Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg FRA stofnf'undi Menntar sem iialdinri var í Reykjavík á föstudag en að félaginu standa m.a. ASÍ, VSÍ, Samband iðnmenntaskóla, Samstarfs- nefnd háskólastigsins og Samstarfsnefnd um menntun í iðnaði. Mennt stofnuð á grunni Sammenntar og Starfsmenntafélagsins Nýr samstarfs- vettvangur at- vinnulífs og skóla Alþjóðlegu þjálfunarsamtökin ITC hreyfíngin á íslandi 25 ára Markmiðið að efla sjálfs- traust félagsmanna Morgunblaðið/Árni Sæberg ALÞJÓÐAFORSETI ITC er E. Jean Turner og landsforseti samtak- anna á Islandi er Vilhjálmur Guðjónsson. MENNT, samstarfsvettvangur at- vinnulífs og skóla, var stofnuð á föstudag en markmið Menntar er að efla menntun einstaklinga, stuðla að öflugu atvinnulífí, efla samkeppnishæfni iyrirtækja og hæfni starfsmanna og treysta stöðu þeirra á vinnumarkaði. Um leið hefur starfi Sammenntar og Starfsmenntafélagsins verið slitið. Stjórnir Sammenntar og St- arfsmenntafélagsins hafa um nokkurt skeið rætt hugsanlegan samruna félaganna. Sammennt var stofnuð árið 1990 og hefur beitt sér fyrir samstarfí atvinnu- lífs og skóla, sérstaklega evrópsk- um samstarfs- og mannaskipta- verkefnum. Innan Starfsmennta- félagsins, sem stofnað var árið 1995, hafa starfað yfir 20 hópar um tiltekin verkefni til eflingar skólum og atvinnulífi. Meginhlutverk Menntar er að vera samstarfsvettvangur atvinnu- lífs og skóla á sviði menntunar og á Mennt að þjóna fyrirtækjum, fé- lögum, skólum og öðrum fræðslu- stofnunum. Er félaginu ætlað að safna upplýsingum og miðlun þeirra og taka þátt í innlendum og erlendum samstarfsáætlunum. Aðild geta átt allir lögaðilar, jafnt fyrirtæki og skólar. Stofnfundinn ávarpaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Halldór Grönvold skýrði frá starfí undirbúningshóps og kynnt voru drög að lögum félagsins og starfs- og fjárhagsáætlun. ALÞJÓÐLEGU þjálfunarsamtökin ITC, International Training in Communication, sem starfa að því að auka hæfni félagsmanna í hvers kyns samskiptum, fagna 60 ára af- mæli um þessar mundir og íslensku landssamtökin 25 ára starfsafmæli. Alþjóðaforseti ITC, E. Jean Turn- er, frá Bandaríkjunum, heimsótti Island af þessu tilefni og var gestur ITC á Islandi á afmælisfagnaðin- um, sem haldinn var í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. „Tilgangur samtakanna er að þjálfa félagsmenn í að koma fram á stórum og smáum mannamótum, þroska sjálfa sig og efla sjálfs- traust til þess að takast á við ýmis verkefni. Þetta snýst eiginlega um það að brjóta ísinn og þá öðlast menn sjálfstraust til að takast á við ný og ný verkefni," sagði E. Je- an Turner í samtali við Morgun- blaðið. Um 10 þúsund félagar Fjöldi félaga innan ITC samtak- anna er um 10 þúsund og er um helmingur þeirra í Norður-Amer- íku. Á Islandi eru um 200 félagar að sögn Vilhjálms Guðjónssonar landsforseta en hingað barst hreyf- ingin árið 1970. „Hún byrjaði á Keflavíkurflugvelli, barst síðan til Keflavíkur þar sem klúbbur starf- aði bæði á ensku og íslensku en síð- an hafa sífellt fleiri klúbbar bæst við,“ segir Vilhjálmur. Þau segja stærð hvers klúbbs milli 10 og 30 manns og þannig gefist öllum félög- um tækifæri til að takast á við fjöl- breytt verkefni eftir því sem áhugi og hæfileikar standa til. „Þjálfunin fer fram á fundum og þar takast félagsmenn í fyrstunni á við einföld verkefni eins og að flytja ræðu og kynna sjálfan sig, efni sem flestir þekkja einna best!