Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 82
82 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
FAgÐUMeP yW&OG j FZÚNA YFtfZ VATNIÐ
Vg. V * J / 01698 Tribune Media ServtcM. 1 J / AII Rights Retarved. i|| r
/ þSTr/tl?
Grettir
Hundalíf
IffcW OtZ VEGt, rtFGLVIPI /
—' fc v
Ljóska
I DREU) A PICTURE OF
YOUR D06..UJ0ULP YOU
LIKE TO E5UY IT ?
ARE YOU A STARVlNS ARTI5T ?
IF YOU WERE A 5TARVINO o
ARTI5T, l'P BUY IT„ |
ALL I HAP FOR BREAKFAST
LUAS A WAFFLE..
Ég teiknaði mynd af hundinum þín- Ertu sveltandi Iistamaður? Ef þú Það eina sem ég borðaði í morgun
um... Langar þig að kaupa hana? værir sveltandi listamaður myndi var vaffla...
ég kaupa hana..
|Rov$nnI»Iúbtt»
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Opið bréf
til Borgarráðs
Reykjavíkur
Varðar hávaðamengun o.fl. við
fjölfarnar götur í Reykjavík
Frá Erni Sigurðssyni:
í FRÉTTUM Morgunblaðsins 25. og
26. nóvember og í ritstjórnargrein
sama blaðs 26. nóvember er sagt frá
bréfi Ólafs Ólafssonar landlæknis til
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra varðandi umferðarhá-
vaða við Miklubraut, greint frá við-
brögðum borgarstjórans og rætt um
hugsanleg úrræði. Af því tilefni vilj-
um við taka fram eftirfarandi:
1. Vitað er að á þessum vetri eru um
60% bfla í Reykjavík búin nagla-
dekkjum líkt og undanfarin ár. Vitað
er að við slíkar aðstæður eykst há-
vaðamengun frá bflaumferð á fjöl-
fórnum götum um 3-5 dB. Þetta er
meira en helmingsaukning umferð-
arhávaða. Þegar tekið er tillit til þess
að hljóð frá nagladekkjum er á lægra
tíðnisviði en önnur hljóð frá öku-
tækjum er ljóst að umferðarhávaði
u.þ.b. þrefaldast.
2. Vitað er að svifryk af völdum
nagladekkja getur valdið krabba-
meini og öðrurn sjúkdómum, einkum
í öndunarvegi. A hverjum vetri losna
hundruð tonna af fíngerðum ögnum
úr yfii-borði akbrauta í Reykjavík og
bindast enn smærri útblástursögn-
um bílvéla.
3. Vitað er að kostnaður Reykjavík-
urborgar vegna gatnaviðgerða af
völdum nagladekkja nemur hund-
ruðum milljóna króna á ári. Einnig
er vitað að kostnaður Vegagerðar
ríkisins vegna gatnaviðgerða af völd-
um nagladekkja á þjóðvegum í
Reykjavík nemur árlega hundruðum
milljóna króna.
4. Vitað er að nagladekk geta því að-
eins komið að notum að ísing sé á ak-
braut. Sé ekki ísing á akbraut er
hemlunarvegalengd lengri fyrir
nagladekk en ónegld dekk.
5. Vitað er að um 40% ökumanna
nota ekki nagladekk. Sömuleiðis er
vitað að hlutfall þessa hóps í aðild að
umferðaróhöppun er ekki hærra en
hlutfall ökumanna sem nota nagla-
dekk enda er notkun þeÚTa hvorki
lagaskylda né forsenda fyrir trygg-
ingaveiTid.
6. Vitað er að styrkjakerfi Reykja-
víkurborgar til úrbóta í hljóðvistar-
málum við fjölfarnar götur miðar við
reiknilíkan sem byggir á hljóðmæl-
ingum í þmTu veðri að sumarlagi.
Vitað er að tæki reiknilíkanið mið af
raunverulegum aðstæðum að vetri til
væru styrkhæfar íbúðir í borginni
öllu fleiri en þær 2.300 sem embætti
borgarverkfræðings miðar við nú.
