Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ LISTIR Messías TOJVLIST Aðveiitutónleikar KÓR HAFNARFJARÐARKIRKJU Einsöngvararnir Signý Sæmunds- dóttir, Alina Dubik, Garðar Cortes og Loftur Erlingsson og kammersveit fluttu Messías eftir Handel, undir stjórn Natalíu Chow. Sunnudagurinn 29. nóvember 1998. ÞAÐ eru tíðindi þegar tekinn er í notkun nýr tónleikasalur en eins og í Kópavogi þá hafa Hafn- firðingar byggt glæsilegan tón- listarskóla og til samnýtingar fallegan og hljómgóðan tónleika- sal, sem einnig er ætlaður til safnaðarstarfs við Hafnarfjarð- arkirkju. Tónleikasalurinn að Hásölum er breiðbogi, sem er lokaður af með beinni þverlínu, svo að þeir sem sitja til endanna, sjá flytjendur á hlið og jafnvel aftan á þá, því sviðið mun ná það langt inn í breiðbogann. Þverlín- an á móti boganum hefði þurft að vera „vaff-Iaga“ eða með sér- stöku sviði utan þverlínunnar. Það mætti svo sem snúa sætun- um á annan hátt og láta áhorf- endur snúa baki í þverlínuna. Hvað sem þessum galla á salnum líður, er öll byggingin hið glæsi- legasta mannvirki og það sem er mest um vert, að mjög góður hljómur er í salnum. Má ætla að tónleikahald muni í náinni fram- tíð færast enn frekar en nú er orðið til Hafnarfjarðar (og Kópa- vogs), sem nú státar af tveimur ágætum tónleikasölum, því enn munu þegnar Reykjavíkur þurfa að sýna þolinmæði og ef til vill verða allir smábæir þessa lands búnir að reisa sitt tónleikahús, áður en Reykjavík sér sóma sinn í að hýsa sitt tónlistarfólk og þar með sýna okkar ágæta listafólki viðeigandi virðingu og meta að einhverju störf þeirra. Opnun Hásala fór fram á 1. sunnudag í aðventu, með flutn- ingi á hluta af Messíasi eftir Handel. Kór Hafnarfjarðar- kirkju, undir stjóm Natalíu Chow, flutti kórkaflana með tölu- verðum kraf'ti og var sópraninn sérlega góður og blómstraði söngur hans í tónlínunni frægu „and Lord of Lords“ (í Halelúja kórnum með glansandi fallega sungnu tvístrikuðu g. Á undan halelúja kórnum söng kórinn næst síðasta þáttinn í Messias „Worthy is the lamb“ og var fugató-hlutinn „Blessing and honour“ í þessum fræga kór, furðu vel sunginn. Það verður að segjast eins og er, að kórinn stóð sig mjög vel og er þessi frammi- staða því nokkur áfangi í starfi kórsins, undir stjórn Natalíu Chow. Einsöngvararnir áttu ekki all- ir góðan dag og t.d. var söngur Signýjar Sæmundsdóttur ekki sannfærandi nema í hinni fallegu aríu „He shall feed His flock“, þar sem hún náði að túlka frið- sæld þessa fagra hjarðsöngs. Alína Dubik söng tvö tónles og aríur og var söngur hennar heild frekar daufur en auk þess vant- aði þá ró í flutninginn, sem t.d. fer svo vel við aríuna „0, Thou that tellest good tidings to Zion“, sérstaklega í þeim frægu tónhendingum fiðlusveitarinnar, sem söngkonan fær aðeins að snerta við undir lok aríunnar. Þarna hefði stjórnandinn mátt halda aðeins aftur af flytjendum. Garðar Cortes söng aðeins upp- hafsaríuna „Every valley“ og gerði henni góð skil og í þeim stíl, er á vel við barokkverkið Messias. Sama má segja um söng Lofts Erlingssonar, sem var framfærður af öryggi, sér- staklega í aríunni „The people that walked in darkness" og arí- unni „The Trumpet shall sound“, úr þriðja þætti verksins en með í seinni aríunni lék Eiríkur Orn Pálsson trompett-einleikinn af glæsibrag. Hljómsveitin var helst til fá- liðuð, einkum í fiðlunum, þannig að hljómurinn var á köflum of grannur. Það hefði þurft að stemma betur saman hljóðfærin er léku bassaraddirnar og er þar til að nefna orgelið, fagottið, sell- óið og kontrabassann, sem bæði voru þykkt-hljómandi á köflum, einkum þegar þau léku öll sam- an og nokkrum