við fjölfarnar götur í Reykjavík Frá Erni Sigurðssyni: í FRÉTTUM Morgunblaðsins 25. og 26. nóvember og í ritstjórnargrein sama blaðs 26. nóvember er sagt frá bréfi Ólafs Ólafssonar landlæknis til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra varðandi umferðarhá- vaða við Miklubraut, greint frá við- brögðum borgarstjórans og rætt um hugsanleg úrræði. Af því tilefni vilj- um við taka fram eftirfarandi: 1. Vitað er að á þessum vetri eru um 60% bfla í Reykjavík búin nagla- dekkjum líkt og undanfarin ár. Vitað er að við slíkar aðstæður eykst há- vaðamengun frá bflaumferð á fjöl- fórnum götum um 3-5 dB. Þetta er meira en helmingsaukning umferð- arhávaða. Þegar tekið er tillit til þess að hljóð frá nagladekkjum er á lægra tíðnisviði en önnur hljóð frá öku- tækjum er ljóst að umferðarhávaði u.þ.b. þrefaldast. 2. Vitað er að svifryk af völdum nagladekkja getur valdið krabba- meini og öðrurn sjúkdómum, einkum í öndunarvegi. A hverjum vetri losna hundruð tonna af fíngerðum ögnum úr yfii-borði akbrauta í Reykjavík og bindast enn smærri útblástursögn- um bílvéla. 3. Vitað er að kostnaður Reykjavík- urborgar vegna gatnaviðgerða af völdum nagladekkja nemur hund- ruðum milljóna króna á ári. Einnig er vitað að kostnaður Vegagerðar ríkisins vegna gatnaviðgerða af völd- um nagladekkja á þjóðvegum í Reykjavík nemur árlega hundruðum milljóna króna. 4. Vitað er að nagladekk geta því að- eins komið að notum að ísing sé á ak- braut. Sé ekki ísing á akbraut er hemlunarvegalengd lengri fyrir nagladekk en ónegld dekk. 5. Vitað er að um 40% ökumanna nota ekki nagladekk. Sömuleiðis er vitað að hlutfall þessa hóps í aðild að umferðaróhöppun er ekki hærra en hlutfall ökumanna sem nota nagla- dekk enda er notkun þeÚTa hvorki lagaskylda né forsenda fyrir trygg- ingaveiTid. 6. Vitað er að styrkjakerfi Reykja- víkurborgar til úrbóta í hljóðvistar- málum við fjölfarnar götur miðar við reiknilíkan sem byggir á hljóðmæl- ingum í þmTu veðri að sumarlagi. Vitað er að tæki reiknilíkanið mið af raunverulegum aðstæðum að vetri til væru styrkhæfar íbúðir í borginni öllu fleiri en þær 2.300 sem embætti borgarverkfræðings miðar við nú. Of langt mál er að tíunda marg- þætt áhrif af völdum nagladekkja en enginn vafi er á því að notkun þeirra hefur valdið einhverjum mestu um- hverfisspjöllum af manna völdum í íslandssögunni. Staðbundnar að- gerðir til hjóðvarnar í sjálfu götu- rýminu gagnast fáum en kosta oft tugi eða hundruð milljóna króna á hverjum stað. Markviss barátta gegn nagladekkjum kostar hins veg- ar lítið en gagnast öllum og leiðh- að auki til mikils árlegs sparnaðar fyrir borgarsjóð, ríkissjóð og alla íbúa í þéttbýli. Mörgum er ljóst að Reykjavík muni ekki rísa undir nafni sem ein af menningarborgum Evrópu árið 2000 á meðan ástand í umhverfismálum borgarinnar er jafnskelfilegt og raun ber vitni. Mengun af völdum nagla- dekkja er þar í mjög stóru hlutverki. Það er skoðun okkar að ráðamenn borgarinnar eigi nú þegar að skera upp herör gegn notkun nagladekkja í borginni og á landinu öllu og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Það er ekki einungis einn íbúi við Miklu- braut sem á um sárt að binda heldur eru það flestir Reykvíkingar og reyndar nánast allir íbúar í þéttbýli á Islandi sem líða. Því er spurt: 1. A. Mun borgarráð sjá til þess að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og héraðslæknirinn í Reykjavík geri íbúum borgarinnar grein fyrir þeirri aukningu hávaðamengunar sem hlýst af víðtækri notkun nagla- dekkja? 2. A. Mun borgarráð sjá til þess að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og héraðslæknirinn í Reykjavík geri íbúum borgarinnar grein fyi'ir því heilsutjóni sem hlotist getur af svifryki sem myndast á hverjum vetri vegna notkunar ökumanna á nagladekkjum? 3. A. Mun borgarráð sjá til þess að gatnamálastjórinn í Reykjavík geri borgarbúum grein fyrir því hlutfalli af árlegum kostnaði Reykjavíkur- borgar og Vegagerðar ríkisins vegna viðhalds umferðarmannvirkja borg- arinnar og þjóðvega innan borgar- markanna sem talið er að sé af völd- um nagladekkja? 4. A. Mun borgarráð sjá til þess að yfirmenn umferðarmála í Reykjavík geri borgarbúum grein fyrir því að hemlunarvegalengd með nagla- dekkjum er meiri en með ónegldum dekkjum þegar ekki er ísing á ak- brautum? 5. A. Mun borgairáð sjá til þess að yfirvöld umferðar- og gatnamála geri ökumönnum sem nota nagla- dekk grein fyrir því að 4 af hverjum tíu ökumönnum í Reykjavík nota ekki nagladekk? 5.B. Mun borgarráð sjá til þess að yf- irvöld umferðar- og gatnamála geri ökumönnum sem nota nagladekk gi'ein fyrir því að ökumenn sem ekki nota nagladekk séu að jafnaði ekki lfldegri til að eiga þátt í umferðaró- höppum en notendur nagladekkja? 5. C. Mun borgarráð sjá til þess að yfirvöld umferðar- og gatnamála geri ökumönnum í Reykjavík grein fyrh’ því að það er hvorki lagaleg skylda né forsenda fyrir trygginga- vernd af hálfu tryggingafélaga að nota nagladekk? 6. A. Mun borgarráð sjá til þess að embætti borgarverkfræðings endur- skoði reiknilíkan sem lagt er til grundvallar styrkjakerfi til úrbóta á hljóðvist þannig að það taki mið af raunverulegri hávaðamengun á göt- um Revkjavíkur? Svör óskast sem fyrst. Virðingarfyllst f.h. áhugafólks um betri borg, ÖRN SIGURÐSSON, Fjólugötu 23, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.