Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ 68 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 > Vönduð dagatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir í hönnun og útgáfu Snörmbraut 54 (j)561 4300 Qíd/ 4302 skauta\hölun ni K ÍTv i K Veturinn 1998-’99 OPNUNARTÍMAR Skólar og sérhópar Opið frá mánud. lil föstud. kl. 10:00-15:00 Almenningur og hópar Mánudaga kl. 12:00-15:00 Þriájudaga kl. 12:00-15:00 MiSvikud. og fimmtud. kl. 12:00-15:00 og kl. 17:00-19:30 Föstudaga kl. 13:00-23:00 Laugardaga kl. 13:00-18:00 (Kvölddagskrá auglýst sér) Sunnudaga kl. 13:00-18:00 Útleigo ó laugardagskvöldum VORURMEÐ ÞESSUMERKI MENGA MINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaða síður umhverfið. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóða. m UMHVERFISMERKISRÁÐ f/Ti ¥/// HOLLUSTUVERND RlKISINS w/ Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins í síma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is SKOÐUN GAGNAGRUNN SMÁLIÐ OG GUÐFRÆÐIN GAGNAGRUNNSMÁLIÐ sem mikið hefur verið til umræðu í sam- félaginu síðustu mánuði snýst ekki hvað síst um þá spurningu hvaða siðfræðilegu forsendur við getum lagt til gi’undvallar ákvörðunum þegar ekki er vitað með vissu hverj- ar afleiðingarnar munu verða. Gagnagi’unnsmálið er ekki eina dæmið um slíkt mál sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir og þau eiga eftir að verða fleiri eftir því sem tækni og vísindum fleygir fram og nýir og áður ófyrirsjáanleg- ir möguleikar opnast stöðugt. Því hefur verið haldið fram að miðlægur gagnagrunnur á heil- brigðissviði feli í sér fyrirheit um að með tilkomu hans megi hjálpa þeim sem nú stríða við ólæknandi sjúk- dóma. Forsendan að baki þessu fyr- irheiti er sú að með miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði verði til alveg nýtt tæki til að afla þekk- ingai- um eðli og gang sjúkdóma en saga læknavísindanna sýnir að eftir því sem upplýsingum um sjúkdóma fjölgar því styttra verður í að lækn- ing þeirra flnnist. Einnig muni til- koma grunnsins skapa fjölda fólks atvinnu sem einnig eru mikilsverð gæði. Gegn þessu er því haldið fram að fara megi aðrar leiðir og áhættu- minni að þessu marki. Hin neikvæða hlið málsins felst í hættunni á misnotkun upplýsing- anna í grunninum og er þá vísað til græðgi mannsins. Ljóst er að hagn- ast megi verulega á upplýsingunum úr grunninum og því munu ýmsir freistast til að brjóta upp öryggis- keríið sem á að vemda þær fyrir óviðkomandi aðilum. Reynslan sýn- ir að ekkert kerfi er fullkomlega ör- uggt einsetji menn sér að brjóta það upp. Og þar sem erfðaupplýsingar um einn einstakling gefa um leið upplýsingar um náin skyldmenni hans getur þátttaka í grunninum bæði valdið skaða þeim sem leggur til upplýsingarnar og nánum skyld- Bamaskór Ekta leðurskór með lokaðri tungu. St. 21—28. Ljósblátt og rautt. Verð kr. 3.990 SMÁSKÓR sérverslun með barnaskó, í bláu húsi v/Fákafen, s. 568 3919 mennum hans. Gegn þessu er því haldið fram að tæknilegar framfarir séu svo örar að miklar líkur séu á að hægt verði að hindra slíka misnotkun. Aðrir þættir hafa einnig verið gagnrýndir, en ég mun ekki fara út í þá hér. Það virðist sem í þessu máli rekist á tvö skylduboð kristinnar siðfræði. Annar vegar það að manni ber að hjálpa þeim sem hjálp- ar eru þurfi og hins vegar að gera aldrei neitt sem skaðað gæti náungann. Þetta er ekki ætíð einfóld krafa. Við getum