sinnum óhrein í samhljóman. Þrátt fyrir þetta voru tónleikarnir stór áfangi fyr- ir kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju og rétt að óska Hafnfirðingum til hamingju með glæsilegan kammertónleikasal og þá ekki síður glæsilegan tónlistarskóla, sem mun, í samstarfi við kirkj- una, standa að mannlegri fagur- rækt. Jón Ásgeirsson Engin áhætta TOrVIJST Ueislap I iitur DIDDÚ Verdi: Ar/ur úr úperunum La Forza del destino, La Traviata og I Vespri Siciliani. Rossini: Aría úr II barbiere di Siviglia. Puccini: Aríur úr Gianni Schicchi og La Bohéme. Bellini: Aría úr Norma. Dvorák: Aría úr Rusalka. Orff: Söngur úr Carmina Burana. J. Strauss: Aría úr Die Fledermaus. Handel: Aríur úr Rinaldo og Alcina. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Kórar: Karlakór Reykjavíkur og Hljómkórinn. Hljómsveit: Sinfóníu- hljómsveit Islands. Stjórnandi: Robin Stapleton. Lengd: 67:36. títgáfa: Skíf- an SCD 204. Verð: 2.299 kr. ÞAD leikur enginn vafi á að Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Diddú, er fram- úrskarandi söngkona og kannski fremsta sópransöngkona okkar ís- lendinga. Þessi diskur sannar það svo ekki verður um villst. Besta atriðið á diskinum er að mínu mati Sönguiinn til mánans úr Rusalka. Aríuna syngm- Sigrún á tékknesku og af fágætum innileik. (Hvers vegna er arían annars nefnd „Song to the Moon“ upp á ensku aft- an á plötuumslagi? Hví er ekki not- að tékkneska heitið - öll önnur heiti eru á frummálinu - eða þá íslensk þýðing?) Eftirtektarverðar eru einnig aríurnar tvær eftir Handel, sem eru afar glæsilega sungnar. Þær eru ekki margar söngkonurnar sem ráða við loftfimleika Handels í aríunni úr Alcina, Tornami a vag- heggiare, (hlustið t.d. á niðurlagið frá 4:20). Annars virðist eitthvað óljóst í bæklingnum hvaðan Handel- aríurnar eni - en hið rétta er að sú fyrri er úr Rinaldo og sú seinni úr Álcina. Eina arían sem ekki er ætt- uð úr óperuheiminum er In Trutina úr kantötunni Carmina Burana - falleg og látlaus aría og ólík þeim hamagangi sem annars einkennir það verk. I meðförum Sigrúnar er hún ómót- stæðileg í einfaldleika sínum. Atriðið úr La Traviata er eins og við má búast af Diddú sungið með miklum til- þrifum og pilsaþyt. En ekki er getið um nafn tenórsins sem syngur með í þessu atriði og því finnst mér honum heldur lítil virðing sýnd. Undirspil SÍ er þokkalegt, en ekki meira en svo, því hljóm- sveitarstjórn Stap- letons er víða ansi slöpp og lítt innblásin. Sem dæmi um þetta má nefna líflausan undirleik í Rossini-aríunni og i Casta Diva Bellinis - það er líkt og taktmælir standi á hljómsveitar- stjórapallinum. Upptakan er sæmileg, en heldur hallar á hljómsveitina hvað varðar jafnvægið. Eins mætti gagnrýna leiðinleg samskeyti sums staðar í upptökunni, t.d. hverfur öll tilfinn- ing fyrir rými í hljóðmyndinni í at- riðinu úr La Traviata (rétt á undan Follie!.. follie!.. nr. 7, 4:27 - þar er hreinlega slökkt á öllu eitt augna- blik). í fyrri Handel-aríunni (nr. 5, 1:42) gleymir upptökustjóri að söng- konur anda eins og annað fólk! Útgáfufyrirtækið Skífan tekur sannarlega enga áhættu hér. Engar óþekktar aríur, engar erfiðar laglín- ur sem gætu reynt á hlustandann og engir hættulegir, ómstríðir hljómar sem sært gætu viðkvæm eyru kaup- enda. Þessi öruggi gi'ipur kostar líka sitt - 2.299 kr. - sem er þrefalt verð á við það sem ódýrast er á markaðnum og ívið meira en erlendir disk- ar af dýrustu tegund kosta. Diskurinn inniheldur að langmestu leyti þær óperuaríur tónbók- menntanna sem einna oftast hafa verið hljóð- ritaðar. I plötulista Gramophone frá des- ember 1995 sést t.d. að aría Rosinu kemur íyr- ir