Morgunblaðið - 01.12.1998, Page 33

Morgunblaðið - 01.12.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 33 Reuters TYRKNESKUR undirforingi, Oguz Kilic, var borinn til grafar í Ankara í gær. Frá vinstri eru Mesut Yilmaz forsætisráðherra, Huseyin Kivrikoglu, yfirmaður herráðsins, og Bulent Ecevit aðstoðarforsætisráðherra. Tyrkjaher varar stjórnmálamenn við Ankara. Reuters. Öflugur jarð- skjálfti í Indónesíu Ottast töluvert manntjón Jakarta. Reuters. SEX manns að minnsta kosti fórust í öflugum jarðskjálfta á afskekktri eyju í austurhluta Indónesíu aðfaranótt mánu- dagsins. Var hann 7,6 stig á Richter-kvarða og óttast er, að tala látinna eigi efth- að hækka. Jarðskjálftinn varð á Man- gole-eyju, um 2.000 km norð- austur af höfuðborginni, Jakarta, og var haft eftir yfir- völdum þar, að vitað væri um sex menn látna og 30 slasaða. Þá var sambandslaust við sum svæði á eyjunni og því var bú- ist við, að mannfallið væri meira. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum og sums stað- ar sópuðust húsin í sjóinn. Eftir að jarðskjálftinn hafði riðið yfir forðaði fólk sér burt frá ströndinni af ótta við, að flóðöldur gengju á land. Sér- fræðingar telja þó litla hættu á því vegna aðstæðnanna, mikilla grynninga úti fyi-ir og berggerðarinnar. Um 17.000 manns búa á Mangole og aðalatvinnugrein- in er timburiðnaður. Er haft eftir fólki, að timburverk- smiðja hafi eyðilagst í skjálft- anum en þá voru þar hundruð manna að störfum. Það þykir því nokkuð augljóst, að mann- tjón af völdum hans hafi verið meira en vitað var um í gær. TYRKNESKI herinn, sem er mjög valdamikill í Tyrklandi, birti í gær yfirlýsingu þar sem hann varaði stjórnmálamenn við að draga hann með einhverjum hætti inn í stjórn- málabaráttuna í landinu. I yfirlýsingu frá herráðinu ei-u stjórnmálamenn hvattir til að „sýna nauðsynlega aðgát“ í um- mælum sínum vegna þeirra við- ræðna, sem nú eiga sér stað með myndun nýrrar stjórnar fyrir aug- um. Segja herforingjarnir, að vangaveltur eða yfirlýsingar um hvaða flokkur þóknist hernum best séu út í hött. Tilefni yfirlýsingarinnar virðast vera ummæli, sem höfð vpru eftir Recai Kutan, leiðtoga Islamska velferðai'flokksins, sl. laugardag, en hann kvaðst þá standa betur að vígi í hugsanlegri stjórnarmyndun en núverandi og fráfarandi forsæt- isráðherra, Mesut Yilmaz, vegna þess, að hernum líkaði augljóslega margt í stefnu Velferðarflokksins. Fylgja stefnu Ataturks Talið er, að með yfirlýsingunni séu herforingjamir í raun að vara leiðtoga annarra flokka við að gefa nokkuð eftir fyrir bókstafstrúar- mönnum í Velferðarflokknum en að öllu óbreyttu ætti hann sem stærsti flokkurinn á þingi að fá umboð til stjórnarmyndunar. Tyrkneski herinn hrifsaði til sín völdin þrisvar sinnum á árunum frá 1960 til 1980 og hann átti mest- an þátt í, að fyrsta íslamska ríkis- stjórnin hrökklaðist frá í júní sl. í yfirlýsingunni vitnuðu herforingj- arnir í Kemal Ataturk, stofnanda hins veraldlega, tyrkneska ríkis og kváðust virða allar skoðanir, sem væru í samræmi við stjórnar- skrána og þær meginlínur, sem Ataturk hefði lagt. Fylgishrun danskra jafnaðar- manna Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. FYLGI danskra jafnaðarmanna er hefur ekki verið minna í aldarfjórð- ung ef marka má skoðanakönnun, sem Berlingske Tidende birti á sunnudag. Fylgistapið miðað við kosningarnar í mars er 9% meðan Venstre hefur bætt við sig tæplega jafnmörgum prósentustigum. Ljóst þykir að hinn nýi leiðtogi Venstre, Anders Fogh Rasmussen, hefur náð athygli Dana og trausti. I kosningunum 11. mars fengu jafnaðarmenn 35,9% atkvæða en hafa nú 27% fylgi samkvæmt skoð- anakönnun. Venstre fékk 24% í kosningunum, en hefur nú 32,7% í skoðanakönnuninni. Niðurstaðan þykir mikill sigur fyrir hinn nýja formann Venstre. Ósáttir vegua biðeftirlauna Svo virðist sem efnahagsráðstaf- anir í vor og nýsamþykkt fjárlög, sem komust í gegn með stuðningi borgaralegu flokkanna hafí fælt kjósendur frá. Megin deiluefnið í