lent í þeirri aðstöðu að vita ekki hvort ákvörðun okkar eða ákvörðunar- leysi muni leiða til góðs eða ills. Miðlægur gagnagrunnur á heil- brigðissviði virðist einmitt snúast um slíkt erfitt vandamál. Annað atriði sem ég hef orðið var við í umræðunni um grunninn er óttinn við framtíðina. Það er sá ótti sem vísindin hafa vakið með fólki. Að því leyti er orðin mikil breyting frá því sem áður var þegar menn fullir bjartsýni trúðu því að vísindin mundu finna lausn á öllum vanda- málum. I dag er staðan sú að við blasa þær ógöngur sem tækni og vísindi hafa leitt af sér, t.d. mengun, sem ekki verða fundnar neinar auð- veldar lausnir á. Einnig skelfa marga þeir möguleikar sem í erfða- vísindum geta falist, t.d. klónun. Framþróun vísindanna vekur ekki neina bjartsýni á það hvert stefnir. Ég tel að óttinn við í hvaða tilgangi heilsufarsupplýsingar úr gagnagrunninum verði notaðar sem og óttinn við misnotkun þeirra eigi sér dýpri rætur sem tengdar séu framtíðarsýn á mannlegt samfélag. I sinni öfgafyllstu mynd snýst þetta um óttann við endalok þess mann- lega lífs sem við nú þekkjum. Við erum stödd í heimi þar sem breyt- ingar eru svo örar að menn sjá ekki lengur hvert vísindin eru að leiða mannkynið né afleiðingar þess. Slík staða getur vissulega verið uggvæn- leg. En það er reginmunur á því sem er gerlegt og því sem er gert. Og það er í rauninni okkar að ákveða hvað af því gerlega skuli gert og hvað látið ógert. Þetta eru alveg nýjar aðstæður sem við stönd- um frammi fyrir og segja má að þær endurspeglist að nokkni leyti í umfjölluninni um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði hér á Is- landi. En hvar liggja mörkin á milli þess sem við eigum að gera og hins sem við megum ekki gera? Til að geta svarað þessari spurningu þurf- um við fyrst að gera okkur grein fyrir þeim grunngildum mann- legs lífs sem ekki má hrófla við annars vegar og hins vegar hversu langt á að ganga í við- leitninni við að reyna að bæta(?) líf manns- ins. Þó svarið við þessari spurningu sé ekki ljóst er engu að síður hægt að taka ákvarðanir um vandasöm mál út frá þeim markmiðum sem við setjum. Spurningin er aðeins hver þau markmið eiga að vera. Kristin trú stefnir að ákveðnu marki sem er einkennandi fyrir hana og felst í fagnaðarerindi Jesú Krists og boðun Guðsríkisins. „Guðsríkið er mitt á meðal yðar,“ segir Kristur. í kennslu Jesú felst leiðsögn um það hvernig við getum Hvar liggja mörkin á milli þess, spyr Jón Pálsson, sem við eigum að gera og hins sem við megum ekki gera? gert það sýnilegt í samfélagi okkar. Ahersla Nýja testamentisins er á fórn og eftirfylgd við Ki'ist. Að taka kross sinn og fylgja honum. Að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Fórnin er ætíð í þágu velferð- ar annarra. Með því að meta líf ná- unga síns til jafns við sitt eigið sýn- um við eftirfylgnina við Krist í verki. „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Þetta boð er viðmið kristinnar siðfræði á alla sið- ferðilega breytni. Hvernig má svo nota slíka reglu í raunverulegum aðstæðum eins og þeim hvort við eigum að taka ákvörðun um að vera með eða á móti uppsetningu miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði? Til þess leitum við til Biblíunnar eftir við- miði. Skýrasta dæmið um breytni sem sýnir kærleikann að verki sjá- um við í svari Jesú við spurning- unni: Hver er náungi minn?, sög- unni af miskunnsama