Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 84
84 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
í DAG
Baráttufundur
ekki málþing
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi athugasemd frá
stjórn Hálendishópsins sem stóð
að fundinum í Háskólabíói á laug-
ardag: „Vegna yfirlýsinga stjórn-
arformanns Landsvirkjunar, Jó-
hannesar Geirs Sigurgeirssonar, í
fjölmiðlum um almennan fund um
verndun miðhálendisins, sem
haldinn var í Háskólabíó laugar-
daginn þann 28. nóvember, vill
stjórn Hálendishópsins, sem stóð
að fundinum, taka fram eftirfar-
andi:
Yfirskrift fundarins var „Með
hálendinu - gegn náttúruspjöllum"
og kom skýrt fram í fundarboði og
fréttatilkynningum, að megin-
markmið fundarins væri að efla og
sýna samstöðu náttúruunnenda um
það að ósnortin náttúra miðhálend-
isins sé einhver dýrmætasta auð-
legð þjóðarinnar og að hana beri að
vemda.
Þetta var ekki málþing, heldur
baráttufundur fyrir ofangreindum
markmiðum. I ljósi þess töldu að-
standendur fundarins óeðlilegt að
Landsvirkjun ætti ræðumann á
fundinum þar eð virkjanaáform
fyrirtækisins á miðhálendinu
ganga þvert gegn ofangreindum
markmiðum.
Vakin skal athygli á að þann 31.
október sl. héldu fern náttúru-
verndarsamtök málþing þar sem
umhvei’fisáhrif fyrirhugaðra virkj-
ana norðan Vatnajökuls voru til
umræðu og átti Landsvirkjun þar
sína málflutningsmenn."
Vilja málefna-
lega umræðu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun; „Fundur Fé-
lags um verndun hálendis Austur-
lands hvetur til máiefnalegi'ar og
drengilegrar umræðu um verndun
og nýtingu náttúruauðlinda á Aust-
urlandi.
Fundurinn telur að lögfonnlegt
mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals-
virkjunar sé heppilegasti farvegur-
inn fyrir slíka umræðu þar sem
sjónarmið verndunarsinna annars
vegar og virkjunarsinna hinsvegar
fengju faglega umfjöllun.
Fundurinn harmar blaðaskrif,
þar sem ráðist er að einstökum per-
sónum og starfsheiðri þeirra og
heitir á stuðningsmenn félagsins að
forðast þess konar orðræðu. Virð-
um andstæð sjónannið.“
I dag kl. 13-18
kynning á hinni vinsælu
bað- og líkamslínu frá
I COLONIALI
LYFJA
Lágmúla 5
Sími 533 2300
1
:
Silf urljúðum kertastjakana fyrir jól 1
----------------------------------------- |
Opnunartími miá. og fim. kl. 16-18
........................ ' ' ' ' I
Góðar jólagjafir
Mikið úrval af fallegum bómullar- og
flíspeysum. Stærðir 62—164 sm.
POLARN O. PYRET
Kringlunni 8—12, sími 568 1822
__________________________
Örfáar glufur,
lausar til jóla
Myndataka, þar sem þú ræður hve
stórar og hve margar myndir þú
færð, innifalið ein stækkun 30 x 40
cm í ramma.
kr. 5.000,oo
Þú færð að velja úr 10 - 20 myndum
af börnunum, eftirfarandi stærðir
færðu með 60 % afslætti frá gildandi
verðskrá ef þú pantar þær strax
endanlegt verð er þá.
13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00
20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00
30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00
Gerðu þinn eigin verð samanburð, hringdu á aðrar ljósmyndastofur og
kannaðu hvort þetta verð á stækkunum er ekki lægsta verðið á landinu.
Ljósmyndastofa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd
sími: 554 30 20 sími: 565 42 07
Passamyndir á fimm mínútum alla virka daga.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Athugasemd
við „Rabb“
í Lesbók
VELVAKANDA barst eft-
ii-farandi bréf:
„Það er grundvallar mis-
skilningur hjá Árna Arnar-
syni í „Rabbi“ Lesbókar
Morgunblaðsins hinn 14.
nóvember sl., að maðurinn
sé dýr. Hann segir: „Mað-
urinn er eina dýrið sem
drepur og kvelur einstak-
linga af sinni eigin tegund
án neinnar sérstakrar
ástæðu og fær út úr því
ánægju.“ Tilvitnun lýkur.