Of langt mál er að tíunda marg-
þætt áhrif af völdum nagladekkja en
enginn vafi er á því að notkun þeirra
hefur valdið einhverjum mestu um-
hverfisspjöllum af manna völdum í
íslandssögunni. Staðbundnar að-
gerðir til hjóðvarnar í sjálfu götu-
rýminu gagnast fáum en kosta oft
tugi eða hundruð milljóna króna á
hverjum stað. Markviss barátta
gegn nagladekkjum kostar hins veg-
ar lítið en gagnast öllum og leiðh- að
auki til mikils árlegs sparnaðar fyrir
borgarsjóð, ríkissjóð og alla íbúa í
þéttbýli.
Mörgum er ljóst að Reykjavík
muni ekki rísa undir nafni sem ein af
menningarborgum Evrópu árið 2000
á meðan ástand í umhverfismálum
borgarinnar er jafnskelfilegt og raun
ber vitni. Mengun af völdum nagla-
dekkja er þar í mjög stóru hlutverki.
Það er skoðun okkar að ráðamenn
borgarinnar eigi nú þegar að skera
upp herör gegn notkun nagladekkja
í borginni og á landinu öllu og slá
þannig tvær flugur í einu höggi. Það
er ekki einungis einn íbúi við Miklu-
braut sem á um sárt að binda heldur
eru það flestir Reykvíkingar og
reyndar nánast allir íbúar í þéttbýli
á Islandi sem líða. Því er spurt:
1. A. Mun borgarráð sjá til þess að
heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og
héraðslæknirinn í Reykjavík geri
íbúum borgarinnar grein fyrir þeirri
aukningu hávaðamengunar sem
hlýst af víðtækri notkun nagla-
dekkja?
2. A. Mun borgarráð sjá til þess að
heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og
héraðslæknirinn í Reykjavík geri
íbúum borgarinnar grein fyi'ir því
heilsutjóni sem hlotist getur af
svifryki sem myndast á hverjum
vetri vegna notkunar ökumanna á
nagladekkjum?
3. A. Mun borgarráð sjá til þess að
gatnamálastjórinn í Reykjavík geri
borgarbúum grein fyrir því hlutfalli
af árlegum kostnaði Reykjavíkur-
borgar og Vegagerðar ríkisins vegna
viðhalds umferðarmannvirkja borg-
arinnar og þjóðvega innan borgar-
markanna sem talið er að sé af völd-
um nagladekkja?
4. A. Mun borgarráð sjá til þess að
yfirmenn umferðarmála í Reykjavík
geri borgarbúum grein fyrir því að
hemlunarvegalengd með nagla-
dekkjum er meiri en með ónegldum
dekkjum þegar ekki er ísing á ak-
brautum?
5. A. Mun borgairáð sjá til þess að
yfirvöld umferðar- og gatnamála
geri ökumönnum sem nota nagla-
dekk grein fyrir því að 4 af hverjum
tíu ökumönnum í Reykjavík nota
ekki nagladekk?
5.B. Mun borgarráð sjá til þess að yf-
irvöld umferðar- og gatnamála geri
ökumönnum sem nota nagladekk
gi'ein fyrir því að ökumenn sem ekki
nota nagladekk séu að jafnaði ekki
lfldegri til að eiga þátt í umferðaró-
höppum en notendur nagladekkja?
5. C. Mun borgarráð sjá til þess að
yfirvöld umferðar- og gatnamála
geri ökumönnum í Reykjavík grein
fyrh’ því að það er hvorki lagaleg
skylda né forsenda fyrir trygginga-
vernd af hálfu tryggingafélaga að
nota nagladekk?
6. A. Mun borgarráð sjá til þess að
embætti borgarverkfræðings endur-
skoði reiknilíkan sem lagt er til
grundvallar styrkjakerfi til úrbóta á
hljóðvist þannig að það taki mið af
raunverulegri hávaðamengun á göt-
um Revkjavíkur?
Svör óskast sem fyrst.
Virðingarfyllst f.h. áhugafólks um
betri borg,
ÖRN SIGURÐSSON,
Fjólugötu 23, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.