Samverjan- um. Þar segir Jesús frá manni sem féll í hendur ræningjum á veginum frá Jerúsalem til Jeríkó, þeir flettu hann klæðum, börðu hann og skildu hann eftir dauðvona. Prestur og levíti áttu leið um veginn og sáu hann en sveigðu fram hjá. Samverji sem var á ferð sá hann, gekk að honum, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Hann flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir þegar hann Jón Pálsson þurfti að halda ferð sinni áfram lét hann gestgjafann fá peninga og mælti: ‘Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur. „Far þú og gjör hið sama,“ sagði Jesús síðan við þann er hafði lagt fram spurninguna. Málflutningur þeirra sem mæla með að miðlægum gagnagi'unni á heilbrigðissviði verði komið á fót snýst ekki um svo ólíkt miskunnar- verk. Gildi grunnsins getur orðið ómetanlegt fyrir læknavísindin í baráttu þeirra við sjúkdóma sem hrjá mannkynið. Með því að taka saman heilsufarsupplýsingar allra íslendinga, getur opnast leið til að lækning finnist á ýmsum sjúkdóm- um sem nú valda mannkyninu þján- ingu og dauða. Islendingai' geti þannig með því að láta heilsufars- upplýsingar um sig fara inn í grunn- inn lagt stóran skerf af mörkum til að komandi kynslóðir þurfi ekki að líða undan sjúkdómum sem nú eru ólæknandi. Möguleikinn er því sá að með þátttöku munum við koma í veg fyrir heilsumissi og dauða margi-a einstaklinga og sorg þein-a sem annars hefðu misst ástvini sína. En breytir þáð einhverju að hér er talað um möguleika en ekki fulla vissu? Ef við heimfærum þessa spurningu upp á söguna af mis- kunnsama Samverjanum er ljóst að annað hvort levítinn eða presturinn sem gengu framhjá særða mannin- um hefðu getað svarað þeirri spurn- ingu játandi. Þeir þurfa jú einhverja ástæðu til að réttlæta sinnuleysið íyrir sjálfum sér. Miskunnsami Samverjinn, sem líknai'verkið vann, ekki. Málflutningur þeirra sem mæla gegn því að miðlægur gagnagrunn- ur á heilbrigðissviði verði komið á fót snýst að stórum hluta um hætt- una af misnotkun persónuupplýs- inga í slíkum grunni. Þegar allar heilsufarsupplýsingar um íslensku þjóðina eru saman komnar á einum stað muni þessi hætta aukast til muna. Fyrir viðkomandi einstak- linga eru þessar upplýsingar mjög viðkvæmar og ekki aðeins fyrir þá heldur náin skyldmenni þeirra einnig. Spurningin sem vaknar er hvort maður eigi, þrátt fýrir þennan möguleika á skaðsemi, að taka áhættuna af þátttöku í gagnagrunn- inum. Ef við heimfærum þessa spurningu upp á söguna af mis- kunnsama Samverjanum finnum við þar ekki beint svar. Aftur á móti getum við ímyndað okkur að hann standi frammi fyrir þessu vanda- sama vali að vita ekki lengur nema ákvörðun hans gæti bæði leitt til góðs og ills. En nú er það svo um flesta hluti að þá má misnota. Það verða alltaf einhverjir sem freistast til að mis- m 20,24%: Frá síðustu áramótum til 13. nóvember var bein hœkkun bréfa hjá Carnegie Nordic Markets 20,24%*, en sá sjóður er rekinn á sömu forsendum og Norðurlandasjóðurinn. Carnegie, sem er eitt virtasla verðbréfafyrirtceki á Norðurlöndum, hefur falið Verðbréfastofunni hf. að annast ráðgjöf og milligöngu um málefni Norðurlandasjóðsins á íslandi. *Dæmi um árangursríkar fjárfestingar Carnegie-sjóðanna. urntyic Norðurlandasjóðurinn Carnegie All Nordic VERÐ B REFASTOFAN Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 533-2060 www.vbs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.