á 54 óperuaríudisk- um, 0 mio babbino caro kemur fyrir á 65 disk- um og' aría Mimiar á 75 diskum!! Og þetta tekur aðeins til breska markaðarins og plötulistinn tilgreinir aðeins helstu hljóðritanir. Þannig að stóra spurningin er: Er þörf íyrir þetta safn? Væri ótvíræð söngsnilld Sigrúnai' Hjálmtýsdóttur ekki betur nýtt til þess að fara með hlustendur á ótroðnari slóðir? Svari hver fyrir sig. Mig myndi langa til að hlusta á Diddú syngja tónlist sem fer út fyrir miðlínuna. Eg á mér þann draum að útgáfufyrirtæki sýni meira áræði þegar svona diskar ei'u settir sam- an. Slíkt væri listinni og túlkendum hennar til meiri framdráttar. Valdemar Pálsson Sigrún Hjálmtýsdóttir HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 2. desember kl. 12.30. Þá leika saman á flautu og píanó þær Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari, og Iwona Jagla, píanóleikari. Verkin sem þær leika eru tvö, bæði eftir Carl Philipp Emanuel Bach (1714-1788). Fyrra verkið er Sónata í B-dúr. Síðara verkið nefn- ist „Samtals-sónatan“. Carl Philipp Emanuel Bach var sonur Jóhanns Sebastíans Bachs og hlaut alla tónlistarmenntun sína hjá föður sínum. Hann var um 30 ára skeið hirðtónlistarmaður hjá Friðriki mikla Prússakonungi en starfaði síðustu ár ævi sinnar sem kantor í Hamborg. Carl Philipp Emanuel Bach er þekktur fyrir til- flnningaþrunginn og persónulegan Tvær sónöt- ur á Há- skóla- tónleikum stíl og eru sónöturnar tvær sem leiknar verða á tónleikunum dæmi- gerðar fyrir hann. Áshildur Haraldsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún hóf flautunám níu ára gömul og tók burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hún í Bandaríkjunum og Frakklandi. Hún hefur komið fram sem einleik- ari með hljómsveitum og haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum, Ameríku og Asíu. Hún hefur hljóð- ritað fjórar einleiks-geislaplötur. Iwona Jagla er fædd í Póllandi og lauk masters- og einleikara- prófi í píanóleik frá Tónlistaraka- demíu Gdansk árið 1983. Þá hafði hún þegar hafið störf við söng- og kammermúsíkdeild akademíunnar og vann jafnframt sem æfinga- stjóri við Baltik-óperuna árin 1983 til 1990. Hún kom til íslands í september 1990 og hefur starfað hjá íslensku óperunni. Hún kennir einnig við Söngskólann í Reykja- vík. Verð aðgöngumiða er 400 kr., Okeypis fyrir handhafa stúdenta- skírteina. Dagskrá Háskólatón- leika má nálgast á vefnum. Slóðin er: http://www.hi.is/~gunnag/tonlis Guðspjall Ettu Cameron TQ]\LIST Bústaðakirkja GOSPELTÓNLIST Etta Cameron ásamt tríói Ole Kock Hansen: Ole Kock, píanó, Gunnar Hrafnsson, bassa, og Guðmundur Steingrímsson, trommur. Kór Bú- staðakirkju undir stjórn Guðna Guð- mundssonar. Bústaðakirkja 27. nóv- ember 1998 ETTA Cameron hefur í þrígang heimsótt Island. Árið 1985 sem djasssöngkona og 1994 og 1998 sem gospelsöngkona. Stundum hefur verið sagt að blúsinn sé faðir djass- ins og gospelið móðir - í róman- tískri Afríkudýrkun hafa menn þá gleymt mörsum og söngleikjum Evrópu - og oft hefur þrístirni af- róamerísks söngs verið rakið til þessara þriggja tónlistarforma: Bessie Smith, Mahalia Jackson og Billie Holiday. Ég sá aldrei stórstjömu gospels- ins, Mahaliu Jackson, í lifanda lífi þó hljóðritanir hennar hafi fylgt mér frá bemsku. Aftur á móti hlust- aði ég á arftaka hennar, Marion Williams, á Juan-les-pins djasshá- tíðinni 1969. Þvílík rödd, þvílík til- finning. Síðan var gospelreynsla mín engin í holdinu fyrren Etta Ca- meron kom hingað 1994 og hélt tvenna tónleika í Bústaðakirkju. Þá voru flytjendur með henni hinir sömu og nú utan hvað Ole Kock Hansen gat ekki komið þá en í stað- inn