Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 90
90 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Kristinn SIGURVEGARAR keppninnar fengju Pfaff-saumavélar í verðlaun. Dómnefndin valdi þessa þrjá hönnuði í fyrsta sæti og eru þær frá vinstri: Margrét Birna Valdimarsdóttir, Hallgerður Guðrún Hall- grímsdóttir, með fyrirsætu sinni, Þórunni Grímu Pálsdóttur, og Guð- björg Kristín Haraidsdóttir í kjólnum sem hún heklaði. HÖNNUN á hálftíma. Tíu efstu hönnuð- irnir í keppninni fengu það verkefni að hanna flíkur úr bolum sem fyrirsætur Icelandic Models báru. Fatahönnunarkeppni Newman’s Own í Laugardaishöll MARGRÉT Birna Valdimars- dóttir, 13 ára nemandi í Njarð- víkurskóla, hreppti ásamt tveimur öðrum fyrsta sætið í keppninni. Hún segir að hún hafi viljað hanna „öðruvísi" kjól og það hafi bara gengið vel. Sköpunargleðin í fyrirrúmi MARGT var um manninn í Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn var þegar fatahönnunarkeppni unglinga í 8.-10. bekk grunnskóla fór fram. Þema keppninnar var Fegurð og frelsi og tóku yfir 200 unglingar þátt í keppn- inni og voru rúmlega 130 flíkur sýnd- TELMA Huld Þrastardóttir er 14 ára nemandi Víghólaskóla í Kópavogi. Hún hannaði kjól sem er úr birki og flísefni og vakti mikla athygli á sýningunni. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að labba upp á íjall og þá ákvað ég að gera svona náttúrulegan kjól. „Þetta er eiginlega náttúran og endurvinnslan, og mér fannst það vinna vel saman.“ Kjólinn saumaði Telma með systur sína, Hafdísi Huld, í huga, sem sýndi kjólinn, en Hafdís er 19 ára nemandi í MK og söng- kona í Gus Gus. ELSA Blön- dal Sigfúsdótt- ir er fimmtán ára og nemandi í Hlíðaskóla. „Það tók mig næst- um því heilan dag að sauma kjólinn," segir Elsa og bætir við að það hafi verið rosalega gam- an að taka þátt í keppninni. ■^W: VW% Jólagjafirnar RCWELLS Kringlunni 7, sími 5 88 44 22 ar í keppninni. Flestii- unglinganna höfðu aldrei komið nálægt fatahönn- un áður né fyrirsætustörfum en ekki var annað að sjá en að á meðal ís- lenski-a ungmenna leyndust hæfi- leikarnir víða. Aðgangseyrir á keppnina, 100 krónur, gekk óskiptur til styrktar sykursjúkum börnum. Ingvar Karls- son hjá Karli H. Karlssyni afhenti Arna Þórissyni hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur rúmlega 200 þúsund krónur sem söfnuðust. Koibrún Aðalsteinsdóttir skóla- stjóri skóla John Casablanea og Icelandic Models hafði veg og vanda af keppninni í samstarfi við heildsölu Karls H. Karlssonar. Hún sagði að í upphafi hefðu fáir haft trú á hug- myndinni en það hefði breyst. Unglingar eru ekki vandamál „Við vissum ekkert hverju við máttum eiga von á með svona unga krakka, en greinilegt er að frumleik- inn og sköpunargáfan er þvílík að þeim eru allir vegir færir í framtíð- inni. Það er talað um unglingavanda- mál, ókurteisi og læti og fleira. En hérna mættu unglingarnir nákvæm- lega klukkan tíu í morgun, á réttum tíma, og þau æfðu fyrir sýninguna og lærðu allt sem þau þurftu að læra á innan við tveimur tímum,“ segir Kol- brún. Keppnin hófst á því að fjórir hópar komu og sýndu fatahönnun ungling- anna. Fjölbreytileikinn var mikill í hönnuninni og greinilegt að ekkert vantaði upp á ímyndunaraflið hjá hönnuðunum þótt ungir væru að ár- um. Eftir að allar fyrirsæturnai' höfðu sýnt fötin tóku við ýmis skemmtiatriði og fyrirsætur úr Icelandic Models sýndu fatnað á meðan dómnefndin komst að niður- stöðu. I dómnefndinni voru Ari Alexand- er myndlistarmaður, Sigríður Sunn- eva fatahönnuður og Ragnheiður Jónsdóttir sigurvegari Smirnoff- keppninnar í ár. „Þetta er rosalega metnaðarfull og skemmtileg hönnun hjá krökkunum,“ segir Sigríður. Ragnheiður segir að þeirra hafi beð- ið erfitt starf að meta flíkurnar því úr svo mörgu hafi verið að velja. Ari segir að hönnunin hafi ekki beinlínis komið honum á óvart því þessi ald- urshópur er mjög frjór, en kannski hafi góð úrvinnsla flíkanna verið það sem mest hafi komið á óvart. Þægileg og hentug tíska Sigríður Sunneva segir að þrjú efstu sætin hafí verið valin vegna þess að þau endurspegla vel ríkjandi strauma í tískuheiminum. Grái vatt- kjóllinn endurspeglar kalda, „geim- faratísku", þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum. Svarti kjóllinn með fískinum er meiri „glamúr-kjóll“, sem hefur líka ákveðna merkingu. Síðan er prjónakjóllinn gott dæmi um tísku sem á eftir að verða fram- arlega á næstunni, en það eru gróf- prjónaðar flíkur. Þau segjast einnig hafa haft mikið í huga að flíkumar væra hagnýtar, meh'a í ætt við „venjuleg“ föt en ekki búninga. „Við erum að fara frá þessari „búninga- hönnun“ sem hefur verið ansi áber- andi í hönnunarkeppnum undanfar- ið, þai' sem flíkurnar hafa verið mjög ýktar og ekki hagnýtar. Tískan í dag á að vera þægileg og hentug,“ segh' Sigríður Sunneva. Að ári verður keppnin endurtekin og þá verður þemað „Móðir jörð“ svo hugmyndan'kh' unglingar geta strax sest niður og farið að teikna flíkur og hanna. HALLGERÐUR Guðrún Hall- grfmsdóttir hannaði kjólinn með fískinum, sem lenti í fyrsta sæti ásamt tveimur öðrum. Fyrirsætan er Þórunn Gríma Pálsdóttir úr Austurbæjarskóla, en Hallgerður er í 10. bekk í Hagaskóla. SVALA Jónsdóttir var fimm ára gömul þegar hún greindist með syk- ursýki og er núna sjö ára. Svala segir að hún hafi vanist því fljótt að þurfa að fá insúlínsprautur daglega. Þegar hún er spurð hvað hún fái þegar aðrir krakkar borði sælgæti segir hún að hún fái sykurlaust nammi sem sér finnist gott. „Ég borða líka hollan mat og fæ alltaf hafragraut í morgunmat. Sfðan fæ ég mér annaðhvort brauð með osti eða skinku í hádegismat og í kaffitímanum,“ segir hún. Svala er í Víði- staðaskóla í Kópavogi og hefur áhuga á íþróttum. Ég hef verið í sundi og ballett. En núna er ég í tónlistarskóla." Annars segir Svala að sér finnist skemmtilegast að Ieika við vinkonur sínar. HVITUR kjóll með fjöðrum og rauðri rós komst í úrslitin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.