“ segir al- þjóðaforsetinn. Hún segir menn síðan fengna til að fjalla um ákveð- in mál með erindaflutningi, síðan geti menn haldið fræðslufund eða heilt námskeið ef svo ber undir og þannig þroskist menn með auknum verkefnum. Einnig er nokkuð um að ýmsir sérfræðingar utan klúbbanna séu fengnir til fyrir- lestrahalds. „Eg hefði til dæmis aldrei látið mér detta í hug að ég yrði einhvern daginn alþjóðaforseti samtaka sem í eru 10 þúsund manns," sagði E. Jean Turner. Hreyfingin er byggð upp af klúbbum, ráðum innan hvers lands og síðan landsfélögum. Þá er heim- inum skipt upp í fjögur svæði og nær hvert þeirra yfir allmörg lönd. Island tilheyrir sama svæði og Bretland og Afríkulönd svo dæmi sé tekið. Hvert svæði hefur vara- forseta og hafa Islendingar tvisvar gegnt þeim embættum. Ekki stjórnmál eða tnimál „Hver klúbbur og hvert land sér um eigin starfsemi en við reynum að skiptast á hugmyndum og skoð- unum og verkefni eru aðlöguð að- stæðum í hverju landi,“ segir al- þjóðaforsetinn. „Þannig hafa til dæmis klúbbar í Suður-Afn'ku tekið ýmis málefni til umfjöllunar í kjöl- far breyttra stjórnarhátta en ITC hefur hins vegar á stefnuskrá sinni að fjalla ekki um stjórnmál eða trú- mál og innan hreyfingarinnar nim- ast allar skoðanh-." Liðsmenn ITC eru á öllum aldri og segja þau fólk hefja þátttöku á ýmsum aldri og staldra við mis- munandi lengi. Þannig hefur Vil- hjálmur starfað með samtökunum í áratug en Jean Turner gekk til liðs við þau árið 1970. Þá kemur fólk úr öllum stéttum og stöðum. Að lokum nefna þau sérstakt verkefni sem fé- lagsmenn geta gengið í gegnum ef þeir hafa áhuga á: „Það er eins konar verkefni eða hæfnispróf sem menn taka og öðl- ast við það ákveðna viðurkenningu eða titil eftir sérstöku matskerfi. Það er í fjórum þrepum og þá eru viðkomandi falin ákveðin verkefni sem þyngjast smám saman og fá menn sérstakan titil við hvert þrep samkvæmt matskerfinu. Nú hafa 35 félagar í hreyfingunni í heild náð efsta stigi í þessu kerfi og af þeim eru tveir íslendingar.“ Tillaga um eftirlaun samþykkt á aðalfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna SAMTÖK eldri sjálfstæðismanna leggja til að felld verði úr gildi þau ákvæði í lögum um almannatrygg- ingar sem varða ellilifeyri og heim- ildir þeim tengdar til hækkunar og skerðingar. I staðinn komi ný ákvæði um eftirlaun til allra 67 ára og eldri og nemi þau 80 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern ein- stakling. Eftirlaunin verði ekki skert með neinum hætti og þau taki breytingum í samræmi við verð- lagsbreytingar. Við fráfall maka haldi eftirlifandi maki eftirlaunum hins látna 16 mánuði, en þá skerðist dánarbætur í áföngum og falli niður að 12 mánuðum liðnum. Tillaga þessa efnis var samþykkt samhljóða á aðalfundi SES sem haldinn var 25. nóvember síðastlið- inn og verður hún kynnt forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins. í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að undanfarið hafi ver- ið fjallað mikið um velferðarmál aldraðra og þar hafi m.a. komið við sögu flestir þátttakendur í nýaf- stöðnu prófkjöri. Þá hafi nýleg skoðanakönnun lýst mjög almenn- um og afgerandi stuðningi við kjarabætur til aldraðra. 21 þúsund ellilífeyrisþegar fyrir neðan fátækramörk Að sögn Guðmundar H. Garðars- sonar, formanns Samtaka eldri sjálfstæðismanna mun fjöldi ellilíf- eyrisþega nú vera um 24.000 og af þeim þiggja 21.000 tekjutryggingu. Hann segir að þetta þýði að um 21.000 manns sé fyrir neðan fá- tækramörk hvað varðar afkomu- tekjur, sem gefí viðkomandi ein- Jöfn ellilaun fyr- ir 67 ára og eldri staklingi rétt til þessa ellilífeyris úr almanna; tryggingakerfnu. í sumum tilfellum sé um skertan rétt að ræða, annaðhvort vegna elli- lífeyrisgreiðslna úr líf- eyrissjóðum eða tak- markaðra launatekna við starfslok o.þ.h. „Hinn 24. október síðastliðinn var ellilíf- eyrir, þ.e. grunnlífeyrir, 15.123 kr. og hálfur hjónalífeyrir 13.611 kr. Full tekjutrygging elli- lífeyrisþega var 27.824 kr., óskert heimilisupp- bót 13.304 kr. og óskert sérstök heimilisuppbót 6.507 kr. Grunnlífeyrir að viðbættri fullri tekjutryggingu var því samtals 42.447 kr. á mánuði. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þessi upphæð til framfærslu og viðurvær- is felur í sér mikla fátækt og er fjarri því að tryggja viðkomandi við- unandi framfærslu," sagði Guð- mundur. Hann sagði að hefði viðkomandi einhverjar viðbótartekjur úr t.d. lífeyrissjóði sé bilið á milli þessara marka og skattleysis- marka, sem eru um 59.000 kr. fyrir ein- stakling, svo lítið að það færi verulega nið- ur afkomustig við- komandi vegna skattaáhrifa og skerð- ingarreglna á trygg- ingargreiðslum úr al- menna tryggingar- kerfínu. „Þetta leiðir meðal annars til þess að nú- verandi kerfi al- mannatrygginga og skattareglur færa millitekjufólk við töku ellilífeyris niður á framfærslustig sem nálgast fá- tækramörk. Við það situr þjóðfé- lagið uppi með tvo hópa lágtekju- fólks sem býr við algjörlega óviðun- andi aðstæður. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir samtaka aldraðra til að fá leiðréttingu þessara mála hafa stjórnvöld og allir flokkar sýnt þessum málum ákveðið tómlæti og aðgerðaleysi. Efnisleg rök fyrir til- lögu Samtaka eldri sjálfstæðis- manna eru því fullkomlega fyrir hendi,“ sagði Guðmundur. Leiðir til mikillar skilvirkni í almannatryggingakerfinu Deila má um það, að sögn Guð- mundar, hvort eftirlaunin frá al- mannatryggingakerfinu ættu að vera 80.000 kr. á mánuði eða eitt- hvað hærri eða lægri upphæð, en í því sambandi væri rétt að benda á að lágmarkslaun verkamanns væni nú 70.000 kr. Þá sagði hann að á tímum jafnréttis væri eðlilegt og sjálfsagt að allir einstaklingar hefðu jafnan rétt og fengju sömu upphæð úr almannatryggingakerfnu, óháð því hvort viðkomandi væri í hjóna- bandi eða sarnbúð eða ekki. Guðmundur sagði að stjórn SES mundi kynna samþykkt aðalfundar- ins forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins og gera nánari grein íyrir mikilvægi þess að þessi tillaga nái fram að ganga að undangenginni nánari athugun á einstökum þátt- um, svo sem fjármögnun og frekari tiyggingum. Þá sagði hann að nái tillagan fram að ganga muni það leiða til mikillar skilvirkni í al- mannatryggingakerfnu og sparn- aðar hjá hinu opinbera. „Það er óþarft að taka fram að greiðslur úr lífeyrissjóðum, hvort GUÐMUNDUR H. Garðarsson. sem þær eru úr samtryggingarsjóð- um eða séreignasjóðum, eru utan almannatryggingakerfsins og hljóta að skoðast sem sérstakur sparnaður er nýtur sömu réttar- stöðu og annar sparnaður í landinu. Reynslan sýnir að vegna viljaleysis stjórnvalda fyrr og nú til að taka á því ranglæti sem hefur viðgengist í almanntryggingakerfnu gagnvart rétti þeiiTa sem hafa meðal annars sparað til elliáranna í lífeyrissjóð- um, en hér á ég við skerðingar á rétti til fullra greiðslna úr almanna- tryggingakerfnu, er útilokað að líf- eyrissjóðirnir geti leyst almanna- tryggingakerfið af hólmi. Afleiðing- ar þeirrar stefnu fela í sér fátækt og lífskjarahrun hjá þúsundum manna. Við það verður ekki unað átaka- laust,“ sagði Guðmundur H. Garð- arsson. Samtök eldri sjálfstæðismanna voru stofnuð 6. nóvember 1997, og á aðalfundinum, sem um 200 manns sóttu, var Guðmundur H. Garðars- son endurkjörinn formaður. Salóme Þorkelsdóttir var kosin varaformað- ur, og meðstjórnendur voru kosnir þau Ágúst Hafberg, Ásdís Konráðs- dóttir, Ásgeir Hallsson, Bjarni Helgason, Hannes Þ. Sigurðsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Þórður Þorkelsson. Á fundinum flutti Guð- mundur skýrslu stjórnar samtak- anna, Ásgeir Hallsson lagði fram og kynnti tillöguna um tryggingamál, Ásgeir Pétursson hafði framsögu fyrir uppstillingarnefnd og Styrmir Gunnarsson ritstjóri flutti ræðu. Á fundinum var minnst tveggja stofn- félaga samtakanna, þeirra Eyþórs Þórðarsonar og Guðjóns Hanssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.