Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
274. TBL. 86. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Utanríkisráðherra Chile ræðir við ráðamenn á Spáni
Fjáröflunarátak fyrir
Palestínumenn
Dómskerfi Chile sjái
um mál Pinochets
Clinton
boðar
stóraukna
Reuters
Kosið í Quebec
GRÝLUKERTI hanga neðan úr
kosningaveggspjaldi í bænum
Jonquiere í Quebec-fylki í
Kanada, þar sem kosið var til
fylkisþings í gær. Lucien
Bouchard brosir breitt á spjald-
inu, en hann er leiðtogi flokks
frönskumælandi aðskilnaðar-
sinna, Parti Quebecois. Búizt var
við að sá flokkur hrósaði sigri í
kosningunum.
Róm. Reuters.
ÍTALSKA stjórnin, sem leitar nú
logandi ljósi að lausn á deilunni um
hvað gera skuli við kúrdíska skæru-
liðaforingjann Abdullah Öcalan,
sagði í gær að hægt væri að draga
hann fyrir alþjóðlegan dómstól, en
ekki væri búið að fmna út úr því
hvernig það gæti gerzt. Öcalan
sjálfur er reiðubúinn að koma fyrir
alþjóðlegan rétt vegna þess, að
hann er viss um að geta sannað sak-
leysi sitt. Var það haft eftir lögfræð-
ingi hans á sunnudag.
Giuliano Pisapia, lögfræðingur
Öcalans, kvaðst vera hlynntur því,
að mál hans yrði tekið fyrir hjá al-
þjóðlegum dómstól og væri Öcalan
sama sinnis. Par fengi hann tæki-
færi til að svara þeim ásökunum,
sem á hann væru bornar, og þá væri
einnig unnt að skera úr um það
hvort „stríðsástand“ ríkti á milli
tyrkneskra yfirvalda og Kúrda.
Væri það svo yrði að taka á málinu
samkvæmt þeim lögum, sem giltu
um styrjaldarástand.
Rosa Russo Jervolino, innanríkis-
ráðherra Ítalíu, viðurkenndi í gær
fyrir erlendum fréttamönnum í
Róm að hvorki hún né aðrir í ríkis-
stjórninni vissu að svo komnu máli
hvernig dómstóll gæti uppfyilt þetta
hlutverk.
Vísað aftur til Rússlands?
Lamberto Dini, utanríkisráð-
herra Ítalíu, ræddi við utanríkis- og
forsætisráðherra Rússlands í
Moskvu í gær, en Öcalan kom þaðan
til Ítalíu. Ekkert var gefið upp um
viðræðurnar annað en að ráðherr-
arnir hefðu skipzt á upplýsingum.
Öcalan hefur sótt um pólitískt hæli
á Italíu en fái hann það ekki er lík-
legt, að honum verði vísað úr landi
og þá aftur til Rússlands.
Madrid, Santiago. Reuters.
JOSE Miguel Insulza, utanríkisráð-
herra Chile, lagði í gær að spænsk-
um ráðamönnum að sjá til þess að
Augusto Pinochet yrði ekki fram-
seldur til Spánar, þar sem hann
myndi ekki fá sanngjarna málsmeð-
ferð. Insulza sagði að eftirláta ætti
dómskerfi Chile að rétta yfir einræð-
isherranum fyrrverandi.
Jose Maria Aznar, forsætisráð-
herra Spánar, áréttaði að stjórn sín
myndi ekki reyna að hindra að Pin-
ochet yrði framseldur tO Spánar þótt
málið gæti skaðað viðskiptahags-
muni landsins. Spænsk fyrirtæki
vöruðu við því að Chilebúar kynnu
að sniðganga spænskar vörur vegna
málsins.
)fAfstaða spænsku stjórnaiánnar
hefur hingað til verið skýr: þetta er
dómsmál, ekki pólitískt málefni, og
við munum hlíta ákvörðunum
Fjárlögin
samþykkt
Ósló. Reuters.
MEÐ fulltingi hægriflokkanna
var fjárlagafrumvarp minni-
hlutastjórnar norsku miðflokk-
anna samþykkt á Stórþinginu í
gærkvöldi.
Þingheimur ræddi um frum-
varpið í ellefu tíma í gær, en
eftir að ríkisstjórn Kjells
Magne Bondeviks náði sam-
komulagi við hægriflokkana í
síðustu viku um stuðning við
frumvarpið var ljóst að það
yrði samþykkt. Verkamanna-
flokkurinn og Sósíalíski vinstri-
flokkurinn greiddu atkvæði á
móti.
spænsku dómstólanna," sagði Aznar
skömmu áður en Insulza kom til
Madrídar. Aznar bætti við að ef
Bretar samþykktu framsalsbeiðni
dómarans myndi spænska stjórnin
sætta sig við þá ákvörðun.
Heimildarmenn í stjórninni hafa
sagt að hún vonist til þess að Bretar
hafni framsalsbeiðninni. Haft var
eftir ráðgjafa stjómarinnar að hún
væri í miklum vanda vegna málsins
og að Aznar yrði „yfir sig ánægður"
ef Bretar höfnuðu framsalinu.
Skrifstofustjóri forseta Chile sagði
að stjórn landsins hefði fengið mörg
„vinveitt ríki“ til að knýja á Breta um
að hafna framsalsbeiðninni en vildi
ekki greina frá því hvaða ríki það eru.