Biblían, orð Guðs, kenn-
ir að Guð skapaði mann-
inn. 1. Mósebók, 1:27. Hún
skýrir einnig frá falli
mannsins í 1. Mósebók, 3.
kafla. Með falli mannsins
kom vonskan inn í heiminn
og ekki var langt í fyrsta
morðið. 1. Mós., 4:8. Biblí-
an kennir að hjarta
mannsins er svikult frem-
ur öllu öðru og spillt. Jer-
emía 17:9. Vitanlega eru
mennimir mismikið svikul-
ir og spilltir. Hjarta
mannsins og eðli breytist
ekki að fullu fyrr en mað-
urinn tekur trú á Jesú
Krist, Guðs son, og eignast
þar með „guðlegt eðli“, sjá
2. Pétursbréf 1:4. Langi
einhvern til að fræðast um
manninn, eðli hans, bar-
áttu og stórkostlega sigra,
þegar hann litillækkar sig
og hrópar til Drottins
Guðs síns og skapara, þá
finnur hann allt um þetta í
Biblíunni. Það sem Biblí-
an, orð Guðs, kennir er
sannleikur.
Bestu kveðjur."
Sóley Jónsdóttir,
Akureyri.
Dýrahald
Læða í óskilum
LÆÐAN á myndinni er í
óskilum á Ásbraut í Kópa-
vogi. Hún er hvit með
bröndóttum flekkjum, að-
allega á baki. Hún er ekki
eyrnamerkt og ekki með
ól. Ef einhver veit hvar
hún á heima eða kannast
við hana, vinsamlega hafið
samband í síma 564 1711.
Norskur skógar-
köttur týndur
SVARTUR norskur skóg-
arköttur með hvítar lopp-
ur, trýni og bringu týndist
frá Laugarnesvegi fyi-ir
u.þ.b. 2 vikum. Hann er
ómerktur. Upplýsingar í
síma 553 7001 eða
588 7911.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
MORGUNBLALÐIÐ
birtir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættarmót
og fleira lesendum sínum
að kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að berast
með tveggja daga fyrir-
vara virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynning-
um og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100. Sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
Ast er...
að átta sig á að kona
býr líka í húsinu.
Víkverji skrifar...
AUGLÝSING sú, sem Lands-
virkjun birti í dagblöðunum
þremur sl. laugardag, sama dag og
fundur var haldinn í Háskólabíói til
varnar hálendinu, hefur vakið bæði
athygli og spurningar. Stjórnarfor-
maður Landsvirkjunar upplýsti í
Morgunblaðinu í fyrradag, að aug-
lýsingin hefði verið birt vegna
þess, að Landsvirkjun hefði ekki
fengið tækifæri tii að koma sínum
sjónarmiðum á framfæri á fundin-
um.
Spumingarnar, sem þetta vekur,
eru þessar: er Landsvirkjun annað
og meira en fyrirtæki, sem undir-
býr byggingu raforkuvera og sér
um rekstur þeirra eftir að þau hafa
verið byggð skv. útboði? Ekki er
Landsvirkjun stefnumarkandi aðili
um virkjanir á Islandi - eða hvað?
Er það ekki Alþingi, sem tekur
ákvarðanir um hvar skuli virkja og
hvort? Er það hlutverk Lands-
virkjunar að ganga fram fyrir
skjöldu og boða ákveðna stefnu í
virkjanamálum? Er Landsvirkjun
ekki með því að taka fram fyrir
hendumar á Aiþingi Islendinga?
Landsvirkjun er vissulega þýð-
ingarmikið fyrirtæki og á sér
merkilega sögu. En það breytir
ekki því, að Landsvirkjun hefur
ekki verið falið að móta stefnu í
þessum málum fyrir hönd íslenzku
þjóðarinnar. Það er Alþingi, sem
hefur það vald. Er ekki ástæða til
þess að forráðamenn Landsvirkj-
unar hugsi sinn gang áður en
lengra er haldið?
xxx
SVEINN Hjörtur Hjai-tarson,
hagfræðingur LÍÚ benti á það í
sjónvarpsviðtali fyrir helgina, að
iækkanir á heimsmarkaðsverði á ol-
íu kæmu seint fram í útsöluverði
hér á landi en hækkanir kæmu
fljótt fram. Nú em olíufélögin að
lækka verð á olíu og benzíni. Það er
tímabært, að þau svari með rökum
staðhæfingu hagfræðings LIÚ,
sem áreiðanlega er um leið tilfinn-
ing hins almenna borgara.
xxx
FRÉTT í ríkissjónvarpinu sl.
sunnudagskvöld þess efnis, að
rannsóknir á heilsufari barna
sýndu að það væri stéttskipt, hlýt-
ur að valda því að fólk hrökkvi al-
varlega við. Hvað er að gerast í
velferðarsamfélögum Norðurlanda.
Eigum við að trúa því, að þrátt fyr-
ir alla þá gífurlegu fjármuni, sem
fara í velferðarkerfið, sé svo komið,
að lítil efni fólks komi niður á
heilsufari barna þeirra? Það er
auðvitað óþolandi ástand, sem eng-
in þessara þjóða getur verið þekkt
fyrir að láta viðgangast.