Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 87
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 87
HERRA-
SLOPPAR
Herranáttföt
Herranáttserkir
I_I Ivmpla.
Kringlunni 8-12, sími 553 3600
G I V E N C H Y
Kynning á
nýjasta ilminum
EXTRAVAGANCE
Móa er ekki bara sögð kynþokkafull og ótrúlega hæfíleikarík
í bresku popppressunni.
Tónlistin hennar hefur fengið hæstueinkunn, sögð dýrðleg og
draumkennd, djössuð og dásamleg. Hildur Loftsdóttir hitti das-
aða ferðalanga.
„Erum í
svaka víking“
/T /S A stofnaði bandið sitt
■ÍVL vyXjLfyi-ir tveimur árum og
síðan hefur það spilað víða. Fyrst
nýlega hélt hún með strákunum í
tónleikaferðalag þar sem þau spila
svo til á hverju kvöldi.
„Við höfum spilað á dálítið skrítn-
um stöðum, og bara eitt og eitt
kvöld sem kynningu fyrir iðnaðinn,
en það fólk metur tónlist öðruvísi
en hinn almenni áheyrandi sem við
vorum að spila fyrir í þessari ferð.
Það er fáránlegt en við höfum
aldrei spilað á Islandi nema á Popp
í Reykjavík. Við höldum ekki tón-
leika hér fyrr en næsta sumar, og
við hlökkum rosalega til. En þetta
er ekki beint dæmigerð hljómsveit,
eiginlega mjög óvenjuleg í alla
staði. Eg byrjaði á að vinna plötuna
Universal og hljómsveitin varð til
um leið og hún var að þróast. Það
er svo mikilvægt fyrir mig að spila
fyrii- fólk, mér finnst það bæta
miklu við plötuna svo ég varð að
stofna hljómsveit til að fylgja henni
eftir. Ég hef verið viðriðin alls kon-
ar tónlist í gegnum tíðina og mark-
miðið með plötunni er að ná fram
öllum þeim ólíku þáttum og því
fékk ég þessa ólíku stráka með
mér. Hjörleifur er úr djassinum, við
Bjarki kynntumst þegar dansmenn-
ingin var að byrja á fullu og Kiddi
er bróðir minn. Við höfum þekkst
frekar lengi en aldrei unnið neitt
saman af ráði. En núna erum við
búin að semja lag saman sem er að
koma út á smáskífu."
- Kiddi, er stóra systir þín ekkert
að frekjast íþér?
„Ég er nú eiginlega orðinn stærri
en hún. Þetta er því lítið vandamál,
við erum hætt að rífast og slást.“
150 reglur
- Var ferðin vel heppnuð?
Móa: „Já, við lærðum alveg 150
reglur úr geiranum. Það þarf mik-
inn aga til að spila svona á hverju
kvöldi, og við lærðum mikið um efn-
isski-á tónleika. Þetta var svona æf-
ingatúr fyrir okkur sem við eigum
eftir að búa að. Næsta ár er mjög
þétt í tónleikahaldi, bæði í Banda-
ríkjunum, þar sem verður geðveik
vinna og við fylgjum risastórum
markaðsplönum, og aftur í
Englandi. Þetta var því frábær
reynsla."
- Eitthvað sem kom sérstaklega
á óvart?
Bjarki: „Við vissum eiginlega
ekkert út í hvað við vorum að fara,
þannig að við lærðum helling."
- Pað hefur gengið vel?
Móa: „Stundum var frábært og
stundum minna frábært. London
var best við okkur, þar var uppselt
hjá okkur á vinsælasta tónleika-
staðnum og þeir tónleikar voru frá-
bærir.“
Hjörleifur: „Það er nú þannig
með þetta band, að það er alltaf
gaman að spila, okkur fmnst tón-
listin svo frábær. Það skiptir mestu
máli, því það smitar út frá sér.“
Móa: „Það finnst engum tónlistin
skemmtileg nema maður sé að gera
hana af sannleika. Áheyrendur
skynja það alveg.“
Gamla sveitaballastemmningin
- Er gaman að spila fyrir Eng-
lendinga?
Móa: „Já, mjög gaman, því þeir
eru eiginlega sú þjóð sem bjó til
popptónlistina. Þar er elsta
popptónleikahefð sem um getur.
Fólk fer virka daga jafnt sem helg-
ar á tónleika, eins og við fórum í
bíó. Þau eru ekki að fara á ball, það
er ekki ætlast til að maður sé að
spila fyrir dansi, þau eru komin til
að hlusta á það sem maður er að
gera. Hefðin hér er samt ágæt og
er að breytast mikið.“
Hjörleifur: „Ég er sammála
þessu. Það er mjög ólíkt því að spila
hér heima, þar sem er svo mikil
krafa um að hljómsveitin sé í stuði.
