Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 33 Reuters TYRKNESKUR undirforingi, Oguz Kilic, var borinn til grafar í Ankara í gær. Frá vinstri eru Mesut Yilmaz forsætisráðherra, Huseyin Kivrikoglu, yfirmaður herráðsins, og Bulent Ecevit aðstoðarforsætisráðherra. Tyrkjaher varar stjórnmálamenn við Ankara. Reuters. Öflugur jarð- skjálfti í Indónesíu Ottast töluvert manntjón Jakarta. Reuters. SEX manns að minnsta kosti fórust í öflugum jarðskjálfta á afskekktri eyju í austurhluta Indónesíu aðfaranótt mánu- dagsins. Var hann 7,6 stig á Richter-kvarða og óttast er, að tala látinna eigi efth- að hækka. Jarðskjálftinn varð á Man- gole-eyju, um 2.000 km norð- austur af höfuðborginni, Jakarta, og var haft eftir yfir- völdum þar, að vitað væri um sex menn látna og 30 slasaða. Þá var sambandslaust við sum svæði á eyjunni og því var bú- ist við, að mannfallið væri meira. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum og sums stað- ar sópuðust húsin í sjóinn. Eftir að jarðskjálftinn hafði riðið yfir forðaði fólk sér burt frá ströndinni af ótta við, að flóðöldur gengju á land. Sér- fræðingar telja þó litla hættu á því vegna aðstæðnanna, mikilla grynninga úti fyi-ir og berggerðarinnar. Um 17.000 manns búa á Mangole og aðalatvinnugrein- in er timburiðnaður. Er haft eftir fólki, að timburverk- smiðja hafi eyðilagst í skjálft- anum en þá voru þar hundruð manna að störfum. Það þykir því nokkuð augljóst, að mann- tjón af völdum hans hafi verið meira en vitað var um í gær. TYRKNESKI herinn, sem er mjög valdamikill í Tyrklandi, birti í gær yfirlýsingu þar sem hann varaði stjórnmálamenn við að draga hann með einhverjum hætti inn í stjórn- málabaráttuna í landinu. I yfirlýsingu frá herráðinu ei-u stjórnmálamenn hvattir til að „sýna nauðsynlega aðgát“ í um- mælum sínum vegna þeirra við- ræðna, sem nú eiga sér stað með myndun nýrrar stjórnar fyrir aug- um. Segja herforingjarnir, að vangaveltur eða yfirlýsingar um hvaða flokkur þóknist hernum best séu út í hött. Tilefni yfirlýsingarinnar virðast vera ummæli, sem höfð vpru eftir Recai Kutan, leiðtoga Islamska velferðai'flokksins, sl. laugardag, en hann kvaðst þá standa betur að vígi í hugsanlegri stjórnarmyndun en núverandi og fráfarandi forsæt- isráðherra, Mesut Yilmaz, vegna þess, að hernum líkaði augljóslega margt í stefnu Velferðarflokksins. Fylgja stefnu Ataturks Talið er, að með yfirlýsingunni séu herforingjamir í raun að vara leiðtoga annarra flokka við að gefa nokkuð eftir fyrir bókstafstrúar- mönnum í Velferðarflokknum en að öllu óbreyttu ætti hann sem stærsti flokkurinn á þingi að fá umboð til stjórnarmyndunar. Tyrkneski herinn hrifsaði til sín völdin þrisvar sinnum á árunum frá 1960 til 1980 og hann átti mest- an þátt í, að fyrsta íslamska ríkis- stjórnin hrökklaðist frá í júní sl. í yfirlýsingunni vitnuðu herforingj- arnir í Kemal Ataturk, stofnanda hins veraldlega, tyrkneska ríkis og kváðust virða allar skoðanir, sem væru í samræmi við stjórnar- skrána og þær meginlínur, sem Ataturk hefði lagt. Fylgishrun danskra jafnaðar- manna Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. FYLGI danskra jafnaðarmanna er hefur ekki verið minna í aldarfjórð- ung ef marka má skoðanakönnun, sem Berlingske Tidende birti á sunnudag. Fylgistapið miðað við kosningarnar í mars er 9% meðan Venstre hefur bætt við sig tæplega jafnmörgum prósentustigum. Ljóst þykir að hinn nýi leiðtogi Venstre, Anders Fogh Rasmussen, hefur náð athygli Dana og trausti. I kosningunum 11. mars fengu jafnaðarmenn 35,9% atkvæða en hafa nú 27% fylgi samkvæmt skoð- anakönnun. Venstre fékk 24% í kosningunum, en hefur nú 32,7% í skoðanakönnuninni. Niðurstaðan þykir mikill sigur fyrir hinn nýja formann Venstre. Ósáttir vegua biðeftirlauna Svo virðist sem efnahagsráðstaf- anir í vor og nýsamþykkt fjárlög, sem komust í gegn með stuðningi borgaralegu flokkanna hafí fælt kjósendur frá. Megin deiluefnið í fjárlagagerðinni voru