Helsta forsetaefni vinstrimanna í
Chile, Ricardo Lagos, hvatti til þess í
gær að þingið kæmi á umbótum í
dómskerfi landsins til að hægt yrði
MUNKAR úr búddísku Chogye-
reglunni slást hér við innganginn
að hofi reglunnar í Seoul í Suður-
Kóreu í gær. Ástæðan fyrir
slagsmálum hiuna annars frið-
sömu munka eru átök ólíkra
hópa um hverjum beri að fara
með forystu í reglunni, sem er
þúsund ára gömul og sú stærsta í
að sækja Pinochet til saka í heima-
landi sínu. Lagos er talinn líklegast-
m- til að verða kjörinn næsti forseti
Chile í kosningum á næsta ári.
Viðskiptatengsl
bíða tjón
Framkvæmdastjóri spænska
fraktflugfélagsins ATISA sagði að
pöntunum frá Chile hefði þegar
fækkað um rúman helming frá því
spænski dómarinn Baltazar Garzon
óskaði eftir því að Pinochet yrði
framseldur til Spánar svo hægt yrði
að sækja hann til saka fyrir morð og
pyntingar. Yftrmaður fraktflugs-
deildar Iberia sagðist búast við því
að útflutningurinn til Chile myndi
snarminnka ef Pinochet yrði fram-
seldm- til Spánar.
■ Lögsókn í Chile ólíkleg/34
landinu. Um 1000 munkar flykkt-
ust í gær til höfuðborgarinnar til
að reyna að ná á sitt vald bygg-
ingunni þar sem aðsetur æðsta
reglumeistarans er, en andstæð-
ingar Songs Wol-ju, sem gegndi
þeirri stöðu, ráku hann út úr
byggingunni fyrir þremur vik-
um. Tíu manns a.m.k. slösuðust.
aðstoð
Washington. Reuters.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
lagði til í gær að Bandaríkin legðu
til 400 milljónir dollara - um 28
milljarða króna - aukalega í aðstoð
við heimastjórn Palestínumanna, og
hann hvatti önnur ríki til að auka
líka efnahagsaðstoð við Palestínu-
menn, þar sem gott efnahagsástand
mymdi efla friðinn á þeim svæðum
sem Israelar og Palestínumenn
deila um.
„Friður getur ekki verið varan-
legm- nema hann skili venjulegu
fólki einhverjum áþreifanlegum
ávinningi,“ tjáði Clinton alþjóðlegri
fjáröflunarsamkomu, sem kölluð
var saman í einu úthverfa banda-
rísku höfuðborgarinnar í gær og
hafði að markmiði að safna fé til
stuðnings palestínskum efnahag.
Alls safnaðist sem svarar yfir 200
milljörðum íslenzkra króna, að því
er Madeleine Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, greindi
fréttamönnum frá við lok samkom-
unnar í gærkvöldi.
Arafat ítrekar áform
um ríkisstofnun
Yasser Arafat, forseti heima-
stjórnarinnar, hitti Clinton í gær.
Hann sagði að þrátt fyrir víðtæka
alþjóðlega efnahagsaðstoðaráætlun
undanfarin fimm ár hafi efnahagur
sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna
farið síversnandi. Tíðum lokunum
Israela á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu í kjölfar sprengitilræða
væri helzt um að kenna að hin er-
lenda aðstoð hefði ekki skilað ár-
angri sem skyldi. Arafat ítrekaði að
Palestínumenn myndu lýsa yfir
stofnun eigin ríkis í maí næstkom-
andi, þegar umsaminn frestur til
þess, samkvæmt Oslóarsamkomu-
laginu frá 1993, rennur út.
Samkvæmt lokaniðurstöðum
manntals, sem tók tvö ár að vinna
og birtar voru í gær, eru Palestínu-
menn á Vesturbakkanum, Gaza-
svæðinu og í A-Jerúsalem samtals
2,9 milljónir. Samkvæmt nýlegri
skýrslu heimastjórnarinnar lifa 23%
fjölskyldufólks á svæðinu undir fá-
tæktarmörkum.
Þýzk-franski
„öxullinn“ efldur
Potsdam. Rcutei-s.
JACQUES Chirac, forseti Frakk-
lands, og Gerhard Schröder, kanzl-
ari Þýzkalands, komu í gær saman
til fyrsta þýzk-franska leiðtoga-
fundarins eftir að Schröder tók við
embætti. Eftir fundinn tjáði
Schröder fréttamönnum að þrátt
fyrir að Frakkar styddu viðleitni
Þjóðverja til að fá fjárframlög sín til
sameiginlegra sjóða Evrópusam-
bandsins lækkuð, hefðu þeir ekki
náð samkomulagi um hvernig þetta
ætti að gerast.
I för með Chirac var Lionel
Jospin, forsætisráðherra Frakk-
lands, og fjöldi annarra ráðhen-a úr
frönsku ríkisstjórninni, sem í gær
og í dag eiga viðræður við þýzk
starfssystkin sín.
Aðalefni viðræðnanna, sem eru
fastur liður í skipulegu pólitísku
samstarfi Þýzkalands og Frakk-
lands, var verkefnadagskrá ESB
næsta hálfa árið, en um áramótin
taka Þjóðverjar við formennsku
bæði í ráðherraráði ESB og í G7-
hópnum, samtökum sjö helztu iðn-
ríkja heims.
Reuters
JACQUES Cliirac, forseti Frakklands, og Gerhard Schröder, kanzlari
Þýzkalands, veifa úr glugga húss í „hollenzka hverfinu" í Potsdam,
þar sem leiðtogarnir áttu í gær sinn fyrsta formlega samráðsfund eftir
að Schröder tók við embætti af Helmut Kohl fyrr í haust.
ítalir leita lausnar á Kúrdadeilunni
Öcalan vill fyrir
alþjóðlegan rétt
' Reuters
Búddamunkar takast á