sló Nikolja Hess píanóið. Það gerði gæfumuninn. Þá var tónlistin rokkaðri og gi'ófari, Gunnar á raf- bassa og Guðmundur sló sterkara. Nú var tónstjóri Ettu um langt ára- bil með í för og allur bragur tónlist- arinnar með slíkum ágætum, að á betra verður vart kosið, án þess þó að hiti trúarinnar væri fjarri. Það var ekki listamönnunum að kenna þó erflðara væri að fá íslenska tón- listargesti til að taka þátt í tónleik- um á þann máta sem gerist sunnar í heimi. Það segir heldur ekkert um upplifun þeirra á tónlistinni. Svo margt er sinnið sem skinnið. Tríóið hóf tónleikana og svo gekk Etta inn kirkjugólfið, syngjandi negi'asálminn víðfræga, Bye And Bye. Þarnæst kallaði hún kórinn inn og Lead Me var á dagskrá. Kórinn söng undir og síðan tók við hver gospelsöngurinn á fætur öðmm - flestir hraðir og æsandi. Guðni Guð- mundsson stjórnaði kórnum af miklu fjöri, útsetningar allar ein- faldar einsog er í þessari tegund tónlistar og kórinn stóð sig prýði- lega af hvítum kór norrænum að vera. Auðvitað vita allir sem reynt hafa að hin sanna gospelstemmning næst aðeins þarsem svartir syngja, uppaldir í hefðinni frá barnæsku. Etta er ein slíkra. Fædd á Bahama- eyjum, uppvaxin í Bandaríkjunum og búsett í Danmörku. Hún kynnti lögin á dönsku, enda hingað komin fyrir tilstyrk Dana, en það var dálít- ið útúr kú, svona álíka og þegar nor- rænir menn hafa kynnt á ensku á tónleikum hér. Ekki gekk vel að fá kirkjugesti til að taka undir í Fögur er foldin, en í lokalögunum, We Shall Overcome og Amen, þarsem Barnakór Bú- staðakirkju undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur var mættur til leiks, var stemmningin rafmögnuð. Salur- inn tók undir, klappaði ýmist eða hélst í hendur og Etta kom svo sannarlega, sá og sigraði sem er hennar vandi. I seinni hluta tónleikanna söng hún Faðir vor við undirleik Ole Kock Hansen, sem síðan spann langt millispil þartil Etta og krists- her hennar söng I’m in the Battlefí- eld. Ole gerði þetta aðdáunarlega vel og meðal stefjanna er hann flétt- aði inní spuna sinn var íslenska þjóðlagið Sumri hallar hausta fer, sem honum er mjög hugleikið. Etta syngur í hinni klassísku gospelhefð er Mahalia Jackson full- komnaði. Hún er að sjálfsögðu eng- in Mahalia, en að þeim Marion Williams undanskildum eru fáar gospelsöngkonur sem standa henni framar að mínum dómi. Svo er hún líka glimrandi djasssöngkona einsog við fengum að heyra í Há- skólabíói er hún söng þar með Ole Kock, Niels-Henning og Pétri Östlund. Sú reynsla kemur fram í gospelsöng hennar, sérí lagi í meist- aralegri hendingamótun er kórinn syngur laglínuna s.s. í Christ Is AU This World to Me. Rödd hennar er frábært hljóðfæri. Vernharður Linnet Nýjar bækur • ANNA, Hanna og Jóhanna er eftir sænska rithöfundinn Marianne Fredríksson í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. í kynningu segir að þetta sé ör- lagasaga þriggja kynslóða kvenna, sona þeirra og elskhuga, mæðra og dætra, og ger- ist á miklum um- brota-tímum, frá síðari hluta 19. aldar og fram til okkar daga. Einnig segir að þetta sé ástar- og harmsaga þar sem saman fari sterk og ógleyman- leg persónusköpun og hrífandi frá- sögn. Marianne Fredriksson er einn vinsælasti höfundur Svía um þessar mundir. Bókin var valin skáldsaga ársins í Svíþjóð þegar hún kom fyrst út og hefur verið gefin út í nær þrjátíu löndum og víða orðið metsölubók. Bókin er meðal tíu mest seldu bóka heims árið 1997. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 368 bls., prentuð í Odda hf. Ragnar Helgi Olafsson hannaði bókarkápu. Verð 4.280 kr. Marianne Fredriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.