biðeftirlaun, sem Danir eiga kost á áður en þeir hafa náð rétti til hefðbundinna eftir- launa og hversu lengi fólk gæti ver- ið á atvinnuleyisbótum. Borgaralegu flokkarnir vildu leggja biðeftirlaunin niður, en sem málamiðlun féllst stjórnin á skertan rétt til þeirra og styttingu bótatíma. Bæði málin voru mikil hitamál. Að- gerðir stjórnarinnar virðast ekki mæta miklum skilningi kjósenda, eins og skoðanakönnunin sýnir meðal annars og hafa einnig valdið úlfúð í verkalýðshreyfingunni. fsraelsstjórn íhugar árásir á Líbanon Hyggja ekki á brottför frá öryggissvæðinu Jerúsalem, Damaskus. Reuters, The Daily Telegraph. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, gaf í gær til kynna að hann væri tilbúinn að hefja friðarviðræður við Sýrlend- inga að nýju, eftir þriggja ára hlé, ef engin skilyrði fylgdu slíkum við- ræðum. Neitaði Netanyahu hins vegar fréttum þess efnis að Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, hefði boðið Israelsstjórn frið við Líbanon og Sýrland gegn því að Israel gæfi Sýrlendingum eftir Gólanhæðir, sem Israel náði á sitt vald árið 1967. Tengjast þessi ummæli Netanya- hus ástandinu á svokölluðu öryggis- svæði gyðinga í Líbanon en undan- farnar tvær vikur hafa skæruliðar Hizbollah fellt þar sjö ísraelska hermenn. Sýrlandsstjórn hefur um- talsverð áhrif á stjórn mála í Lí- banon og heldur Yitzhak Mor- dechai, varnarmálaráðheira Isra- els, því fram að Israel geti engan veginn dregið lið sitt til baka frá Lí- banon, eins og kröfur eru nú uppi um í Israel, nema fyrir liggi eins konar samningur milli Israels og Sýrlandsstjórnar. Netanyahu var fyrir helgi harð- orður í garð stjórnvalda í Líbanon og sagði þau fullfær um að halda aftur af Hizbollah-mönnum ef þau kærðu sig um. Svipuð ummæli lét hann falla í gær um Sýrlandsstjórn, „auðvitað hefur Sýrland mikilvægu hlutverki að gegna í hverju því sem á eftir að gerast, og því sem hægt er að koma í veg fyrir, í Líbanon." Segir Netanyahu að Israel muni áfram hafa herlið í Líbanon á með- an ekki er hægt að tryggja öryggi íbúa Norður-ísraels gegn árásum Hizbollah með öðrum hætti og seg- ir hann að markmiðið að svo stöddu verði því að tryggja öryggi ísra- elsku hermannanna eins vel og kostur sé. íhuga árásir á skotmörk Ræddi fsraelsstjórn á fundum sínum um helgina mögulegar árás- ir á skotmörk í Líbanon, sem svar við árásum Hizbollah. Er til um- ræðu að eyðileggja vegi og brýr og valda skemmdum á aflveitustöðv- um og vatnsbirgðum Líbanons til að hefna fyrir dauða hermannanna. „Leyfum Beirút [höfuðborg Lí- banons] að vakna að morgni án vatns og rafmagns og trúið mér, þá mun bæði Líbanonstjórn og ríkis- stjórn Sýrlands senda herlið til suðurlandamæra sinna,“ sagði Avigdor Kahalani, ráðherra örygg- ismála. Yossi Beilin, þingmaður Verka- mannaflokksins sem er í stjórnar- andstöðu, fór hins vegar fram á að herliðið yrði kallað heim og sagði að „öryggissvæði" væri sannkallað öf- ugmæli, hið svokallaða öryggis- svæði væri í raun hættulegt ísra- elskum ríkisborgurum, þ.e. her- mönnum. Deilir stjórnarandstaðan harkalega á ríkisstjórnina fyrir stefnu hennar í þessu máli, og segir að fjöldi fallinna hermanna á ör- yggissvæðinu sýni að stefnan skili ekki tilætluðum árangri. %f 76 ára afmæli okkar 1. Desember. Glæsileg tilboð og mikill afsláttur á flestum vörum, aðeinsj 3 daga. A MatvírinslBýél KIVI2000 \ pf; I I i 1 i I I I M Borvél SBE570 verð áður 24.400, AEG Eldavél 5002 AEG 1 Ralhlöðuvél BS2E12T SHARP. Reiknivél með dagatali EL 950 I l ■ ' verð áður 2.950, AEG Þvottavél W 1010 100 snúninga SHARP Orbylgiuoln R 211 verð áður 69.900,- Hljómtækjastæða N 500 verð áður 44.900, BOSCH Bi'lskúrshurðaropnari SHARP. Faxtæki F1500 verð áður 21.900, 20% afsláttur af öllum ryksugum,kaffikönnum,brauðristum,straujárnum ofl. Einnig 20% afsláttur af TEFAL pottum og pönnum og EMILE HENRY leirbúnaði. 15% afsláttur af Husqvarna 10% afsláttur af Indesit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.