fjárlagagerðinni voru biðeftirlaun, sem Danir eiga kost á áður en þeir hafa náð rétti til hefðbundinna eftir- launa og hversu lengi fólk gæti ver- ið á atvinnuleyisbótum. Borgaralegu flokkarnir vildu leggja biðeftirlaunin niður, en sem málamiðlun féllst stjórnin á skertan rétt til þeirra og styttingu bótatíma. Bæði málin voru mikil hitamál. Að- gerðir stjórnarinnar virðast ekki mæta miklum skilningi kjósenda, eins og skoðanakönnunin sýnir meðal annars og hafa einnig valdið úlfúð í verkalýðshreyfingunni. fsraelsstjórn íhugar árásir á Líbanon Hyggja ekki á brottför frá öryggissvæðinu Jerúsalem, Damaskus. Reuters, The Daily Telegraph. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, gaf í gær til kynna að hann væri tilbúinn að hefja friðarviðræður við Sýrlend- inga að nýju, eftir þriggja ára hlé, ef engin skilyrði fylgdu slíkum við- ræðum. Neitaði Netanyahu hins vegar fréttum þess efnis að Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, hefði boðið Israelsstjórn frið við Líbanon og Sýrland gegn því að Israel gæfi Sýrlendingum eftir Gólanhæðir, sem Israel náði á sitt vald árið 1967. Tengjast þessi ummæli Netanya- hus ástandinu á svokölluðu öryggis- svæði gyðinga í Líbanon en undan- farnar tvær vikur hafa skæruliðar Hizbollah fellt þar sjö ísraelska hermenn. Sýrlandsstjórn hefur um- talsverð áhrif á stjórn mála í Lí- banon og heldur Yitzhak Mor- dechai, varnarmálaráðheira Isra- els, því fram að Israel geti engan veginn dregið lið sitt til baka frá Lí- banon, eins og kröfur eru nú uppi um í Israel, nema fyrir liggi eins konar samningur milli Israels og Sýrlandsstjórnar. Netanyahu var fyrir helgi harð- orður í garð stjórnvalda í Líbanon og sagði þau fullfær um að halda aftur af Hizbollah-mönnum ef þau kærðu sig um. Svipuð ummæli lét hann falla í gær um Sýrlandsstjórn, „auðvitað hefur Sýrland mikilvægu hlutverki að gegna í hverju því sem á eftir að gerast, og því sem hægt er að koma í veg fyrir, í Líbanon." Segir Netanyahu að Israel muni áfram hafa herlið í Líbanon á með- an ekki er hægt að tryggja öryggi íbúa Norður-ísraels gegn árásum Hizbollah með öðrum hætti og seg- ir hann að markmiðið að svo stöddu verði því að tryggja öryggi ísra- elsku hermannanna eins vel og kostur sé. íhuga árásir á skotmörk Ræddi fsraelsstjórn á fundum sínum um helgina mögulegar árás- ir á skotmörk í Líbanon, sem svar við árásum Hizbollah. Er til um- ræðu að eyðileggja vegi og brýr og valda skemmdum á aflveitustöðv- um og vatnsbirgðum Líbanons til að hefna fyrir dauða hermannanna. „Leyfum Beirút [höfuðborg Lí- banons] að vakna að morgni án vatns og rafmagns og trúið mér, þá mun bæði Líbanonstjórn og ríkis- stjórn Sýrlands senda herlið til suðurlandamæra sinna,“ sagði Avigdor Kahalani, ráðherra örygg- ismála. Yossi Beilin, þingmaður Verka- mannaflokksins sem er í stjórnar- andstöðu, fór hins vegar fram á að herliðið yrði kallað heim og sagði að „öryggissvæði" væri sannkallað öf- ugmæli, hið svokallaða öryggis- svæði væri í raun hættulegt ísra- elskum ríkisborgurum, þ.e. her- mönnum. Deilir stjórnarandstaðan harkalega á ríkisstjórnina fyrir stefnu hennar í þessu máli, og segir að fjöldi fallinna hermanna á ör- yggissvæðinu sýni að stefnan skili ekki tilætluðum árangri. %f 76 ára afmæli okkar 1. Desember. Glæsileg tilboð og mikill afsláttur á flestum vörum, aðeinsj 3 daga. A MatvírinslBýél KIVI2000 \ pf; I I i 1 i I I I M Borvél SBE570 verð áður 24.400, AEG Eldavél 5002 AEG 1 Ralhlöðuvél BS2E12T SHARP. Reiknivél með dagatali EL 950 I l ■ ' verð áður 2.950, AEG Þvottavél W 1010 100 snúninga SHARP Orbylgiuoln R 211 verð áður 69.900,- Hljómtækjastæða N 500 verð áður 44.900, BOSCH Bi'lskúrshurðaropnari SHARP. Faxtæki F1500 verð áður 21.900, 20% afsláttur af öllum ryksugum,kaffikönnum,brauðristum,straujárnum ofl. Einnig 20% afsláttur af TEFAL pottum og pönnum og EMILE HENRY leirbúnaði. 15% afsláttur af Husqvarna 10% afsláttur af Indesit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.