Það er þessi gamla sveitaball-
astemmning. Það er mjög gaman að
koma í umhverfi þar sem fólk kem-
ur til að hlusta á tónlistina.“
Móa: „Þar sem fólk kemur á
sömu forsendum og þegar það fer á
klassíska eða djasstónleika."
- Voinð til að spila fyrír ein-
hverja aðdáendur frá fyrrí ferðum?
Móa: „Já, og það voru nokkrir
sem eltu okkur á milli borga.“
- Va, frábært! Hvemig tilfinning
var það?
Móa: „Æðisleg! Við fórum í ferð-
ina til að skapa okkur gott orðspor
og það tókst. Við höfum fengið góða
umfjöllun sem tónleikaband."
Bara fyrir Guð
- Hvað finnst ykkur almennt um
þá umfjöllum sem þið hafið fengið?
Móa: „Við tökum öllu með
stóískri ró. Gagnrýni er bara gagn-
Allt það versta sem
gat hent gerðist
►LEIKKONURNAR Anne Heche og Ellen DeGeneres
segja að þær hafi verið lokaðar úti í Hollywood eftir að
þær „koinu út úr skápnum" í viðtali í LA Times. Segja
stöllurnar að þær hafi fengið ósanngjarna meðferð hjá
stærstu kvikmyndafyrirtækjum borgarinnar og komið
hafi verið fram við þær af óvirðingu.
„Allt það sem ég óttaðist að myndi henda gerðist," seg-
ir DeGenereris. „Eg missti sjónvarpsþáttinn og þurfti að
svara endalausum árásum. Auk þess urðu tekjur rnínar að
engu eftir að sjónvarpsþátturimi Ellen var tekinn af dag-
skrá. En þrátt fyrir að erfiðleikar hafi beðið þeirra stall-
systra er margt á döfinni hjá þeim. Heche leikur í endur-
gerð Psycho, sem verður frumsýnd vestanhafs 4. desem-
ber nk., og DeGeneris mun leika í þremur væntanlegum
kvikmyndum, m.a. „Goodbye Lover“ sem sýnd verður í
desember og „edTV“ nýrri gamanmynd með Ron Howard
sem kemur líklega fyrir sjónir almennings næsta vor.
Morgunblaðið/Golli
HJÖRLEIFUR trommuleikari,
Kristinn bassaleikari, Bjarki
forritari og Móa spá í framtíð-
ina. Þórhall Berginann vantar
á myndina.
rýni, og listamenn eiga ekki að taka
of mikið mark á henni. Maður gerir
þetta bara fyrir Guð ekki gagn-
rýnendur. Annars hef ég bara lesið
jákvæða dóma.“
Kristinn: „Er það ekki bara á ís-
landi sem maður hefur fengið nei-
kvæða dóma? Og það frá einhverju
fólki sem er ekki inni í málunum og
hefur ekki séð okkur spila á tón-
leikum úti.“
Móa: „Við höfum verið mjög
heppin með umfjöllum miðað við
það að við erum að stíga okkar
fyrstu skref.“
- Hvað var annars skemmtileg-
ast?
Bjarki: „Að spila og ferðast.“
Hjörleifur: „Að komast í burtu
frá Islandi í smátíma."
Kristinn: „ Það var gaman að
spila fyrir áhorfendur sem þekktu
ekki ömmu eða frænku. Eða fyrir
einhvem sem var með mér í skóla
og dæmir mig út frá því hvað ég
var lélegur í stærðfræði. Eða á gít-
ar.“
Hjörleifur: „Líka að vita að þetta
gengur upp, því við fengum svo góð
viðbrögð."
Kristinn: „Við vitum samt ekkert
hvað gerist í næstu tónleikaferð,
þótt þessi hafi verið frábær.“
Móa: „Það ver skemmtilegast að
fá hrein viðbrögð. Fólk veit ekkert
um mann, og bara dæmir mann af
því sem það heyrir. Það hefur verið
mjög hollt fyrir okkur, og við erum
í svaka víking,“ sagði Móa að lok-
um, sem að nokkrum dögum liðnum
flýgur til Frakklands og Englands í
enn fleiri viðtöl, enn fleiri mynda-
tökur og enn fleiri kynningar á nýju
plötunni sinni Universal.
Diljá Tegeder,
snyrtifræðingur,
kynnir og leiðbeinir
20% afsláttur eða
spennandi kaupauki.
GRAFARVOGS
APÓTEK
Hverafold 1-5, s. 5871200.
v^mb l.is
ALUTAf= e/TTH\SA£y tJÝT~1
Laugavegi 20, sími 562 6062.